Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Qupperneq 13
DV. MANUDAGUR19. MARS1984. Það er veruleg hætta á aö íslenskir út- gefendur geti ekki gefið út bama- og unglingabækur meö tapi ár eftir, ár. Viö því þarf aö bregðast. Þaö væri skref í rétta átt, sem ekki ætti aö skipta sköpum fyrir ríkissjóö, aö fella niöur söluskatt af sölu bama- og unglingabóka. Helst hefði ég viljað aö þessi niðurfelling hefði aöeins náð til „góöra” bóka, en þaö liggur alveg í augum uppi aö slíkt er algjörlega óframkvæmanlegt. Þar vantar aöila til aö meta hvaö er gott og hvaö slæmt og um þaö væri hægt aö deila mikiö og lengi. En þaö er alveg ljóst aö þau 23,5% sem ríkissjóöur fær í sinn hlut af hverri barna- og unglingabók gæti skipt sköpum fyrir útgáfuna. Viö Islendingar búum aö mjög litlu málsvæöi. Markaöurinn er Utill. En þessi þjóö hefur löngum viljað láta telja sig menningar- og bókaþjóö og er þaö góös viti. En eigi börn aö veröa viljugir og duglegir bókalesendur á fullorðinsaldri verða þau að kynnast bókum. Það er margt sem togar á móti. Þaö er video sem er í sjálfu sér allt í lagi ef tryggt er aö það sé ekki misnotaö. Nú eru komin til sögunnar tölvuspil af ýmsu tagi. Þau eru líka í lagi ef þau eru ekki misnotuð. Og þaö vekur athygli mína — aö fjármálaráö- herra skyldi hafa fellt niöur gjöld af innflutningi þeirra, en ekki var hægt aö hnika neinu til meö bækurnar. En kannski hann sjái sér fært aö byrja á þeim bókum sem minnst hefur veriö á héraöofan. Annaö ráö til úrbóta og til að styrkja stööu bama- og unglingabóka væri aukin upplýsingamiðlun málsmetandi aöila um þessi mál. Þaö er ég alveg handviss um aö fulloröiö fólk, sem færir bömum bækur að gjöf, vill gefa góöar bækur. En viö getum alls ekki reiknað meö því aö þaö viti hvaöa bæk- ur em góöar og hverjar ekki. Þaö þarf aö leita leiöa til aö auka og efla upp- lýsingamiölun á þessu sviöi. Ekki er ég tilbúinn meö neina „patentlausn” í þessu sambandi. Hins vegar legg ég til aö þeir aöilar sem láta sig þessi mál nokkru skipta leiti leiöa. Og þaö eru ekki bara þeir sem kaupa bækumar sem þurfa aö vera vel upp- lýstir heldur ekki síöur þeir sem selja bækumar í bókabúöum. Kannski em þeir lykilaöilar í þessu sambandi. En þeir geta ekki frekar en aörir þekkt all- ar bækur og því verður einhver hlut- laus aöili, óháöur útgefendum og höfundum aö geta séö um slíka upp- lýsingamiðlun. En umfram allt held ég aö nauð- synlegt sé að spyrna viö fótum og þaö fyrr en seinna. Utgáfa góðra bóka fyrir börn má ekki leggjast niöur. En hún er í hættu ef ekkert verður aö gert. „Strax við undirbúning fjárlagafrumvarps fyrir árið 1984 var að frumkvæði fjármáiaráðherra, Alberts Guðmundssonar, tekin sú ákvörðun að ger- breyta vinnubrögðum iþessum efnum." Utq.ltulelaq. FRJALS FJOL/VUOLUN HF, Sttórnarlormaöur oq olgáfU5t|órt: SVEINN R, E YJOLTSSON Frámkuænidaitjórt oq utqálustiOri. HOROUR EINARSSON Ritsttórar JONAS KRISTJANSSON oq ELl.ERT 8 SCHRAM , Aðsloöárrililiúri HAUKUR HELGASON 1 Fiof1ásl|ör,lr JÓNAS HAKALOSSON oq OSKAR MAGNUSSON [ Auqlvsmqasliórár: PALL STEFANSSON oq INGOLFUR P. STEINSSON Ritst|órn: SIDUMULA 17- 14. SIMI 86611 Auqlvsingár. SIOUMULA 13. SIMI 27027. Algmösla, áskrillir. smáauqlvsinqar. skrilslola PVERHOLTI 11. SIMI 27022. Simi ritit|órnjr Ö6611 Setnmg, umbrot, mynda og plotugeró. HILMIR HF„ SIDUMULA 12. Prentun: Arvakurhf., Skeifunm 19 { Askriftarverðá mánuöi 250 kr Verói lausasolu 22 kr. r Helqarblaö 25 kr Marklausar tölur játaðar Marklaus fjárlög eru ekki nýjung hér á landi. Arum Isaman hafa fjármálaraöherrar, ríkisstjórnir og stjórnar- [ meirihlutar á alþingi beitt ýmsum ráðum til aö falsa fjár- )lögin. Tölur hafa verið togaðar út og suður til aö ná imynduðum jöfnuði. Bezt hefur himmi ómerkilegu stjórnmálamönnum gef- izt að taka ráðgerðan kostnað opinberra stofnana út úr, fjárlögunum og setja í sérstaka lánsfjáráætlun. Oskhyggjan hefur verið leyst með þvi að taka sligandi lán íútlöndum. - ____ _ anna 1982 og ’83 yröi 42%. Þessi „reiknitala” var fyrirsjáanlega kol- röng. Verölagshækkunin reyndist rúmlega tvöföld á mælikvaröa framfærsluvísitölu eöa 84%! (Nú býsnast fyrrv. fjármáiaráöherra, sem bar ábyrgö á þessum fjár- lögum, yfir því á Alþingi aö f járlög í ár séu marklaus vegna þess aö launaforsendur þeirra séu 4% meðalhækkun á árinu en skv. samningum veröi þessi hækkun heilum 2—3% meiri!) 