Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Síða 28
28 .*8Gl 8.HAM .91 ÍJUíJAQUílAM .VC •WPW" ’ 'DV.'MANUDAGUR 19. MARS1984. (þróttir íþróttir íþróttir fþróttir Manchester United skaust upp á toppinn — eftir stórsigur, 4-0, yfir Arsenal á Old Trafford Manchester United hefur nú rutt Liverpool úr efsta sæti 1. deildar og tekiö þar sæti sjálft. Er þetta í fyrsta sinn síðan 12. nóvember sl. sem annaö lið en Liverpool hefur veriö í forystu- sætinu en þá var það einmitt Manchester United sem leiddi 1. deildina. Þar sem Liverpool tapaði í Southampton á föstudagskvöldið þurftu leikmenn Manchester United að sigra Arsenal á Old Trafford til þess að ná forystunni í deildinni og þeir gerðu það meö glæsibrag. Þaö voru 40.863 áhorfendur mættir á Old Trafford til þess að veröa vitni að því ef United kæmist á toppinn á nýjan leik. Margir áhorfendanna mættu meö slagorðaborða sem á stóð að þeir vildu halda í Bryan Robson og skoruöu á félagið að selja hann ekki til Italíu, eins og miklar líkur eru á eins og stendur. Iæikmenn Manchester United tóku leikinn strax í sínur hendur og á 10. mínútu náðu þeir forystunni. Þá felldi Tommy Caton Bryan Robsori inni í vítateig Arsenal og umsvifalausl var dæmd vítaspyrna. Hollenski landsliðs- maðurinn í liöi United, Arnold Miihren skoraöi af öryggi úr spyrnunni. Með þessu fyrsla marki var tónninn gefinn og heimamenn geröu hverja orra- hríöina að marki Arsenal á fætur annarri. Það var síðan á 34. mínútu sem Manchester United bætti öðru markinu við. Þá einlék Frank Staple- ton skemmtilega á Tommy Caton, miðvörð Arsenal, og sendi vel fyrir markið þar sem David O’Leary hreinsaði frá en tókst ekki betur til en svo að knötturinn hafnaöi beint við fætur Amold Miihren sem þakkaöi gott boö og skoraði með viðstöðulausu skoti. Rétt fyrir leikhlé var miðveröi Arsenal, Tommy Caton, vísað af leik- velli fyrir að brjóta á Norman White- ÚRSUT Urslit uróu þessi í ensku knattspyrnunni á laugardaginn: l.DEILD: Aston Villa-Nott. For 1—0 Everton-Ipswich 1—0 Leicester-West Ham 4—1 Man. Utd.-Arsenal 4—0 Norwich-Luton 6-0 Notts. C.-Coventry 2-1 Southampton-Liverpool 2-0 Stoke-Birmingham 2-1 Tottenham-WBA 0-1 Watford-QPR 1—0 Wolves-Sunderland 0—0 2.DEILD: Barnsley-Portsmouth 0-3 Cambridge-Sheff. Wed 1-2 Cardiff-Shrewsbury 2-0 Carlisle-Charlton 3-0 Chelsea-Blackbum 2-1 C.Palace-Huddersfield 0-0 Derby-Brighton 0-3 Fulham-Man. City 5-1 Leeds-Grimsby 2-1 Newcastle-Middlesbrough 3-1 Oldhalm-Swansea 3—3 3. DEILD: Bolton-Exeter 1-0 Brentford-Oxford 1—2 Bristol R.-Wimbledon i-i Burnley-Míllwall 1-0 Lincoln-Wigan 0-1 Orient-Newport 2-2 Plymouth-Bournemouth 1—0 Preston-GUIingham 2—2 Scunthorpe-Bradford 2—1 Sheff. Utd.