Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 17
.Niei HAUHsa’s.Ei aupAauviÁM ,va DV. MANUDAGURÍUL FEBRUARlm ~ ai 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Er samræmdu prófunum lýkur —fara unglingarnir áball ÞJÓDIN VEL Á VEGISTÖDD — þrátt fyrir „Treholtana” Bjössi skrifar: Samræmdu prófin standa nú yfir hjá 9. bekk og þegar þeim lýkur munu flestir unglingarnir halda upp á próflok með því að fara út að borða eða á ball nema þeir geri hvort tveggja. En það þýðir samt ekki aö allir unglingarnir komist á ball þó þeir hafi áhuga. Unglinga- skemmtistaðirnir sinna ekki þörfinni og sem dæmi má nefna að nú þegar er uppselt í annan þeirra á föstudaginn. Þvi spyr ég ágæta stjórnendur skemmtistaöanna hvort þeir hafi hug- leitt það að hafa opið fyrir 15 ára ung- linga á föstudaginn, að s jálfsögðu væru það vínlausir dansleikir sem þyrfti að halda. Ef ekkert væri gert þyrftum við unglingarnir aö hírast niðri á Hallæris- plani, þaö væri óskemmtilegur endir eftir erilsama prófviku. Einn á heyhlassi skrifar: Þar sem guölastákærur eru komnar á dagskrá hjá íslenskum yfirvöldum (stóri bróðir fylgist með), er þá ekki tími til kominn aö ákæra SALT (jaröarinnar) fyrir guðlast, gera upptæk öll eintök af „Látum oss hlæja” og handtaka alla j)á sem fengu þá bók í jólagjöf? Slfkt hláturs- kast veröur að banna með lögum, annars gæti þetta smitað út frá sér og valdið ólæknandi trú á lækninga- mátt hlátursins og allir læknar yrðu atvinnulausir. Það væri nú hlægilegt ef „Látumosshlæja” yrði látin sitja ein eftir á hakanum. Nei, niður með hláturinn. „Eg held,” sagði bóndinn við prestinn, ,,aö það sé almættinu þóknanlegra, að ég sitji hér á mínu heyhlassi og hugsi um guð, heldur en að ég sitji i guðshúsi og hugsi um heyhlassið.” Hláturinn lengir lífið, sagði ein- hver einhvern tíma. Og megi drott- inn heyra vora bæn. Hvernig gat norska þjóðin getið af sér slíkan mann sem Treholt er? spyr bréfritari. Með bréfi sinu vill hann benda á hvernig þjóð með ábyrgðartilfinningu bregst við til að fyrirbyggja frekari föðuriandssvik. Samræmdu prófunum fer nú að ljúka og þá fara unglingarnir út að skemmta sér. Þeir kvarta undan því að lítið sé gert fyrir þá en af nógu sé að taka fyrir þá sem vilja og geta skemmt sér án vímugjafa. DV bendir þeim unglingum sem ljúka prófum á næstunni á að aUar æskulýösmiðstöðvar verða opnar og þar er öUum heimiU aðgangur meðan húsrúm leyfir, að því tUskildu aö viö- komandi sé ekki ölvaöur. I velflestum skólum eru svo haldnir dansleikir um helgar og geta þeir sem áhuga hafa sótt þær samkomur. Þannig má ætla að ungUngar hafi úr talsverðu að velja eftir að prófum lýkur. 6694-9310 skrUar: Þar sem ég hef lengi verið aödáandi norsku þjóðarinnar fæ ég ekki lengur orða bundist. I fyrsta lagi get ég vart lýst í orðum þeirri sorg og djúpum von- brigðum sem þetta Treholts-mál olU mér. Hvemig gat norska þjóðin getið af sér slíkan mann? Eg get ekki látið hjá Uða í þessu sambandi að lýsa aðdá- un minni á umfjöUun Dagfara á þessu ógeðslega máU, ekki aðeins vegna inni- haldsms og hinna tímabæru vamaðar- oröa (hversu margir Treholtar hafa ekki veriö hér meðal vor!) — heldur einnig og öðra fremur hvernig greinin var oröuð þar sem helgustu orð hins íslenska máis voru nýtt tU hins ýtrasta af sannri andagift og dýpstu alvöru. Þegar ég hafði lesið téða grein varð mér ljóst, þrátt fyrir aUt, að hin íslenska þjóð er vel á vegi stödd — já, þrátt fyrir aUa „nytsama Treholta” sem virðast vaða hér uppi. En nóg um það. Tilefnið, að ég fæ ekki orða bund- ist og verð að tjá mig á prenti, er lítil klausa, sem birtist á forsíðu Morgun- blaösins, laugard. 4. þ.m., en hún ber yfirskriftina Noregur: Tíu þúsund óska vönunar. — Loksins hafði trú mín á norsku þjóðina öðlast aftur sitt fyrra inntak! Eða hversu oft hefur Amor ekki leitt menn á vUligötur — eða eins og maðurinn í útvarpinu sagði rétt i þessu,,undir okkur er meira fjör”, en þetta var nú hálfgerður útúrdúr. Eg á auðvitað við: hvað kom þessum Tre- holt til að svíkja þjóð sína — það þarf ekki að orðlengja það, það vita aUir jafnvel og ég. Með þessum línum vU ég aðeins benda á hvernig þjóð sem hefur ábyrgðartilfinningu bregst viö til að fyrirbyggja frekari föðurlandssvik. Mættum viö af henni læra! ,,Ég held að það sé almættinu þóknanlegra að ég sitji á heyhlassinu og hugsi um guð en að ég sitji i guðshúsi og hugsi um heyhlassið. " Þenn- an brandara lætur bréfritari fylgja bréfi sinu. STÓRÚTSALA Allt að 30% afsláttur af húsgögnum. 10% afsláttur af allri gjafavöru. Allt að 50% afsláttur af smávöru úr reyr og basti. NU ER STÓRA TÆKItÆRIÐ! Okkar skilmálar Reyrhillur og borð í miklu úrvali Borðstofuborð Cupboard Skrifborð Svefnherbergislinan Reyrskápar Stakir stólar — sófasett — hjónarúm Opið laugardag kl. 10—18, opið sunnudag kl. 14—18. --- E Kreditkort velkomin. Hamraborg 12, S>£UUJ Kópavogi. Sími 46460. HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.