Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Side 44
44 DV. MÁNUDAGUR19. MARS1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Jane Fonda á þeim tima sem hún barðist hart gegn þátttöku Bandarikjanna i Vietnamstriðinu og var i hlutverki róttækrar, reiðrar ungrar konu. Það er af sem áður var Jane Fonda i hlutverki „likamsræktarráðunautsins" sem er orðinn „milljón dala hisness ". Leikkonan og „andófskonan” Jane Fonda, 46 ára, hefur fengið orö í eyra aö undanförnu. Asaka hana margir um hræsni eftir aö hún tók aö gera líkamsrækt aö rokna viðskiptum og er nú aö hefja sölu á æfingagöllum í stórverslunum vítt og breitt um Bandaríkin. Hvaö er oröið af þeirri herskáu Jane sem æpti á Banda- ríkjastjóm á dögum Víetnam- stríösins? spyrja menn. Hvað er orðið af hinni reiðu ungu konu sem þóttist róttækust allra? segir fólk. Pegar Jane ákvaö aö hefja fram- leiðslu á æfingagöllum í massavís og dreifa þeim til fyrirtækja vítt og breitt fannst almenningi keyra um þverbak. Símhringingar dundu á henni og fólk stóö í hópum meö mótmælaspjöld fyrir utan þær stór- verslanir þar sem Jane var aö kynna vörusína. Þegar Jane kom til Boston og hélt kynningu á vörunni í einni stór- versluninni stóðu hópur fyrrverandi hermanna úr Víetnamstríðinu meö mótmælaspjöld sem á stóö meöal annars: „Jane svikari Fonda. Viö þolum þig ekki!” Jane ku hafa snúiö sér aö hópnum sem síöan líkti framkomu hennar viö framkomu Nixons foröum og sagði: „Ykkar framkoma er ekki táknræn fyrir vilja almennings í landinu.” En það sama sagöi Nixon við Jane Fonda og fleiri sem mótmæltu Víetnam- stríöinu á sínum tíma. Já, sagan endurtekursig. „Ertu ófrisk Díönu. Haraldur krónprins tekur á móti Díana í fítun „Ert þú ófrísk? Þaö er ekki að sjá — ekki enn þá,” sagði Haraldur krón- prins brosandi þegar hann tók á móti Díönu prinsessu þegar hún heimsótti Noreg fvrir skömmu. Díana brosti á móti og tjáði norska krónprinsinum aö hún vænti sín í september. Kvensjúkdómalæknir Díönu hefur fyrirskipaö aö hún fari í fitun en prins- essan, sem er 1,78 metrar á hæö, vegur 60 kíló. Læknir hennar heldur því fram að meðgangan veröi auöveldari ef hún fitni um 7 kíló. Þannig aö mat- seöill Díönu nú samanstendur af fugla- kjöti, hrísgrjónum, fiski, með fitandi rjómasóSum og eins miklu súkkulaöi og hún getur í sig látiö hvem dag. Díana prinsessa er ekki mikið fyrir leikfimi og sleppti sliku alveg þegar hún gekk meö frumburð sinn. Læknir hennar hefur hins vegar ráölagt henni aö fara í göngutúra reglulega meðan á meögöngunni stendur. Meðfylgjandi myndir eru teknar viö heimsókn Díönu til Osló. Sést hún í Þessar myndir voru teknar af Diönu þegar hún gekk með Vilhjálm. fylgd með Haraldi krónprinsi og Sonju eiginkonu hans. Litlu myndirnar eru af Diönu þegar hún gekk með Vilhjálm prins. Ásamt Hara/di og Sonju. Leikurhún Leigh? Fyrirhugað er að gera kvikmynd um ævi leikkonunnar Vivian Leigh sem heimsfræg varö fyrir leik sinn í „A hverfanda hveli”. Vivian Leigh dó áriö 1967. Leikkonan Jane Seymour er talin líkleg í hlutverk Vivian Leigh en Seymour segist ekki taka hlutverkiö aö sér nema allir séu sáttir viö hana í því, þar á meðal Sir Lawrence Olivier sem kvæntur var Leigh. Jane Seymour.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.