Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 9
DV. MÁNUDAGUR 30. APRÍL1984.- .
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
L;...
Breska lögreglan gaf sendiráöinu góðar gætur af nærliggjandi húsþökum.
LEITA AÐ FOLDUM
DAUÐAGILDRUM
í SENDIRÁÐILÍBÝU
Sendiráð Líbýu í London glataði
diplómatískri friðhelgi sinni á mið-
nætti í nótt en lögreglan leitar þar að
leynisprengjum og dauðagildrum áður
en hafin verður þar leit að vopnum.
Aöallega gerir hún sér vonir um að
finna vélbyssuna sem varð ungri lög-
reglukonu að bana og særði tíu manns.
Ur slíkri byssu var skotiö á
mannsafnaö sem hélt uppi mótmæla-
aðgerðum við sendiráðið 17. april.
Starfsliö sendiráðsins fór heim til
Líbýu á föstudag og þá sneri sendiráös-
fólk Breta heim frá Líbýu. Einn
umsjónarmaður var skilinn eftir í
líbýska sendiráðinu til málamynda og
yfirgaf hann ekki húsið fyrr en
skömmu áður en fresturinn rann út á
miðnætti.
Skógareldar
1500 hektarar skóga og kjarrlendis
eyðilögðust í eldi i Frakklandi um
helgina. Mest tjón varð í Bretagne þar
sem erfiðast gekk að hemja eldinn
fyrir hvassviöri. Síðustu tvær vikur
hefur verið þurrviðri, sólskin og hlý-
indi í Frakklandi. — Litlu munaði að
stórslys hlytist af þegar skógareldur
hafði nær umlokið æfingarbúðir hers-
ins í norðurhluta Frakklands.
ÆTLA AÐ MYNDA
ÞJÓDSTJÓRN
Rashid Karami, sem tilnefndur
hefur verið næsti forsætisráðherra
Libanon, kom til höfuðborgarinnar í
morgun frá Trípólí til skrafs og ráða-
gerða við Gemayel forseta um myndun
þjóðstjórnar. — En leiðtogar hægri-
sinna kristinna manna koma um leið
saman i dag til að ákveöa hvort þeir
muni taka þátt í myndun þjóðstjórn-
arinnar.
Gemayel fól Karami að mynda
þjóðstjóm með þátttöku allra fylkinga
landsins en í viðtölum við fréttamenn
vildi Karami ekkert um það segja
hvenær hann mundi kynna ráðuneyti
sitt.
Karami, sem er Sunnita-múslimi,
hefur um helgina átt viöræður við
leiðtoga múhameöstrúarmanna þar
sem einhver ágreiningur mun hafa
verið um fyrirhugaða þjóðstjórn en
enginn vafi þykir leika á því aö þeir
muni taka þátt i stjórnarmynduninni.
Aðalandstaðan gegn þjóðstjómar-
myndun kemur frá CamiÚe Chamoun,
fyrrum forseta, og samtökum hans og
sömuleiöis falangistaflokki Pierre
Geymayels, föður Gemayels forseta.
Það er vitaö að hinn 84 ára gamli
Chamoun er andstæður Karami en
vonast til þess að hann muni þó fást til
samstarfs. Pierre Gemayel mun hafa
sagt syni sínum að hann gæti látið til-
leiöast að taka sæti i stjóminni ef
flokkur falangista legði blessun sína
þar á en flokkurinn hefur ekki enn
tekið afstöðu.
Kristnir Líbanir eiga verst með að
fella sig við Karmai sem forsætis-
ráöherra vegna þess að valið á honum
var gert í samráði við Sýrland.
3jafniríefstasæti
Karpov og Polugayevsky gerðu jafn-
tefli í innbyrðisskák í fjórðu umferð
alþjóðaskákmótsins í London í gær og
halda forystu með 3 vinninga.
Einn stigalægsti keppandinn í
mótinu, Murray Chandler frá Bret-
landi, kom á óvart í gær þegar hann
sigraði Ulf Anderson frá Svíþjóð og er
Chandler einnig með 3 vinninga.
Korchnoi og Ribli gerðu friðsamlegt
jafntefli en Seirawan sigraði Vagani-
an. — Hafa Ribli og Seirawan 2 1/2
vinninga, en Korchnoi, Timman og
Mestel 2 vinninga hver.
Anderson, Vaganian og Nunn hafa 1
1/2 hver, Miles hefur 1 vinning, Speel-
man hefur 1 vinning og biðskák á móti
Torre sem hefur 1/2 vinning.
Reaigan Bandaríkjaforseti í Kína:
Heimsóknin greiddi
fyrir samningunum
Heimsókn Bandarikjaforseta til
Kína er senn komin að lokum, en í dag
vom undirrituö fjögur samkomulags-
atriði og sáttmáli um samstarf á sviði
kjarnorku, en það síöasta er háð sam-
þykki Bandaríkjaþings.
Reagan forseti mun halda frá
Peking til Shanghai í dag að loknum
viðræðum við leiðtoga Kina en Zhao
Ziyang, forsætisráðherra Kína, sagði
honum viö undirskrift samninganna i
morgun að sú athöfn markaöi
merkilegan áfanga í samskiptum Kina
og Bandaríkjanna.
Reagah átti viðræður við Deng
Ziaoping, aðalvaldamann Kína, og
fleiri leiðtoga á laugardag og sagði
Deng þá að Taiwan og þjóðemissinnar
væri eftir sem áður efsta mál á dag-
skrá í tengslum Kína og Bandaríkj-
anna. Sagði Deng að Kína reyndi allt
til þess að ná sáttum við þjóðemissinna
og sameina eyjuna meginlandi Kína og
vonaðist hann til þess að Bandaríkja-
stjóm gerði ekkert sem spillt gæti því.
Kínversku leiðtogarnir vom gagn-
rýnir á stefnu Bandaríkjanna í Mið-
Ameríku og tvívegis var sleppt í
kínverska sjónvarpinu köflum úr ræðu
Reagans þar sem hann í ööru tilvikinu
veittist harkalega að Sovétríkjunum
og í hinu tilvikinu fór orðum um ágæti
kapitalismans og guðstrú.
Heimsókninni lýkur á morgun, en á
leiðinni heim mun Reagan hitta
Jóhannes Pál páfa í Alaska.
Tire$tonc
V S-211
Nýbýlavegi 2
Sími 42600
Firestone S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir
undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt
og fjölskyldu þinnar.
JÖFUR
HF
Kópavogi
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt
bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks
öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan.
Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru
sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og
endist og endist . . .
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT!
•• +
ER FJOLSKYLDA ÞIN
J ekk' l
. cí OÐRA
HJÓLBARÐA VIRÐI ?