Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 21
DV.LAUGARDAGUR^.'APRlL 1984.' - 21 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál „Nei,” svaraöi drengurinn jafnein- iægur og áður. „En mamma og pabbi rifust stundum. Stundum slógust þau líka.” Lögregluforingjanum þótti sem hann væri nú kominn á sporið við lausn málsins. Lykillinn aö lausn þessarar gátu hlaut aö vera þessi maður sem gekk undir nafninu Peter frændi meðal drengjanna. Hann fékk því eins ná- kvæma lýsingu af þessum manni hjá drengnum og hann gat látið í té. Hinn aðili málsins, eiginmaðurinn Georg Ball, var enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu þannig að ekki var hægt að yfirheyra hann. En McKeown hafði beöið um aö vera látinn vita um leið og hann kæmist til meövitundar. En tveimur dögum síðar fékk hann upp- hringingu frá manni sem ekki vildi komið oft í heimsókn til Joanna Ball síðustu vikurnar?” spuröi McKeown hastarlega. „Þú áttir ekkert á hættu að gefa þig fram eöa hvað?” ,,Eg gat víst átt ýmislegt á hættu,” svaraði maðurinn. „Þótt Joanna hefði látist í bílslysi átti ég alveg eins von á að maður hennar myndi kenna mér um að svona hafði farið ef ástarsamband mitt viö eiginkonu hans yröi opin- berað. Eg vildi ekki eiga það yfir höfði mér.” „Eiginmaður hennar liggur meðvitundarlaus á spitala og lífinu er haldið í honum með öndunarvél. Þér stafar vist ekki mikil hætta af honum,” svaraði McKeown snöggt. ,,Eg er aö tala um það þegar hann kemur aftur út af spítalanum,” svar- 1 I láta nafns síns getiö. Hann sagðist vita aö hver jum lögreglan væri að leita. ,,Eg þekki þennan náunga,” sagði röddin í símanum. „Hann er alltaf að hæla sér af þessu ástarsambandi sínu við Joanna Ball. Hann hælist af þvi að liggja hana á meöan kallinn hennar streðar í verksmiðjunni. Og það sem meira er: hann var staddur í Crown kránni þegar slysið varö. En hann hreyfði ekki litla fingur til aö hjálpa henni. Þegar hann sá hvaöa bíll það var sem hafði lent í slysinu hvarf hann eins og byssubrenndur.” Smeykur friðill Röddin í símanum gaf upp nafnið á manninum sem gekk undir nafninu Peter frændi. Hann reyndist vera 25 ára gamall atvinnuleysingi. Ibúð hans bar þess samt ekki merki aö hann heföi engar tekjur. Hann neitaði í fyrstu að hann kannaðist við einhverja mann- eskju að nafni Joanna Ball. McKeown sagðist þá ætla að biðja hann að koma með sér að hitta drengina hennar tvo. Þá skipti hann snarlega um skoðun og viðurkenndi kunningsskapinn. , Jlvers vegna gafstu þig ekki fram þegar þú vissir aö lögreglan haföi aug- lýst eftir manni sem samsvaraði lýsingu á þér og vitað var aö _hajði aði friðillinn. „Hann gæti kennt mér um hvemig fór.” „Þú leynir mig einhverju,” sagði McKeown hvasst. „Hvernig ætti þér að verða kennt um bílslysið?” Lögregluforinginn lýsti síöan fyrir viðmælanda sínum grun sínum. Hann sakaði hann um að hafa slegið Joanna eftir að þau hefðu lent í rifrildi. Það hafi leitt hana til dauða. Eiginmaður hennar hafi síðan komið að henni þegar hann kom heim úr vinnu og ætlaö að koma eiginkonu sinni á sjúkrahús sem fyrst með því að setja hana i eigin bil í stað þess aö kalla á sjúkrabíl. I óðagotinu hefði hann síðan ekið á staur þar sem hann náði ekki bey gj unni við krána. Saumað að elskhuganum Maöurinn fölnaöi við þessa lýsingu. Siöan rauk hann upp úr stólnum og hrópaöi: Þetta er ekki rétt. Lögreglu- foringinn sá að þarna hafði hann hitt á viðkvæma taug svo hann hélt áfram ásökunum í sama dúr. Þaö leiddi til þess að ungi maöurinn fór að greina frá ástarsambandi sínu viö Joanna Ball til að skýra sitt mál. „Þetta er þvæla frá upphafi til .enda,” sagöi elskhuginn. „Við rifumst ekki. Hún ætlaöi aö flytja frá eigin- manni sinum og við ætluöum síðan aö búa saman með