Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. 23 Marlon Brando: I»ykír lag- tækur vfð kvik- mynda- samn- inga Marlon Brando náöi nýjum áfanga í síöustu viku þar sem hann sat í rólegheitum og skipulagöi nýjan marg- milljóna samning bak viö rammgjör hliö eignar sinnar sem einnig er búin videoaðvörunarkerfi og þar sem standa skilti sem af má lesa: Óviðkom- andi veröur eytt! Hinn nýi áfangi kappans er sextugsafmæli Brando, sem bætti muldri og óskýrum framburði inn í þaö sem kaliast fínn leikur á hvíta tjaldinu, er orðinn dálítið þykkari um miðjuna heldur en þegar hann lék Stanley Kow- elsky í Sporvagninum girnd eöa von- lausa boxarann í myndinni On the Waterfront. Kjálkarnir hafa sigið og gisið háriö er oröiö hvítt. En Brando, sem þáöi milli þrjár og fimm milljónir fyrir aö vera á sviöinu í minna en tuttugu mínútur í Súper- mann og milljónir í viöbót fyrir stutt hlutverk í Apocalypse Now, er sagöur af vinum sínum vera að undirbúa sig fyrir nýja, stutta og ábatasama vinnu sem leikari. „Honum finnst leikur heldur heimskulegur en hann gefur honum góðar tekjur,” segir Miko Brando, 22 ára gamall sonur hans. Brando gefur ekki viðtöl og kemur sjaldan fram opinberlega. Hann er kominn frá paradís sinni í Kyrrahafinu til Los Angeles til aö vera nálægt kvik- myndaverunum. „Fólk segir enn við hann: Ertu raunverulega Marlon Brando?” segir sonur hans. „En fyrir mér er hann bara maður.” Miko Brando er öryggisvörður og náhin vinur Michaels Jackson. Hann heldur áfram: „Við horfumsaman á fótbolta í sjónvarpinu og hann les mikiö.” Miko er sonur Marlons Brando af ööru hjónabandi. Móðir hans er mexíkanska leikkonan Movita Casten- anda. Ber indíána fyrir brjósti Vinir Brandos segja að líklega hafi hann haldiö upp á afmæli sitt meö því að skipuleggja enn einn megrunar- kúrinn. „Alltaf öðru hverju vantar hann peninga og það er alltaf Holly- woodstúdíó sem er tilbúið aö slá nafninu hans upp meö flennistöfum,” segirvinurhans. Fyrir hlutverk sitt sem mafíustjóri í The Godfather fékk Brando 3,5 milljónir dollara og prósentugreiöslu af hagnaöi sem hefur fært honum sex sinnum þá upphæð. Hann fékk þrjár milljónir dollara en lítið hrós gagn- rýnenda fyrir hlutverk sitt í The Formula þar sem hann var meira utan tjaldsins en á því. Brando hefur viðskiptafulltrúa en hefur sleppt einu stööutákni Holly- woodstjörnunnar sem blaöafulltrúi er. „Hann er lélegur skákmaður, örlítið skárri á bongótrommur en mjög góöur í því aö gera Hollywoodsamninga,” segir umboösmaöurinn um hann. Einn samningur sem Brando hefur ekki tekist aö knýja fram er um kvik- mynd sem fjalli um aðstæður amer- ískra indíána. Indíánar eru eitt af aðal- áhugamálum hans. Hann neitaöi aö taka viö óskarsverðlaunum fyrir hlut- verk sitt í The Godfather til þess að mótmæla meðferð bandariskra stjóm- valda og kvikmyndaiönaðarins á indíánum. Brando þáði margar milljónir dollara fyrir leik sinn í Apocalypse Now Sonurinn, Miko Brando, var lifvörður Michael Jacksons. Þaö er einnig víst aö Brando á eftir að taka mihjónir fyrir næsta kvik- myndasamning sinn eins og þá sem á undan erugengnir. Brando var eitt sinn álitinn hinn versti ófriðarseggur viö kvikmynda- URjtökur en þykir hafa spekst meö árunum. 1962-útgáfan af Uppreisninni á Bounty, þar sem hann lék Fletcher Christian, var kölluö Uppreisn Brandos af samstarfsmönnum.- Þaö var vegna gagnrýni hans á stjómend- ur, leikara og handritaskrifara. Á eyju Hann reyndi að endurskipuleggja líf sitt meö því aö kaupa pólínesísku eyna Tetiaroa 1966 fyrir 30.000 dollara. Hann er orðinn þreyttur á því aö draga túrista aö eynni. Aöur en fyrstu túrist- amir voru komnir haföi hann eytt tals- veröum peningum í það að beisla sólar- og vindorku og fullkomna ferskvatns- vinnslu úr sjó á eynni. Stormur eyðilagöi mikiö af því sem hann hafði byggt upp en hann kemur til eyjarinnar þegar hann er ekki aö vinna að kvikmynd. í uppreisninni á Bounty. Uppreisn Brandos Hann vildi gera 18 klúkkustunda langa kvikmynd sem sýnd yröi sem sjónvarpsþáttaröð um ameríska indí- ána. En Hollywood hafnaði því. Þar er einungis áhugi fyrir Brando sem stóru nafni. í "Braridó i The Godfather. ,3g er þreyttur á því aö vera upphafinn, hæddur og ofsóttur fyrir ástæöur sem höfða ekki á nokkum hátt til þess sem ég er,” sagöi hann eitt sinn. „Eg hata þaö aö vera ofsóttur og aðnafnmittsémisnotað.” En þegar til þess kemur að gera kvikmyndasamning þá er.hannhiksta= laust einn sá besti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.