Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MANUDAGUR13. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Walter Mondale, fyrrum varaforseti (Carters), þykir hafa mikið forskot á önnur framboðsefni demókrata, sem hafa á siðustu viku hert mjög gagnrýnina á hendur honum. John Glenn, öldungadeildarþingmaður og fyrrum geimfari, veitti áður Mondale mesta keppni, en hefur i skoðanakönnunum minnkað i áliti kjósenda i vetur. Gary Hart öldungadeildarþingmaður á sér litlar vonir ef hann ekki spjarar sig upp iþriðja sætið i lowa eða New Hampshire. Jesse Jackson mannréttindafrömuður reiðir sig á stuðning blökku- manna i Suðurrikjunum. Hiti kominn í baráttuna fyrir forkosningarnar í Bandaríkjunum Oöum líður aö forkosningunum í Bandarikjunum, þegar undirbúning- ur baráttunnar fyrir forsetakosning- amar kemst í algleyming. Þá fara milljarðar króna í súg auglýsinga- áróöursins, sumir falla í taugahrúg- ur og einhverjir atast svo auri aö þeir eiga sér ekki viöreisnar von en sumir öölast fastan sess meðal landsfeöranna. Reagan sjálfur á naumast við að etja nema einhverja málamynda- samkeppni. Þess finnast naumast fordæmi aö flokkur velji sér annan frambjóöanda en þann sem situr á forsetastóli, ef hann þá gefur kost á sér. Það þykir því fyrirsjáanlegt aö repúblikanar muni útnefna hann frambjóðanda flokksins á flokks- þinginu sem haldiö veröur í Dallas í ágústnæsta. Því meiri athygli beinist þvi aö forkosningunum hjá demókrötum þar sem átta framboðsefni berjast um útnefninguna. Þar hefur einn þegar tekið forystuna í öllum skoð- anakönnunum og hinir sjö glefsa í hæla honum. Þaðer Walter Mondale, sem var varaforseti Jimmy Carters, en hann hefur frá miöju síðasta sumri róiö fast að því að hljóta út- nefninguna og jafnvel lengur. Fyrir hinum sjö fer John Glenn öldunga- deildarþingmaöur frá Ohio, fyrrum geimfari. Forkosningar demókrata hefjast núna 20. febrúar og byrja í Iowa. Næstu forkosningar eru í New Hampshire 28. febrúar en síöan kem- ur skriöa í Suöurríkjunum og víðar eöa alls forkosning£u> í 30 ríkjum í marsmánuöi einum. Ef enginn hefur fengiö yfirburði í lok mars — og til þess sýnist enginn líklegur annar en Mondale — getur baráttan verið tvísýn allt fram til 5. júní, þegar síðustu forkosningarnar eruíKalifomíu. I forkosningunum er um aö ræöa forval á fulltrúum fyrir iandsþing demókrata í San Francisco í júlí þar sem forsetaframbjóöandi flokksins veröur valinn. Þingiö veröur sótt af 3.933 fulltrúum og 85% þeirra fara að heiman með fyrirmæli úr sinni héraösdeild um hvaöa framboösefni skuli hljóta atkvæði þeirra í fyrstu atkvæðagreiöslu. Þarf einfaldan meirihluta, eöa 1967 fulltrúa, til þess að framboðsefni hljóti útnefningu. Takist það ekki i fyrstu atkvæða- greiðslu er fulltrúum frjálst aö verja atkvæði sínu tU stuðnings því fram- boösefninu sem þeim s jálfum sýnist. Þaö fer eftir íbúafjölda í hverju ríki, hvað flokksdeild þess fylkis hef- ur marga fuUtrúa á landsþinginu. En ríkin hafa tvenns konar aöferðir við val á fuUtrúunum og er flokksdeild- unum í sjálfsvald sett hvort þær hafa