Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 24
24 íþróttir íþróttir íþróttir DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. (þróttir íþ Sigurður kastaði spjótinu 82,76 metra — Kristján Harðarson hætti við þátttöku ílangstökki í Kaliforníu Armenningurinn Sigurður Einarsson náði sinum besta árangri í spjótkasti á móti í Ala- bama þegar hann kastaði 82,76 metra. Egg- ert Bogason, sem einnig stundar þar nám, varpaði kálu 16,66 metra. Það er besti árangur FH-ingsins í kúluvarpi. Kristján Harðarson, nýi Islandsmethafinn í langstökki, átti að keppa á móti í San Jose í Kaiiforníu á laugardag. I upphitun fyrir keppnina fann hann hins vegar til í læri, ein- mitt á þeim staö þar sem hann tognaði í febrúar. Þjálfari hans vildi þá ekki að hann tæki þátt i keppninni. hsim. Man. Utd. fær stórupphæð f rá Sharp — fyrirauglýsingu á búningum leikmanna Man. Útd. hefur endurnýjað auglýsinga- samning við hljómtækjafyrirtækið Sharp. Leikmenn liðsins leika með auglýsingu frá Sharp á búningum sinum og fyrir samning- inn fær United 700 þúsund sterlingspund eða hátt í 30 milljónir ísl. króna. Nýi samningur- inn gildir fyrir árin 1985 og 1986. hsím. Platini á skotskónum — en það dugði Juventus ekki Juventus mátti þola tap 1—2 fyrir Verona í ítölsku 1. deildarkeppninni í gær. Franski knattspyrnukappinn Michel Platini skoraöi fyrst fyrir Juventus — hans nítjánda mark, en Maurizio Iorio og Giuseppe Galderisi skorðuðu mörk Verona — fyrra markið kom úr vítaspyrnu, sem dæmd var á bakvörðinn harða, Claudio Gentiii. Roma lagði Udinese að velli en Zico lék ekki meö Udinese. Þaö var annar Brasilíu- maður Edhino, sein skoraöi fyrst fyrir Udinese. Falcao jafnaði 1—1 fyrir Roma og eftir þaö var eftirleikurinn auðveldur — Brasilíumaðurinn Toninho Cerezo, Falcao og De Bartolomei skoruðu og Roma vann 4— 1. Juventus er efst með 33 stig eftir 23 leiki, Roma er með 31, Fiorentina 30, Torinó 29 og Verona 28. -SOS Svan bestur í skíðagöngunni Svíinn ungi, Gunde Svan, varð sigurvegari í fyrstu heimsbikarkeppninni í skíðagöngu samanlagt þegar hann sigraði í 15 km skiða- göngu í Fairbanks í Alaska á laugardag. Gunde, sem er 22ja ára, gekk á 38:17,9 mín. Andi Griinenfclder, Sviss, varð annar á 29:34,3 mín. og Oddvar Braa, Noregi, þriðji á 39:54,2 mín. Gunde Swan hlaut tvenn gull- verðlaun á ólympíuleikunum og hefur nú iokið sigurriku keppnistímabili. hsím. Tvíbætti heimsmetið í skíðaflugi Finnski ólympíumeistarinn Matti Nykaen- en tvíbætti heimsmetið í skíðastökki — skíðaflugi meira réttnefni — í keppni í Oberstdorf í Vestur-Þýskalandi um helgina. Hann stökk fyrst 180 metra af hinum 145 metra skíðapalli og bætti það síðan í 185 metra á laugardag. Sigraði samanlagt og hiaut 391 stig í keppni heimsbikarsins þar í gær. Stökk þá 170 og 178 metra. Jens Weiss- flog, A-Þýskalandi, og Pavel Ploc, Tékkó- sióvakíu, urðu jafnir i öðru sæti með 357,5 stig. Jens stökk 153 og 165 m. Pavel 166 ig 154.1 stigakeppninni er Nykaenenefstur með 212 stig. Weissflog annar með 195 stig. Ploe þr;ðji með 133 stig. hsím. R!il|(j§pp . Jr « VgBKr " S; "nl BiÉiWi * Sigurður Gunnarsson náði sér vel á strik á landsleiknum á laugardag. Hér stekkur hann hátt og sendir knöttinn i mark sovéskra. Þorbjörn fyrirliði á línunni. DV-mynd Oskar, íslandsmeistaramótið ífimleikum: , Davíö og Hulda Islandsmeistarar Islandsmeistaramótið í fimleikum var háð í Laugardaishöilinni um helg- ina og tókst með miklum ágætum. A laugardag var keppt um Islandsmeist- aratitlana samanlagt á öUum áhöldum. I stúlknaflokki varð Hulda Olafsdóttir, 16 ára, úr Björk, Islands- meistari með 31,65 stig. Hlín Bjarna- dóttir, Gerplu, varð önnur með 31,50 stig og Dóra Oskarsdóttir, Björk, Davíð Ingason, fimleikameistari Islands. þriðja með 30,85 stig. Islandsmeistar- inn