Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Page 5
DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984. 5 Guðmundur Kjærnested kveður um leið og hann gengur frá borði í síðasta sinn sem skipherra Landhelgisgæslunnar. DV-mynd GVA. Tilboösverö Svalahuróir úr oregonpine með i| lœsingu, húnum og þéttilistum. Verö frá kr. 5.654,- Útihuröir úr oregonpine. Verö írá kr. 6.390,- Bílskúrshuróir, fTlTlTfl 9lu99ar °9 giuggaíog- Gildir til 1.05.84. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 Hversdags- legirhlutir imanm — segirGuðmundur Kjæmested Guðmundur Kjærnested skipherra kom úr sinni síðustu sjóferð sl. iaugar- dag af miöunum kringum landið. Bauð hann f jölskyldu sinni, börnum, tengda- börnum og barnabörnum að snæða kvöldverð um borð í varðskipinu Tý af þessu tilefni. Guðmundur varð sextugur sl. sumar og sagði í samtab við DV að sam- kvæmt reglum um lífeyrissjóð sjó- manna og lífeyrissjóð ríkisstarfs- manna gætu menn hætt störfum þegar þeir hefðu náð samanlagt 95 árum í starfi og aldri. „Eg hef starfaö í fjöru- tíu ár hjá Landhelgisgæslunni, bæði á sjó og í lofti, og vil hætta áður en ég verð svo kalkaöur að ég hef ekki vit á aö hætta,” sagði hann hlæjandi. „Nu fer maður í sundlaugarnar og glápir út i loftiö,” sagði hann aö- spurður hvað tæki nú við og bætti við: „Miklar fjarvistir í gegnum árin hafa gert það að verkum að maður hefur farið á mis við margt í f jölskyldulífinu og vonast ég til að geta bætt það upp héðanífrá.” Aðspurður hvað væri minnisstæöast frá ferli hans í Landheigisgæslunni svaraði Guðmundur Kjæmested: „Gömul kona á Vopnafirði, sem er mjög afskekkt byggðarlag eins og menn vita, sagði eitt sinn við mig að enginn utanaðkomandi gæti gert sér í hugarlund hve mikilvægt væri að vita af svona varöskipi fyrir utan þegar aðrar samgönguleiðir væru lokaöar — á okkur væri alltaf hægt að treysta. Það er þessi hugur landsbyggðar- fólksins til okkar í gæslunni sem er og verður mér minnisstæðastur. Það hefur oft verið spennandi, þegar maöur hefur t.d. flutt konu i bams- nauð, aö vita hvort yröi á undan skipið eða barnið. Þaö eru þessir hversdags- legu atburðir úr lífsbasli fólks sem sit ja lengst í manni. Margt úr landhelgisdeilunni situr í manni að sjálfsögöu þótt ég ylji mér frekar við þær minningar þegar okkur tókst að bjarga fólki úr verulegum hættum Varðandi landhelgisdeiluna er mér minnisstæöast þegar Bretar sigldu út úr iandhelginni og kvöddu okkur með að vitna í MacArthur hers- höfðingja og þau fleygu orð „We shall retum”. Svölukaffi — á morgun Svölumar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, halda sína árlegu kaffisölu 1. maí. Auk kaffisöl- unnar og meðlætis, en kökur og með- læti Svalanna er löngu landsfrægt, verður tískusýning og skyndihapp- drætti. Svölumar hafa verið iðnar við f jár- öflun frá stofnun félagsins en þaö er tiu ára um þessar mundir. Safnað hefur verið til góðgerðar- starfsemi og víða lagt af mörkum. Nú- verandi formaður félagsins er Jóhanna Bjömsdóttir, eða fram aö aöalfundi 12. maí nk. I tilefni 10 ára af- mælisins gefa Svölumar út veglegt afmælisrit sem kemur út 1. maí. Svölu- kaffiö á morgun verður að Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst klukkan tvö. -ÞG. Sar Cfl t íIh V' OUIili T EYÐIR MINNA EN CITROÉN 2 CV OG SAMT SNEGGRI OG HRAÐSKREIÐARI EN BMW. ....NGSKE L-TEST Mere okonomisk end 2 CV Hinn þekkti bílamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð mjög hrifinn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tækni og nákvæmni í framleiðslu kemui manni sannanlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensín lítra á Sunny en á Citroén 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. I stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stór vinsælum bíl — bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra." Verð á Nissan Sunny, 4 dyra fólksbíl, 5 gíra, 1500 cc, 84 hestöfl og ríkulega útbúinn, kr. 311.000. Við látum þér eftir að bera saman verð þeirra bíla sem Finn Knudstup minntist á í grein sinni. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar.— Munið bflasýningar okkar um helgar kl. 2-5. NISSAN LANG-LANGMEST FYRIR PENINGANA. INGVAR HELGASON HF, Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.