Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGÁRDÁGUR 28. APRIL1984. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Crown kráin var þéttsetin fólki þeg- ar sprengingin varö. Gólfið gekk í bylgjum, veggirnir titruöu og rúöumar sprungu. Margir bjórþambaranna létu sig síga undir boröin. Aörir stóöu sem frosnir í sömu sporum og gátu aðeins gefiö f rá sér veikburða hræðsluóp. Jock McKenzie, hraustlegur Skoti um þrítugt og starfandi lögreglu- maður, varð fyrstur til aö átta sig á hvað var aö gerast. Hann tók á rás út af kránni ásamt með vini sinum, Joe Slade, sem var atvinnufótboltamaöur. Fyrir utan krána blasti viö þeim ófög- ur sjón. Bíll haföi næstum vafist utan um ljósastaur og stóð í ljósum logum. Logamir stóöu hátt í loft upp. Þeir félagarnir sýndu mikiö hug- rekki er þeir rifu upp framhuröina á bílnum og náöu út bílstjóranum þar sem logarnir léku um hann. Föt hans vom alelda. Nærstödd kona henti til þeirra kápunni sinni til aö þeir gætu slökkt í manninum. Hann var illa far- inn af brunasárum og meðvitundar- laus þegar loksins tókst að slökkva eld- inn í fötum hans. Á meðan beöið var eftir lögreglu, slökkviliöi og sjúkrabíl brann bíllinn, sem var af gerðinni Fiat 132, þar tU ekkert var eftir nema járniö bert. Þessi atburöur átti sér staö í smá- bænum PelsaU í Mið-Engiandi þann 5. nóvember 1982. Bílstjórinn var f luttur beint á s júkra- húsiö í Birmingham þar sem læknar unnu alla nóttina við aö gera aö bruna- sárum nans. Hann var Ula farinn og var vart hugað Uf. Hann komst ekki til meðvitundar áöur en hann fór á skuröarborðið. Lögreglan fann út na&i hans eftir númerinu á bílnum. Hann reyndist vera George Ball, fertugur aö aldri, og bjó meö konu sinni, Joanne, og tveimur sonum í PelsaU. Hvar er mamma? Hugh McKeown lögregluforingi kom aö heimUi þeirra um miðnætti. Hann barði aö dyrum og annar sona þeirra kom meö stírurnar í augunum og opn- aði. McKeown spuröi hvar foreldrar hans væru og fékk þaö svar aö þau svæfu í rúmi sínu. Lögregluforinginn spuröi drenginn hvort hann mætti aö- gæta þaö. „Auövitað,” svaraði drengurinn, ,,ég er viss um aö mömmu og pabba er alveg sama ef þetta er svonamikUvægt.” En mamma og pabbi voru hvorugt heima og þaö var augljóst að rúmin höföu ekki veriö notuð síöan nóttina áöur. Drengurinn lét í ljós undrun sína. „Þau hljóta að hafa farið út saman,” sagöi hann. „En þau eru ekki vön að fara án þess að láta okkur vita af því.” McKeown fékk samstundis hug- dettu. Hann hringdi í höfuðstöðvar lög- reglunnar og baö um aö senda lög- reglukonu tU að gæta barnanna og ósk- aöi jafnframt eftir því að slökkviUðiö leitaði betur í bílflakinu. Þegar hann kom sjálfur aftur á slysstaöinn lá lík Joanna BaU á börum viö bílflakið. Björgunarmönnunum haföi yfirsést aö bílstjórinn var ekki einn í bUnum. En þaö skipti þó ekki höfuömáli þar sem þeim hefði aldrei tekist aö ná konunni út úr eldhafinu. Óvenjulegir höfuðáverkar Líkskoöarinn tók lík Joanna til skoð- unar daginn eftir slysiö. Þaö tók hann ekki langan tíma að koma auga á aö hér var eitthvað málum blandiö. „Þaö er enginn reykur í lungunum á hinni látnu. Ekki vottur af sóti eða reyk. Það þýöir að hún var látin áður en hún lenti í eldhafinu,” sagði hann viö lögreglu- foringjann. „Þaö má því draga þá ályktun að annaðhvort hafi hún látist á sama augnabliki og áreksturinn varö eöa...” ,Jíöa hvað?” spuröi McKeown hissa. „Ja, — það eru þessir höfuðáverkar hennar sem eru mjög óvenjulegir,” sagði líkskoöarínn. onanna varo aieiaa a svipsiunuu ug pau var eiuu íyn cu uutuuuui uuiumcuu aiyaiuaunjus huuiuu uusijuluiu vai ciuucuuuuuuuui. Storkadu ekki mordmgja með hlátri „A hvern hátt?” spuröi McKeown. „Höfuökúpa hennar var brotin á mörgum stöðum eins og hún heföi verið barin í höfuðið meö oddhvössum hlut. Þaö er hugsanlegt að hún hafi kastast til í bílnum og orðið fyrir þessum áverkum viö það. En ég á erfitt með aö ímynda mér hvaöa hlutur í bílnum heföi getað orsakað þetta, einkum með þaö í