Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 6
6
DV. MÁNUDAGUR 30. APRlL 1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
VERÐMYNDUNARKERFI
MJÓLKURVARA GALLAÐ
— segir í skýrslu Hagvangs um vinnslu- og dreif ingarkostnað mjólkurvara
Umrœður um kókómjólk, mango-
sopa og jóga hafa verið linnulausar
að undanförnu. Deilur um skattlagn-
ingu á þessar mjólkurvörur hafa
veriö uppi í ríkisstjóminni og þing-
sölum. Svo hart hefur kveðið að
deilur þessar hafa vikið öðmm stór-
málum til hliðar.
Þó að deiit sé einkum um þrjár
mjólkurafurðir hangir líklega meira
á spýtunni. Deilurnar eru angi af
stærra máli eða standa jafnvel um
allan vinnsiu- og dreifingarkostnaö
mjólkuriönaöarins. Þessar deilur
eru ekki nýjar af nálinni þótt með
öðrum formerkjum séu í dag.
Arið 1981 gerði Hagvangur
athugun á vinnslu- og dreifingar-
kostnaði mjólkurafurða að beiðni
forsætisráðuneytisins. Var iögð fram
mikil skýrsla um þessa athugun í
nóvember 1981. Teljum við að
skýrslan skýri ýmis mál sem
tengjast mangodeilunni svokölluðu
og því birtum við hér það helsta úr
henni.
I skýrslunni, sem við höfum undir
höndum, segir að markmiðið með
þessari athugun sé að fá gleggri og
ítarlegri upplýsingar um þróun og
myndun vinnslu- og dreifingarkostn-
aðar mjólkurvara.
I helstu niðurstööum og ályktunum
segir:
Dreifing mjólkurframleiöslu yfir
árið er eitt af meiri háttar vanda-
málum íslensks mjólkuriðnaðar.
A árinu 1980 var hámarksfram-
leiðsla hér á landi umfram meðallag
um 32%, en í Noregi var hámarks-
framleiðslan um 13% umfram
meðallag.
Allar fjárfestingar í mjólkur-
vinnslunni hafa verið miðaðar við
hámarksafköst hennar.
Jöfnun mjólkurframleiðslunnar
gæti þýtt allt að 20% sparnað í fjár-
festingum eða sem nemur vinnslu-
getu bús sem vinnur úr 20.000.000
lítrum af mjólk á ári.
Jöfnun mjólkurframleiðslunnar
hefur einnig í för með sér hag-
kvæmari rekstur þar sem nýting
vinnuafls yrði betri en nú er.
Fram að þessu hefur verið beitt
breytilegu útborgunarhlutfalli til að
jafna framleiðsluna.
Þetta hefur þó ekki borið
tilætlaðan árangur og ekki er fylli-
lega ljóst hvaða áhrif kjamfóður-
gjaldið hefur á framleiðslu vetrar-
mjólkur. Líklega má þó telja að þaö
dragi frekar úr framleiöslu hennar
en slíkt er ekki æskilegt.
Augljóst er að taka verður upp
nýjar aðferðir tii að jafna dreifingu
mjólkurframleiðslunnar.
Markvissar, skipulagöar aögerðir
af hálfu bænda og víðtækt upplýs-
inga- og stjórnunarkerfi af hálfu
Framleiðsluráðs og/eða mjólkur-
búanna eru nauðsynlegar. Auk þess
er liklegt að beita þurfi breytilegri
verðlagningu þannig að grundvallar-
verð mjólkur verði hærra fyrir
vetrarmjólk en fyrir sumarmjólk
þannig að bændum sé tryggð ekki
lakari útkoma úr framieiðslu vetrar-
mjólkur.
I skýrslunni er sagt aö búast megi
við stöðnun í mjólkumeyslu á næstu
ámm og líklegt sé að haida þurfi
uppi sterkum áróðri fyrir mjólkur-
neyslu til að halda uppi neyslunni.
Rekstrarkostnaður
Þróun rekstrarkostnaðar við
mjólkurframieiðslu frá árinu 1975
hefur vaxið hraöar en almennar
verölagshækkanir.
