Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 40
40 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984.. Margrét Jónsdóttir, Víöivangi 20 Hafnarfiröi, andaðist í Borgarspít- alanum fimmtudaginn 15. mars. Jóna E. Jóhannesdóttir frá Horni, Hlíöarvegi 32 Isafiröi, andaðist í sjúkrahúsi Isafjaröar 15. mars. Rósamunda Jónsdóttir, fyrrv. ljós- móöir frá Bakka, Dýrafiröi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20. mars kl. 15.00. Hlynur Eggertsson, Miðskógum 14 Alftanesi, veröur jarðsunginn frá Bessastaðakirkju þriöjudaginn 20. mars kl. 13.30. Þorvarður Þorvarðsson, fyrrverandi aðalféhirðir, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni 20. mars kl. 13.30. Guðfinna H. Steindórsdóttir, Maríu- bakka 30, verður jarösungin frá Foss- vogskirkju í dag mánudaginn 19. mars kl. 15.00. Pétur Siguröur Sigurösson vélstjóri, Sæviöarsundi 9, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 11. þ.m. Atli Þorbergsson skipstjóri, lést á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 15. mars. Vémundur Jónsson, Eskihlíö 14, veröur jarðsunginn frá Aöventkirkj- unni, Ingólfsstræti 19, þriðjudaginn 20. mars kl. 13.30. Fundir Kvenfélagið Seltjörn heldur fund í félagsheimilinu á Seltjamarnesi 20. mars kl. 20.30. Gestur: Þuríður Pálsdóttir. Nýstárlegar og léttar veitingar. Fundur um hestamál Hestamannafélagið Gustur stendur fyrir fundi um hestamál í Félagsheimili Kópavogs í kvöld klukkan 20.30. Rætt veröur um nýjar hugmyndir í starfi hestamannafélaga. Framsögumenn verða Pétur Behrens og Kári Arnórsson. Einnig verður fjallað um hrossa- verslun innanlands og þar eru ræðumenn Ragnheiður Sigurgrímsdóttir og Skúli Kristjónsson. Að ioknum þessum erindum verða pallborðsumræður og stjórnar þeim EinarBirnir. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Greniteigi 7 í Keflavík, þingl. eign Hilmars Arasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 22.3.1984 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Ægi Jóhannssyni ÞH-212, þingl. eign Njarðar hf., fer fram við bátinn sjálfan í Sandgerðishöfn aö kröfu Olafs Axelssonar hrl. miövikudaginn 21.3.1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Sigurjóni GK-49, þingl. eign Jóns Eðvaldssonar hf., fer fram við bájinn sjálfan í Sandgerðishöfn að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins miðvikudaginn 21.3.1984 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á fasteigninni Brekkustíg 5, efri hæð í Sandgerði, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Olafs Ragnarssonar hrl. miðvikudaginn 21.3.1984 kl. 15.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Suðurgötu 5 í Sandgerði, þingl. eign Olafs I. Ogmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. miðvikudaginn 21.3.1984 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Holtsgötu 28 í Sandgerði, þingl. eign Richards H. Richardssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins miðvikudaginn 21.3.1984 kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Gullbriugusýslu. Andlát Þóra Runólfsdóttir lést 8. mars sl. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 8. október 1936, dóttir hjónanna Kristínar Skafta- dóttur og Runólfs Jóhannssonar skipa- smiös, Hilmisgötu 7. Þóra giftist áriö 1956 Birgi R. Olafssyni er starfaöi viö bókhald og endurskoðun. Þau bjuggu í Reykjavík en einnig nokkur ár í Vest- mannaeyjum. Síöustu árin sem hann lifði bjuggu þau aö Hátúni 10 í Reykja- vík, en Birgir lést árið 1973. Þau eignuðust einn son. Þóra stundaði verslunarstörf á yngri árum. Utför hennar veröur gerö mánudaginn 19. mars frá nýju Fossvogskapellunni kl. 13.30. Þórunn Vigfúsdóttir lést í Hafnar- búöum 6. mars. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Anna Olafsdóttir frá Reynisvatni, Mávahlíð 3, lést 9. mars í Borgarspít- alanum. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Guðrún L. Sveinsdóttir, Oldugötu 9 Reykjavík, lést í St. Jósepsspítala 16.mars. Þórunn Runólfsdóttir, Kleppsvegi 32, veröur jarðsungin frá nýju Fossvogs- kapellunni mánudaginn 19. mars kl. 13.30. Um helgina Um helgina Þátturinn er ekki við hæf i óf ullra Það sem fyrst ber aö telja af inn- leggi sjónvarpsins til þessarar helgar er skemmtiþátturinn svokallaði sem var á laugardags- kvöld. Ekki var hann nú skemmtilegur og ef þetta er stefna sjónvarpsins í íslenskri þáttagerö þá ættu yfirmenn þeirrar stofnunar að hugsa sig um tvisvar eöa þrisvar áður en lagt er út í næsta „skemmtiþátt” af þessu tagi. Allan tímann stökk mér varla bros af þessum fjanda og mun þó nokkuð auövelt aö fá mig til aö hlæja. Það var ekki fyrr en rétt í lokin aö þessi fúli þáttur náöi sér upp. En það er ekki nóg. Eg