beinar forkosningar þar sem hinn al- menni kjósandi (óflokksbundnir sem flokksmeöUmir) vísar leiöina með atkvæöi sínu. FlokksdeUdir í 22 ríkj- um hafa þennan háttinn á. I 28 ríkj- um eru það lokaðir flokksfundir eða héraðsþing flokkanna sem velja fuU- trúana. Gerist þaö í þrem eða fjórum áföngum á meðan beinu forkosning- amar afgreiöast á einum degi. Hin aögeröin getur tekið vikur eða jafn- vel mánuöi enda eru þar tU meðferð- ar og afgreiöslu ýmis önnur flokks- mál í leiðinni. Nokkrir fulltrúar demókrata eru valdir beinni kosningu í Washington D.C., Alaska, Hawaii og Puerto Rico. 568 fuUtrúar fara á landsþingiö óbundnir kosningum heima fyrir og eru það formenn þeirra flokksdeilda sem venjulegast ráöstafa atkvæöum þeirra. I tvísýnni forkosningabar- áttu vaxa áhrif þeirra á landsþinginu þar sem útnefningin fer fram. Flestum sýnist baráttan óUkleg til þess aö veröa tvísýn. Jafnvel John Glenn, sem þykir einna Uklegastur tU þess aö veita Mondale einhverja keppni, hefur látiö í ljós aö annaö- hvort verði aö stööva skriðinn sem kominn er á varaforsetann fyrrver- andi núna í febrúar eöa naumast sé þess að vænta aö hann verði stöðvaður. Forkosningarnar í mars koma svo þétt (t.d. níu forkosningar einn og sama daginn, þriðjudaginn 13. mars) aö það gefur lítinn sveigjanleika fyr- ir framboðsefni sem kynni að koma á óvart með góðum árangri í einni kosningunni tU þess að nýta áhrif þeirrar frammistööu á þær sem á eftir fylgja. Þótt ekki verði kosnir nema 58 fulltrúar í Iowa 20. febrúar, geta þær forkosningar orðiö mjög afdrifarík- ar. Bandarískir kjósendur eru hrifn- ir af „sigurvegurum” og sá mun Uk- legastur tU brautargengis sem getur státaö af því að hafa unnið forkosn- ingarnar í Iowa. Sigurljóminn þaöan getur fleytt honum áfram í New Hampshire átta dögum síöar og „þriðjudaginn nukla” tveim vikum eftir þaö. Vegna tímaþrengslanna í forkosn- ingunum aö þessu sinni hafa fram- boðsefnin lagt allt kapp á aö fá keypta auglýsingatíma í sjónvarpi tU þess að kynna sjálfa sig rækilega, áöur en til kosninganna verður geng- iö. Slíkt krefst óhemju fjármagns og hafa Mondale og Glenn einir getaö gengiö þá götu nógu frjálslega. Hinir haf a oröiö að halda þvi í lágmarki. Þegar Jimmy Carter, sem fæstir vissu nokkur deiU á þegar forkosn- ingamar hófust 1976, kom á óvart meö sigri sinum í Iowa strax í byrjun haföi hann sex vikur tU þess að baöa sig í sigurljómanum áöur en kom til forkosninganna í New Hampshire í það sinn. Sá tími var honum um leið dýrmætur til þess að safna framlög- um í kosningasjóð sinn, en án gildra sjóöa eiga menn ekki miklar vonir um frama í kosningum í Bandaríkj- unum. Þannig eru fyrstu forkosningam- ar afar mikilvægar framboðsefnun- um vegna fjársöfnunar. Þar er um leið skorið úr um hverra framboð séu marktæk í alvöm meö tUUti tU þess hvort þeir geti vænst einhvers mögu- leika í áframhaldinu. Vonirnar eru auövitaö misjafnar. Ef t.d. Mondale nær ekki fyrsta sæt- inu i Iowa geta keppinautar hans haldiö því fram aö stjama hans fari lækkandi. Nái Glenn ekki að minnsta kosti ööru sætinu