-Hull 2-2 Walsall-Rotherham 2-2 4. DEILD: Chestcr-Darlington 2—1 Coichester-York 1-3 Doncaster-Peterborough 1—1 Halifax-Bristol C. 1—2 Hartiepool-Torquay 2-1 Hereford-Wrexham 3M) Mansfield-Bury 1-1 Reading-Northampton 3-1 Rochdale-Blackpool 1-0 Stokeport-Chesterfield 2-0 Tranmere-Aldershot 3—0 side en þetta þótti samt mjög strangur dómur hjá dómara leiksins. Staöan því 2—0 í hálfleik. Aðeins 10 leikmenn Arsenal áttu síðan enga möguleika í síðari hálfleik en þaö heföi eflaust breytt Iitlu fyrir leikmenn United þótt Arsenal heföi haft fullskipað lið áfram, í slíkum ham voru þeir. A 63. mínútu bætti United við þriöja markinu. Þá átti Remi Mos- es skemmtilegan einleik fram völlinn og sendi síðan hnitmiöaöa sendingu á Frank Stapleton sem skoraði á Segja má aö einn aðalleikurinn í ensku knattspymunni hafi farið fram á föstudagskvöldið því þá léku South- ampton og Liverpool á The Dell, heimavelli Southampton, í leik sem var sjónvarpaö beint um allt England. Leikurinn var mjög vel leikinn, sér- staklega af hálfu heimamanna, sem voru mun betri aðilinn í leiknum. „Dýrlingamir” byrjuðu leikinn strax með stórsókn og voru þeir Frank Worthington og Steve Williams tvíveg- is mjög nálægt því að skora í byrjun en Grobbi varði mjög vel í bæði skiptin frá þeim. Það var síðan blökkumaðurinn smái og knái, Danny Wallace, sem skoraöi fyrra markið á síöustu mínútu f .h. með glæsilegri hjólhestaspyrnu, eftir fyrirgjöf frá Mark Dennis. A 85. mínútu bætti Southampton síöara markinu viö og gulltryggði sigurinn og enn var þaö Wallace sem skoraði, nú meö skalla eftir hnitmiðaða fyrirgjöf frá vinstri frá bakverðinum Mark Dennis. Leikmenn Liverpool voru eitthvað miöur sín í leiknum og börðust ekki af sama krafti og þeir hafa gert áður. Virtist muna þar mestu að þeir léku án fyrirliöa síns Graeme Souness. Ahorfendur á „The Dell” voru 19.500. Forest og West Ham gefa eftir Nottingham Forest heimsótti ná- granna sína í Aston Villa og voru heppnir að tapa með aðeins einu marki. Leikmenn Aston Villa réðu lögum og lofum á vellinum allan leikinn en brást ætíð bogalistin upp viö mark Forest, ýmist varði Breukelen í markinu af snilld eða framherjarnir skutu framhjá markinu i upplögðum ! marktækifærum. Voru þeir Brendan Ormsby og Steve McMahon þar auðveldan hátt gegn sínum fyrri félögum. Fjórða og síðasta mark leiksins skoraði Bryan Robson á síöustu mínútunni, meö fallegu skoti af um 15 metra færi, við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda sem svo sannarlega voru með á nótunum í þessum frækna sigri liðs síns. Ray Wilkins var yfirburöamaöur á vellinum, átti frábæran leik, svo og Remi Moses og Arnold Miihren. Bryan Robson var með daufara móti í leiknum og er allt það umtal sem verið fremstir í flokki. A 75. mínútu leiksins varði Breukelen glæsilega þrumuskot frá McMahon með því að slá knöttinn yfir þverslána. En hann réð þó ekkert við hörkuskalla frá Steve McMahon á 82. mínútu leiksins sem tryggöi Aston Villa loks sigurinn. • Leicester City lék frábærlega gegn West Ham á Filbert Street og vann öruggan og sannfærandi sigur á hrakandi liði „Hammers”. Það var fyrirliði Leicester, Kevin MacDonald, sem var maðurinn á bak viö stórsigur liðsins. Hann stjórnaöi leik liðsins á miðjunni og