Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 14
cir 14 ÖRYGGISLJÓS Mikið úrval af öryggisljósum í ganga, stigahús, leik- hús, bíó, vinnustaði, lyftur og á flesta staði sem Ijós þarf að vera þegar rafmagn dettur út. Heildsala — smásala. UMBOÐSS HEILDVERSLUN Skeilan 11 - 108 Reykiavik V 86,166 Postho'l 7060 1 ?7 npykjavik Öryggisljós m/2 kösturum, 2x25 W. Úryggisljós m/2 kösturum, 2x8 W. Úryggisljós, 40 cm, 2 perur, 10 W. Úryggisljós, 65 cm, 1 pera, 20 W. |W! \ÆÆk DTii - OFURKRAFTUR - I ▼ I YAKIA - ÓTRÚLEG EIMDING I BERÐU SAMAN Eyðirðu stórfé í rafhlöður? Þá skiptir máli að velja þær sem endast best. Hefur þú reynt VARTA rafhlöður? í flokki algengustu rafhlaðna, leiðir verðkönnun verðlagsstofnunar í Ijós að VARTA rafhlöður eru með þeim ódýrustu f'ERÐKONNUN Rafhlöður fyrir vasaljós, útvörp, segulbönd, rafknúin teikföng og fl. (R 20 B: Varta super 21.35 Berec power . 22.25 Wonder top1’ .. 23.00 Hellesens rauð . 25.00 National super .. 27.00 C: Philips super .. 19.75 Varta high performance21 . 25.10 Wonder super 26.40 Ray-O-Wac heavy duty 27.00 Varta super dry 29.05 Berec power plus .. 30.25 Hellesens gold .. 34.00 óhræddir við samanburð - VARTAv VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni Mtet.VJtíM Pt HUflAftTTVÍAM VO DV. MANUDAGUR19. MARS1984. Menning Menning Menning Orgeltónleikar Kaj- Eriks Gustaf sson Orgeltónleikar Kaj-Eriks Gustafssons í Dómkirkj- unni 10. mars. Efnisskrá: Jean Sibelius: Intrada; Francois Couperin: Offertorium sur les Grand Jeux; Johann Sebastian Bach: Preludia og fúga i C-dúr; Felix Mendelssohn-Bartholdy: Sónata nr. 2 í c- moll; Joonas Kokkonen: Lux aeterna; Kaj Erik Gustafsson: Improvisation yffir gefið stef. A kirkjutónleikum Fátækra riddara fengu áheyrendur aö kynnast tón- skáldinu Kaj-Erik Gustafsson. Og að sjálfsögöu einnig organistanum. I hans eigin verkum var ekki svo auðvelt aö greina milh vissra þátta í leik hans, þ.e.a.s. hvort um væri aö ræöa ögn sér- stæðan leikmáta eða hvort organ- istinn væri ekki dús viö hljóðfæriö. A einleikstónleikum hans varö hins veg- ar greint aö fremur var árinni aö kenna en ræðaranum. Það þurfti svo sem ekki gest, utanlands frá, til aö sýna fram á aö orgel Dómkirkjunnar sé tæpast boölegt nokkrum organista. Orgelmál kirkjunnar standa hins veg- ar til bóta í náinni framtíð en enn um sinn verður aö notast viö gripinn, sem Tónleikar Eyjólfur Melsted kominn er aö fótum fram, mest sakir vöntunar á góöu viðhaldi, hygg ég. Kaj-Erik Gustafsson var greinilega ekki dús viö svörun pedalanna og verkaði heldur seinn til fótanna lengi vel. Eins held ég aö honum hafi ekk' litist á hversu sterkt þurfti aö registrera. En hvað um þaö. Kaj-Erik Gustafs- son og hljóðfærinu samdi áöur en yfir lauk og enginn viðstaddra fór í graf- götur um aö hér er fyrirtaks organisti á ferö. Hann verkar ekki tiltakanlega djarfur í túlkun sinni (máveraaöþar hafi ástand hljóðfærisins haft sitt að segja), en mótar hendingar skýrt og er vel heima í sínum fræöum, sem kom glögglega í ljós í improvisationum hans. Þar er hans sterkasta hhö og honum veröur, sakir fæmi sinnar og þekkingar, ekki skotaskuld úr því aö skálda upp eins og eina fúgu yfir litla íslenska stemmu. EM Er búið að semja? Þaö eru víst fáir ánægöir með þá kjarasamninga sem launþegasam- tökin hafa gert fyrir sína félagsmenn á þessu ári. Ef litið er til félaga innan ASI er ljóst aö óánægja er umtals- verð og má sem dæmi nefna aö fjöl- menn félög hér á höfuöborgar- svæðinu, s.s. Dagsbrún og Sókn, hafa kolfellt samningana. Félagar innan BSRB eru nú aö ganga til atkvæöa um sína samninga sem eru í megin- atriðum þeir sömu og hjá ASI. Greinilegt er aö mikil óánægja er hjá opinberum starfsmönnum, enda hryggileg staöreynd aö laun þeirra eru miklum mun lægri en gerist á hinum almenna vinnumarkaöi. Kennarar ætla ekki að sætta sig viö niðurstöðu þessarar samningalotu ef marka má fréttir síöustu daga. Annar láglaunahópur á uppeldis- sviöinu eru fóstrur og á fundum þeirra hefur komiö fram óánægja með samningana og skv. könnun, sem framkvæmd var á félagsfundi í febrúar, var meirihluti fundar-- manna tilbúinn í verkfallsaögeröir tilaðbætakjörin. Hins vegar vekur furöu hversu margir hafa samþykkt geröa samninga og minni