frá í fyrra, Kristín Gísladóttir, hafði örugga forustu þegar hún meidd- ist illa og var flutt á sjúkrahús. I karla- flokki varð Daníel Ingason, Armanni, tslandsmeistari með 48,25 stig. Heimir Gunnarsson, A, annar með 47,25 og Guðjón Gíslason, Á, þriðji með 45,55 stig. I gær var svo keppt um meistaratitl- ana á einstökum áhöldum. I karla- flokki sigraði Davíö Ingason í fimm greinum. A bogahesti, í hringjum, í stökki, á tvíslá og svifrá en Guðjón Gíslason sigraði í gólfæfingum. Heimir Gunnarsson varð í öðru sæti í fjórum greinum en þessir þrír Armenningar skiptu meö sér öllum verðlaunum. I kvennakeppninni var keppnin meiri. Urslit þar í einstökum greinum urðu: STÖKK stig 1. Dóra Sif Oskarsdóttir, B 17,20 2. Bryndís Oiafsdóttir, G 16,90 3.-4. Hlín Bjarnad., G 16,60 3.-4. Hulda Olafsdóttir, B 16,60 5. Þorbjörg Kristjánsd., A 16,40 6. Fríftur Bjarnad., B 16,35 7. Ragnheiftur Sigurftard., A 16,10 TVISLA stig 1. Hulda Olafsdóttir, B 14,40 2. Bryndís Olafsdóttir, G 13,85 3. Hlín Bjamadóttir, G 12,90 4. Dóra Sif Oskarsd., B 12,35 5. RagnheifturSigurftard., A 11,90 6. Esther Níelsdóttir, B 11,70 SLA stig 1. Hlín Bjaraadóttir, G 16,55 2. Hulda Olafsdóttir, B 15,25 3. Bryndís Olafsdóttir, G 15,00 4. Dóra Sif Oskarsdóttir, B 14,90 5. Sandra Svcinsdóttir, A 13,75 6. Birna Karen Einarsd., A 13,55 GOLF stig 1. Dóra Sif. Öskarsdóttir, B 16,80 2. Hlín Bjarnadóttir, G 16,05 3. Hulda Olafsdóttir, B 15,50 4. Fríftur Bjaraadóttir, B 14,40 5. Ragnheiftur Sigurilard., A 14,05 6. Esthcr Níelsdóttir, B 13,80 Þó mikillar þreytu gætti hjá leik- mönnum Islands og Sovétríkjanna í þriðja landsleik þjóðanna í Laugardals- höll á laugardag bauð leikurinn upp á mikla spennu og það var ekki fyrr en rétt undir lokin að sovésku heims- meistararnir tryggðu sér sigur 22—19 i þessum fimmta leik þeirra á fimm dögum, níunda leik íslenska liðsins á tveimur vikum. En það voru þó norskir dómarar, sem dæmdu sína fyrstu landsleiki, sem öðru fremur stuðluðu að sigri sovéska liðsins. „Þeir þora ekki að dæma á Rússana,” eins og einn þekktasti dómari okkar sagði eftir' leikinn. Mikið rétt en þeir voru beinlín- is hlutdrægir í dómum sínum, einkum þegar þeir dæmdu þeim sovésku þrjú vítaköst í röð í stöðunni 2—2 og Sovét- ríkin komust fjórum mörkum yfir, 6— Flautað leiktímai —ogHiittenber „Þetta var sögulegur leikur. Við vorum í hraöaupphlaupi, staðan 18—17 fyrir Hiittenberg, þegar timavörðurinn flautaði af. Okkur tókst að skora en markið var dæmt af. Þjálfari okkar sá að eftir voru 8 sekúndur á klukkunni hjá timaverðinum þegar hann flautaði. Þegar hann gerði athugasemd við þetta ætlaði beinlínis allt að verða vitlaust og það átti að lemja hann,” sagði Alfreð Gislason, þegar DV ræddi við hann í gær. Essen lék við Hiitten- berg á útivelli og tapaði 18—17. „Við setjum stefnuna á annaö sætiö. Grosswallstadt er efst með 32 stig eftir Pétu nefbi — og átti stórgóðan vann Sea Frá Kristjáni Bemburg — fréttamanni DVíBelgíu: — Pétur Pétursson lék nefbrotinn gegn Seraing. Þrátt fyrir það átti hann stórleik og lagði upp öll þrjú mörk Ant- werpen sem vann góöan sigur 3—1. Pétur nefbrotnaði í sl. viku, er hann lenti í umf erðaróhappi. Beveren tapaöi þriðja leik sínum í röð hér í Belgíu — nú 0—2 gegn Beringen. Við þetta tap vænkast möguleikar Anderlecht, sem vann Molenbeek 2—0 með mörkum Van der Berg og Czerniatynski. • Beveren er með 38 stig eftir 26 leiki en Anderlecht 35 stig, Seraing 33, FC Brugge 32, Standard Liege 31 og Antwerpen 29. Arnór með til Moskvu Amór Guðjohnsen gat ekki leikið með Anderlecht þar sem hann hefur legið meö flensu í sl. viku. Það er þó ljóst að hann mun fara meö Anderlecht til Moskvu þar sem félagið mætir Spar- tak Moskva í Evrópukeppninni á miðvikudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.