Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Blaðsíða 14
14
DV:MÁNUDAGUR 30. APRIL1984.
UMBOÐSMENN
VANTAR
STRAX
HAFIMIR
Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einars-
syni, sími92-6958.
BREIÐDALSVÍK
Uppiýsingar hjá Steinunni
Arnardóttur, sími97-5628.
DJÚPIVOGUR
Upplýsingar hjá Steinunni
Jónsdóttur, sími97-8916.
SAUÐÁRKRÓKUR
Upplýsingar hjá Ingimar Pálssyni,
sími95-5654.
Einnig eru allar upplýsingar á af-
greiðslu DV, Þverholti 11, sími27022.
rr varta
OFURKRAFTUR -
ÓTRÚLEG ENDING
: W. >1'J
SAMAN
VERDOG
Eyðirðu stórfé í rafhlöður?
Þá skiptir máli að velja þær
sem endast best.
Hafir þú reynt VARTA
rafhlöður, veistu að þær
endast ótrúlega lengi.
i rafhlaðna og
mest seldu,
er verðið á
VARTA rafhlöðum
með því lægsta
sem þekkist.
Vertu viss um
að velja VARTA
rafhlöður - þú færð
ofurkraft, fyrir
lágt verð.
Við erum óhræddir við samanburð -
VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla
VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni
FJÁRLAGAGATIÐ OG
BÆNDASTÉTTIN
Þaö mun hafa verið í síðustu viku að
í leiöara DV birtist grein sem fjallaði
um fjárlagagatið margumtalaða og
leiðir til að finna fjármagn til að fylla í
það. Eins og vænta mátti átti ritstjóri
blaðsins ekki í vandræðum með að
finna fjármagn til aö fylla í það gat og
meira en þaö. Nú var gulliö tækifæri tU
aö fækka bændum svo um munaði.
Hætt skyldi að greiða útflutningsupp-
bætur á landbúnaöarafurðir. Niður-
greiðslur skyldu afnumdar á land-
búnaðarafurðir og fleiri heilræði nefnd
í sama dúr. Ef fariö væri að þessum
heilræðum ritstjórans mundi kaup
bænda lækka um allt að helming. Því
að þótt niöurgreiðslur séu fyrst og
fremst ætlaðar til að lækka verð búsaf-
urða til neytenda þá mundi kauþ þeirra
v á búvörum sem greiddar eru niður
stórminnka og þar með safnast upp
birgöir sem flytja yrði út ef hægt yröi
aö finna markaö fyrir þær. Þó að nú liti
út fyrir að hægt sé að selja mikiö kjöt
til Bandaríkjanna þá er veröiö fyrir
það svo lágt ennþá að útilokaö er að
nýta þann markað nema útflutnings-
uppbætur haldist óbreyttar. Þarna er
hins vegar um mjög stóran markað aö
ræða og ef neytendum þar líkaði dilka-
kjötið vel, eins og ástæða er til að ætla,
gæti svo farið að verð á því stórhækk-
aði á þeim markaði á fáum árum. Þess
vegna er það stórmál fyrir sauðfjár-
bændur, og reyndar þjóðina alla, ef
takast mætti að vinna þar góðan ör-
uggan markað. Þá kynni svo aö fara að
innan fárra ára yröu útflutningsbætur
á lambakjöti óþarfar.
Eg vil benda á aö mér vitanlega
hefur engin önnur stétt en bændur
unnið skipulega að þvi á undanförnum
árum að takmarka framleiöslu sína. Á
nokkrum árum hefur sauðfé hér á
landi verið fækkaö um nær 20%.
Mjólkurframleiðsla hefur einnig
minnkaö mikið, þótt því miður hafi
orðiö nokkur aukning á henni á
Noröurlandi síöastliðið ár. Þessi
samdráttur hefur komið mjög illa við
fjárhag bænda eins og kunnugt er. Eg
fullyrði að engin stétt í landinu hefði
sjálf haft frumkvæði að því aö rýra
kjör sín á þennan hátt nema bændur.
En þeir gerðu sér ljóst fyrir nokkrum
árum að í óefni stefndi og grípa varð til
róttækra ráðstafana ef ekki átti illa aö
fara. Ef ríkisvaldið sviptir þá svo þeim
stuðningi sem þeir hafa af útflutnings-
bótum samkvæmt lögum má búast viö
algeru hruni í landbúnaðinum, og það
er einmitt það sem ritstjóri DV óskar
eftir.
Erfiðleikar
þjóðarbúsins
Allir þekkja þá erfiöleika sem steöja
aö þjóðinni nú í efnahagsmálum og
sem meöal annars stafa af minnkandi
þorskveiði. Er sanngjamt að undir-
stööuatvinnuvegimir, landbúnaöur og
sjávarútvegur, taki á sig allan vanda
þjóðarbúsins en ýmis annar atvinnu-
rekstur og þjónusta græði fé á sama
tíma? Ritstjórinn gerir sér ljóst aö ef
farið væri að tillögum hans þá þyrfti
fljótlega að flytja inn landbúnaðar-
vömr í stórum stíl, en það er honum
ekkert áhyggjuefni. Nógur er gjald-
eyririnn hér á landi!!! Ef til vill
hugsar hann sér að þjóðin bæti sér upp
mjólkurskort með bjórframleiðslu.
Gerum ráð fyrir að þessar tillögur rit-
stjórans yrðu framkvæmdar, þá má
búast við aö bændum fækki um allt að
helming á næstu árum, og margar
sveitir fari í eyði. Eg geri ráð fyrir að
það yrði ritstjóranum mikið gleðiefni,
miöaö við það hvaö hann hefur notaö
mikið rúm í blaði sínu til aö níða niður
og ófrægja bændastéttina síðustu árin.
