Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. 13 ímí situr inni í hlýrri og notalegri íbúöinni. Hríöin bylur á glugganum og rafmagniö er farið. Þá er kertaljósiö tendraö og kveikt á litla feröaútvarp- inu og allir hafa þaö notalegt. Reyndar er þaö alltaf eilítið spennandi þegar rafmagniö fer. I útvarpinu er tilkynnt aö viögerð hefjist á Búrfellslínu innan skamms. Þaö er ekki víst aö þú hugsir þá út i það hver sé aö gera við línuna úti í óveðrinu né heldur hvaða vandamál þeir menn eiga viö að glíma sem legg ja upp í langa ferð út í sortann til að gera viö raflínumar uppi í háum möstrum til aö lífið í menningunni komist í eöli- legthorfaðnýju. Viö ræddum viö Sigurö Sigmunds- son, formann Linumannafélagsins, á dögunum og báöum hann aö lýsa því í hverju störf línumanna væru fólgin. „Þau eru aðallega fólgin í byggingu og viðhaldi á rafdreifikerfum.” — Hver er menntun línumanna? ,,Það er nú einmitt mál sem er ofar- lega á baugi hjá okkur núna. Hingaö til höfum við bara lært af reynslunni og námskeiðum sem eru haldin fyrir okkur. En viö berjumst fyrir því aö þetta starf veröi gert aö lögvemdaðri iðngrein.” — Þetta hlýtur aö vera hættulegt starf? „Því veröur ekki neitað aö það er oft erfitt aö fóta sig ef ísing er á stálinu og kannski hávaöarok líka. Annar áhættu- þáttur er háspennan. Viö siíkar aðstæöur reynum við aö fara okkur hægt og hafa í huga aö ábyrgöin er hjá okkur sjálfum. Eg held aö hættan sé mest þegar um bilun er aö ræða og viö höfum kannski unnið undir miklum þrýstingi sólarhringum saman. ’ ’ — Eruslystíð? „Sem betur fer eru þau frekar fátíö, en þau veröa ööru hverju og eru þá hryllileg, sérstaklega háspennuslysin. Oft höfum viö veriö ótrúlega heppnir. Menn hafa lifað af aö fá í sig 130 þús- und volta spennu og allt aö 17 metra fall.” — Hvað eruö þiö yfirleitt í mikilli hæðviövinnuna? „Oftast erum við í u.þ.b. 10—20 metra hæð, en förum hæst upp í 60 metra.” Þess má geta til fróðleiks og samanburðar aö 12 hæða blokk er um 30metrahá. — Er vinnudagur ykkar linumanna langur? „Viö vinnum þetta tíu tíma vinnu- dag, lengri á sumrin. Þá reynum viö að nota birtuna viö byggingarvinnu. Þá erum viö tvær vikur í senn úti á landi”. — Erþábúiöítjöldum? „Nei, ekki lengur. Þegar ég byrjaði í þessu fyrir rúmlega tuttugu árum vorum viö í tjöldum og yfir því var svona visssjarmi.” — Ert þú aldrei hræddur þegar þú ferðuppímastur? „Nei, ég viöurkenni þó aö þetta starf reynir á þolrifin. En til hræðslu finn ég ekki og sama held ég aö gildi um alla félaga mína. Þeir myndu annars ekki endast í þessu. Það kemur reyndar einstaka sinnum fyrir að menn eru aö því komnir aö „frjósa” þegar upp er komið, en það er sjaldgæft.” — Þeir eru kaldir karlar þessir línu- menn, helduröu að þeir séu til í allt? „Já, þaö hugsa ég — þeir kalla ekki allt ömmusína....” Viö báöum Sigurð aö lokum aö lýsa eftirminnilegu útkalli flokks línu- manna og varö hann við þeirri ósk okkar. Súlýsing ferhérá eftir: Það er jólahelgi framundan. Klukk- an er tvö aðfaranótt aöfangadags og flestir nýsofnaöir. Uti er hvassviðri meö snjókomu af suöaustri, sunnan- slydda haföi veriö fyrr um kvöldiö en nú hefur vindur færst meira til austurs með miklu frosti. Það er notalegt undir hlýrri sænginni, en eitthvað utanað- komandi þrengir sér inn í vitundina, fyrst í fjarska en rétt seinna ærandi hringing. öll fjölskyldan hrekkur upp frá værum draumum. Línumaöurinn veit hvaö tn síns friðar heyrir. Hann hleypur niður stigann í símann. Þaö er vélgæslumaðurinn í Vík. „Rafmagnið fór hjá mér fyrst fyrir klukkutíma,” segir hann, „en ég ætlaði aldrei að komast upp í stöö, þaö er svo brjálaö veður héma.” Þá er friðurinn úti segir sá sem á hinum endanum er. Næst er að hringja og vekja strákana, klæða sig og koma sér út í bíl og athuga hvort hann stendur upp úr fönninni. Uti er náttmyrkur, kófið fyllir snöggvast öll vit, en mikið rétt, þegar betur er aö » i. gætt stendur gamii gemsinn á sínum hallt á veginn. Þaö þýöir ekki annað en að stoppa þegar mest gengur á og snúa