drengina. Hún vildi bíöa með að segja eiginmanninum frá þessu en ég hvatti hana til aö segja honum frá þessu sama kvöld og ég sá hana síöast. Þetta er sannleikurinn. Viö vorum staðráöin í að hafa þetta þannig þegar ég fór um kvöldið.” McKeown ákvað aö leyfa manninum að fara frjálsum ferða sinna að lokinni yfirheyrslunni með þeim skibnálum að hann færi ekki úr bænum. Lögreglufor- inginn var ekki viss um að hann hefði náð i sökudólginn í málinu. Það var einhver sannfæringarkraftur í rödd hans þegar hann lýsti sakleysi sínu. Daginn eftir fékk lögregluforinginn skilaboð frá sjúkrahúsinu um aö Georg Ball væri kominn til meövit- undar. Honum var þó gefið í skyn aö líf hans héngi á bláþræði og að aðeins mætti spyr ja nokkurra spurninga til að þreyta ekki sjúklinginn. McKeown flýtti sér þegar aö sjúkra- beði George Ball í fylgd tveggja lögregluþjóna. Sjúklingurinn var greinilega illa haldinn og virtist bera með sér að hann ætti skammt eftir ólifaö. Lögregluforinginn gekk hreint til verks og sagði honum að kona hans væri látin. Það væri grunur lögregl- unnar að hún hefði verið látin þegar hún var sett í bílinn en hefði ekki látist í slysinu. McKeown vildi vita hvað heföi gerst og hvers vegna. „Ég drap hana" George Ball virtist eiga erfitt með að tala og stundi þungt nokkrum sinnum. Síðan hvíslaði hann lágt: „Eg gerði það.Eg draphana.” Lögreglumennirnir sátu þögulir og litu hver á annan í forundran. „Eg kom heim og hún bað um skiln- að,” stundi sjúklingurinn. „Hún sagðist hafa átt sér annan elskhuga mánuöum saman og að þau hefðu notað dagana til ástarleikja þegar ég var að störfum .. . í okkar hjóna- rúmi.” Þaö varð þögn stutta stund og lögreglumennimir biðu eftir fram- haldinu án þess að spyrja frekar. „Eg rak henni kinnhest og sagði henni að hætta þessum lygum. En hún hló bara að mér, sagði að ég væri fífl og getulaus í rúminu.” Sjúklingurinn stundi þunglega nokkrum sinnum og hélt síðan áfram: „Eg greip kertastjaka og barði hana í höfuðið. Hún datt aftur yfir sig en samt virtist hún halda áfram að hlæja. Loksins þegar brosið hvarf af andliti hennar, eftir að ég hafði barið hana nokkrum sinnum í höfuöið, áttaöi ég mig á því að hún var látin.” Þessi játning framkallaði þung ekkasog hjá sjúklingnum. Eftir stutta stund hélt hann svo áf ram: „Eg vissi hvert þessi náungi var vanur að venja komur sínar. Joanna sagði mér einnig að hann ætlaði aö bíða hennar þar þetta kvöld. Eg hugsaði þá meö mér: Allt í lagi, félagi. Þú skalt fá hana eins og hún er. Eg ætlaöi að fara með hana og leggja hana dauöa við fætur hans. Eg var æfur. Eg ók eins og óöur maður og afleiðingin var sú að bíllinn lenti á staumum fyrir framan krána. Það var það síðasta sem ég man.” Þessi játning hafði verið skrifuð orö- rétt niður. Læknirinn var fenginn til aö staðfesta að George Ball væri með fullri meövitund og vissi hvað hann væri að segja. Síðar sama dag var gefin út ákæra á hann fyrir morð á eiginkonu sinni. Réttarhöldin fóra fram á sjúkrahús- inu þann 19. janúar 1983. Þau stóðu aðeins tvær klukkustundir. Hinn ákærði var tengdur við allar þær vélar sem héldu í honum lífinu. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir hvaö fór þarna fram. Dómurinn hljóöaöi upp á U'fstíðarfangelsi á grundvelli fyrri játningarhans. Morguninn eftir hætti hjarta Goerge Ballaöslá. HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. tíagkvæmt verd og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappir — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. Borgamgsi smM93-737Öni KyQjd^mi og helgarslmi 9^-73$5 Við fljúgum án tafar~ innanlands sem utan LEIGUFLUG (jfjfr Sverrir Þóroddssorr \hr) REYKJAVÍKURFLUGVELU <@28011 IflðS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.