gamla kempan Trevor Brooking átti ekki möguleika gegn honum um yfirráðin á miöjunni. Einnig lék Steve Lynex mjög vel í leiknum sem hægri útherji og hreinlega „grillaöi” bakvörð West Ham í leiknum, Frank Lampard. Þaö var miðvörðurinn sterki, Bob Hazell, sem skoraði fyrsta markið fyrir Leicester undir lok f.h. en þá var mikið jafnræði með liðunum. En strax í byrjun s.h. bætti Leicester öðru marki við úr vítaspyrnu og var þaö Steve Lynex sem skoraði. Við þetta mark hrundi leikur West Ham eins og spila- borg. Enn var dæmd vítaspyrna á West Ham skömmu síðar og aftur var það Lynex sem skoraði af öryggi framhjá Phil Parkes í markinu. Gary Lineker bætti fjórða markinu við fyrir heimamenn á 80. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Steve Lynex. Ray Stewart skoraöi eina mark West Ham á síðustu mínútunum úr enn einni víta- spyrnunni. Slakur leikur á Vicrage Road Það var frekar slakur leikur þegar Watford og Q.P.R. mættust á Vicrage Road, heimavelli Watford. Leikmenn Q.P.R. léku mjög stífan varnarleik í hefur undanfarið vegna hugsanlegrar sölu hans til Italíu greinilega farið aö hafa áhrif á leik hans. En eins og fyrr greindi voru yfirburðir heimamanna algerir í leiknum og heföu þeir með heppni getað bætt enn fleiri mörkum viö. Hjá Arsenal hefur þetta eflaust verið einn allélegasti leikur liðsins um langan tíma. Liðiö hefur á að skipa frá- bærum einstaklingum sem enn ná ekki saman í leik sínum. Leiktímabilið er nú orðið að hreinni martröð fyrir Skotann unga, Charlie Nicholas, en hann skoraði alls 54 mörk fyrir Celtic á síðasta leiktímabili. En núna er eins og hann viti ekki hvar hann á helst aö leika á vellinum. Vilja menn kenna Don Howe, framkvæmdastjóra Arsenal, um hvernig er komið fyrir pilti, hann sé eilíflega aö færa hann til í stöðum og þegar Caton var rekinn út af fór Nicholas í miðvaröarstöðuna í hans staö, sem virðist vera hreint út í hött hjá Don Howe. -SE. leiknum og ætluöu sér greimlega að ná stigi í markalausu jafntefli. En þráttt fyrir þessa leikaöferð gestanna tókst þeim ekki aö ná stiginu sem þeir ætluðu sér, því aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok tókst heimamönnum aö skora sigurmarkið og tryggja sér sigur. Það var Wilf Rostron sem skoraði markið með skalla eftir horn- spyrnu frá Nigel Callaghan. Enn syrtir í álinn hjá Ipswich Enn tapar Ipswich, nú gegn Everton á Goodison Park. Everton skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu. Var þaö miðvörðurinn Derek Mountficld sem skoraöi markið með skalla eftir aukaspyrnu frá besta manni vallarins, Peter Reid. Sigur Everton var aldrei í hættu. Everton lék aðeins á hálfum hraða í leiknum þar sem leikmenn virtust vera að hlífa sér fyrir úrslita- leikinn í mjólkurbikarnum gegn Liver- pool á Wembley nk. sunnudag. Næst því að jafna metin komst Ipswich þegar Alan Sunderland átti skot í stöng ís.h. • Stoke City tókst að lyfta sér úr fallsæti á laugardaginn þegar það sigraði Birmingham (2—1) á