Þó má líklega undanskilja svína- og
alifuglabændur, en þeim hefur hann
verið vinveittur. Nýlega hafa komið
fram upplýsingar um aö í svína- og ali-
fuglafóöur sé blandaö fúkkalyfjum og
litarefnum. Menn eru hins vegar
stranglega varaðir við að drekka
mjólk úr kúm, sem hafa fengiö fúkka-
lyf, í fjóra sólarhringa frá því lyfjagjöf
var hætt. Það er kannski í lagi að borða
SIGURÐUR LÁRUSSON
BÓNDI, GILSÁ,
BREIÐDAL
svinakjöt, kjúklinga og egg þó aö
dýrunum hafi verið gefin fúkkalyf
daginn áöur en þeim var slátraö? Ekki
man ég eftir að DV hafi varað við því.
Líklega er dilkakjötið okkar lausara
viö mengun en flest önnur matvæli sem
við borðum og áreiöanlega hoilara en
svína- og kjúklingakjöt þó að DV reyni
sífellt að níða það niður. Þýsku nasist-
amir notuðu þá aðferð mikið i áróöri
sínum að endurtaka lygina nógu oft
þar til fólk trúði henni að lokum. Sömu
aöferðum finnst mér aö DV hafi
löngum beitt gegn hinum hefðbundnu
greinum í landbúnaðinum og bændum.
Útreikningar
Ekki skal dregið í efa að Jónas rit-
stjóri er vel greindur og töluglöggur
maður. Þess vegna langar mig að
biðja hann að reikna út hagkvæmni
þess ef 2000 bændur, sem framleiða
kindakjöt og mjólk, hættu búskap. Þá
eru það einkum eftirfarandi atriði sem
mig langar að fá svör viö.
1. Hverteigaþeiraðflytja?
2. Hvaða likur eru til að finna mætti
störf við þeirra hæfi í því atvinnu-
ástandisemnúer?
3. Hvaðkostaðiaðbyggjahúsyfir2000
fjölskyldur á þéttbýlissvæðunum?
4. Hvað yrði um þau verömæti sem
þeir yrðu að skilja eftir á jörðum
sínum, íbúöarhús, peningshús,
ræktað land, girðingar, vélar varð-
andi búreksturinn og fleiri
verðmæti. Verðmæti þessi gætu
hugsanlega verið á bilinu frá
tveimur til tíu milljóna. Ætti þaö tap
aö lenda á viðkomandi bónda eða á
þjóöarbúinu?
5. Hver ætti að greiða stofnlánaskuldir
bændanna við lánastofnanir. Ættu
bankamir kannski að bera það bóta-
laust?
Margra fleiri spurninga gæti ég
spurt en læt þessar nægja í bili. Frá
mínu sjónarmiði eru öll skrif ritstjór-
ans um landbúnaðarmál byggð á van-
þekkingu eða illvilja í garð bænda. Mér
finnst hann líta á bændur sem rétt-
lausa menn sem hægt sé aö ráðstafa
eftir þörfum annarra eins og taf lmönn-
um á skákborði.
Að lokum vil ég vekja athygli á þeim
mikla áróðri sem DV hefur rekið fyrir
svína- og alifuglarækt, en jafnframt
benda á fjölda fjandsamlegra greina
um kinda- og kúabúskap. En hvort er
þjóðhagslega hagkvæmara ef grannt
er skoðað? Eg bendi á, aö mestallt
fóður svína og hænsna er innflutt en
mikill meirihluti kinda- og nautgripa-
fóðurs er innlent, þó alveg sérstaklega
kindafóðriö. Eg vil líka leyfa mér að
benda á þann fjölda fólks sem hefur
sitt framfæri af sauðfjárframleiðsl-
unni, einkum í ullar- og skinnaiðnaöi.
Og þjóðarbúiö fær miklar gjaldeyris-
tekjur af útflutningi ullar- og skinna-
vara. Ef ég man rétt þá er það sá
iönaður sem gefið hefur mestar
útflutningstekjur hér á landi undan-
farin ár að undanskildu álverinu í
Straumsvík. Auk'þess er notað veru-
legt magn af þessum vörum innan-
lands. Þá má minna á að þessi fram-
leiðsla skapar miklu fleiri atvinnutæki-
færi en álverksmiðjan og það er mikil-
vægt þegar þröngt er orðiö um vinnu.
Loks má minna á að trúlega má enn
stórauka þessa framleiösíu ef sauöfé
fækkar ekki enn að miklum mun. Þess
vegna finnst mér þessi stanslausi
áróður í DV illskiljanlegur og greini-
legt að þar er aðeins skoðuð ein hliðin á
þessum málum. Það þjónar ekki
hagsmunum landsmanna.
Það er alkunna aö allar nágranna-
þjóðir okkar styðja landbúnað sinn í
stórum stíl, flestar miklu meira en
Islendingar. Margar þeirra keppast
við að áuká framleiöslu sína svo þær
geti verið sjálfum sér nógar hvað bús-
afurðir snertir. Má þar meðal
annars minna á Noreg. Islenskir
bændur hafa fengið að kenna á því í
sambandi við útflutt dilkakjöt. Aö
lokum vil ég hvetja alla islenska
bændur til að standa saman gegn þeim
niðurrifsöflum sem vilja landbúnað á
Islandi feigan.
Styrkið og fegrið líkamann
DÖMUROG HERRAR!
NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 2. MAÍ.
HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR í HÁDEGINU
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ósamt megrandi æfingum. Sórtimar fyrir
konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem
eru slæmar i baki eða þjóst af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu-
böð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríurn-lampar.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Júdódeild Ármanns
Á *! 99 Innritun og upplýsingar alla virka daga
Armuia sz. kL 13-22 \ síma 83295.