Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 16
16 DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984. Spurningin Hvenær feröu að sofa? Jóna Jónsdóttir: Eg fer aö sofa klukkan 10 en það er misjafnt hvenær ég sofna. Svo vakna ég aftur átta á morgnana. Guðrún Jörgensen: Eg sofna yfirleitt um miðnætti þó að það geti dregist. Það fer eftir því hvemig skapið er. Hjördis Ingvarsdóttir: Eg fer að sofa klukkan 12. Nei, ég les aldrei í rúminu. Svo vakna ég oftast um áttaleytið. Klara Frimannsdóttir: Eg fer aö sofa klukkan 10, en sofna ekki alltaf strax. Eg fer alltaf á fætur klukkan átta á morgnana. Hálfdán Jónsson: Eg sofna á miðnætti og er svo rokinn upp klukkan 7 um: morguninn. Halldór Sigurðsson sendibílstjóri: Sofna hálftvö og vakna níu. Það er yfir- drifið. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Frá Bergþórshvoli. Deilur prests og þingmanns Athugasemd við skrif Snorra Þorvaldssonar Sveitungl skrifar: Enn geysist Snorri Þorvaldsson fram á ritvöllinn í DV til að halda áfram skrifum fyrir skjólstæðing sinn, séra Pál. Það er furðulegt að Snorri skuli halda áfram þeirri iðju sem hann hóf í DV um daginn með miður falleg- um lýsingum á sveitungum sínum. Og að vera aö lýsa fyrir alþjóð hversu mikill „lýðræðissinni” hann hafi verið á fundinum aö reyna að varna tengda- móöur sinni að greiða atkvæði. Þetta er jafnvel meira en menn bjuggust við af honum, en eru þó ýmsu vanir. Allir heimamenn í Vestur-Landeyj- um þekkja fleyg þann sem er á milli Snorra og tengdamóður hans og vita jafnframt að sá fleygur er frá Snorra kominn. Ekki þýðir fyrir hann að koma bví á aðra. Fundarmenn á safnaðar- fundinum í Akurey þekkja og háreystinai er frá Snorra kom er hann var að mót- mæla veru hennar, að hún heföi ekki kosningarétt og væri raunar ekki í sóknamefnd, eins og sumir sögöu á fundinum, án þess að nöfn séu nefnd, en Snorra eru þau kunnug. Hafði hún þó veriö kölluö á sóknamefndarfundi er þeir vom haldnir og biskup lýsti því yfir á fundinum að hún væri í sóknar- nefnd þar til nýr maöur yröi kosinn á fundinum og jafnframt aö hún heföi at- kvæðisrétt. Varöandi lögregluskýrslu sem lesin var upp á fundinum er þaö aö segja aö hún er kæra séra Páls á eitt sóknar- barn sitt. Snorri segir að fólkinu hafi ekki ofboðlð kæran heldur aö hún skuli lesin upp í kirkju. Sem sagt, Snorri er bara ánægður meö kæruna frá prestin- um, má lesa út úr þessum orðum hans. En hljóta ekki samskipti prests og saf naðar aö vera eitt höfuðumræðuefni á safnaöarfundi? Þaö er alþjóö kunnugt, af blaöa- skrifum Snorra, að messan í Akurey var óvenjustutt, stóð aðeins hálfan tíma, og því flutti séra Páll stutta ræðu. (Að vísu má deila um hvort messan stendur enn því ekki er búiö að hringja út.) Upplestur á skýrslunni var viðbótarræða frá séra Páli. Því það voru orð hans sjálfs sem lesln voru. Eiga þau ekkl erindl til safnaðar- ins? Og hefði verið nokkuð athugavert þótt lesiö heföi verið meira af svo góöu frá séra Páli, bæöi kærubréf og blaða- skrif? Það hefðu þá verið orð séra Páls sem lesin voru, viðbótarræður frá hon- um. Lætur sóknarprestur nokkuð frá sér fara á rituðu máli sem ekki má lesa í kirkju? Eða eru stuðningsmenn séra Páls svo gramir yfir upplestrinum vegna þess að þeir vilja fela það sem séra Pálleraðgera? Snorri er enn að tala um að menn vilji flæma séra Pál í burtu. Hann bara athugar ekki hverjir eru raunverulega að því. Hverjir eru það? Fyrst skal frægan telja séra Pél sjálfan sem með sinni stöðugu fram- göngu er duglegastur við að koma sjálfum sér í burtu. En einnig, og ekki síður, eru hinir svokölluðu stuðnings- menn séra Páls duglegir aö kynda hann upp og hleypa aukinni úlfúö í