Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1984, Blaðsíða 26
26
DV. LAUGARDAGUR 7. APRIL1984.
Prairie og Bluebird
meðal nýrra bfla f rá Nissan
Ingvar Helgason hf. veröur vænt-
anlega með alls 18 bíla á Auto 84, aö
sögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar sölu-
stjóra.
Frá Nissan veröur á sýningunni
Nissan Micra, Cherry, Sunny, Stanza,
5 dyra, Laurel bensín, sjálfskiptur og
meö overdrive, Nissan 280C dísil meö
overdrive og sjálfskiptingu. Enn-
fremur verður alveg ný gerö af Nissan
Bluebird sem sýnd var í fyrsta sinn nú
um daginn á Genfarsýningunni. Þá
verður Nissan Prairie sýndur í fyrsta
sinn hér en sá bíll á án efa eftir aö
vekja mikla athygli.
I húsi AG veröa sýndir þrír sendi-
bílar: Vanette, sem er ný gerð
sendibíls, Urvan og Cabstar.
Nissan Prairie
Lengd: 4090 mm.
Breidd: 1655 mm.
Hæö: 1600 mm.
Bil milli öxia: 2510 mm.
Minnsta hæö frá jörðu 195 mm.
Þyngd: 970 kg.
Vél: 4 strokka, yfirliggjandi knastás, 1488 rúmsm, 84 hestöfl við 5600 sn. á
min.Þjöppun9,0':l.
Girkassi: 4 gíra. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. Snúningsradíus 4,9
metrar. Hemlar: diskar framan / skálar aftan. Hjól: 155SR13. Hámarks-
hraði 150 km.
Ingvar Helgason hf. — nokkuð verðdæmi:
Subarust. 1800 GL, 4WD 399.000
Subaru Hatchback 1800 GLF, 4WD m. vökvastýri V 398.000
Nissan Micra 1000 GL, 5 gíra 268.000
Nissan Cherry 1500 GL, 5 gíra, 3 dyra 295.000
Nissan Sunny 1500 GL station, 5 gira, 5 dyra 331.000
Nissan Patrol, 7 manna dísil 730.000
Nissan Laurel disil 550.000
Trabant fólksbíll 101.000
Wartburg fólksbill 140.000
Wartburg pickup 115.000
Nissan Prairie ca 380.000—385,000
Verð án ryðvarnar og skráningar.
Nissan Prairie — vakti strax mikla
athygli fyrir sérstætt útlit og notagildi
þegar hann var fyrst kynntur.
Nissan Patrol-jeppinn verður einnig
meðá sýningunni.
Frá Subaru verða fjórhjóladrifs-
bíllinn 1800 GLF og Hatchback 1800
ásamt nýja E 10 sem er ferðabíll með
þremur sætaröðum og gluggum en
þann bíl er einnig hægt að fá sem lok-
aðan sendibíl.
Af gamla, góða Trabant verður
Trabant Rally sýndur og tvær gerðir af
Wartburg, bæði fólksbíll og pallbili
(pickup), Með pallbílnum verður sýnt
plasthús sem hægt er að setja á bílinn
'Og auka þar með notagildi hans
verulega.
Sannkallaður fjölskyldubíll
Sá bíll sem mesta athygli vekur frá
Nissan á Auto 84 verður án efa hinn nýi
Nissan Prairie. Allir vildu Lilju kveðið
hafa stendur á vísum stað og sú er
raunin hjá mörgum bílafram-
leiðendunum í dag. Þeir keppast nú við
að koma með smábíla sem sameina
kosti smábílsins en fullnægja samt
kröfum stórfjölskyldunnar. Þegar
Nissan Prairie kom fyrst fram sögöu
margir að með þessu hefðu þeir hjá
Nissan hitt naglann á höfuðið.
I umsögnum erlendra bilablaða um
Prairie fær hann einkum lof fyrir
mikið pláss og hve gott inn- og útstigið
sé. Hurðirnar eru sérstakur kapítuli út
af fyrir sig. Bíllinn er fimm dyra og
fyrir aftari hliðardyrunum eru
rennihurðir þannig að þegar þær eru
opnaðar og framdymar jafnframt þá
myndast ein stærsta dyragátt sem
finnst á bíl af þessari stærðargráðu því
dyrapóstur er enginn á milli fram- og
afturdyra. Afturdymar opnast einnig
mikið og enginn þröskuldur er við
afturgólf því afturstuðarinn fer upp
með hurðinni.
Sæti eru fyrir 6 manns (möguleiki á
8). Innanrými er gott og er bíllinn sér-
lega hár til lofts miðaö við stærð.
iSnúningalipur er hann því snúnings-
radíus er aöeins 4,9 metrar.
Á Auto 84 verður sýnd 50 ára
afmælisútgáfa af Prairie með 1800 vél
en annars er boðið upp á 1500 vél í
standardbílnum.
Eftir Parísarsýninguna 1982 (Paris
Salon de l’Auto) hlaut Prairie verðlaun
L’AutomobiIe Magazine fyrir hönnun
og útlit. Þessi verðlaun em veitt í lok
hverrar Parísarsýningar til handa
þeim sem skara fram úr á sýningunni.
