Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 9
9 DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Chemenko valinn sem eftirmaöur eftir langt fundarþras Mikill fjöldi Moskvubúa hefur lagt leiö sína framhjá viðhafnarbörunum sem lík Yuris Andropovs hefur legiö á, áöur en útförin verður gerð á morgun. — Samúöaróskir hafa streymt til Kremlar víös vegar að úr heiminum og margir hafa oröið til þess að leggja leið sína í sovésk sendiráð til að votta sam- úð sína vegna fráfalls Sovétleiötogans. Við undirbúning útfararinnar vekur athygli að Konstantin Chemenko, fyrr- um keppinautur Andropovs, var val- inn formaöur útfaramefndarinnar sem mörgum þykir benda til þess að hann sé líklegastur eftirmaður Andro- povs. Hinn 72 ára gamli Chernenko var fyrstur í röð æðstu valdamanna, sem gengu hjá viðhafnarbörunum í gær, og þykir það einnig ábending um hvað koma skal. — Fyrir ári höföu menn ætlað að Chernenko ætti enga pólitíska framtíð fyrir sér þar sem hann varö undir í samkeppninni við Andropov um sæti Brezhnevs. I júni síðasta sumar varö þó ljóst að Andropov hafði reist Chernenko viö og gert hann að næst- æösta valdamanni flokksins. Grigory Romanov (61 árs), sem Andropov hafði veitt mikiö brautar- gengi, virðist ekki eins líklegur og áður til þess aö verða v'alinn arftaki Andropovs. 1 röðinni við viðhafnarbör- ur hins látna leiðtoga sást Romanov í annarri röð f jarri áhrifamönnunum. — Mikhail Gorbachov (52 ára), efnahags- málasérfræðingur og yngsti meðlimur miðstjórnarinnar, sást í fremri röð en of aftarlega til þess að trúlegt þyki að hann standi næstur leiðtogasætinu. Einhverjar vangaveltur eru um að Andrei Gromyko (74 ára) kynni að verða valinn eftirmaður Andropovs til málamiðlunar og bráðabirgða ef ekki fást úrslit í vali milli tveggja. Gromyko hefur manna lengst gegnt embætti utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. Þótt hann sé heisluhraustur þykir aldurinn samt spilla fyrir mögu- leikum Gromykos eins og Dmitry Ustinovs varnarmálaráðherra (75 ára). En í röðinni hjá viðhafnarbörum Andropovs höfðu gamlingjamir í valdaklíkunni allir raðað sér í fremri röð. Konstantin U. Chemenko, rúmlega sjötugur, var af flestum talinn sá sem Brezhnev ætlaðist til að tæki við af hon- um, en Andropov varð ofan á í sam- keppninni. Síöustu fréttir Eftir sérstakan fund, sem æðstu valdamenn sovéska kommúnistaflokksins héldu í morgun, var tilkynnt í Moskvu- útvarpinu undir hádegið, að Konstantín Chernenko hefði verið valinn eftirmaður Andro- povs. — Fundurinn stóð mjög lengi, sem bendir til þess að ágreiningur hafi verið um val- ið-________________________J Eiginkona Sak- hamvs fékk aftur hjartaslag Hún segir að hinn 62 ára gamli stjúpfaðir hennar hafni enn læknis- hjálp í Gorky, þar sem hann dvelur í útlegð, því að hann treysti ekki lækn- unum þar og vilji ekki aðra læknis- hjálp en þeim býðst sem meðlimir eru í vísindaakademíunni. Tanya Jankelovich segist ekki hafa frétt af veikindum móður sinnar síöast þegar þær töluöu saman í síma, sem var 30. janúar, en fjölskylduvinur sem flutti frá Sovétríkjunum fyrir viku gerðihenni viðvart. Yelena, eiginkona andófsmannsins Andrei Sakharov, hefur fengið hjarta- slag öðru sinni en neitar að fara á sjúkrahús nema hann fái líka læknis- hjálp, eftir því sem dóttir hennar segir. Venus Ektfjöll virk á Geimfarið Pioneer hefur fundið verksummerki hrikalegra eldsum- brota á Venusi, eftir því sem banda- ríska geimferðastofnunin segir. Samkvæmt mælingum Pioneers eru eldf jöll enn virk á Venus og virð- ist sem eitt þeirra hafi gosið 1978 aö minnsta kosti tíu sinnum öflugra en nokkurt eldfjall hefur gert hér síðustu 100 árin. Vilja visindamennirnir draga þessa ályktun af því magni brenni- steinsdíoxíðs sem mælist vera' í andrúmslofti Venusar. Venus er "ú pjánetan er næst liggur jörðu og er henni líkust að stærð og hvað við- kemur f jarlægð frá sólu. Pioneer hefur verið á hringsóli um Venus síöanl978. Yelena Bonner mun hafa farið til Moskvu, þar sem hún hefur íbúð, stöð- ugt vaktaða af KGB, og reynt aö fá yfirvöld til þess að leggja hana og Sakharov inn á sjúkrahús vísindaaka- demíunnar. Það heppnaöist ekki. Máfarnir örmögn- uðust Hungur og þreyta af því að halda sér á lofti í hvassviðri virðist hafa verið banamein 30 þúsund máfa sem rekið hafa á fjörur Frakklands síöustu tvær vikur. I fyrstu var haldið að einhver vírusveiki hefði herjað á máfana en rannsjóknir á hræjunum leiða í ljós innvortis blæðingar, ámóta og blæðandi magasár hjá mönnum. Máfarnir munu hafa veriö orðn- ir þreyttir eftir feroaiag trá Græn- landi þegar þeir lentu í þriggja vikna roki og máttu ber jast við að halda sér á lofti án þess að ná landi eða komast í æti. Mörg hræin voru þriðjungi léttari en eðlilegt er. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR T-=>- 36.2 Florida-svefnsófa- settið er það vel hannað, að engan grunar við fyrstu sýn, að hér sé jafn- framt um fullkomið hjónarúm að ræða. FLORIDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.