málið. Með sinni stööugu iðju tekst þeim að flýta för séra Páls í burtu. Þeir skyldu því sem fyrst fara að líta í eigin barm, og þó fyrr hefði verið. Lesendabréf Eyjó skrifar: Lengi hefur það hvarflað aö mér að senda ykkur bréfkorn en ekki hef- ur orðið af því ennþá. Veit ég þó um f jölda manna sem hefur létt af sér þungum byrðum með því að skrifa ykkur harðorð bréf. Eg hef oft verið kominn að ritvéiarboröinu en þegar á hefur reynt hef ég brugðist. Er ég allajafnan svo æstur að meiöyrða- mál hefði oröið úr öllu saman. En alltaf þegar ég opna dagblöðin og les þaö sem þar er ritað verð ég bálillur. Minnst einu sinni á dag verð ég trítil- óður. Þaö eru ýmis mál, sitt af hverju tagi, sem ergja mig. Nú finn ég að æsingurinn er að yfirtaka mig þannig að ég læt þessu lokið. Skrifa kannskiseinna. Jörðin flöt Tvær að uorðan skrif a: Þriöjudaginn 3.4. rákumst við á grein í DV um Flat Earth Society. Þetta vakti mikla undrun hjá okkur og langar okkur þess vegna að biðja ykkur að fá svör við nokkrum spurn- ingum. Kannski vill reykvíski lög- maöurinn, sem þiö sögöuð frá, svara þeim? Hvaða lönd eru í miðjunni og hver eruviðjaöarinn? Hvaö er hinum megin á jörðinni? Af hverju er sjóndeiidarhringur- inn boginn? Hvers vegna rennur sjórinn ekki útaf jörðinni? Hvaðerjörðinþykk? Við vonum að lögmaðurinn geti svaraö þessum spumingum. Kenna öðrum um Gunnar Sigurðsson skrifar: Það er einkennilegt með þessa at- vinnuknattspymumenn. Alltaf þegar eitthvaö fer úrskeiðis hjá þeim þá er skuldinni skellt á þjálfarann. lslensku atvinnumennimir okkar eru talandi dæmi um þetta. Sævar Jónsson kenndi þjálfaranum um stórtap sem lið hans lenti i í vetur. Láms Guðmundsson lenti í útistöð- um við þjálfarann sinn, eins og allir muna, og kenndi honum um allt sam- an. Og nú er Pétur Pétursson enn einu sinni farinn af stað. Nú vill hann fá sig lækkaöan í verði og fara til Feyenoord. Mig minnir að hann hafi sagst alfarinn þaðan er hann var seidur frá þeim til Anderlecht fyrir nokkrum árum. Þessir menn ættu að hugsa sinn gang. Enginn hundaskítur áNesinu Göngugarpur skrifar: Eg bý á Sejtjamarnesi og hef gert svoiitið að því aö undanfómu aö kíkja eftir hundaskít sem á víst að vera svo mikillíbænum. Eg hef lítið séö af honum en aftur á móti hef ég gengið fram á mikið af hestaskít. Hann er eins og allir vita mun fyrirferðarmeiri en kúkur hund- anna og óþægilegri að stíga í. Vírðist mér svo sem eitt heista vígi hundaandstæðinga hafi verið á sandi byggt. Svæfandi spenna Jón Axelskrifar: Eg hélt nú aldrei aö það ætti eftir aö koma upp sú staöa að ég sofnaði viö aö horfa á sakamálamynd. En það varð nú samt raunin meö Snák- inn í sjónvarpinu í þriðjudaginn var. Jæja, þetta er nú bara annar mis- heppnaði sakamálamyndaflokkur- inn í röð sem sjónvarpið festir kaup á. Það hef ur svo sem verið verra. Úr Þýskaland, föla móðir. Þýskaland, föla móðir Ellen Larsen hringdi: Mig langar bara til að þakka sjón- varpinu fyrir hina ágætu mynd, Þýskaland, föla móðir, sem sýnd var i sjónvarpinu á föstudaginn langa. Þetta var stórgóö mynd og ég vona bara að sjónvarpiö haldi áfram ásvipaðri línu. Knapp bjargar málunum Baldur skrifar: Nú fara góðir tímar í hönd í knatt- spymumálum okkar Islendinga. Með tilkomu Tony Knapp í landsliðsþjálf- arasætið getum við búist viö að boltinn hækki jafnhratt og sól á lofti þessa dag- ana. Knappurinn bjargar þessu. SnarirSVR- menn Gáriskrifar: Ég skrifaði í.lesendur’DV fyrir um hálfum mánuði og kvartaði þá yfir ómerktri strætóstoppistöð i Armúlan- um. Menn hjá SVR brugöust fljótt og vel við og nú er risinn fagur og vel merkt- ur staur. Þakka snarræðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.