veit satt að segja ekki í hverslags skapi höfund- arnir voru þegar þeir sömdu þáttinn en sennilega hafa þeir átt nokkra gjaldfallna reikninga í fórum sínum. Kannski fyrir afnotagjaldinu? Kunningi minn einn var ekki sam- mála mér um lélegheit þessa þáttar. Hann sagðist hafa verið í vinahópi þetta kvöld og allir heföu velst um af hlátri. Eg innti hann þá eftir því hvaö viðkomandi vinahópur hefði veriö búinn aö fá sér mikiö í glas og komst aö því aö það var æöi mikið. Þar höfum viö þaö. Húmor fyrir fulla, myndin er ekki við hæfi ófullra og þeim sem ekki eru komnir lengra en á annaö glas er vinsamlegast bent á aðhorfa ekkiá. Og til höfunda: Gætiö aöví hvaði gerið. A undan þessari íslensku fyndni var bresk fyndni og í líki þáttarins Me and My Girl. Var þar tekin fyrir unglingaástin sem óhjákvæmilega kemur upp öðru hvoru. Þetta eru bæði fyndnir og vel gerðir þættir og þaö besta síðan MAJS.H. þættimir vorusýndir. Sjónvarpsmyndin var einnig bresk og einnig góö enda vart von á öðru' þegar um hinn frábæra Anthony Andrews er aö ræöa og ekki eyði- leggur Jane Saymour neitt heldur. Glugginn á sunnudeginum var ágætur eins og endranær. Þar er eitthvaö fýrir alla, allt frá Islenska dansflokknum sem á ellefu börn og til PaxVobis. Sjónvarp næstu viku er þáttur sem mætti alveg missa sín en hann er lieldur ekkert fyrir. Þaö eina sem ég hlustaöi á í út- varpinu voru kvöldgestir Jónasar. Þar er góöur útvarpsmaður á ferð með góða þætti. Hlustendur þátt- arins fengu aö vita aö Jón Arason geröi mistök í biskupstíð sinni er hann ákvaröaði dánardægur bróöur Ragnheiðar Brynjólfsdóttur rangt svo skeikaöi 10 dögum. Jamm. Eg hlusta aldrei á rás 2. Eg gerði það einu sinni en geri þaö ei meir. Það er merkilegt hvaö þessari stöð hefur tekist aö staöna á skömmum tíma. Það á að vera hægt aö gera vel meö svona sterkan miðil og slíkt veröur aö gerast, annars fer frjáls út- varpsrekstur og honum skylt til fjandans og sést ei meir. Sigurbjörn Aöalsteinsson. Tilkynningar Árleg skemmtisamkoma Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja veröur haldin aö Hótel Sögu á morgun, þriöju- dag, kl. 15. Fjölbreytt skemmtiskrá og veitingar. Húnvetningafélagið í Reykjavik heldur sitt árlega Húnvetningamót í Domus Medica laugardaginn 24. mars nk. kl. 19.30. Heiöursgestir mótsins veröa sýslumanns- hjónin á Blönduósi. Félagið er nú að vinna að innréttingu nýs félagsheimilis í Skeifunni 17.Hafa margir félagsmenn sýnt þessari framkvæmd félags- ins mikinn áhuga og hugsa gott til þess að flytja félagsstarfiö í nýtt og hentugra hús- næði. Ályktun frá Lögreglufélagi Reykjavikur. A aöálfundi Lögreglufélags Reykjavíkur 29. febrúar sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: Aöalfundur Lögreglufélags Reykjávíkur lýsir yfir ánægju með þaö fyrirkomulag sem veriö hefur á starfsemi neyöarbifreiöar Slökkviliðs Reykjavíkur, þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur hafa veriö með í förum. Þaö er álit fundarins að meö þessu fyrir-, komulagi hafi verið stigið stórt skref fram á viö til öryggis fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrennis og öll störf lögreglumanna á slysa- vettvangi létt til mikilla muna. Ríkið opnað á Selfossi á morgun Afengisverslunin á Selfossi veröur héldu aö verið væri aö setja stórisa opnuð á morgun, þriöjudag. Er fyrir glugga en þegar betur var aö gáð reiknaö meö fjölmenni við þá athöfn. reyndistskrautiöveragluggarimlar. Unniö hefur veriö viö hina nýju verslun -Regina Selfossi. fram á kvöld. Konur í kaupstaönum Banaslys á Reykjanesbraut Þrítugur Hafnfiröingur lést eftir um- feröarslys sem varð á Reykjanesbraut á móts viö Sólvang í Hafnarfiröi um klukkan f jögur aöfaranótt laugardags. Hann hét Jónatan Brynjólfsson til heimilis aö Fögrukinn 14 Hafnarfirði. Hann var fæddur 11. mars 1954. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Atvik voru þau að Jónatan ók bíl sínum, Volvo 343, suður eftir Reykja- nesbraut. A móts við Sólvang í Hafnar- firði ætlaði hann að taka fram úr Peugeot-bíl sem ekið var í sömu átt. Við framúraksturinn lenti Volvoinn á vinstra afturhomi Peugeot-bílsins sem varö tU þess að Jónatan missti vald á honum. Fór bíUinn út á vinstri kantinn og síöan aftur yfir á þann hægri og út í malarkamb. Þar lenti bUlinn á ljósastaur. Jónatan náöi aldrei meövitund og lést á sjúkrahúsi um klukkan hálfátta á laugardagsmorgun. Lögreglan í Hafnarfiröi biöur þá sem kunna aö hafa orðið sjónvarvottar að slysinu aö hafa samband viö sig. -JGH FERMINGARGJÖFIN í ÁR Rúm m/útvarpi, klukku, segulbandi, bókahillu, rúmfataskúffu og dýnu. EFNI: BEYKI Verð kr. 19.300,- AKLÆÐI: RUSKINNSLÍKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.