Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Page 16
16 DV.' MANUDAGUR19. MARS1984. Spurningin Horfir þú mikið á sjón- varp? Guðrún Guðmundsdóttir: Nei, ekki mjög mikið, aðallega fréttir og barna- efni með börnunum. Egill Guðmundsson: Nei, ókaflega lítið. Fréttir aðallega. Andri Ari Bjarnason: Nei, það geri ég ekki. Helst breska framhaldsþætti. Séra Tómas Guðmundsson: Eg veit það ekki, horfi hálfa vikuna. Hulda Jónasdóttir: Já, fréttirnar og ís- lenskt efni. Kristján Asmundsson: Já, fréttir, lítið annað. Ekki mikiö á bíómyndir. Lesendur ( Lesendur Lesendur Lesendur 5-8000 krónur á mánuði fyrir hárgreiðslunema EKKINÓG Ein úr Arbæskrifar: Nú er mál til komið að einhver láti í sér heyra varðandi launamál hár- greiöslunema. Nemar með heilu fjöl- skyldurnar, og einstæðar mæður sem þurfa aö greiða dagvistun barna sinna auk húsaleigu og annarra útgjalda, hafa 5000—8000 kr. á mánuði, nánar til- tekið 44,86 kr. á tímann í dagvinnu. Allir geta séð aö þessi laun ná engan veginn lágmarkslaunum annarra iðn- nema og almennra launþega í landinu, og alls ekki er hægt aö lifa á þeim. Dæmi eru til að margir hárgreiðslu- nemar hafa þurft að vinna aukalega við skúringar og annað slíkt til aö hafa ofan í fjölskyldu sína og á. Nemarnir vinna frá 9—6 á þessum launum og verður því vinnudagurinn býsna langur þegar aukavinnan bætist við — en er samt ekki nóg. Eg skora á alla sem einhverja skoðun hafa á þessu máli aö láta í sér heyra. Nú er komið nóg. Þjóðin standi saman Minnumst landhelgisdeilunnar Jósef Smári Asmundsson skrifar: Því er oft haldið fram aö íslenska þjóðin sé í rauninni ekki annað en ein stór fjölskylda. Hvað svo sem satt er í því er víst að hún hefur öll skilyrði sem þarf til að vera það. Hún er fámenn, hér tala allir sama tungumól og hún skiptist ekki í mörg þjóðarbrot eins og margar aðrar þjóöir. En greinilegt er að meira þarf til. I landhelgisdeilunni viö Breta sam- einaöist þjóðin í baráttunni fyrir sameiginlegu hagsmunamáli hennar. Þetta eina dæmi sýnir okkur og sannar aö hægt er að standa saman. Þaö sem til þarf er einhver hugsjón sem allir geta unnið að án tillits til skoöana hvers og eins í hinum ýmsu málaflokk- um. Hvaða hugsjón gæti það verið? Hvernig getum við fundiö grundvöll til sameiningar? Þegar tveir deila er oft fenginn þriðji aðili til að bera boð á milli deiluaöila þar til komin er fram einhver lausn sem báöir geta sætt sig við. Til hvers þarf þriðja aðila? Til aö koma á sam- bandi. Alstaðar í þjóðfélaginu er spenna, milli atvinnurekenda og launþega, milli stjórnmálaflokkanna og milli einstaklinga. Hvernig væri umhorfs ef öll þessi spenna væri tekin burt, ef við færum allt í einu að líta á aðrar manneskjur eins og við værum að skoöa okkur sjálf? Líklega er mjög erfitt aö gera sér grein fyrir því en ef viö gætum skýrt þessa ímynd fyrir okkur er ekki ólíklegt að hún yrði að hugsjón sem vert væri að vinna aö. Hvernig förum við að því að skýra ímyndina fyrir okkur? Með því aö nálgast hana, fara að gera eitthvað í málinu. Með hverju skrefi sem við stígum færumst við nær markinu. Hvernig væri aö fara að hreyfa sig. Fyrsta skrefið er erfitt en þegar það er stigið langar okkur mjög líklega til aö stíga annað og síðan þaö þriöja. Og áður en langt um líður langar okkur til að fara aö hlaupa. Drífið ykkur nú af stað og gangi ykkur vel. Kaup hárgreiðslunema: HVAR ENDAR ÞETTA? Nemiskrifar: Eg er hárgreiöslunemi í Iðn- skólanum í Reykjavík og er á 2. önn. Eg hef verið að athuga hvem- ig ég geti