Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 15
DV. MANUDAGUR19. MARS1984. 15 Menning Menning Riddarar til kirkju Tónleikar Köhyár Ritarit í Dómkirkjunni 9. mars. Efnisskrá: Orlando di Lasso: Carmina chromatica, Sybilla persica; Orþodox kirkjulög: Znamennyi lag f úts. Arhangelski, Baabelin virtain vierillá — Lag fró Valamosklaustri, Autuas on se mies — Bogoroditse dievo, Ave Maria í úts. Igors Stravinskys; Kaj-Erik Gustafsson: Fantasía yfir „Ramus Virens olivarum" — Missa cum jubilo. Eftir fjörmikla tónleika hinna Fá- tæku riddara í Norræna húsinu, þar sem leikræn heillandi framkoma þeirra heillaði áheyrendur ekki síður en hressilegur söngurinn, var ekki laust við að maður hefði örlitlar efa- semdir um alvarleik kirkjutónleika þeirra. En flutningur kirkjutónlistar mun ekki síður mikilvægur þáttur á söngskrám þeirra, en flutningur veraldlegrar. I kirkjumúsíkkomaþeir ámóta víöa við og í veraldlegri. Sönginn hófu þeir með Carmina chromatica Orlandos di Lassos, sem þeir reyndar sungu á tónleikunum í Norræna húsinu. Hér kvað við annan tón en á fyrri tónleikum. Nú var það fyrst og fremst hógværðin sem út úr söng þeirra skein. 011 viðleitni þeirra beindist að því að reyna að slípa svo einstakar raddir saman svo að úr yrði eitt hljóðfæri. Jafnvægi í styrkleika og hraða var skínandi gott. Ekki það að söngskráin byði upp á mikil tilþrif í dynamik, en þeir fylgdust vel að, svo mikiðervíst. Vantar hentugt háraddapatent Djúpraddirnar voru flosmjúkar, dökkar og hreinar. Finnar, sú mikla karlakóranna þjóð, hafa lengi stundað stórframleiðslu á úrvals bössum og barytónum. En einhvem veginn hafa þeir ekki enn komið sér upp hentugu patenti við framleiöslu á háröddum. Og mismunarhlutföllin verða stórýkt þegar háraddirnar hljóta samanburð viö bassaúrvalið. Betri fátækir en helgir Vel fóru þeir félagar með orþodoxa kirkjulögin. Orþodox kirkjusöngur hef- ur mér fundist kraftmeiri en söngur þeirra, þá ég hef heyrt hann, en vera má að hann sé mismunandi eftir lönd- um og svæðum, og kannski hafa þeir Tónleikar Eyjólfur Melsted valiö efni af hæglátara tagi. Missa cum jubilo, eftir Kaj-Erik Gustafsson, var hápunktur tónleikanna. I tíu þáttum, þar sem boðunarþættirnir eru sungnir og tengdir saman með orgelþáttum, sem gjaman em spunnir upp úr stefj- um söngþáttanna. I sinni gregoríönsku grunngerð eru þættirnir, þrátt fyrir allt, sundurleitir en samt myndar þessi stöðugi víxlsöngur radda og orgels verk meö ákveðinni hrynjandi og góð- um heildarsvip. Organleikur Kaj- Eriks Gutafssons verður ekki til um- fjöllunar í þessari grein, þar eð hann átti eftir að halda sjálfstæða orgeltón- leika og ekki rétt að blanda óskyldum málum saman aö óþörfu. Að öllu samanlögðu held ég, að ég hafi kunnað mun betur við fátæku veraldarriddar- ana en kirkjuriddarana. EM Þjónusta á þekkingu SkipadeilcL Sambandsins Jlutti íjyrra um 450 þúsund lestir af alls kyns vörum milli 106 hafna innan lands og utan — alltjrá Grænlandi til Nígeríu. Sambandsskipin sigla reglulega tiljjölda hajna í Evrópu og Ameríku — en þjónusta okkar nær um heim allan með samvinnu við sérhæjða JLutningsaðila á sjó og landi. Þaiftu að koma vörumJrá Akureyri tilAbuDhabi eðajrá Barbados til Borgarness? Við sjáum um það. Þjónusta okkar er byggð á þekkingu. SKIPADEÍLD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Útsala Rýmum fyrir nýju sumarlínunni. Seljum allar vetrarvörur með miklum afslætti 19.—21. mars. Verslunin er opin 9—6 daglega. " / ^ JL. PRJÓNASTOFAN Umtiu Skerjabraut 1 Seltjarnarnesi, HF v/IVesveg. AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS 960.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.