Þessi þróun hefur verið hraðari í
mjólkurbúum úti á landi en á svæði I.
Orsök þessarar hröðu þróunar
umfram almennt verðlag liggur
meðal annars í meiri launahækk-
unum í mjólkuriðnaði, vaxandi
vaxtakostnaöi vegna fjárfestinga,
afurðalána og vegna breyttra skatta-
laga.
Þessi þróun hefur þó verið breyti-
leg milli búa og framleiðslukostn-
aður í búunum á unninn mjóikurlitra
er ótrúlega misjafn, eða frá því aö
vera um 30% af meðalframleiðslu-
kostnaði upp í aö vera um tvöfalt
meðalframleiösluverö.
Vegna þess hvernig bókhaldi er
háttað og vegna vöntunar á
kostnaðareftirliti er ekki unnt að ná
fram ratmverulegum framleiðslu-
kostnaði hverrar vöru í búunum.
Raunverulegur samanburður á
framieiöslukostnaöi og hagkvæmni
einstakra vara og milli búa er því
ekki fyrir hendi eins og til dæmis í
Svíþjóð og Noregi. Af þessu leiðir aö
stjórnendum búanna vantar
nauðsynlegar upplýsingar um fram-
leiöslukostnaö einstakra vöru-
tegunda og þar með vantar aðal-
forsendur fyrir því að ná fram sem
hagkvæmustum rekstri á búunum.
Verðlagning
mjólkurafurða
Akvarðanir 6-mannanefndar varö-
andi vinnslu- og dreifingarkostnaö
mjólkur í verðlagningu mjólkurvara
er þvi ekki byggður á upplýsingum
um raunverulegan framleiðslu-
kostnað einstakra vörutegunda,
heldur er einvörðungu stuðst við
upplýsingar Mjólkursamsölunnar
um heildar vinnslu- og dreifingar-
kostnað allrar innveginnar mjólkur
á mjólkursölusvæði I.
Framangreint hefur þvi í för meö
sér aö sá vinnslu- og dreifingar-
kostnaður mjólkur, sem 6-manna-
nefnd ákveður hverju sinni, er látinn
ganga hlutfallslega inn í verðlagn-
ingu allra þeirra mjólkurafurða sem
eru háðar verðlagsákvæðum.
Af f ramangreindu má ljóst vera að
verðlagning þeirra mjólkurvara,
sem háðar eru verðlagsákvæðum, er
ekki byggð á upplýsingum um raun-
verulegan framleiðslukostnað
einstakra mjólkurvara.
Athygli skal vakin á því að inni í
þeim vinnslu- og dreifingariiostnaði,
sem fram er settur af hálfu Fram-
leiðsluráðs landbúnaöarins á grund-
velli upplýsinga Mjólkursamsöl-
unnar, er innifalinn sá vinnslu- og
dreifingarkostnaður sem tilheyrir
sýrðum mjólkurvörum sem ekki eru
háðar neinum verðlagsákvæðum.
Verður ekki séð að vinnslu- og
dreifingarkostnaöur sýrðra mjólkur-
vara eigi heima á meðal þeirra vara
sem háöar eru verðlagsákvæðum,
nema þær mjólkurvörur falli einnig
undir verðlagsákvæði, sem er í sjáif u
sér langeðlilegast í núverandi
verðmyndunarkerfi mjólkurvara.
Af framansögðu er ljóst að það
ákvörðunarkerfi vinnslu- og
dreifingarkostnaðar sem við búum
við í dag er veruiega gallað og þarfn-
ast gagngerðrar endurskoðunar.
Þá er sagt í skýrslunni að verð-
lagning seldrar þjónustu á milli ein-
stakra rekstrareininga hljóti ávailt
að orka tvímælis og að það vakni
spumingar við gerð hækkunar-
beiöna um tiltekinn kostnað við
vinnslu og dreifingu.
í fyrsta lagi er útreikningur
núgildishækkunar mjög vafasamur.