bílnum upp í. 1 þetta skipti sleppur framrúöan, en sú sem í glugganum er í þetta skipti er reyndar ekki nema hálfs árs gömul. Þaö er ís á veginum og bílstjórinn hefur nóg aö gera viö að halda bílnum á hjólunum. Stundum munar litlu. Áfram austur. Viö bæinn Steina er djúpur skafl. I fyrstu atrennu stoppar bíllinn í miöjum skaflinum. Meö lagi tekst aö mjaka honum aftur á bak og nú er tekin löng atrenna. Allt í botn. Ljósin hverfá og snjór er uppi á húddinu og fyrir framrúðunni. Vélin orgar af átökunum. Menn taka ósjálf- rátt á. Allir vöðvar spenntir — og í gegn. Einn veröur aö fara út og moka snjónumaf húsinu. Brotinn staur og slitinn vír Á Skógasandi er iöulaus hrið. Þaö eina sem sést er vegkanturinn niöur meö vinstra brettinu, en áfram er mjakast. Viö Jökulsá fer heldur aö rofa til og næstu kílómetrana gengur allt betur. Þegar komiö er austur fyrir ána Klif- andi sést í línuna í kastljósinu. Þaö er ísing á vímum og hann er ískyggilega síður. Rétt austar er brotinn staur og vírinn er slitinn. Sem betur fer stendur tveggja metra bútur upp úr jörð svo þaö tekur ekki langan tima aö spelka staurinn til bráöabirgða meö púllurum og tilheyrandi búnaöi. A meöan eru aðrir aö berja ísinguna af vírnum. Verkiö sækist frekar seint því að frostiö hefur aukist og ísinn er oröinn harður. Eftir að búið er aö múffa vírinn þarf að bera hann upp í staurinn og binda. Staurinn rambar svolítiö undan mönnunum og stag er haft upp í vindinn svo síöur sé hætta á aö fóstur- jöröin fari að faöma þá sem uppi eru. Þegar viögerðinni er lokið er haft samband í talstöð í gegnum Vest- mannaeyjaradíó. Þeir hringja og raf- magn kemst á línuna til Vikur. En þar fyrir austan er eitthvaö aö og ekki um annað að ræða en aö halda áfram. Hér eru þeir Guðmundur heitinn Hannesson (fórst i þyrlustysi) og Fríð- þjófur Hraundal hjá Rafmagnsveitum rikisins. viö slinkinn sem varö af skotinu. Eftir drykklanga stund kemur aftur ljós í aðveitustööina og nú er skipt liöi. Vakt er sett í stööina, einn flokkur fer í vestursýsluna, annar niöur á Land- eyjasand og sá þriöji freistar þess að komasttil Víkur. Rýnt í hríðina Bílamir hverfa þeim, sem eftir em í stööinni, út í nóttina og bylinn. Þaö er kominn stór skafl í hliðiö, en sá fyrsti mjakast í gegn og leiðin er greiöari framundan. Hann sveigir í austur. Það ber fátt til tíðinda austur Markarfljóts- aurana. Færöin er þung og menn rýna í hríðina. ööm hverju lendir bíll- inn utarlega i kantinum þegar útsýni bregst um stund, en rífur sig upp aftur þegar rofartil. Undir Eyjafjöllum er öllu lakara aö komast áfram. Þar er ofsarok. staö, vaggar þunglamalega á f jööran- um í mestu hviöunum. Rofarnir flagga rauðu Eftir 35 minútur em allir saman- komnir úti í spennistöö á þremur bílum og nú er aö athuga hvaö bilanavaktin heima, þ.e.a.s. eiginkonur eða mæður, hafa frétt meöan menn vom að brjót- ast í stööina. Þeim er tjáð aö síminn hafi ekki þagnað meðan þeir voru á leiðinni, rafmagniö sé fariö af allri V- Skaftafellssýslu, megninu af Rangár- vallasýslu og Vestmannaeyjum. Rofarnir í stööinni segja líka sína sögu. Þeir flagga rauöu, næstum því hver einasti, og neita aö tolla í sambandi þótt reynt sé að hleypa straumi á línumar. I tengivirkinu við hlið stöövarhússins urrar háspennan illi- lega. Þaö þjóta öðm hverju rauðar eld- tungur eftir einangmnarskálunum og neðan á standeinangmmm. er blár hrævareldur. Selta og ísing leggjast á eitt. „Þaö er ekki kræsilegt aö koma nálægt þessu helvítis drasli núna,” segir einn félaganna og rétt í því blind- ast allir nokkra stund. Þungur dynkur kveður viö. Þaö hefur hlaupiö neisti yfir Vestmannaeyjarofann, út í járna- grindina sem hann stendur á. Allt er baðað í bláhvítu neistaregni eitt augnablik og svo er kolsvartamyrkur á eftir. Línan frá Búrfelli hefur dottiö út Snjókoman aö vísu nokkuð minni í bili en vindurinn er kominn hærra á og þeytir þykkum sköflunum í háaloft og kemur með snjóbólstrana vaöandi ská- Tveir góðir að störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.