Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. 15 Samtök gegn sumartíma En í þessu máli, eins og endranær þegar þjóðþrifamál ber á góma, skaut upp kollinum hópur manna sem ekki háfði tekist að töfra meö þessu dásam- lega orði. Það eru nefnilega starfandi hér samtök sem berjast fyrir því að hætt veröi að brölta svona til og frá með grey tímann. Máli sinu til stuðnings benda samtökin, sem kalla sig Samtök gegn sumartíma (l’Association eontre l’heure d’été), á stóraukin slagsmál milli foreldra og ungbama í kringum háttatíma þeirra síðarne&idu. Blessuð bömin, sem enn em ekki orðin læs á úr og miða því tilveruna við birtuna (eins og íslenska birkið), telja sig snuðuö um vökutíma og leggja fæð á foreldra sína með þessum afleiöingum. Sá eldri er frekari og sterkari sem sannast best á stórauknu annriki hjá barnalæknum dagana eftir tímabreyt- inguná. Svo rammt hefur kveðið að þessu að einn barnalæknanna er orðinn formaður Samtaka gegn sumartíma. Svampaást Skrifandi um böm og bamarassa þá dettur mér súrreaiistaskáldiö Louis Aragon í hug. Ekki það aö ég viti til þess að hann hafi verið sérlega barn- margur sjálfur eða mikil barnagæla heldur vegna þess að honum þóttu svampar skondnir hlutir og skringileg- ir. Og svampur tengist nokkuð barni (snertir það a.m.k.), ekki satt? Allt um það, hann Lúövík gamli (sem þá var ungur) tók sig til á þriðja áratug þessarar aldrar og reit á blað meistarastykki sem hann nefndi síðan Parísarbóndann (Le Paysan de Paris). Eins og þá var nokkuð í tísku brá Lúðvík sér í teygjuvist með málið og merkingar þess, sneri því jafnvel upp í listrænt fuglafit fyrir tvo: höfund oglesanda. I eftirfarandi kafla segir Aragon frá manninum sem unni svömpum: „Einu sinni þekkti ég mann sem elskaði svampa. Eg legg það ekki í vana minn að nota þessa sögn í veikari merking- unni. Maður þessi elskaði sumsé svampa. Hann átti þá í öllum stærðum, öllum víddum. Bleika, rauöbrúna, pur- puralita. Hann litaöi þá. Sumir þeirra voru svo mjúkir að hann gat ekki stillt sig um að bíta í þá. Stundum reif hann þá fallegustu í tætlur og sárgrét síðan dreifða dýrð þeirra. Suma þeirra sleikti hann. Suma þeirra heföi hann aldrei þoraö aö snerta, þetta voru drottningar, svo háttvirtar manneskj- ur. Eg þekkti líka mann sem hafði samfarir við svampa í draumi. En í því skyni reyndi hann að taka þá í lófann og kreista þá: þið sjáiö hvað þetta er einfalt.” Ef þú, lesandi góður, tekur svampinn í burtu og setur oröið kona (eða maður) í staðinn fæst út ofur hversdagsleg lýsing á allt öðrum hlut. En það heitir víst oftúlkun og gæti komiö Lúövík til að rykkjast til í gröf- inni.... Kjötást I augum okkar Vesturlandabúa er krókódíllinn oftast fremur hrollvekj- andi smáskrímsli á skjánum í stofunni eða hráefni i handtösku sem lifandi er best geymt í fjarlægu landi. Eyjunni Madagaskar til dæmis. 1 brúnum augum þarlendra er krókó- díllinn mikium mun raunverulegri, jafnvel svo að á vissum svæðum er ” hann tilbeðinn. Einn þekktasti tilbeiöslustaðurinn er vatn eitt í norðausturhluta eyjarinn- ar, Sagt er að áður fyrr hafi blómlegt þorp legið undir þar sem vatnið liggur nú yfir. Einhverra hluta vegna munu Barát „Hefurðu smakkað bar?” var spurt flauelsröddu. Eg lét víðáttumikið dag- blaöið síga virðulega niður fyrir nef- broddinn og leit lymskulega á rúmlega tvítuga bogadregna stúlku sem hallaði sér upp að holdþéttum veskiseiganda. Eg fletti blaðinu þar sem ég stóð í ógnarlangri biðröð sem öll hinkraði eftir að komast inn í bíóið þeirra erinda að sjá kvikmyndina Karmen. „Nei,” heyrðist sagt djúpri röddu handan blaösins mins. „Eg boröaöi hálfan í gær, vinstri hliðina,” umlaði flauelið. „Jæja, hvernig fannst þér?” spurði sá djúpraddaði af hreinni skyldu- rækni. „Algert æði! ” mjálmaði hún. „Þú hefur