Nýja Civic línan:
Með sportbílinn CRX í fararbroddi
Frá Hondaumboðinu verða fimm
bílar á Auto 84, að sögn Gunnars
Bemhard. Þar ber mest á hinum nýju
Civicbílum sem kynntir vom í fyrsta
sinn á bílasýningunni í Frankfurt á
síðasta hausti.
Bílamir, sem sýndir verða, eru
Honda Accord, fjögurra dyra fólksbíll,
Honda Civic, tveggja dyra „hatch-
back”, Civic, fjögurra dyra fólksbíll,
Civic Shuttle, sem er nýr „mini”-
stationbíll, svipaður mörgum öðmm
sem fram hafa komið undanfarið, og
sumir hverjir verða sýndir nú í fyrsta
sinn á Auto 84 hér á landi. Og síðast en
ekki síst má frægan telja Honda Civic
Coupe CRX, sportbílinn frá Honda sem
slegið hefur í gegn um allan heim.
Honda Civic CRX — sportbíllinn sem
hvarvetna hefur slegið í gegn og var
valinn besti innflutti bíllinn í Banda-
ríkjunum 1984 af einu bílablaðinu.
Skutbílnum, Civic Hatchback, er
erlendis spáð mestri velgengni í sölu af
þessum nýju bílum frá Honda. Pláss-
nýtingin í þessum nýju Hondum er
með eindæmum góð og jafnast plássið
á við mun stærri bíla. Shuttle-bíllinn
vekur athygli fyrir sérstætt útlitið,
aftasti hliðarglugginn er síðari en
hinir, svipað og á fjórhjóladrifna
Tercelnum frá Toyota, en í ööm svipar
bilnum til Nissan Prairie og Space
Wagon frá Mitsubishi.
Sprækur „alvöru"sportbfll
Með CRX-bílnum hefur Honda tekist
að skapa virkilegan „sportbíl” sem
gefur sér stærri keppinautum ekkert
eftir. Mótorinn sér um að afliö er
Leikur
með
bíl-
númer
ÉÉÉ
Ef konan þín er kölluð DOLLY eða þú hefur hagað þér eins og BANDIT er ekkert sem
hindrar þig í að setja það utan á bílinn þinn. Þetta er hægt ef þú, vel að merkja, býrð í ein-
hverju þeirra ríkja Bandaríkjanna sem gegn vægu gjaldi leyfa þér að setja þinn eigin
texta í stað númers.
nægilegt, hundrað hestöfl fyrir bíl, sem
er ekki nema 825 kíló, er vel yfirdrifiö.
Til að ekkert af aflinu fari forgöröum
em þrír ventlar á hverjum strokki,
tveir innsogsventlar til að tryggja
nægt aðstreymi fæðilofts inn í
strokkinn. Viðbragðið er líka í lagi því
bíllinn er aöeins 8,7 sekúndur frá 0 upp
í hundrað kílómetra hraöa og há-
markshraðinn er 190 km. Það er bein
innspýting í CRX-bílnum sem stýrt er
af elektrónik.
Eins og aðrir alvöru-sportbílar er
CRX ekki nema tveggja manna bíll
þótt smábekkur sé sem aftursæti.
„Einnar mílu sæti” kalla Japanir
bekkinn og segir það sína sögu um
hvaða augum þeir líta á málið.
Vissulega geta börn setið þar en
annars er þama gott pláss fyrir smá-
farangur og gott pláss samtals í
skottinu sé aftursætisbakið lagt fram.
Allt frá því er nýju Honda Civic-bíl-
amir voru kynntir í Frankfurt í haust
hafa þeir átt mikilli velgengni aö fagna
og er skemmst að minnast velgengni
þeirra á Bandaríkjamarkaði þar sem
þeir lentu í þrem efstu sætunum yfir
bestu innfluttu bílana 1984 og CRX-
bíllinn var þar efstur á blaði.
Honda Civic CRX:
Lengd: 3675 mm.
Breidd: 1625 mm.
Hæð: 1290 mm.
Bil milli öxla: 2200 mm.
Minnsta hæð frá jöröu 165 mm.
Þyngd: 825 kg.
Vél: 4 strokka, 12 ventla með yfirliggjandi knastás, þverstæð, 1488 rúm-
sentímetrar, 100 hestöfl (74 kW) við 5750 sn. á mín. Bein innspýting, pró-
grammstýrð.
Þjöppun: 8,7:1.
Gírkassi: fimm gíra, framhjóladrifinn.
Bremsur: diskar framan/skálar aftan.
Hondaumboðið — nokkur verðdæmi: Honda Civic Hatchback, 3ja dyra 311.000
Honda Civic Sedan, 4 dyra 362.000
Honda Civic Shuttle 387.000
Honda Accord, 3 dyra frá 417.000
Honda Accord, 4 dyra frá 440.000
Honda Prelude 460.000
Honda Civic CRX 448.000