Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 12
12 DV. MANUDAGUR19. MARS1984. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og ótgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Húmoristinn Yfirleitt erum við Islendingar niðursokknir í hinar alvarlegustu umræður. Við höfum áhyggjur af efnahags- ástandinu, sjáum blikur á lofti í fiskveiðimálum, kvíðum atvinnuleysi, bölvum veðurfari, fordæmum stjórnvalds- aðgerðir. Alvaran, ábyrgðin og amstur hversdagsins ætlar okkur lifandi að drepa. Skapið þyngist, taugarnar trekkjast og andrúmsloftið verður þjakað af leiðindum og rifrildum af minnsta tilefni. Auðvitaö erum viö misjafnlega skapi farin. Sumir eru léttlyndir að eðlisfari, aðrir þungir og seinir til bross. Sumir fá magasár af því einu að vera til, aðrir fljóta áfram kátir og glaöir á hverju sem gengur. Geðrænar sveiflur eru viðfangsefni heilla vísindagreina og veröa víst aldrei skildar til fulls. Alveg eins og góð greind, líkamshreysti, skapgerð og aðrar lyndiseinkunnir geta verið meöfæddir eiginleikar, þá er kímnigáfan ein af þessum náðargáfum, sem sumum er gefin en öörum ekki. Kímnigáfan er því miður á stöðugu undanhaldi fyrir áhyggjunum og alvörunni allt í kring, en mikið lifandis skelfingar ósköp er það eftir- sóknarverður eiginleiki, þar sem allir eru að sligast undan yfirþyrmandi svartagallsrausi og alvarlegheitum; þar sem efnahagsástand og aflaleysi, veðurfar og arga- þras yfirgnæfir alla umræðu og athafnir. Húmoristinn sér broslegu hliðina á hverju máli, segir skrítlur og fær alla til að hlæja að fyndni sinni, jafnvel þótt hún sé aulafyndni. Hláturinn lengir lífið, bætir skapið og bregður birtu á þungbúið umhverfi. Góðleg kímni, léttur hlátur, lítið bros er besta meðalið gegn áhyggjum og erfiðleikum. Jafnvel sorg og sút lætur smám saman í minnipokann, þegar húmor og hlátur komast að. Því er þetta tíundað, að um þessar mundir heldur Omar Ragnarsson upp á tuttugu og fimm ára starfsafmæli sitt sem háöfugl, skemmtikraftur og brandarasmiður. Omar hefur troðið upp á samkomum, skemmtunum og manna- mótum í aldarfjóröung og reytt af sér brandara með þeim árangri, að menn fara að hlæja við það eitt að sjá Omari bregða fyrir. Og svo er Omari húmorinn eðlilegur og sannur, að oftast hefur maður á tilfinningunni, að enginn skemmti sér betur en hann sjálfur. Fyndnin er honum ekki aðeins eðlileg. Hún er hans lífsstíll. Ekki það að Omar Ragnarsson sé trúður sem fer með gamanmál í tilgangsleysi. Enginn hefur sannað betur aö öllu gamni fylgir alvara. Hann dregur fram skoplegar hliðar mannlífsins að hætti þess háðfugls, sem skilur að spaugið er mesta spekin. Hann bregður upp mynd af stjórnmálamanninum, sem okkur var ekki ljós áður. Hann varpar ljósi á atburði, sem annars hefðu orðiö alvörunni að bráð. Þannig hefur Omar hjálpað mörgum stjórnmálamanninum frá þeim örlögum aö vera leiðin- legur í augum þjóðarinnar, og hann hefur sömuleiðis hjálpað þjóðinni að gera stjórnmálamanninn að viðundri, þegar vitleysan hefur náð hámarki. Menn eins og Omar Ragnarsson eru ekki á hverju strái. En þeir eru margfalt mikilvægari en hinir sem taka sjálf- an sig svo hátíðlega, að þeir geta aldrei brosað nema í laumi. Húmoristinn kemur fleiru góðu til leiðar í samfé- laginu en heill her af alvörugefnum og sviplausum „þ j óðarleiðtogum ”. Kímnigáfa Omars Ragnarssonar hefur fengið þjóðina til að hlæja. Það er ekki heiglum hent í landi þar sem áhyggjurnar sitja í fyrirrúmi. Megi hann sem lengst skemmta sér og öðrum. ebs Erútgáfa bamabóka íhættu? SIGURÐUR HELGASON SKÓLABÓKAVÖRÐUR, FELLASKÓLA Fyrir síAustu jól fóru hagsmunaaöil- ar á sviöi bókaútgáfu þess á leit viö fjármálaráöherra að hann legöi niö- ur söluskattsálagningu á bækur. Þeirri rnálaleitan var aö sögn vel tekið af hálfu ráöherra, en hann sá sér því mið- ur ekki fært aö verða viö henni. Nú fyrir skömmu fór einn bókaútgef- andi í Reykjavík þess á leit viö fjár- málaráöuneytið aö það felldi niöur söluskatt af þeim bókum sem almenn- ings- og skólasöfn keyptu. Þaö var álit hans aö f járhagur bókasafnanna heföi versnaö svo mjög aö það