samt ekki skorið á þér góminn!” urraði hann glaðiega og opnaði tyggjópakka snöggt. „Asni geturðu veriðadna!” gólaði sú stutta, keypti tvo miða og skaust inn í myrkrið ásamt elskhuganum. Eg stóð og horfði á eftir þeim með augnaráði sem helst hefur líkst kyn- blöndu af spumingar- og upphrópunar- merki. At hún bar?? Hún át bar! Eg trúi því bara ekki! Þessir Frakkar og þeirra matarvenjur! Eða þýddi orðiö annað en það sem ég hélt: andlega hlandskál þar sem þjónamir pumpa sannleiksvökva í tunguhefta góðborg- ara og heimsmenni. Eg varð aö fá úr þessu skorið hiö snarasta. Því kippti ég eldsnöggt að mér útréttri hendinni (sem fól í sér aö- gangseyrinn), snerist á hæli og oln- bogaði mig ruddalega eftir tilvonandi bíógestum og út á götu. Tók síðan strikiö (brotið) heim, reif fram orða- bókina og fann þar þessa skilgrein- ingu: „bar, -s -ir, 1. drykkjustaður þar sem viðskiptavinurinn neytir við hátt borð 2. sjávarfiskur (labax lupus) sem lifir í Atlantshafinu og Miðjaröar- hafinu, gráðug kjötæta, vinsæll mat- fiskur.” Það var nefnilega það, hún hafði þá fengiö sér fiskbita, blessuð dúfan. Nokkuð sem er fremur sjaldgæft hér um slóðir. Segi svo einhver að náung- inn sé ekki undir ströngu eftirliti.... En lítum aðeins nánar á heiti fisks- ins: bar. Ætli þessi tvöfalda merking orðsins valdi ekki ruglingi? Hugsiö ykkur tvo menn sem hittast sisvona úti á götu og annar þeirra lýsir því yfir að hann sé á bar (sbr. vera á steinbít). Hvort á hinn að álykta sem svo aö viömælandinn sé barþjónn eða bar- veiðimaður? Og hvurju á veslings kon- an í landi (og meö rúllur í hárinu) að svara í símann? Hann er á bar? Þetta gætiorðiðviðkvæmtmál.. . Eg prisa mig nú bara sælan fyrir hönd okkar Frónara, við höfum þó haft vit á að skíra fórnarlömb okkar mun mannúðlegri nöfnum. Það er kannski þess vegna sem þeim fækkar svona ört. Hvað um það, við getum þó allténd hafið innflutning á niðursoðnum börum. . . Aix í apríl, Friðrik Rafnsson. Fyrir skemmstu gerðist sá atburður hér í Frakklandi að úr- og klukku- eigendur flýttu úrum sínum og klukkum um heilar sextíu mínútur. Sumartíminn var genginn í garð, við komin tvær klukkustundir á skjön við íslenskan staðartíma og „Summertime” Gershwins tekið að vagga á bárum ljósvakans. Tilgangurinn með tilfærslunni á deginum ku vera að fá birtuna til að stemma betur viö vökutíma meðal- dupontsins, en það á aftur að leiöa til minni brúkunar á dýrari birtugjöfum en sólinni. I einu oröi sagt: orkusparnaöur. Töfraorö sem galdrað hefur fram undratæki eins og frúarbíl- inn og tvöfalda einangrunargleriö. Ad snæða bar þær hörmungar hafa dunið yfir að dalurinn sem þorpið lá i fylltist af vatni, öllum á óvart. En íbúarnir drukknuðu ekki par, sei, sei, nei, held- ur breyttust þeir í krókódíla. Græna.. Til að forða sér og sinum frá viðlíka örlögum tóku íbúar nágrannaþorp- anna að færa þeim grænu fórnir árlega og enn þann dag í dag eru fórnarhátíðir haldnar við vatnið. Fólkið dansar og drekkur og það sem er mikilvægast: fóðrar krókódílana. Fóðrunin fer fram við mikinn bumbuslátt og er hverju dýri gefið f yrir sig á þann hátt að menn rétta því kjötbita úr „lófanum” ef svo má segja. Krókódíllinn (sem elskar kjöt) skríður brosandi á land og snæðir hrátt kjötiö beint úr hendi viðkomandi. Og stundum gerist víst að gefandinn fylgir með að hluta til. . . En það er ekki nóg með að þeir grænu séu fóörað- ir samviskusamlega heldur munu þeir einnig vera skreyttir armböndum og öðru mannlegu búkskrauti. Hvernig það hefur komist þangað er mér hulin ráðgáta. Nema að það sé frá því fyrir flóð... Þetta er einn af þessum undarlegu trúarsiöum sem staðið hafa af sér allar þjóöfélagsbreytingar og trúarkenning- ar: þetta er guðhræðslan á nærbrók- inni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.