Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR 7. APRÍL1984. x DRÁTTARBEISLI Eigum dráttarbeisli fyrir margar gerðir bifreiða, t.d.: Islensk framleiðsla. Vönduð vara. Subaru Volvo Saab99 Suzuki Fox Galant Dráttarkúlur 50 mm. Verð kr. 370,-. árg. '81 —'83 árg. '81 — '83 árg. 78-'83 árg. '80—'83 árg. 79—'83 Verð frá kr. 3.400. G.S. varahlutir Hamarshöf ða 1. Sími 36510. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu og eykur öryggi ykkar í umferðinni. Athugiö aö láta endurryðverja bifreiöina á 18 mánaöa fresti. 6 ARA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ BILARYÐVORNhf Skeifunni 17 a 81390 Framkvæmum MÓTOR * HJÓLA ¥ LJÓSA Ef þú lætur stilla bílinn reglulega (á 10.0C0 km. fresti) eyöir hann minna en ella BÍLASKOÐUN &STILUNG SI3 ÍOO HÁTÚN 2a Renault 25 sem kynntur var fyrir aðeins fáum vikum og margir kölluðu stjörnu bílasýniugariunar í Genf. Renault25: NÝJA FLAGGSKIPK) FRÁ RENAULT Kristinn Guðnason hf. verður með bíla bæði frá BMW og Renault á Auto 84, að sögn Eyvindar Albertssonar sölustjóra. Frá BMW veröa þrír bílar: 320i, fjögurra dyra, 520i, sjálfskiptur, og 728i, sjálfskiptur. Frá Renault verða Renault 9, Renault 11, Renault Trafic, sem er frambyggöur sendibíll, og loks nýjasti Renaultbíllinn sem kynntur var fyrir nokkrum vikum, flaggskip Renaultlín- unnar, Renault 25, Nýr toppbíll frá Renault A bílasýningunni í Genf í fyrra mánuöi vakti þessi nýi Renault mikla athygli og í sumum blaðaumsögnum var bíllinn kallaöur stjarna sýningar- innar. Margir töldu að bílnum væri ætlað að keppa við bíla eins og Volvo 760 og Saab 900 og er það ekki f jarri lagi þvi bílbnn er með sama sex strokka mótorinn og Volvoinn en er framhjóla- drifinn eins og Saabinn. Boðið er upp á Renault 25 í nokkrum gerðum og þá með ýmsum auka- búnaði. Fimm gerðir af mótorum er um að velja: tveggja lítra bensínvél í GTS-gerðinni, 2,2 b'tra bensínvél í TX- gerðinni og V-6 bensínmótor með beinni innspýtingu í gerð sem einfald- lega heitir V6. Þessu til viöbótar er svo tveggja litra dísilvél, bæði meö og án turbo. Völ er á tveimur gerðum gír- kassa, fimm gíra beinskiptum og þriggja þrepa sjálfskiptingu. Allar gerðimar eru með framhjóladrifi og sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum. Að framan er þverstæð snúningsfjöðrun en að aftan MacPehersonfjöörun og þar er stillanleg fjöðrun. Líkt og aðrir Renaultbílar er 25 með stórar skutdyr sem gerir hann nánast aðstationbíl. Meðal þess búnaðar, sem boöið er upp á í 25 bílnum, má nefna að hægt er að stilla ökuljós innan úr bíbium. Þá er sambyggð klukka ásamt hitamæli, stillanleg loftræsting og hitun fyrir aft- ursætisfarþega, digitalbensínmælir með aðvörunarljósi, samhæfö læsing á öllum hurðum samtímis ásamt fjar- stýringu á inniljósum og huröa- læsingum frá ökumannssæti, aksturs- tölva, vökvastýri ásamt stillanlegri hæð á stýrishjóli, rafknúin sóllúga og rafstýrð stilling á framsætum svo eitthvað sé nefnt af því sem boðiö er upp á í þessu nýja flaggskipi Renault, annaðhvort sem standardbúnaöur eöa fáanlegt sem aukabúnaður. Það verður stutt á milli nýjunga frá Renault því almennt er búist við að ný gerð Renault 5 líti síðan dagsins ljós á bílasýningunni í París í haust. Renault 25: Hámarkshraði 200 km. Eyðsla 6,8 Lengd: 4650 mm. btrar á hundrað km. Vél: GTS — 2 Breidd: 1770 mm. lítra bensín. Hæð: 1400 mm. Gírkassi: 5 gíra beinsk. eða 3 gíra Bil milli öxla: 2720 mm. sjálfskipting. (Nánari upplýsingar Þyngd: 1120til 1280 kg. lágu ekki fyrir áður en bílablaöið fór íprentun). Kristinn Guðnason hf. — BMW728Í, sjálfsk. 998.000 BMW og Renault — nokkur BMW 635 csi 1.520.000 verðdæmi: Renault 9 GTL 316.000 Renault 11GTL, 5 dyra 331.000 BMW316 454.000 Renaultl8GTL 394.000 BMW320Í 566.000 Renault Trafic, dísil 436.000 BMW 520i, sjálfsk. 659.000 Verð án ryðvamar, miðað við 1.3. BMW 524 turbo dísil 718.000 ’84. Krafturhf.: Vörubflar f rá Man og stærsti slökkvibfll landsins ; s m Jmm MAN-vörubílar bafa fengið góðar viðtökur á markaöi hér, ekki síst framdrifs- biiamir. Þótt Auto 84 snúist aðallega um fólksbila þá verða þar nokkrir vöru- bílar til sýnis. Hjá flestum bifreiða- innflytjendum fylgja vörubílarnir með í almennri bifreiðasölu en þó eru til þau fyrirtæki sem einungis sinna inn- flutningi á vörubílum. Eitt þeirra er Kraftur hf. sem er meö umboð fyrir MAN-vörubíla. Að sögn Erlings Helgasonar fram- kvæmdastjóra veröur fyrirtækið aðeins með einn bíl á sýningarsvæði Auto 84 en hins vegar verður opið í Vagnhöfðanum og verða þar sýndir 3 til 4 bílar. Meðal annars verður reynt að sýna stærsta slökkvibíl sem til landsins hefur verið fluttur, þriggja öxla bíl sem fara á til Akureyrar. Annar minni MAN-slökkvibíll er þegar kominn í notkun í Reyk javík. Man-vörubílamir hafa náð góðri fót- festu hér á landi, ekki síst vegna þess að hægt hefur verið aö fá bílana með framdrifi sem ekki hefur veitt af í þeirri veðráttu sem rikt hefur und- anfama vetur. Man býður upp á breiða línu í bílum og eins vélarstæðum þar sem turbo og millikæling (intercooler) sjá um að auka kraftinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.