Victoria Ground í Stoke. Það var vamarmaðurinn Paui Dyson sem náði foryst- unni fyrir heimamenn i f.h. og bakvörðurinn Steven Bould bætti öðru marki við fljótlega í s.h. Mick Harford, miðvörður Birmingham, var síöan rekinn af leikvelli skömmu síðar fyrir gróft brot á Paul Dyson. En á síðustu mínútu leiksins tókst Howard Gayle að minnka muninn fyrir Birmingham. • Cyril Hegis lék að nýju með W.B.A. eftir að hafa misst af síðustu sjö leikjum liðsins sökum meiðsla. Endurkoma hans virkaði sem vítaminsprauta á aðra leikmenn liðsins. Regis skoraði sigurmarkið, 1—0, í leiknum. • Notts County vann sigur, 2—1, gegn Coventry. Það var noröur-írski landsliðs- maöurinn Martin O’Neill sem náði forystunni fyrir Notts County í upphafi s.h. og Trevor Christie bætti öðru marki við skömmu síðar úr vitaspyrnu. Öll efstu liðin sigruðu í 2. deild Shefffield Wed. vann nauman sigur gegn Cambridge, einnig 2—1. Það voru þeir Gary Bannister og Imre Varadi sem skoruðu mörk miðvikudagsliðsins. Fulham vann glæsilegan stórsigur gegn Manchester City þegar liðin mættust á Craven Cottage í Lundúnum. Fulham gerði út um leikinn í f.h. en þá skoruðu þeir fjögur mörk á aöeins fjórtán mínútum. Gordon Davies var í miklum ham og skoraði þrennu en þeir Rosenoir og Mick MacCarthy (sjálfsmark) sáu um hin mörkin. Ncil McNab skoraði eina mark City rétt fyrir leikslok. • Stevc Bcll náði forystunni fyrir Middles- brough gegn Newcastle á St. James Park í Newcastle en síðan ekki söguna meir því Newcastle svaraði með þremur mörkum. Það var Peter Bcardsley sem jafnaði metin fyrir heimamenn en gömlu Liverpool-kempurnar Terry McDermott og Kevin Kecgan sáu um hinmörkin. -SE. I Liverpool saknaði Souness illilega hann gat ekki leikið með á The Dell þar sem hann var í Edinborg IFrá Stefáni Kristjánssyni — fréttamanni DV1 á Englandi: I— Leikmenn Southampton áttu sigurinn svo sannarlega skilinn. Þeir skoruðu tvö svo Ifalleg mörk að þeir verðskulduðu svo sannar- lega sigurinn, sagði Joe Fagan, fram- Ikvæmdastjóri Liverpool, eftir tapleik Liver- pool, 0—2, á The Dell. IFagan sagði að það hefði verið mjög slæmt fyrir Liverpool að Graeme Souness hefði ekki| Ileikið með. Hann Iór til Edinborgar á Skot- landi sl. fimmíudag en þá dó móðir hans. — Það er greinilegt að önnur félög eru nú byrjuð að læra á leikskipulag Liverpool. Við I getum aldrei bókað sigra fyrirfram nú eins og ■ oft áður. Að sjálfsögðu gerir það knattspyrn-1 una skemmtilegri aö ekkert félag er taliðl sigurvegari fyrirfram. Knattspyrnan verðuri því áhugaverðari og er það ekki það sem við I viljum? sagði Fagan. ■ • Bobby Charlton, fyrrum leikmaður | Manchester United, sagði í sjónvarpsviðtali ■ að leikmenn Southampton hefðu haft me.iri | áhuga og löngun til að sigra heldur en leik-. menn Liverpool og því hefði sígurinn hafnað I hjáþeim. -SK/-SOS" Tvö mörk Wallace sökktu Liverpool — meistararnir steinlágu, 0-2, á The Dell í Southamton „Stefnum að sígri — ífyrsta sinn í 17 