verður það túlkað sem vinsældir hans fari stöðugt dvín- andi, eins og þær hafa gert í skoðana- könnunum í vetur. Þriöja framboðs- efnið, Gary Hart, öldungadeUdar- þingmaður i Kólóradó, þarf aö ná aö minnsta kosti þriöja sæti (meö Utlum mun á öðm sætinu) annaöhvort í Iowa eöa New Hampshire ef hann ætlar að gera sér vonir um að láta að sér kveöa í framhaldi baráttunnar. Hin framboðsefnin eru Emest HolUngs frá Suöur-KaróUna, Aian Cranston frá KaUfomíu, Reuben Askew, fyrrum ríkisstjóri Flórida, og George McGovern, fyrrum öldungadeUdarþingmaður Suöur- Dakóta, sem ósigur beið fyrir Carter á sínum tíma, séra Jesse Jackson, mannréttindafrömuöur meöal blökkumanna. Það er ljóst að flestir þessara munu eftir forkosningarnar í Iowa eða New Hampshire draga sig út úr forkosningunum og jafnvel fylkja sér að baki einhvers þeirra sem þá hafa tekið forystu. En þessar tvær síðustu vikur fyrir forkosningamar í Iowa beina þeir mjög spjótum sinum að Mondale, greinUega sammála Glenn um að fyrir febrúarlok verði að lækka segl hans ef einhverjar vonir eigi að vera tU þess að keppa við hann. Hafa þeir hvergi vægt Mondale í gagnrýninni síöustu daga og stund- um gengiö svo fast í skrokk á honum að mörgum flokksbræðrum þeirra hefur orðiö um og ó því að gagnrýnin á hendur stjóm Reagans hefur nán- ast gleymst á meöan. Of mUcU harka demókrata sjálfra í kosningabarátt- unni gegn þeim sem líklegastur er tU að verða síðan í framboði fyrir flokk- inn getur komið Ula niður á honum þegar kemur loks til hólmgöngunnar við Reagan sjálfan. Helst hafa sjömennningamir legið Mondale á hálsi fyrir að vera full- gjafmildur á kosningaloforðin og saka hann um að lofa upp í ermina sina. Emest Hollings frá Suður- Karólína kallaöi Mondale „kjölturakka, sem sleikir allra hendur”. Glenn segir að Mondale lofi einfaldlega „öUum öUu”. Hefur heyrst aö annaðhvort verði Mondale, nái hann útnefningu og síöar kjöri, að svíkja loforöin eða sprengja f jár- lögin og rikissjóö. Jesse Jackson hefur vakiö tU um- ræðu stuöningsyfirlýsingar verka- lýðshreyfingarinnar við Mondale en þaö er í fyrsta skipti núna aö eitt framboðsefnið gengur til forkosning- anna meö stuðningsyfirlýsingu laun- þegasamtaka upp á vasann. Kallar Jackson það „lýðræðislegt, póhtískt braU hvítra eigenda verkalýðsfélag- anna”. Þá hefur því óspart verið haldið á lofti aö Mondale hafi í forsetatíð Carters stutt MX-eldflaugaáætlun- ina sem mjög hefur verið gagnrýnd sem sóun fjármuna og eins staðsetn- ingu nýju eklflauganna í NATO-lönd- unum. Mondale hefur reynt að afneita sinni fyrri afstööu til þessara mála og segist hafa neyðst tU þess að fylgja forseta sínum í því sem öðm. Það hefur þótt nokkuö áberandi í málflutningi Mondale aö hann reyni að velja sér stöðu í flestum málum eftir því sem vinsældimar liggi. Er jafnvel gert gys að því að hann hafi beöiö meö að svara spumingum um hvert álit hans hafi verið á t.d. inn- rásinni í Grenada eða á vem banda- risku friðargæsludátanna i Libanon þar til hann fyndi hvaðan vindurinn blési.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.