huga að áverkarnir á höfuökúpunni eru allir eins. Þeir eru sjöaötölu.” , JCrtu aö reyna aö segja mér aö hún hafi verið myrt? ” spuröi McKeown lík- skoðarann. „Eg er aö geta mér þess til, lögreglu- foringi,” svaraöi líkskoöarinn varfær- inn. „En þaöer erfitt aöfullyröa þetta. Eg gæti ekki staðiö upp í vitnastúkunni og haldiö þessu blákalt fram. En mér virðist allt benda til aö andlát hennar hafi borið aö meö öörum hætti en virðist viö fyrstu sýn.” McKeown átti ekki von á þessum samræöum þegar hann spuröist fyrir um niðurstöðu likskoöunar. Hann hélt aö hann myndi fá venjulega skýrslu sem þarf aö gera þegar fólk hefur látist viö þessar aöstæöur. Dánaror- sök: lést af slysförum. Nú leit út fyrir aö hann heföi fengiö morðmál til meö- ferðar. Þaö vöknuðu margar spumingar við þessar upplýsingar. Gat þaö verið aö Georg Ball hefði myrt konu sína og heföi veríö á leiöinni að husla líkiö þegar hann lenti í árekstri við ljósa- staur? Gat verið aö kona hans hefði slasast og hann verið að flýta sér meö hana á s júkrahús? Tæknimenn lögreglunnar voru nú settir í málið. Þeir grannskoöuöu heimili Ball-hjónanna meö því hugar- fari aö komast aö hvort þar heföu átt sér staö átök. Grunur um slíkt styrkt- ist þegar þeir fundu nýlega blóödropa í svefnherbergi hjónanna, bæöi í gólf- teppinu og á húsgögnum. Undarlega tíðar heimsóknir Nágrannar þeirra voru spuröir í þaula um allt sem viðkom heimilis- högum. Margir þeirra nefndu undar- lega tíöar heimsóknir ungs manns til Joanna Ball á þeim tímum sem eigin- maöur hennar var ekki heima. Einn nágrannanna minntist þess aö hafa séö þennan unga mann fara frá húsinu um níuleytið sama kvöld og slysið átti sér staö. „Hann hljóp viö fót og horföi flóttalega í kringum sig þar til hann hvarf fyrir næsta húshorn,” sagöi kona þessi. Hún sagöist halda aö þessi ungi maöur hefði að jafnaði komiö þrisvar til fjórum sinnum í viku í heimsókn til Joanna og þá alltaf þegar eiginmaöur hennar var ekki heima. McKeown fannst ástæða til aö kanna þetta atriði nánar. Hann fór og heim- sótti syni Ball-hjónanna þar sem þeir voru í gæslu á heimili frænku sinnar. Þar tók hann eldri drenginn, sem var sjö ára gamall, á hné sér og spuröi hann í þaula um allt sem gerst heföi þennan örlagaríka dag. Þegar hann vék aö þessum manni, sem var fasta- gestur á heimilinu, svaraði drengur- inn: „Já.þúmeinarPeterfrænda.” McKeown hváði. Þá fékk hann þá skýringu að Peter frændi væri góöur frændi aö því leyti aö hann gæfi bræðrunum alltaf peninga til þess að þeir gætu farið út og keypt sér eitt- hvaö. Þaö væri vegna þess að hann þyrfti alltaf að ræða viöskipti viö mömmuþeirra. ,íln hvað um pabba þinn, er hann líka góður félagi Peter frænda?” spuröi lögregluforinginn. Drengurinn hristi höfuöiö. „Mamma baö okkur aö minnast aldrei á frænda við pabba því þeir eru óvinir og pabbi y rði vondur við okkur ef viö minntumst á að f rændi kæmi í heimsókn.” Hver er Pétur frændi? Lögregluforinginn þóttist nú vita hvað klukkan sló og hélt áfram aö spyrja drenginn: „Var Peter frændi í heimsókn daginn sem mamma þín og pabbi lentu í bíl- slysinu?” „Já, hann kom og gaf mér peninga til að kaupa mér tindáta,” svaraöi drengurinn. „Hvað var Peter frændi lengi?” spuröiMcKeown. ,,Eg veit þaö ekki. Hann var ennþá þegar ég fór upp í rúm eftir kvöldmat- inn.” , ,En hvenær kom pabbi þinn heim? ” „Eg veit þaö ekki heldur. Eg var sofnaöurþá.” „En heyröiröu eitthvaö í mömmu þinni og Peter frænda eftir aö þú fórst upp í rúm?” spurði lögregluforinginn enn. Drengurinn hugsaöi sig svolítiö um og svaraði svo varfærinn: „Já, ég heyrði einhvem hávaöa eins og þau væru aö rífast eins og mamma og pabbi gera stundum. Eg heyröi ein- hvern hávaöa en ég var samt ekki viss hvort það voru þau eöa hvort þaö var eitthvað í sjónvarpinu.” „Rifust þau oft, mamma þín og Peter frændi?” spuröi lögregluforing- innforviða. Joanna Ball lék leik með Pétri frænda sem gekk of langt. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.