Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGftflDAGUK 2fr. APRIL'1984.’"1 Makki, eyru og reiðtygi eru úr leðri. Srtið og málun er að finna á vinnu- teikningunni. m mmm Líkami og handföng Þessir hlutir eru mældir með aðstoð barnsins sem á eftir að ferðast á reið- prikinu. Handfangið verður að vera ör- lítið lengra en grip barnsins hvorum megin. Það er mikilvægt að lengd reiðpriksins sé rétt. Ef búkurinn er of stuttur er alls ekki hægt að nota reið- prikið og ef hann er of langur rekur barnið hann alls staðar utan í. Makki og eyru Þetta er teiknað á leðrið eftir fyrir- myndum 2,3 og 4. Það eiga að vera tvö stykki af fyrirmynd 4. Allir hlutarnir eru skomir út með dúkahníf. Heili kanturinn á öðrum faxhlutanum er lagður eftir hnakka reiðskjótanp þannig að afgangurinn af faxinu liggi yfir hnakka hestsins. Glansandi hluti leöursins á að snúa upp. Faxið er neglt fast og þaö er látið vera um tveggja sentímetra bil milli nagla. ‘ Þá er leðrið bleytt og tey gt þangað til það fellur niður með þeirri hliöinni þar sem naglamir em negldir. Eins er gert við hina hliö faxins. Ennistoppurinn (mynd 3) er festur ofan á höfuðið. Eyr- un em brotin eftir punktalínunni meö grófu hliðina út og eru negld á með einumnagla. Beisli Allar reimar í beisliö eru skomar í 12 mm breidd og 300 millímetra lengd. Byrjið á aö gera nefreimina. Hún á að vera hæfilega löng til þess aö það sé akkúrat hægt að troöa henni yfir nef og höku. Endarnir eru festir saman meö lími. Á mynd 5 má sjá hvernig endar leðursins eru skomir til. Reimin frá hringnum í nefreimina er skorin á sama hátt og mynd 5 sýnir og er síðan límd yfir nefreimina. Festing- ar í hringana tvo eru settar eins og sýnt er á mynd sex. Hinir tveir hlutar smellunnar eru settir í hvor frá sinni hlið í fyrirfram gert gat. Allt er þetta lagt á hart undirlag og lamið á meö hamri þannig aö festist vel saman. Snarað og snyrt. SGV. Reiðprikið Sleipnir Þeir eru margir bardagamir sem fram hafa farið á reiðpriki. Mörg ung hetjan hefur mnnið á aðra og barist upp á líf og dauða í bakgörðum og sundum þar sem enga vægð var að finna. Margt fagurt sólarlagið hafa ungir félagar riöiö inn í á baki svona grips eða með glæsilega leggi í togi millifótanna. Reiðprikið er eldgamalt leikfang og dæmigert leikfang sem foreldrar hafa sjálfir gert fyrir böm sín. Reiöprikið Sleipnir ætti því að toga allar fram- takssamar mæður og feður upp úr rúminu eða sófanum og aö smíða- boröinu. Reiðprikið Sleipnir er gert úr sam- anlímdum og tilsöguðum fjölum, búkurinn er kústskaft meö trékúlu á enda. Eym og makki eru úr leðri. Reiðprikið Sleipnir Auðvelt er að gera reiöprikið úr fjalarbút, gardínustangarkúlu og dá- litlu af afgangsleðri. Það sem tekur lengstan tíma er að mála þaö. Höfuðið Tréö sem er 26X125X450 mm er skipt í eina f jöl sem er 300 mm á lengd og aðra sem er 150. Þessi stykki eru límd, kantur við kant, eins og teikningin sýnir. Fyrirmynd eitt er yfirfærð á tréð og síðan sagaö með stingsög. Yfir alla kanta og brúnir er farið með þjöl og sandpappír. I tréð er borað með 22 mm bor og þannig gerðar holur fyrir handfang og búk. Búkur og handfang er síðan límt við höfuðið. Kúlan er límd á búkinn. Reiöprikiö er málaö tvívegis meö olíumálningu. Því næst eru nef, tennur, augna- og kjáikalinur færöar á höfuöiö með málningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.