í öðru lagi eru kröfur þær sem fram
eru settar ársf jóröungslega, en þær
eru ekkert annaö en áætlun um
væntaniegan kostnaö við vinnslu og
dreifingu mjólkurvara, ekki gerðar
upp miðað við niðurstöður bókhalds
Mjólkursamsölunnar.
í þriðja lagi eru vextir gjaldfærðir
í ársreikningum mjólkurbúanna á
mjólkursölusvæði I, samkvæmt
ákvæöum laga um tekjuskatt og
eignarskatt nr. 40/1978. Sú breyting,
sem þá varð, var í stórum dráttum
sú að þá var í fýrsta skipti heimilt að
færa gengistap af hvers konar
skuldum í erlendum verðmæli á því
ári sem gengisbreyting á sér stað til
gjalda sem vaxtagjöld og miðast
þau við sölugengi viðkomandi
erlends gjaldeyris í árslok.
I fjórða lagi vaknar sú spuming
hvort þær %-tölur, sem notaður eru
til að afskrifa fastafjármuni, séu
réttar þ.e.a.s. meti eölilega árlega
rýmun einstakra fastafjármuna
sem notaðir eru í rekstri mjólkur-
búa.
Sérstakiega er rætt um verð-
jöfnunargjaldið og þá breytingu með
lögum frá 17. maí 1976 að samþykkt
var að það kæmi inn í verðlagningu
mjólkurvara. Verðjöfnunargjald
greiða neytendur mjólkurvara.
Vaknar sú spurning hvort engin
takmörk séu fyrir því við núverandi
aðstæður hversu langt er hægt að
ganga í hækkun verðjöfnunar-
gjaidsins í þeim tilgangi að standa
undir rekstri óhagkvæmrar mjólkur-
vinnslu.
Afkastageta
mjólkurbúa
Nýting þess búnaöar, sem til er í
landinu, miöað við heildarfram-
ieiðsiu er nokkuð góð við fram-
leiðslu neyslumjólkur, en ails ekki
nægjanlega góð hvað varöar búnaö
til framleiöslu annarra mjólkuraf-
urða. Athygli vekur aðmikið af tækj-
um til framleiðslu sérafurða fyrir-
finnast í jafnvel minnstu búunum
þar sem nýting þeirra er mjög slæm.
Með skipulagðri sérhæfingu í bú-
unum og samvinnu milli þeirra má
tvimælalaust auka hagkvæmni í
rekstri og jafnvel á þann hátt koma í
veg fyrir lokun minnstu búanna í
framtíðinni. Augljóst er að ekki er
þörf á að auka heildarafkastagetu í
mjólkuriðnaöinum á næstu árum,
þannig að við endumýjun tækjakosts
þarf að gera sér grein fyrir hugsan-
legri jöfnun mjólkurframleiðslunnar
og sérhæfingu búanna.
Þróun framleiðni
í mjólkuriðnaði
Athygli vekur að á tímabilinu 1970
,til 1980 hefur framleiöni í mjólkur-
iönaöi ekkert aukist þrátt fyrir þær
f járfestingar sem átt hafa sér stað á
þessutímabili.
Einnig kemur í ljós að fjöigun
hefur átt sér stað á starfsfólki árin
1979 og 1980 þrátt fyrri minnkandi
mjólkurmagn.
Miðað við fyrirsjáanlega þróun í
mjólkurframleiðslu og neyslu, er
nauðsynlegt fyrir búin að aölaga sig ■
þessum breyttu aðstæðum og
endurskoöa starfsmannahald sitt.
Otjöfnun á mjólkurframleiðslu
bænda gæti einnig haft veruleg áhrif
til aukinnar hagræðingar og fram-
leiðni.
Samanburður við
önnurlönd
Samanburður á vinnslu- og
dreifingarkostnaði var gerður við
Noreg, Svíþjóð og Danmörku.
Augljóst er að bæði Norðmenn og
Svíar hafa komið sér upp samræmd-
um kostnaðareftirlits- og bókhalds-
kerfum sem öll búinnota.
Þetta gerir þeim kleift að bera
saman niðurstöður hinna einstöku
búa og fá yfirlit yfir framleiðslu-
kostnað.
