Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 26
26 DV. MANUDAGUR19. MARS1984. i¥ Verð/aunagrípir og verð/aunapeningar i mik/u úrvaii flmepajl—, FRAMLEIÐIOG ÚTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSENDUM [meba Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Simi 22804 'ftyviti LAUGAVEGI 21 REYKJAVÍK, SÍMI 14256 Mikið úrval af plakötum, póstkortum, eftirprentunum og smellurömmum. NÝ SENDING AF GALLERY-PLAKÚTUM Tökum á mótipóstkröfupöntunum mi/li kl. 10 og 13. Eins og einhvern neista vanti í Stuttgart-liðið — leikmenn Dusseldorf nýstignir upp úr f lensu og töpuðu stórt Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi. Þaö er greinUegt að leikmenn Stutt- gart hafa ekki þolað hið langa frí, þar sem þeir léku lítið sem ekkert í mánaðartíma. Þeir eru nú miklu dauf- ari en í leikjunum fyrir áramót. Eins og einhvern neista vanti. Þó ekki hjá Asgeiri Sigurvinssyni. Hann hefur verið besti maður liðsins og var það einnig á föstudagskvöid, þegar Stutt- gart gerði jafntefli 2—2 á heimaveUi við Bayer Leverkusen að viðstöddum 18.200 áhorfendum. Sanngjörn úrslit en tapað stig hjá Stuttgart í keppninni um meistaratitUinn. Stuttgart náöi forustu í leiknum á 18. mín. eftir aukaspyrnu Asgeirs. Hann gaf á Svíann Corneliusson, sem skall- aði til Reichert sem skoraði. Zechel jafnaði fyrir Leverkusen á 53. mín. en Stuttgart náði aftur forustu á 67. mín. meö marki AUgöwer. Það stóð ekki lengi. A 70. mín. jafnaöi Bast og þar við sat. Veikindi í Dússeldorf Fortuna Diisseldorf varð fyrir miklu áfaUi. Tapaöi 6—0 í Dortmund og það var fimmti tapleikur liðsins í röö. Þetta mikla tap var kannski skiljan- legt því nær alUr leikmenn Diisseldorf voru nýstignir upp úr flensu, meðal þeirra Atli Eðvaldsson, sem lék aUan leikinn en Pétur Ormslev var hins vegar ekki með. Diisseldorf hefur fáa varamenn og jafnvel leikmenn með hita léku. Ahorfendur voru 20 þúsund — samtals 207 þúsund á öUum leikjum Bundeslígunnar — og í fyrri hálfleik var leikurinn nokkuð jafn. Eitt mark skoraö, Bemd Klotz. I síöari hálfleikn- um hrundi leikur Diisseldorf hins veg- ar alveg og Dortmund skoraði þá fimm mörk, Michael Zorc tvívegis, Wig- mann, þá Rúmeninn Raducanu og aö lokum Kotz aftur. I fyrravor sigraði Dusseldorf Dortmund 7—0 á heima- velU sínum. UrsUt í leikjunum um helgina uröu þessi: Stuttgart—Leverkusen 2—2 Uerdingen—Bielefeld 1—3 Kaiserslautern—Offenbach 1—1 Frankfurt—Braunschweig 1—2 Dortmund—Diisseldorf 6—0 Köln—Gladbach 1—2 Niimberg—Mannheim 0—0 Hamburger SV—Bremen 4—0, Bayern Miinchen—Bochum 5—1 Leikurinn í Hamborg var hreint frá- bær. Leikmenn Werder Bremen léku líka vel þrátt fyrir tapið, sem var of stórt. Wolfram Wiittke skoraöi fyrsta markiö á 9. mín. með þrumufleyg af 20 metra færi. Wolfgang Rolff skoraöi annaö mark Evrópumeistaranna aðeins síðar eftir frábæran undir- búning kantmannsins, Jiirgen Mil- ewski, sem nú er með á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. I síðari hálf- leiknum skoraði Hamborg enn tvíveg- is, Jimmy Hartwig og FeUx Magath, en leikmenn Werder fóru oft Ula meö góöfæri. Karl-Heinz frábær Karl-Heinz Rummenigge á nú hvern stórleikinn á fætur öörum meö