lokiö mínu námi því kaup- ið er svo lágt að ekki er hægt að lifa á því. Eg er aö byrja í sambúö og viö erum bæði iðnnemar. Utgjöld veröa miklu meiri en tekjur ef við reynum að klára. Ef kaupið hækkar ekki verðum við bæði að sleppa okkar skólagöngu og reyna að fá aðra vinnu sem er ekki auð- velt í þessu atvinnuleysi. Viö erum ekki í neinni klíku svo ekki er hægt að biöja einhvem um hjálp viö at- vinnuleitina. Eru allar framtíðarhorfur okkar brostnar? Endum við í fiskvinnu eða skúringum? Hvar endar þetta allt saman? Mynd úr hinu sögufræga þorskastriði. Bréfritari segir að ef þjóðin standi saman nu likt og þá verði auðveidara að takast á við vandann. Um gömul hús og pissirí Gamli skrifar: — Já, maður saknar alltaf gömlu húsanna þegar þau deyja og hverfa. Minningarnar um þau elta mann hvert sem maður flækist, jafnt í vöku sem draumi. Eg man t.d. vel eftir gömlu húsunum heima í þorpinu þegar ég var þar strákur. Það var svo einkennilegt hvað húsin gátu verið lík eigendum sínum, t.d. hús kaupmannsins, feitt og svert með stór gleraugu og hökutopp. Þeir, sem höfðu séð kaupmanninn gátu alveg vitað hvar hann átti heima. Og húsiö hans langa Jóns, hátt og mjótt með ferkantaöan haus upp úr þakinu og axlasigið. — Já, það var ekki neitt um að villast aö hann langi Jón átti þarna heima. Og húsið hans Einars gamla meö augun, grænar augnatóttir og skegg niður á jörö og rambaði til og frá ef það geröi vind. Svo svörtu, ljótu húsin, þar áttu karlarnir heima sem tóku í nefiö og tuggðu skro. — Já, og svo voru það litlu húsin meö súðarherbergjunum og panel- klæðningunni og öllum kvistunum. Þaö var hreinn undraheimur að horfa á allar þær myndir er þar birtust. Skip á siglingu í skýjunum, karla í pilsum, berrassaðar stelpur, lönd og heimsálf- ur og svo alls konar kynjaverur dans- andi um veggina í flöktandi bjarma frá kertaljósinu. Stundum reyndum við að telja alla kvistina en það tókst alarei því við sofnuöum svo fljótt. I höfuðborginni eru Iíka gömul hús, sum stór og ljót, önnur lítil og vinaleg. Mörg eru líka horfin, hús sem settu svip á bæinn og skildu eftir góðar minningar. Gamlir menn muna enn eftir Gasstöðinni, Pólunum, Gúttó, Bárunni, apótekinu við austurvöll (þar sem nú trónir símstöövarskrímslið) og svo gamla góða „pissiríinu”, við Kalkofnsveginn. Þangaö gátu ailir komið, bæði háir og lágir. Ihaldsmenn og kommar gátu gengið þar inn og pissað hlið viö hlið og leyst vind að vild. Já, það er frá mörgu aö segja frá því húsi. „Sæll kommi,” sagði íhaldið. „Sæll íhald,” sagði komminn. „Gott veður í dag,” sagði íhaldiö. „Já,” sagði komminn. „Mikiö aö gera á höfninni?” spuröi íhaldið. „Nei,” sagði komminn. Mikill brestur kvað við svo bergmál- ar í básnum. „Ahh. . . það var gott aö losna við hann þennan,” sagði íhaldið. Ijágt píp heyrðist frá kommanum. „Hva, hefuröu ekkert étið í dag?” spurðiíhaldið. „Nei,” sagði komminn. „Hvað ertu að gera?” spurði íhaldið. „Bíða eftir togara,” sagði komminn. „Nú já. Þið verðið snöggir að los’ann, það er mikið fiskirí núna. Eg hækka við ykkur kaupið,” sagði íhaldið og ropaði rösklega um leið og það gekk út í sólskinið. „Já,” sagði komminn. Já, svona var nú það. Þetta var merkilegt hús en samt rifu þeir það. Hús sem setti miklu meiri menningar- brag á bæinn en allir listamennirnir okkargera. Og svo var þaö bara rifiö. Þessi mynd er að visu ekki úr „pissiriinu" á Kalkolfnsvegi en innbyrðis af- staða klósettanna er sú sama. Þessi mynd á þvi við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.