Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 10
10 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Franskir kommúnistar upp á kant við ráðamenn í Kreml: Engin vinátta á milli Tsjemenkos og Marchais Herbragð kommúnista að stof na til deilna við Kremlverja? Engin vinátta viröist lengur ríkja á milli franska kommúnistaflokksins og ráðamanna í Kreml. Greinilegt er aö þarna hefur breyting orðið á nokkuð skyndilega og hefur það vakið spumingar um framtíð Georges Marchais, leiðtoga franskra kommúnista og þess flokks sem hann hefurstýrtfrál972. Frönsk blöð hafa ítarlega fjallað um þessa nýju stöðu aö undanfómu. I einu þeirra sagöi aö Kommúnista- flokkurinn hefði nú gerst and- sovéskur og annaö blað spurði í fyrir- sögn: „Vill Kreml Georges Marchais feigan?” Vangaveltur þessar hófust við frá- fall Júrí Andropovs í síðasta mánuöi. Fréttaskýrendur urðu strax varir við að Tsjernenko, hinn nýi leiðtogi Sovétmanna, bauð ekki Marchais til viðræöna eftir útförina eins og fyrir- rennari hans hafði gert viö útför Brésneffs. Það stangaöist h'ka á við venjur þegar Marchais lét vera að senda Tsjemenko heillaóskaskeyti er hann hafði verið valinn sem nýr leiðtogi Sovétríkjanna. Hins vegar sendi Marchais kvörtunarbréf til Sovétríkjanna þremur dögum eftir útför Andropovs yfir bók sem komið hafði út í Sovét- ríkjunum þar sem Frakklandi var skipt niður í margar þjóðir: Frakka, baska, bretóna og gyðinga meðal annarra. Franskir fréttaskýrendur sögðu að reiðitónn Marchais í bréf- inu hefði verið mjög óvenjulegur og ekki síður það að hann skyldi stíla persónulegt bréf til miðstjómar Kommúnistaf lokksins. Einnig þótti eftirtektarvert að L’humanite, málgagn franskra kommúnista, skyldi geta um þaö að Tsjernenko hefði átt erfitt með gang Marchais. Flokkur hans á nú i vök að verjast. er hann kom til að greiða atkvæði í nýafstöðum kosningum í Sovét- ríkjunum. Slík fréttamennska var ólík þeim dýrðarljóma sem blaöiö er vant að breiða yfir sovéska leiðtoga. Sumir fréttaskýrendur telja að Marchais, sem var mjög einlægur stuðningsmaður Andropovs, hafi verið mjög óánægður meö að Tsjem- enko skyldi verða fyrir valinu sem eftirmaöur hans. Marchais heimsótti Andropov tvívegis á hinum skamma valdaferli þess síðamefnda og ekki fór á milli mála að með þeim var allnáin vinátta. Marchais og flokkur hans hrósuðu Andropov sem miklum siðbótar- manni sem hefði tekið til viö að gera nauðsynlegar breytingar á sovéska kerfinu eftir Brésneff tímann. Erfitt hefur verið fyrir franska kommún- istaflokkinn aöhalda shkum boðskap áfram þegar Tsjemenko, nánasti samstarfsmaður og stuðningsmaður Brésneffs, er kominn til valda í Sovétríkjunum. Eitt frönsku blaðanna, sem fjallað hefur um þetta mál, heldur því fram að Marehais hafi af því alvarlegar áhyggjur að Kremlverjar kunni að styðja við bakið á þeim öflum í flokki hans sem vilja gjarnan sjá nýjan mann í formannsstóli franska kommúnistaflokksins. Marchais er nú 63 ára gamall og leiðir flokk sinn nú í kosningabaráttu vegna kosninga til Evrópuþingsins í júní. Það kann aö vera að þetta veröi síöustu kosningamar sem Marchais leiöir flokk sinn í. Allar kosningaspár benda til þess að kommúnistar muni fá um tólf prósent atkvæða sem er um þremur prósentum minna en í hinum miklu hrakförum sem flokkurinn hlaut í forseta- og þingkosningunum 1981. Þegar Marchais varð næstvalda- mesti maöur flokksins í lok sjöunda áratugarins höfðu kommúnistar um 25 prósent fylgi og vora án efa öflug- asta fylkingin á vinstri væng franskra stjórnmála. En á miöjum Tsjernenko fékk ekkert heilla- óskaskeyti frá Marchais. síðasta áratug fóra sósíahstar að vakna til hfsins undir forystu Mitter- rands og skutust fram fyrir kommúnista sem aðalafhð innan kosningabandalags vinstri manna. Marchais rauf þetta bandalag 1977 en sá leikur virtist aðeins flýta fyrir hnignun flokks hans sem náði hámarki í kosningaósigrunum 1981. Þegar Mitterrand tók við forseta- embætti var honum umhugaö um að stuðla að sáttum á