Bayem Miinchen en leikjum hans þar fer nú að fækka. Samvinna hans viö yngri bróður sinn Michael var mjög góö. Gegn Bochum skoraði Michael fyrsta mark leiksins meö skaUa á 9. mín. Hans Pfliiger og Dieter Hoeness komu Bayern síöan í 3—0 og á síðustu mín. f.h. skoraði Karl-Heinz fjóröa markiö. Skoraði viðstööulaust eftir sendingu bróöur síns. Þó svo markvöröur Boch- um, Ralf Zumdick, verði vítaspyrnu frá Karl-Heinz í s.h. var Rummenigge besti maðurinn á veUinum í þessum 300. deUdaleik sínum meö Bayem. Hoeness skoraöi fimmta mark Bayern en rétt fyrir leikslok skoraöi Christian Schreider eina mark Bochum. Borussia Mönchengladbach er enn meö í baráttunni um þýska meistara- titiUnn og vann góöan sigur í Köln. Klaus Allofs skoraöi þó fyrsta mark leiksins fyrir Köln á 14. mín. en Lothar Matthaeus, sem er á leið til Bayern, jafnaði fyrir Gladbach snemma í síöari hálfleik og á 84. mín. skoraði Uwe Rahn sigurmarkiö. Skallaöi í mark viö nærstöngina. Staðan er nú þannig: Bayern 24 15 5 4 59—22 35 Hamborg 24 15 4 5 56—26 34 Gladbach 24 14 5 5 54—34 33 Stuttgart 23 12 7 4 48—24 31 Bremen 24 12 5 7 50—30 29 Leverkusen 24 10 6 8 43—40 26 DUsseldorf 24 10 5 9 51-43 25 Köln 24 11 3 10 43—37 25 Bielefeld 24 8 7 9 30-29 23 Uerdingen 23 8 6 9 41—47 22 Kaisersl. 24 9 4 11 46-54 22 Braunsch. 24 10 2 12 39-56 22 Dortmund 24 8 5 11 36—45 21 Mannheim 24 5 10 9 26—39 20 Bochum 24 7 4 13 42—58 18 Frankfurt 24 3 10 11 29—47 16 NUrnberg 24 6 2 16 29-49 14 Offenbðch 24 5 4 15 31—75 14 HO/hsím. Zurbriggen sigurvegari í keppni heimsbikarsins — Stenmark tapaði í fyrsta skipti í stórsvigi í keppni heimsbikarsins í Svíþjóð Svissiendingurinn Pirmin Zurbriggen tryggði sér sigur í heims- bikarkeppninni í alpagreinum saman- lagt í Are í Svíþjóð í gær. Það var þó ekki beint fyrir eigin hæfni á mótinu þar því Pirmin varð aðeins i 13. sæti í sviginu í gær. Hins vegar gekk Ingemar Stenmark, Svíþjóð, eina keppandanum sem gat komist upp fyrir Zurbriggen, ekki nógu vel. Varð i fimmta sæti í sviginu í gær og þriðja sæti í stórsviginu á laugardag. Það er í fyrsta sinn, sem hann sigrar ekki i stórsvigi heimsbikarsins i keppni í Sví- þjóð. Enn eru eftir þrjú mót í keppni heimsbikarsins í Noregi en þau geta engu breytt um úrsUtin. Zurbriggen hefur nú 251 stig. Stenmark er næstur meö 222 stig. Marc GirardeUi, Luxem- borg, þriöji meö 209 stig og Andreas Wenzel, Lichtenstein, fjórði meö 182 stig. GirardeUi sigraöi í sviginu i gær í Are á 1:28,84 mín. Franz Gruber, Austurríki, annar á 1:28,91 mín. Robert ZoUer, Austurríki, þriðji á 1:29,23 mín. en síöan komu Svíarnir Lars-Göran Halvarsson á 1:29,47 og Stenmark á 1:29,51 mín. I stórsviginu á laugardag sigraöi Hans Enn, Austurríki, á 2:25,27 mín. Pirmin Zurbriggen, sigurvegarinn i keppni heímsbikarsms, tll nægn en mgemar Stenmark tU vinstri. Landi hans Hubert Strolz varð annar á 2:25,43 mín. Stenmark þriöji á 2:25,50 mín. GirardeUi varö fjóröi á 2:25,59 mín. Stenmark var aöeins í sjöunda sæti eftir fyrri umferðina. Zurbriggen. var þá f jóröi en varð í sjötta sæti eftir báöar ferðirnar á 2:26,43 mín. hsím. íþróttir íþróttir íþrcf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.