Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 4
4 DV. MANUDAGUR19. MARS1984. Áskorendaeinvígi Smyslov og Kasparov: ENN VINNUR KASPAROV —fjórða skákin fór í bið en Smyslov kaus að gefast upp án þessaðteflaáfram Eftir tvær fyrstu skákirnar í einvíginu í Vilnius í Litháen var ekki ljóst hvor væri sterkari en nú hefur Kasparov tekiö af allan vafa. Hann tefldi mjög ákveðiö og léttleikandi í fjóröu skákinni, sem tefld var á föstudag, náöi snemma frum- kvæðinu meö svörtu mönnunum gegn hikandi taflmennsku heims- meistarans fyrrverandi og gaf engin griö. Eftir 41 leik fór skákin í biö í vonlausri stöðu fyrir Smyslov, enda tók hann þann kostinn að gefast upp án þess aötefla biöskákina áfram. Smyslov hefur fram aö þessu reynt aö foröast flækjur en varfærnisleg taflmennska hans hefur gefiö Kasparov byr undir báöa vængi. Hann viröist enginn eftirbátur Smyslovs í rólegum stööum og enda- töflum, sem Smyslov þykir þó tefla afburöavel. I 4. skákinni þvingaði Kasparov sjálfur fram drottninga- kaup, náöi hagstæöu endatafli og varö ekki skotaskuld úr því aö innbyrða vinninginn. Staðan: Kasparov—Smyslov 3:1 Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. RÍ3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 Hvílir Tarrasch-vörnina og teflir nú hefðbundiö drottningarbragö. Þessa byrjun hefur Kasparov ekki teflt áöur og svo virðist sem hann komi Smyslov í opna skjöldu. 5. Bf4 0—0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Be2 Þaö er einkennandi fyrir Smyslov að hann víkur frá troönum slóöum. Beittara er 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. Hdl o.s.frv. en þannig tefldu m.a. Kortsnoj og Karpov alloft í einvíginu 1978. 8. — dxc4 9. Bxc4 a6 10. De2 b5 11. Bd3 Bb712.0—0 Rbd713. e4? Hæpinn leikur eins og Kasparov tekst aö sýna fram á. Betra er 13. Rd2 en hvítur getur þó ekki státaö sig af neinum yfirburöum. 13. — Rh5! 14. Bd2 Dc715. g3 Svona leikir eru sorglegir er skín í beittar vígtennur biskupsins á b7. Hann veikir f3-reitinn, sem hefur af-' drifaríkar afleiðingar í framhaldinu. En svartur hótaði 15. — Rf4. 15. — Had816. Be3 Bxe317. Dxe3 17. — Dc5! Drottningakaup eru svörtum í hag, því aö hvíta drottningin valdar mikil- væga reiti. Eftir aö hún hverfur af sjónarsviöinu veröa veikleikarnir í hvítu stööunni allsráöandi. 18. Hfel Ekki gengur 18. Dxc5? Rxc5 19. Bc2 vegna 19. — b4 og e4-peöiö fellur. 18. — Rhf619. a3 Rg4 20. Dxc5? Nú fær svartur sterkt frumkvæði. Betra er 20. De2. 20. — Rxc5 21. Bc2 f5! 22. Rg5! Ef 22. h3, þá einfaldlega 22. — Rf6 og e-peðiö veröur ekki lengur variö. Smyslov leggur nú gildru: Ef 22. — Hd2, þá 23. Rxe6! Rxe6 24. Bb3 og vinnur manninn aftur. 22. —f4!23.Hadl Kannski er 23. b4 betri tilraun, því aö 23. — fxg3 24. fxg3 Hd2 25. He2 er ekki einfalt. En 23. — h6! 24. bxc5 hxg5 er betra meö yfirburðastöðu á svart. Skák Jón L. Ámason 23. — Hxdl 24. Bxdl Re5 25. gxf4 Red3 26. b4! Hræðilegt er 26. He2 Rxf4, eöa 26. He3 Rxb2. 26. — h6! Mun einfaldara en 26. — Rxel 27. bxc5 ásamt Bb3, meö ásetningi á e- peðiö og vissum gagnfærum fyrir skiptamuninn. Hvítur kemst nú ekki hjá peðstapi og úrvinnslan er aðeins „tæknilegt atriði” fyrir Kasparov. 27. bxc5 hxg5 28. He3 Rxf4 29. a4 b4 30. Re2 Hc8 31. Bb3 Hxc5 32. Rxf4 gxf4 33. Bxe6+ Kf8 34. Hel He5 35. Bb3 Svariö viö 35. Bf5 er aö sjálfsögöu 35. — g6 36. Bxg6 Hg5+ og biskupinn fellur. Hvíta staöan er töpuð. 35. — Hxe4 36. Hdl Ke7 37. Kfl a5 38. Hcl Kf6 39. h3 g5 40. Hc7 He7 41. Hc5 He5 Hér fór skákin í biö en Smyslov gafst upp án þess að tefla áfram. ■■■■ S ... ' .. j 1 ^ \JjSpg|j > vHSl . < MMm Setustofan og barinn, þar sem áður var svefnloft Skíðaskálans. Cari Jónas Johansen veitingamaður stendur við barinn. Skíðaskálinn í Hveradölum: Opnað eftir gagn- gerar endurbætur Unniö hefur veriö aö gagngerum endurbótum á Skíðaskáianum í Hvera- dölum. Rekstur skálans er nú í höndum veitingamannsins Carls Jón- asar Johansen, en hann rekur einnig Veislumiðstööina. Endurbætur Skíða- skálans hafa staðið frá áramótum. Þess hefur veriö gætt aö upprunalegt útlit þessa hálfrar aldar gamla húss haldi sér. Vinnu viö veitingasali hússins er lok- iö. Svefnlofti hefur veriö breytt í setu- stofu meö bar. Vinna stendur nú yfir í kjallara hússins, þar sem er svefn- pláss fyrir 60 manns. Hópar geta fengiö skálann á leigu eða einstaka sali fyrir fundi, ráðstefnur