bitnaði illi- lega á útgefendum ef aö líkum lætur. Sú hugmynd er aö minni hyggju mjög skynsamleg. En hvaöa bókaútgáfa ætli aö standi verst aö vígi á Islandi. Eg held aö enginn vafi leiki á aö út- gáfa bama- og unglingabóka á mest undir högg að sækja. Þar kemur ýmis- legt til. Kostnaöur viö prentun og gerö þeirra er mjög svipaður og kostnaöur viö aðrar bækur. Höfundar og þýöend- ur bama- og unglingabóka þiggja laun samkvæmt sama taxta og höfundar annarra bóka. En þegar þær em komn- ar í bókabúöina mega þær ekki kosta nema helming þess verðs sem aörar bækur kosta. Þar af leiðir aö þaö er mjög erfitt aö láta slíka útgáfu standa undir kostnaöi.. Til þess aö bók nái aö standa undir kostnaöi veröur hún aö ná mjög mikilli sölu. Þaö eru aðilar sem vilja gefa út vandaðar og vel unnar bækur fyrir böm og unglinga. Svo eru aörir aðilar sem gefa út mikið af mjög lélegum bókum sem ætlaöar eru sama aldurs- flokki. Eg tel þaö skipti ákaflega miklu máli aö börn kynnist reglulega góöum bókum. Þau þurfa aö kynnast verkum höfunda sem hafa til aö bera metnaö til aö skrifa verk sem ná tU barna og eru jafnframt frambærileg frá Ustrænu sjónarmiði. En eins og staöan er nú er þessi þáttur bókaútgáfunnar í hættu. £ „Þaö er veruleg hætta á að íslenskir út- gefendur geti ekki gefið út barna- og unglingabækur með tapi ár eftir ár, Við því þarf aðbregðast.” Fjárlög 1984: MARKTÆKARA OGBETRA STJÓRNTÆKI Undanfarið hafa orðið miklar umræður um svonefnt „gat” í fjár- lögum. Nýjar upplýsingar benda tU að um gæti orðið að ræða rúmlega 1800 mUlj. króna greiðsluhaUa á ríkissjóði í lok yfirstandandi árs, ef ekkert er að gert. I umræðunni um þennan vanda hafa stjórnarandstæðingar og sum dagblaða þrástagast á því aö þetta sýni að fjárlögin séu „algjörlega marklaust plagg” þvert ofan í fullyrðingar stjórnarsinna um hið gagnstæða. Hér er sem betur fer um algjöra fásinnu að ræða. Undanfarin ár hafa f járiög nánast verið út í bláinn í flestu tUUti. Á það var lögð rík áhersla við undirbúning og afgreiðslu gUdandi fjárlaga aö hverfa frá slíkum vinnubrögðum og að fjárlögin yrðu eins raunhæf og frekast væri kostur. Kostnaður var endurmetinn vegna reksturs einstakra stofnana og ráðuneyta, sem beinlínis átti ekki að skera niður. Áætlað var fyrir þessum kostnaði á raunhæfan hátt miðað við bestu fáanlegar upplýsingar. Tekið var fram að þetta hefði ekki tekist að fuUu á afmörkuðum sviðum og því bæri að líta á fjárlög fyrir árið 1984 sem áfanga í þessu efnu. AUt bendir tU að þessi viðleitni hafi tekist þegar á heUdina er litið. Fjárlögin eru þvi betra og marktækara stjórntæki í ríkisfjármálum en þau hafa verið um árabU. þrátt fyrir gat LÁRUSJÓNSSON ALÞINGISMAÐUR í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Fjárveitingavaldið var að miklu leyti tekið af Alþingi undanfarin ár Fjárlög fyrir tvö síöustu ár endur- spegla vel óreiöuna sem veriö hefur í stjóm ríkisfjármálanna og sér- staklega í fjárlagagerö. Aukafjár- veitingar, veittar af einum manni, fjármálaráðherra viö skrifborö uppi í ArnarhvoU, námu upphæðum sem hér segir í % umfram útgjaldaáætlun fjár- laga: Ariö 1982 20,2% Ariö 1983 25,5% A árinu 1983 námu aukafjárveitingar veittar án vitundar Alþingis 3.304 miUj. króna sem jafngildir rúmlega f jórðungi af áætluðum útgjöldum ríkis- sjóös skv. fjárlögum. Þetta gerðist bæöi vegna þess að forsendur fjár- laganna voru frá því fyrsta snarrang- ar og einnig vegna þess aö um vísvitandi vanáætlanir var aö ræða. Þetta var gcrt tU þess að fela það gat sem augljóslega var í fjárlögunum þegar þau voru sett. A þetta benti ég rækUega þegar fjárlagafrumvarpið fyrir 1983 var til umræöu á Alþingi. Þessi vinnubrögö uröu til þess að f jár- lög voru ekki marktæk í einu né neinu og því algjörlega haldlaust stjórntæki til þess að ná þeirri heUdaryfirsýn og aðhaldi sem er eitt helsta markmið fjárlaga. Hér skulu nefnd örfá dæmi sem sýna glöggt fáránleika fjárlaganna fyrir síöastliðið ár og haldleysi þeirra sem stjórntækis: 1. Grundvallarforsenda fjárlaganna var aö verölagsbreyting mUli ár-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.