Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1984, Blaðsíða 48
VISA ÍSLAND VISA Eitt kort alstaðar. Austurstræti 7 Sími 29700 KAFFIVAGNINN GRANDAGARÐ110 m HÚFUIM Bakarí vorurnar ! TEGUNDIR AF KÚKUMl ÚG SMURÐU BRAUÐI OPNUM ELDSNtMMA - LOKÚM SEINT 97(199 AUGLÝSINGAR SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR _______ÞVERHOLTI11___ OCC11 RITSTJÓRN OUU I I SIOUMULA 12-14 AKUREYRI SKIPAGÖTU 13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 „Hápóli- — embættismenn hafa myndað hugmynda- banka um fjárlagagatið Embættismenn hafa nú safnaö saman hugmyndum og myndaö hug- myndabanka með hugsanlegum úr- lausnum til þess aö færa til fé á fjárlög- um vegna kjarasamninganna annars vegar og til þess aö loka fjárlagagatinu liins vegar. Stjómarliðar eiga eftir að koma sér saman um hvaöa úrlausnir veröa notaöar. „Þetta er hápólitískt gat og eöli máls- ins samkvæmt f&iptar skoöanir um hvemig eigi aö loka því. Eg vona þó aö hægt veröi aö leggja fyrir rikisstjórnina í þessari viku tihögur sem stjómar- flokkamir geti staöiö saman um," sagöi Albert Guömundsson fjármálaráöherra íinorgun. HERB Banaslys á Reyðarfirði Banaslys varö á Reyðarfiröi snemma í gærmorgun er fólksbifi-eiö fór fram af aðalbryggjunni í Reyðarfjaröarhöfn. Sá sem lést í slysinu hét Guöbergur Már Reynisson. Ekkert vitni varð aö slysinu en talið er aö ekki hafi veriö liöin nema um ein klukkustund frá siysinu er menn komu þarna aö og sáu gat á ísaöri höfninni og hjólkopp þar hjá. Dýpi er taisvert mikið í höfiiinni og tók kafara nokkra stund aö f inna bílinn meö hinum iátna í. -GAJ. LUKKUDA GAR 18. mars 17794 FLUGVÉLAMÓDEL FRÁ I.H. AD VERÐMÆTI KR. 650. 19. MARS: 24917 lOKI Fær Lárus bankastjóra- stöðuna í Hugmynda- bankanum? Fjórðungssamband Norðlendinga: Svört skýrsla iffiv atvinnumál Frá Jóni Baldvin Halldórssyni, frétta- manni DV á Akureyri: Fjóröungssamband Norðlendinga hefur sent frá sér svarta skýrslu um at- vinnumál á Noröurlandi. Þar kemur fram veruleg fylgni milli samdráttar í atvinnulífi á Noröurlandi umfram landsmeöaltal og búferlaflutninga til suðvesturhoms landsins. Ariö 1983 vant- aöi 381 íbúa á Noröurlandi öllu til aö ná landsmeöaltaisfjölgun. Fjölgun ársverka á Noröurlandi reyndist einnig undir landsmeðaltali og tekjur einstaklinga og sveitarfélaga lægri en víðast hvar annars staðar. I skýrslunni er sagt aö aflabrögð hafi veriö léleg og fiskveiöikvóti sé fjórðungnum miöur heppilegur. Ariö 1982 voru meðailaun á ársverk 15,1% undir landsmeöaltali á Norðurlandi vestra og 4,7% á Norðurlandi eystra. I heild var frávikiö 71,6 milljónir króna í vesturhlutanum en 74,7 í þeim eystri eða 146,3 milljónir undir landsmeöaltali. Utsvarstekjur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra voru 18,5% undir landsmeðaltali áriö 1983 og 10,1% á Noröurlandi eystra. Þaö svarar til 18 milljóna á Noröurlandi vestra og 26 milljóna á Norðurlandi eystra. Afiakvótinn er talinn óhagstæöur fyrir Noröurland vegna sjávarkuldans þar síðustu árin. Bráðabirgöatölur Fiskifé- lags Islands segja afla báta og togara á Noröurlandi 28,1% minni í janúar 1984 en í janúar 1983. A aöeins einu ööru svæöi iandsins var aflaminnkun þetta tímabil, 6,3% á Vesturlandi. I skýrslunni er talaö um slæmar horfur í atvinnumálum og þess getiö að- þegar atvinnuleysi á Islandi var 1,1% áriö 1983 hafi það veriö mest á Norður- landi vestra eða 2,3% og 1,8% á Norður- landi eystra. Þess er sérstaklega getið aö ládeyöa hafi verið í byggingariðn- aöi. A Akureyri var aö jafnaði byrjaö á rösklega 190 íbúöum á ári tímabilið 1975—80. Arið 1983 var aðeins byrjaö á 22 íbúöum. Sagt er aö 30—40 múrarar og tré- smiöir séu