vinstri vængnum og veitti fjórum kommúnistum ráðherraembætti í stjóm sinni. En skilmálamir voru slíkir að ljóst var að kommúnistar höfðu htil áhrif á stjóm landsins. Nú næstum þremur árum síðar hafa kommúnistar sætt mikilli gagn- rýni fyrir að sitja áfram í stjóminni en þeir hafa ítrekað lýst því yfir að þeir séu ekki á föram þaöan. En samtímis hafa þeir kynt undir gagn- rýni gegn stjóminni þannig að ýmsir af leiðtogum sósíalista, þar á meðal Pierre Mauroy forsætisráðherra, hafa varað þá við að ganga of langt. Skoðanakannanir sýna aö þó margir af kjósendum kommúnista séu óánægðir með árangur stjómarinnar þá sé mikill meirihluti þeirra á móti því að þeir segi sig úr stjóminni. Ymsir telja að hemaöaráætlun kommúnista sé sú að halda uppi shkri gagnrýni á sósíahsta að Mitter- rand sjái sig tilneyddan að sparka þeim úr stjórninni og að ábyrgðin á klofningnum lendi þannig á sósíal- istum og þaö muni síöan koma kommúnistum til góða í kosningum. En samtímis vilji þeir gæta þess að enginn geti sagt aö þeir rjúfi sam- starfið við sósálista vegna þrýstings frá Sovétríkjunum. Þess vegna sé það af ráðnum hug sem þeir stofni nú til ilhnda við leiötoga í Moskvu. Þannig verði þeir trúverðugri í þeim boðskap sínum að þeir séu dyggir verðir um franska hagsmuni, ekki síst nú þegar hður að kosningum til Evrópuþingsins. „Sálir gyðinga brennd- ar í Sovétríkjunum” —aðeins 1315 gyðingar fengu að flytjast frá Sovétríkjunum á síðastliðnu ári Fjöldi gy öinga sem f ékk að flytjast frá Sovétríkjunum á síöastliðnu ári var minni en nokkra sinni áður á síðustu fjórtán áram. Þetta kom fram í skýrslu sem lögð var fram í Jerúsalem nú í vikunni en þar hefur staðið yfir vikulöng umfjöhun um málefni gyðinga í Sovétríkjunum. Þar kom einnig fram aö vaxandi gyðingahaturs gætir nú í Sovét- ríkjunum. AUs fengu 1315 gyðingar að flytjast frá SovétrUi junum síðasthðið ár sem er lægsta talan yfir þessa flutninga frá 1970. Arið 1979 náði þessi tala hámarki er 51,320 gyðingar fluttu frá Sovétríkjunum en árið 1982 var talan komin niðurí 2,672. Israelsmenn hvöttu Konstantín Tsjernenko, hinn nýja leiðtoga Sovétmanna, í þessari viku til að leyfa gyðingum að flytjast frá Sovét- r&junum til Israels. Yitzhak Shamir, fosætisráðherra Israels, sagöi aö hundruö þúsunda gyðinga sem hefðu sótt um að fá að flytjast frá Sovétríkjunum til Israels væru aðeins skugginn af sjálfum sér án vinnu og lífsviðurværis og byggju við hina mestu eymd og tilgangsleysi ílífinu. Menahmem Savidor þingmaður sagði við umræöur í ísraelska þinginu um þetta mál að Sovétríkin væra að reyna „að brenna sálir gyðinga með mismunun og gyöinga- hatri.” I þessari viku, sem helguð hefur veriö málefnum sovéskra gyðinga, haf verið haldnir opinberir bæna- og mótmælafundir til stuönings þeim í Israel. Sérhver hinna 120 þingmanna ísraelska þingsins hefur fallist á að rita bréf til einhvers hinna 50 gyðinga sem vitað er um að sitja í sovéskum fangelsum. Fjölskyldumeðlimir eöa vinir þeirra sem sitja í sovéskum fang- elsum, eða bíöa eftir vegabréfs- áritun, hafa tekið þátt í mótmæla- aðgeröunum þessa viku. Þeir hafa sagt fréttir af aöstæðum gyðinga í Sovétríkjunum. Um 60 þúsund gyðingar hafa flutt til Israels frá Sovétríkjunum síðan 1970. Ráð það er fer með málefni sovéskra gyðinga í Israel áætlar aö 10 þúsund gyðingum hafi verið neitað um vega- bréfsáritun frá Sovétríkjunum árið 1982. Sama ráð segir að 400 þúsund sovéskir gyðingar hafi farið fram á boð frá Israel en það er fyrsta skilyrðið til aö þeir geti átt möguleika á að fá vegabréf frá Sovétríkjunum. Meö því að fara fram á slíkt boö hefðu þeir teflt í tví- sýnu stöðum sínum í Sovétríkjunum og framtíð f jölskyldna sinna. Elliott Abrams, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir í desember síöastliönum að gyðingahatur væri hin opinbera stefna Sovétríkjanna og bætti því við að Sovétmenn litu á gyðinga sem söluvarning sem þeir gætu selt til Vesturlanda. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.