Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 5
5 DV. LAtJGARÚAGU'R 28. ÁPttlL 1984' Bautinn <L?'Ö<L? Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Steikur og salöt nyrðra Bautinn er fyrirtaks steikhús í hjarta Akureyrar, mun betra en grillið í Súlnabergi handan Hafnar- strætis, þótt verðlagið sé nokkurn veginn hið sama. Bezt er þó þjónust- an, elskuleg og brosmild, betri en á mörgum stöðum, þar sem lærðir f agmenn eru að verki. Bautinn tekur rúmlega 40 manns i sæti á tveimur pöllum. Staðurinn er hinn sn> rtilegasti. Flísar eru á gólfum og veggir eru klæddir sand- blásnum og dökkum viði, svo og ljós- myndum. Skrautvirki er milli glerja í gluggum. Ullaráklæði er í bekkjum og t réborðin eru ekki með plasthúð. Olíusósu vantaði A miðju gólfi trónar salatborð, sem heimafólk virðist lítt nota sér. Þar voru margar tegundir af hráu grænmeti og stundum hráir sveppir. Þar var líka kotasæla og nokkrar amerískar sósur, en þvi miður engin einföld oliusósa aö evrópskum hætti. Þar voru líka þrjár tegundir af brauði, þar á meðal mjög gott trefja- brauð með kúmeni og mjúkt rúg- brauð. Þetta er frambærilegt salatborð, þótt það standist ekki samjöfnuð við salatborðiö í Pottinum og pönnunni í Reykjavík. Til dæmis voru tómatamir grautlinir og röspuðu gulrætumar famar að dökkna. Aðgangur að salatboröi er innifalinn í verði aðalrétta, en kostar út af fyrir sig 145 krónur með súpu og kaffi. Annað meðlæti á staðnum er staðlað, ágætar franskar kartöflur og dósalegar baunir og gulrætur. Svarta pannan að hætti Bautans reyndist vera djúpsteikt ýsa, mikið steikt, þurr og bragðlaus, með góðum rækjum og osthjúp ofan á. Hollandaise sósan, sem fylgdi, var lítils virði. Þetta var eins og við mátti búast í steikhúsi. Kjúklingasmásteik með súrsætri sósu og hrísgrjónum var sæmileg, en kjúklingurinn var þó farinn að þorna. Sætsúra sósan fannst ekki, hefur kannski gleymst. Karríhrís- grjónin voru kekkjuð, bragðdauf og ekkigóð. Lambalundir i osthjúp voru rauðar og góðar, einstaklega vel heppnaöar. Hið sama var að segja um mínútusteik og enska buffsteik, þótt eldhúsið hafi tilhneigingu til aö steikja heldur lengur en gestir biðja um. Is með sykruðum mandarínum var góður eftirréttur. Ekki var kaffið síðurgott. Eplasúpa í fórrótt Skemmtilegasti réttur prófunar- innar var súpa dagsins, rjómalöguð súpamiss Betsy,hressandiog sterk súpa með eplaskífum. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég hef fengið siika forréttarsúpu hér á landi, og ber vott um, aö menn séu ekki staönaöir í eld- húsinu. A fastaseöli Smiðjunnar er súpa, fimm fiskréttir, átta kjötréttir, þrír eftirréttir, hamborgarar og pizzur. Miðjuverðið var þetta: Súpa 45 krónur, fiskréttir 185 krónur, kjöt- réttir 290 krónur, eftirréttir 50 krónur. Með kaffi og hálfri flösku af víni á mann ætti þriggja rétta veizla af fastaseðli að kosta 472 krónur að meðaltali. Seðill dagsins felur í sér súpu, þrjá aðalrétti og eftirrétt. Þriggja rétta veizla af þeim seöli ætti að kosta 310 krónur án vins og 440 krónur með víni. Tvíréttað af seðli dagsins meö salatbar og kaffi kostar 250 krónur að meðaltali og salat- barinn meö súpu og kaffi 145 krónur. Siöasti kosturinn er raunar mun ánægjulegri en einn magaveikis- réttur á Súlnabergi fyrir sama verð, nema kannski fyrir þá, sem hafa soltiö dögum saman og dreymt grátt lambakjöt, löðrandi í hveitisósu, meö ábót. Bautinn er í sömu eigu og Smiðjan, en niun ódýrari, enda er aðeins veitt hálf þjónusta. Gestir panta við diskinn og taka súpu og áhöld til borðs, en fá aðra rétti borna á borð til sin. Bautinn er amerisk ættað steikhús með salatbar, menningar- leg skjótheitamatstofa í höfuðstað Norðurlands og skynsamlegasti kostur sparnaðarfólks, sem þar er á ferð. Jónas Kristjánsson. 1. Flæðarmál. 2. Ferðalangar. 3. Flæðarmál. 4. Flæðarmál. 5. Flæðarmál. 6. Biðröð með blá augu. Ljósm. GBK. hispurslausa tjáning kom djúpt úr vit- und listamannsins, handan við söguna og menningarleg minni. I málverkum listamannsins má glöggt merkja sjónræn tengsl við hina tilviljunarkenndu íslensku náttúru. Málverk hans er abstraktmálverk þar sem landslagssýnin vex fram í blautri og næsta ósjálfráðri pensilskriftinni. Ahorfandinn skynjar samruna lista- mannsins við „rythma” náttúrunnar, samsemd hans viö hraun og flæðar- mál. Málverk Kristjáns Davíðssonar er empírískt málverk. Hann málar upp aftur og aftur sömu viðfangsefnin og í endurtekningunni treystir hann enn frekar hin dulmögnuðu tengsl milli náttúrunnar og mannsins. Þetta er op- ið málverk sem verður til í myndskrift- inni og virkum lestri áhorfandans. I meira en 30 ár hefur Kristján Davíðsson kannað ómældar víddir formleysismálverksins og skapað son er vissulega einn markverðasti listaverk sem standa í öndvegi í fulltrúi expressionismans á Islandi. íslenskri listasögu. Kristján Davíðs- Gunnar B. Kvaran. 1984 1985 með Qölda stórra vínninga Langar þig til útlanda en hefur ekki efni á því þetta árið? Við bjóðum 480 utanlandsferðir á 35 þúsund krónur hverja. Auk þess 11 toppvinninga til íbúðakaupa á 500 þús- und krónur, 100 bílavinninga og fjölda húsbúnaðar- vinninga að ógleymdum aðalvinningi ársins: Full- gerðri verndaðri þjónustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ, að söluverðmæti 2,5 milljónir króna. MIÐI ER MOGULEIKI Saia á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Dregið í 1. flokki 3. maí $ 30ARA A* Happdrættí 84-85 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.