famir frá Akureyri til starfa í Reykjavik. „I heild veröur aö segja aö ástand atvinnumála á Norðurlandi er dökkt um þessar mundir,” segir í niöur- stööum atvinnuskýrslu Fjóröungssam- bands Norölendinga. -GAJ. ,, Vorboðinn Ijúfí", eins og rauðmaginn er af mörgum kallaður, er nú víða til sölu i fíeykjavik. Hann er yfir- leitt seldur á um 30 krónur stykkið. Og svo sannarlega minnir hann okkur á vorið, þvi i dag er ná- kvæmlega mánuður til sumars. Það veit enda hann Ingi Bjarnason, sjómaður á Sigurvon fíE, sem mundar hér nokkra rauðmaga, greinilega ánægður með fenginn. -JGH/DV-mynd S. Mokafíi suðuraf Eyjum — stórir trollbátar og togarar fá þar mikiðaf ýsu Stærri trollbátar voru aö fá mjög góöan afla suður af Vestmannaeyjum á föstudag og laugardag og komu margir þeirra til Ey ja til löndunar í gær. Smáey var með 80 tonn, Frár með 62 tonn og Andvari meö 56 tonn, svo þeir aflahæstu séu nefndir, en margir aðrir voru einnig með mjög gott. Aflinn var aðallega ýsa, þá ufsi og litils háttar af þorski. Aflinn fékkst á svo rniklu dýpi aö smærri trollbátar höföu ekki afl til þess aö toga þar og var afli þeirra mun minni. Vonskuveður var á miöunum í nótt en í morgun var þaö aö ganga niöur og bátamir aö tínast úr höfn. Meira en helmingur togaraflotans hefur einnig veriö þama suöur af síðustu daga í góðu fiskiríi en ekki liggja nákvæmar fréttir fyrir af þvi þar sem þeir em flestir enn úti. -GS. Loðnuveiðin: Endist vertíöin framaöhelgi? Talsverð loðna fékkst suður af Malar- rif i á föstudag og laugardag og töldu sjó- menn aö hún gæti átt alltaövikueftirtil hrygningar. Þaö þýöir aö vertíðin gæti haldist framundir næstu helgi en skv. reynslu undanfarinna ára hefur botninn yfirleitt dottiö úr vertíðiimi þann 20. eöa ámorgun. Nú er bræla á miðunum og spáin ekki góð. Alls eru um 520 þúsund tonn komin á land af þeim 640 þús. tonnum sem viö megum veiöa á þessari vertíð. •GS. Símamenn móti samningi BSRB Félag íslenskra simamanna hefur lýst sig andvígt nýgeröum kjara- samningi BSRB og skoraö á alla félags- menn sina aö greiða atkvæöi gegn sam- þykkt hans. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins á föstudagskvöld meö 42 atkvæöum gegn 17. Allsherjaratkvæðagreiðslu BSRB um samningana lýkur annaö kvöld og er sfefiit aö því aö ljúka talningu at- kvæöa fýrir fimmtudagsmorgun. -OEF. Jón L. á mót með Karpov heimsmeistara: „Gullið tækifæri” — segir Jón L. Árnason, sem fékk boð um að tefla á móti með mörgum sterkustu skákmönnum heimsins „Þetta er náttúrlega gulliö tæki- færi og væntanlega get ég lært heil- mikið af þessum köppum,” sagöi Jón L. Amason skákmaöur í samtali viö DV í gær. Þá haföi hann fengiö sím- hringingu frá Noregi rétt áöur þar sem honum var boðið aö tefla á gríöarlega sterku skákmóti. Mótið sem verður haldiö í Osló 12.-22. apríl er af 13. styrkleikaflokki og því geysilega sterkt. Til samanburöar má geta þess aö alþjóðlegu skák- mótin sem hér hafa veriö haldin aö undanfömu eru í 8. styrkleikaflokki. Meöal keppenda er sjálfur hefins- meistarinn Anatolí Karpov. „Þetta er sterkasta mót sem ég hef tekið þátt í,” sagöi Jón sem ekki var lengi að hugsa sig um hvort hann ætti aö taka boðinu. „Að sjálfsögöu svaraði ég strax játandi.” Aörir keppendur eru stórmeistaramir Hiibner, V- Þýskalandi, Hort, Tékkóslóvakíu, Miles, Englandi, Adorjan, Ungverj- landi, Makarichev, Sovétríkjunum svo og alþjóðameistaroinn Wedeberg fráSvíþjóðog norska „undrabamiö” Agdestein. Ekki er ákveðið hver tíundi keppandinn veröur. Að sögn Jóns þarf 5,5 vinninga til aö hljóta stórmeistaratitil í móti af þessari styrkleikagráöu. -GAJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.