ár,” sagði Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester United Aö loknum leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford ræddi Ian Dark, fréttamaður BBC, við Ron Atkinson, framkvæmdastjóra Man- chester United, sem var að sjálfsögðu í sigurvímu og lék á als oddi. — Þú ert að sjálfsögðu ánægður með stöðu Unit- ed í dag? „Eg er þaö og sérstaklega með hversu vel strákarnir léku í leiknum gegn Arsenal, þeir voru mjög yfirveg- aöir í öllum leik sínum og létu spenn- una sem fylgdi því að þeir urðu að sigra í leiknum til aö komast á toppinn engin áhrif hafa á sig. Annars er þaö ekki einungis þessi leikur sem hefur komið okkur í toppsætið heldur höfðum við leikið frábærlega vel í síðustu 7—8 leikjum og erum í miklu formi á rétt- umtíma.” — Nú hefur það haft áhrif að Arsenal lék einum færri í seinni hálf- leik? „Eg held að það hafi í sjálfu sér breytt litlu fyrir Arsenal, við vorum óstöövandi í leiknum og svo getur það ætíð haft þau áhrif hjá liði sem leikur með einum færri en andstæðingarnir að það berjist af enn meiri krafti en fyrr. Því er ég ósáttur við að minna sé gert úr sigri þess vegna.” — Að lokum, Ron, er stefnan nú sett á meistaratitilinn? „Örlög okkar í þeim 10 leikjum sem við eigum eftir að leika eru algerlega í okkar eigin höndum. Við höfum nú náð eins stigs forskoti á Liverpool og ætl- um okkur að halda því og tryggja Manchester United Englandsmeist- aratitilinn í fyrsta skipti í 17 ár. En ég er samt ekki svo heimskur að afskrifa Liverpool, það mun veita okkur gífur- lega keppni allt til loka í mesta einvígi um meistaratitilinn hin síðari ár.” -SE Man.Utd. 32 18 10 4 63—31 64 Liverpool 32 18 9 5 51—24 63 Nott. For. 32 17 5 10 55—35 56 Southampton 30 16 7 7 39—25 55 West Ham 32 16 6 10 51—36 54 QPR 32 15 5 12 47-29 50 Luton 31 13 6 12 44-44 45 Aston Villa 32 12 9 11 47—49 45 Watford 31 13 5 13 58—58 44 Tottcnham 32 12 8 12 48-49 44 Norwich 32 11 10 11 35-35 43 Arsenal 32 12 6 14 50—47 42 Coventry 32 10 10 12 43-45 40 Everton 30 10 10 10 27—33 40 Birmingham 31 11 6 14 32—36 39 Leicester 31 10 8 13 52-53 38 Sunderland 31 9 11 11 31—41 38 WBA 31 10 6 15 34—49 36 Stoke 32 9 8 15 30-51 35 Ipswich 32 9 5 18 38—50 32 Notts C. 31 7 7 17 40-60 28 Wolves 31 5 9 17 24—59 24 Chelsea Sheff. Wed. Carlisle Newcastle Man. City Grimsby Blackburn Charlton Leeds Brighton Portsmouth Huddersfield Cardiff Shrewsbury Fulham Oidham Bamsiey Middlcsbrough C. Palace Derby Swansca Cambridge 33 18 11 4 66—34 65 31 19 8 4 59—28 65 32 16 11 5 39—19 59 31 18 5 8 62-43 59 32 16 8 8 50—37 56 32 15 11 6 49—37 56 31 13 12 6 41-35 51 31 13 8 10 41—44 47 31 13 7 11 42-40 46 32 12 8 12 51-44 44 32 12 5 15 55—46 41 31 10 11 10 38-38 41 31 13 2 16 40-46 41 32 10 9 13 32—43 39 32 9 11 12 46—42 38 32 10 7 15 36—55 37 32 10 6 16 43—45 36 31 9 9 13 32—35 36 31 8 9 14 31—39 33 31 7 7 17 27-56 28 33 5 7 21 29—64 22 32 2 8 22 22-61 14 • íþróttir . fþróttir fþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.