2. Liöurinn önnur rekstrargjöld — þ.e.a.s. nánast liöur sem í felst rekstrarkostnaöur ráöuneyta og stofnana umfram laun — hann varö tæplega 75% hærri í raun en fjárlög geröu ráö fyrir. Þar var um aö ræða gifurlega vanáætlun þótt tekið sé til- lit til verðlagsbreytinga. 3. Þaö kostaöi um 100% meira aö reka embætti sýslumanna og bæjar- fógeta árið 1983 en f járlög gerðu ráð fyrir. 4. Kostnaður ríkisins af endurgreiðslu lyfja í sjúkratryggingakerfinu hækkaði um 158% milli áranna 1982 og 1983 og fór langt fram úr fjár- lagaáæltun. 5. Kostnaður við rekstur aðalskrif- stofa ráöuneyta Svavars Gests- sonar og Ragnars Arnalds átti nánast að vera sá sami í krónutölu á árinu 1983 skv. fjárlögum og hann varö í raun áriö 1982! Strax fyrstu mánuði ársins þurfti aö taka til viö aö gefa út aukafjár- veitingar. Samt fór það svo, þegar stjórna átti eftir slíkri hringavitleysu, aö loka varö skólum vegna þess aö rafmagniö var ekki greitt o.s.frv. Þaö er jafnvel haft fyrir satt aö ríkisút- varpiö hafi á tímabili ekki tekið viö auglýsingum frá yfirboðara sínum, menntamálaráöuneytinu, vegna þess aö hiö háa ráðuneyti greiddi ekki aug- lýsingareikninga á eðlilegum tíma! Ný vinnubrögð við fjárlaga- gerð varð að taka upp: Strax viö undirbúning fjárlaga- frumvarps fyrir áriö 1984 varö að frumkvæði fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, tekin sú ákvöröun aö gerbreyta vinnubrögöunum í þessum efnum. Ahersla var á þaö lögö aö frum- skilyrði þess að ná tökum á ríkis- búskapnum væri aö fjárlög tekna- og gjaldamegin væru sem raunhæfust. Ef við þaö kæmi fram halli eöa „gat” yröi aö horfast í augu viö þaö og gera ráðstafanir til þess aö ná endum saman. Stefna ríkisstjórnarinnar í launa-, verölags- og gengismálum ætti jafnframt að vera grundvallarfor- senda fjárlaga. Meö þessum vinnu- brögöum er augljóst aö fjárlög veröa það stjórntæki sem nauðsynlegt er aö sé til staðar ef takast á aö ná tökum á ríkisfjármálunum og að ná æskilegu jafnvægi í efnahagsmálum yfirhöfuð. Jafnframt er unnt að foröast aukafjár- veitingar í jafnríkum mæli og áöur. Sú tiltekt sem þessi vinnubrögð krefjast er ekkert áhlaupaverk. Auk þess er mikil þörf á áframhaldandi uppstokkun og endurskipulagningu ríkisfjármálanna. Við fjárlagaaf- grciösluna var æ ofan í æ á þetta bent og að fjárlög fyrir áriö 1984 væru aðeins áfangi á þeirri braut að endur- meta ríkisfjármálin frá grunni og rifa þar scglin eftir því sem frekast er unnt. Löngu fyrir jól skýrði fjármála- ráðherra frá því aö hann heföi skipað starfshóp skipaðan formanni og vara- formanni fjárveitinganefndar auk embættismanna til þess að gefa sér ráð í þessum efnum í framhaldi af fjár- lagaafgreiöslunni. Eitt af mörgum verkefnum þessa starfshóps var að fara ofan í saumana á gildandi fjár- lögum. Skv. upplýsingum sem hópurinn hefur aflað sér stefnir í verulegan greiðsluhalla ríkissjóðs á árinu svo sem áöur segir, ef ekki verður aö gert. Fjármálaráðherra hefur skýrt Al- þingi frá þessum vanda sem er á afmörkuðum sviöum í rekstri ríkis- sjóðs. Þar fer hann öfugt aö við fyrir- rennara sinn sem kepptist viö aö fela það „gat” sem blasti við í fyrra á sama tíma. Þessi vinnubrögð eru til fyrir- myndar. Það þýöir þó ekki aö f járlögin séu öll markleysa og endaleysa eins og fjárlög fyrri ára. Þau eru miklu betra stjórntæki en fjárlög hafa verið um margraáraskeið. • „Það er jafnvel haft fyrir satt að ríkisút- varpið hafi á tímabili ekki tekið við auglýsingum frá yfirboðara sínum, mennta- málaráðuneytinu, vegna þess að hið háa ráðuneyti greiddi ekki auglýsingareikninga á eðlilegum tíma!”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.