Þessar niðurstöður nýtast síðan
sem grundvöllur verðlagningar
vinnslu- og dreifingarkostnaðar.
Samanburður á þessum verð-
myndunarkerfum og því verð-
myndunarkerfi, sem við búum við,
undirstrikar nauðsyn þess að taka
núverandi verðmyndunarkerfi hér á
landi til endurskoöunar, ekki síst
þegar tekið er tillit til þeirrar þróun-
ar sem átt hefur sér stað í mjólkur-
framleiöslu og framleiðni í mjólkur-
iönaöi.
Upplýsingar um raunverulegan
vinnslu- og dreifingarkostnað ein-
stakra mjólkurafurða hér á landi
liggja ekki fyrir og ráðstafanir
virðast ekki hafa verið gerðar til að
sundurliða og safna upplýsingum
fyrir slíkan útreikning.
Athygli vekur hve hár vinnslu- og
dreifingarkostnaður fyrir neyslu-
mjóik er ákvarðaður af 6-manna-
nefnd og hve lágt grunnverð rjóma
og smjörs er.
Með þessu er mjólkurbúunum
verulega mismunað, því að umfram-
fjármagn fæst inn í reksturinn gegn-
um neyslumjólkurframleiðslu, en
greiðslur fyrir rjóma og smjör nægja
ekki fyrir greiðslum til bænda.
Þetta leiöir til þess að neyslu-
mjólkurframleiðendur, sem fá fram-
leiðslu sína nánast staðgreidda, hafa
umframfjármagn í rekstrinum og
jafnframt möguleika á vaxtatekjum
eins og rekstrarreikningar bera með
sér.
Vinnslubúin, sem fá ekki fulla
greiðslu fyrir vörur sínar, liggja auk
þess oft með birgðir í langan tíma og
þurfa því á afturðalánum aö halda og
bera af þeim há vaxtag jöld.
Niðurlag
I niöurlagi athugunar Hagvangs er
komist að þeirri niðurstööu að veru-
legt átak þurfi að gera í mjólkur-
iðnaöinum til að endurskipuleggja
framleiðslu bænda, vinnslu búanna
og dreifingu mjólkurvara, svo að
meiri hagkvæmni náist og einnig
þurfi að halda áfram áróðri fyrir
mjólkurneyslu, svo að hún minnki
ekki, svo sem áöur er getið.
Jafnframt er bent á að það þurfi að
koma á nýju verðmyndunarkerfi
sem byggi á reynslutölum mjólkur-
vinnslunnar sem flokkaðar eru eftir
'afurðnm.
Bent er á kostnaðareftirlitskerfið í
nágrannalöndum okkar og áður er
vikiðað.
Aðsíðustusegir:
Eölilegt er að mjólkuriðnaðurinn
fái nægan tíma til að koma þessari
endurskipulagningu á (skrifað 1981)
en ekkert ætti að vera því til fyrir-
stöðu að grundvöliur aö nýju verð-
myndunarkerfi með haldgóðum upp-
lýsingum frá búunum sjálfum liggi
fyrir í ársbyrjun 1984, það er þegar,
árið 1983 hefur verið gert upp.
Fram að þeim tíma er eðlilegast aö
styðjast við svipaö kerfi og nú er í
gangi með nauðsynlegum endurbót-
um.
Nú eru þessi tímamót runnin upp.
Aðalfundir aUra mjóUrurbúa á sölu-
svæði I tU dæmis nýafstaðnir.
Rekstrarreikningar ársins 1983
Uggja fýrir. Að sögn Guðlaugs
Björgvinssonar, forstjóra Mjólkur-
samsölunnar, hafa engin tilmæli
borist hans fyrirtæki um breytingar
á núverandi skipulagi. En nefnd
hefur verið skipuð sem vinnur að
endurskoðun framleiðsluráöslag-
anna. -ÞG.'
"TTTrr”
Ms-
1 skýrslu Hagvangs segir að fjölgun hafi átt sér stað á starfsfólki árin 1979 og 1980, þrátt fyrir minnkandi
mjólkurmagn.