og samkvæmi. Þaö kemur þó ekki í veg fyrir að Skíða- skálinn geti alltaf haldið opinni veitingasölu fyrir þá sem eiga leiö hjá. Um er að ræða svonefndan milliklassa, þar sem þjónaö er til borös. Söluskáli er einnig viö skálann. Flestir þekkja skíðalöndin í kringum skálann. Skíðakennari veröur til staðar. Þá verða skipulagöar ferðir inn í Hengil með fararstjóra. Hestaleigu á aö starfrækja allt áriö. I sumar er áformaö aö setja upp leiktæki í ná- grenninu og grænmetismarkaöi veröur komið á laggimar með vorinu. Gert er ráð fyrir heitum potti á svæðinu. -JH. Skiðaskálinn er i þjóðbraut. Hann hefur nú verið opnaður eftir gagngerar breytingar. í tengsium við rekstur skálans verður boðið upp á rútuferðir þangað með Teiti Jónassyni hf. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I anda hinnar hagsýnu húsmóður Síðastiiöinn fimmtudag safnaöist prúðbúinn hópur fólks til sam- kvæmis á Hótel Sögu og er í sjálfu sér ekki frásagnarvert fyrir annað en að þar voru komnir alþingismenn ásamt mökum sínum til árlegrar þingveislu. Veisla þessi er nokkurs konar árshátið þingsíns, en er sér- stæð að því leyti að það mun vera eina árshátíðin sem haldin er á fimmtudegi og á sér þá einföldu skýringu að þingmenn eru eini starfshópurinn í landinu sem ekki þarf að vinna á föstudögum. Hátíðin er einnig frábrugðin öðrum samkom- um sambærilegum að starfsfólk al- þingis fær ekki aðgang, en er boðið á annan í árshátíð einhvemtímann seinna, þegar forsetar þingsins era búnir að jafna sig á hinni fyrri. Þann- ig heldur alþingi tslendinga fast i fornar hefðir og gerir skýran greinarmun á sjálfum sér og venju- legu fólki og viðheldur stéttaskipt- ingu með aðgöngumiðum að árshá- tiðum. Ekki hefur annað frcst en að sam- koman hafi farið hið besta fram, enda hefur siðscmi í þingveislum og hófsemi í víndrykkju stórum minnk- að eftir að sá siður var aflagður hjá þingmönnum, aö skilja maka sína eftir heima á árshátíðum í spara- aðarskyni fyrir ríkið. Nú þarf ekki að spara lengur þótt bæði þing og þjóð standi á gati yfir botnlausum f járlög- um, sem sést best á því að enginn tók * mark á þeirri frómu tillögu kvenna- listans, að þingmenn greiddu fyrir matinn og drykkinn að honum lokn- um. Þessi tillaga mun hafa verið lögð fram í anda hinnar hagsýnu hús- móður, og mun þar hafa verið gert ráð fyrir að rikissjóður grciddi að- eins fordrykk og rauðvín undir borð- um. Engin skýring er á því hveraig þær kvennalistakonur höfðu séð hag- sýnina í því að spara ríkinu drykkj- una eftir máltíð, nema þá sú aö þær eru nýjar á þingi og hafa ekki ennþá áttað sig á drykkjusiðum í þingveisl- um, sem hafa hingað til ekki haft neina sérstaka þyngdarpunkta, hvorki fyrir né eftir mat. Þar hafa menn drukkið sleitulaust, bæði jafnt og þétt, með þeim árangrí að ekki sér á neinum manni — umfram annan. Hefur því verið talið útilokað aö beita einhverri hagsýni í því að úr- skurða sum glösin fordrykki og önnur ekki, enda hefur þingveislum ekki verið skipt í hálfleiki, þar sem flautað er til matarhlés á milli drykkja. Satt að segja þykir manni liklegt að tillögum þeirra kvenna- listaþingmanna hafi verið hafnað með þeim skynsamlegu rökum, að ef fordrykkir ættu að fást ókeypis, en aðrir drykkir ekki, hefði enginn get- að neytt matar sins i kjölfar þeirrar sjálfsbjargarviðleitni að ná sem flestum glösum ókeypis. Það hlýtur að minnsta kosti að vera i anda hinn- ar hagsýnu húsmóður að spara við sig í vínkaupum í seinni hálfleik, þegar drykkirair fást ókeypis í þeim fyrri. Þvi miður endaði þessi þræta með því að kvennalistakonur mættu ekki til þingveislunnar og bönnuðu jafn- framt eiginmönnum sínum að drekka fritt það kvöldið. Sjálfsagt eru þær kvennalistakonur hófsamar og bindindissamar á vín þannig að sáralítill sparaaður hefur náðst fram vegna f jarveru þeirra. En úr þvi að hagsýnar húsmæður á þingi sjá slikum ofsjónum yfir frí- um vínveitingum eftir mat en geta hins vegar hugsað sér að drekka kokkteil og rauðvin á kostnað þings- ins þá er önnur leið fær fyrir þær. Næst eiga þær að mæta upp á þessi býti og drekka upp á eigin reikning eftir mat. Því meira sem þær drekka, því hærri vcrður reikningurinn og þar með sparaaður- inn fyrir þingið. Kæmi þá kannski að þvi að þær gætu jafnvel drukkið upp i gatið á f járlögunum! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.