ég á skoðana- könnun DV nú nýverið. Eins vekur furöu aö forystumenn launþega mæla í flestum tilvikum eindregiö með samþykkt samninganna en lýsa því um leið að þeir telji niöurstööuna slæma — sem hún vissulega er. Varnarbarátta, nauövörn, slæm staöa, félagsleg deyfð. Semsagt, þaö er enginn tilbúinn í aögeröir. Er þessi röksemdafærsla rétt? Launa- fólk er ekki ánægt meö kjör sín og vitað er að stór hópur getur ekki lifað af sínum launum. Samt er víðast meirihluti sem segir já í atkvæða- greiöslu því aö þaö sé ekkert meira aö hafa. Forystan telur aö viö séum ekki tilbúin í slaginn. Viö teljum aö forystan geti ekki náð meiru fram. Vonandi er enginn misskilningur á ferðinni hjá okkur en ósköp er erfitt aö láta þetta hljóma skiljanlega. Samninganefndirnar hafa lokiö sínu verki að sinni. Nú er komið að þeim sem gjaman eru nefndir „hinir almennu félagsmenn”. Samningum er ekki lokiö fyrr en viö höfum greitt okkar atkvæði og nú er skylda félags- manna aö láta sinn vilja ótvírætt í ljós. Forystumenn svo og fulltrúar í samninganefndum eiga að vita okkar vilja sem kjömir starfsmenn launafólks. Asgaröur, málgagn opinberra starfsmanna, hefur fjallaö um þá tvo möguleika sem felast í atkvæöa- greiðslunni, þ.e. að segja „já” eða „nei”. Möguleikarnir eru í reynd fjórir því aö auk fyrrgreindra kosta MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR FÓSTRA OG FORSTÖDUMAOUR DAGHEIMILINU STEINAHLÍD getur félagsmaöur setiö heima eöa skilað auðum atkvæðaseöli. Ef litiö er á hvern kost fyrir sig vil ég byrja á þeim sem er sýnu verstur. Þaö er að félagsmaöur sitji heima og neyti ekki atkvæðisréttar síns en þá aðgerð má túlka á tvo vegu. Annars vegar að viökomandi vilji ekki mótmæla samningnum og hins vegar aö félagsmönnum sé nákvæmlega sama. Ef fjöldi félags- manna situr heima hlýtur þaö aö teljast áhugaleysi og f élagsleg deyfð. Þá hefur mat forystunnar veriö rétt hvaö þaö varöar aö launafólk sé ekki lengur fært um aö berjast fyrir mannsæmandi launum. „Já” þýðir þá aö fólk sé ánægt meö samninginn. Þar meö væri yfirlýst aö hægt sé að lifa viðunandi af 12.660 kr. á mán. Að það sé allt í lagi aö unglingar vinni fulla vinnu á annars flokks töxtum. Aö 5% hækkun sé nóg fyrir þá sem hafa 13 þúsund kr. eöa meira á mánuði. Að kjararánið á síðasta ári (sem nam 25 —30%) skuli standa áfram og hlutur launafólks í þjóöartekjum hækki ekki. Aö launa- fólk skuli borga niöur veröbólguna meöan verslunin græöir á tá og fingri, bankar rísa á hverju götu- horni, og háar fjárhæöir fara í nýja flugstöö. Og um leiö er þá sagt aö þeir sem hafa minnst, skulu áfram lepja dauðann úr skel á meðan þeir, sem mest hafa, mata krókinn. Margir eru óánægðir en treysta sér ekki til að felia samningana. Má þar nefna fólk sem ekki getur misst einn einasta dag úr vinnu vegna launa- tapsins. Aörir vilja gefa ríkis- stjóminni „tækifæri” og herða því sultarólar þótt þaö sé ekki meö bros á vör. Enn aörir telja aöð ekki sé meira aö hafa. Þessir félagsmenn eiga þann kost aö skila auöu og tel ég þaö siöferðislega skyldu þeirra fremur en aösitja heima. „Nei” þýöir að fólk sætti sig ekki við samninginn og að þaö sé jafnframt reiöubúiö í átök til aö ná fram betri kjörum. Þá hefur viökomandi jafnframt lýst yfir aö hann sé ósammála því aö launafólk eitt beri byröarnar og gerir þá kröfu aö allir axli sinn hluta. Eg hef engan hitt sem ekki telur samningana slæma. Þvert á móti. Auðvitað veröur fólk að viöurkenna aö þau laun, sem í boöi eru, eru langt í frá fullnægjandi svo og að samning- arnir eru ósanngjamir og óréttlátir. Hiö sama gildir um lífskjörin. Því er ástæöulaust að samþykkja samning- ana og gefa viðsemjendum okkar undir fótinn meö aö hægt sé aö troöa endalaust á launþegum. Það er löngu tímabært að spyrna við fótum — og láta forystu samtaka launafólks vita hug okkar. Ef viö viljum sýna mannlega reisn og vera menn, sem fá eðlileg laun fyrir sína vinnu, þá segjum viö „nei” í þessari atkvæðagreiöslu. Ef, einhverjir treysta sér ekki í haröar aðgerðir af einhverjum ástæöum er lágmarkskrafa aö mæta á kjörstaö og skila auðu. „Forystan telur aö við séum ekki tilbúin í slaginn. Við teljum að forystan geti ekki náð meiru fram.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.