Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Síða 24
DV. MANUDAGUR 30. APRIL1984.
íþróttir
Iþróttir
fiþróttir
Enn sigraði
MagnúsJónsson
— á opna golfmótinu
á Strandarvelli
Magnús Jónsson, GS, varð sigurvegari á
fyrsta opna golfmótinu í ár á Strandarvelli á
RangárvöUum. Lék á 75 höggum cn par
vailarsins cr 70 högg. Þetta er í þriöja sinn
sem þetta mót er háð og Magnús hefur alltaf
sigrað.
Golfklúbbur HeUu sá um mótið. Keppendur
voru 96 frá Reykjavíkurklúbbunum, Suöur-
ncsjum, Akranesi, Borgarnesi og af Suður-
landi. Annar i keppni án forgjafar var Hilmar
Björgvinsson, GS, og þriðji Öskar Sæmunds-
son, GR, einnig á 77 höggum en með iakari
árangur á lokaholunum.
I keppni með forgjöf sigraði Friðrik
Andrésson, GR, á 68 höggum nettó. Smári
Jóhannsson, GOS, annar á 69 höggum og
Sigurjón Amarson, GR, þriðji með 71 högg.
hsim.
Sá ítalski
ók hraðast
— íbelgíska grand
prix kappakstrinum
Itaiinn Miehele Aiboreto sigraði í belgíska
grand prix kappakstrinum í Zolder í Belgíu í
gær. Ok Ferrari-bíl stnum á 1 klst. 36.32,048 og
var mcðalhraði hans 185,430 km. Derek
Warwick, Bretlandi, varð annar á Renault á
1:37.14,434. Rene Araoux, Frakklandi, varð
þriðji á Ferrari á 1:37.41,851 og heimsmeistar-
inn, Kekc Rosberg, Finnlandi, fjórði á
Williams, einum hring á eftir.
I stigakeppninni er Alain Prost, Frakk-,
landi, cfstur með 15 stig. Warwick annar með
10 stíg en síðan koma Alboreto, Niki Lauda,
Austurríki, og Rosberg með 9 stig.
hsím.
Ovett stakk af
á lokasprettinum
Stcve Ovett frá Brighton, heimsmethafinn í
1500 m hlaupi, vann auöveldan sigur í milu-
hlaupi í París á laugardag. Hljóp frá
keppinautum sínum þegar 250 metrar voru í
mark en margir frægir hlauparar tóku þátt i
hlaupinu. Þeir réðu ekkert við lokasprett
Ovetts og þar á meðal voru Thomas
Wessinghagc, V-Þýskalandi, og Steve Maree,
USA. Tími Ovett var 3:56.12 mín. Jose-Luis
Gonzales, Spáni, varð annar á 3:56.80 mín.
Jose Abascal, Spáni, varð þriðji á 3:57.35 min.
og Pasca. Thiebaut, Frakklandi, fjórði á
3:58.34 mín.
hsím.
Iþróttir
Mörkin komu á færífijandi
ogStuttgart þokast nær
Ásgeir skoradi tvö mörk í 6-0 sigri Stuttgart gegn Niimberg
Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni
DV i Þýskaiandi.
Stuttgart vann stærsta útisigur sinn
frá 1963 um helgina er Asgeir og
félagar heimsóttu botnliðið Niiraberg
og hreinlega rúlluðu þeim upp eins og
sagt er og þegar flautað var til leiks-
loka hafði Stuttgart skorað sex mörk
en Niimberg ekkert.
Asgeir Sigurvinsson átti mjög góöan
leik og hann skoraði tvö mörk í leikn-
um, þriðja og f jórða markiö. Hin mörk-1
in skoruöu þeir Allgöwer, Olicher,
Miiller og Reichert skoraði síöasta
markið. Stuttgart er því enn efst í
Bundesligunni en keppnin á toppi
hennar er æsispennandi.
„Þetta var góður sigur hjá okkur og
mjög mikilvægt að skora svona mörg
mörk. Þaö kæmi mér ekki á óvart þótt
markahlutfall réði úrslitum í lokin,”
sagði Benthaus, þjálfari Stuttgart,
eftir leikinn og var hinn hressasti með
sína menn, enda varla annaö hægt.
Auðvelt hjá Bayern
Bayem Múnchen vann næsta auð-
veldan sigur á Frankfurt og var snill-
ingurinn Karl Heinz Rummenigge í
essinu sínu í leiknum. Hann skoraöi tvö
af mörkum Bayern en lokatölur uröu
3—0. Matthi skoraði þriöja markiö.
Leikmenn Frankfurt fengu tækifæri til
aö jafna leikinn á 33. mínútu þegar
dæmd var vítaspyrna á Bayem. En
þeim tókst ekki aö skora úr spymunni.
Skotiö var hátt yf ir markiö.
Jafntefli KR
ogVíkings
Staðan á Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyran eftir leiki helgarinnar er þessi:
Fylkir—Armann 3—2
Víkingur—KR 2—2
KR 4 2 2 0 11-7 8
Fram 3 2 1 0 7—0 7
Fylkir 4 2 0 2 8-13 6
Þróttur 3 111 4—1 4
Valur 10 10 3—3 2
Víkingur 2 0 11 4—5 1
Armann 3 0 0 3 2—10 0
Næsti leikur er á morgun en þá Ieika
Fram og Valur. Á miðvikudag leika
síðan Armann og Víkingur.
-SK.
Stórsigur hjá
Hamborg
34 þúsund áhorfendur urðu vitni aö
því þegar Hamborg tók Köln í kennslu-
stund á heimavelli, Köln. Lokatölur 1—
4 og aldrei nein spurning hver úrslit
leiksins yrðu. Þaö voru þeir Kaltz,
Schapzschneider, Schröder og Rolff
sem skoruðu fyrir Hamborg en Klaus
Allofs skoraöi eina mark Kölnar-
liðsins.
Stórkostleg heppni
hjá Gladbach
Þaö var alveg meö ólíkindum hve
heppnin lék viö leikmenn Borussia
Mönchengladbach í leik liösins gegn
Kaiserslautern. Gladbach sigraöi 3—2
og skoraði Frantszek sigurmarkiö á
síðustu sekúndu leiksins. Og ekki nóg
meö það. Knötturinn fór í gegnum klof-
iö á markveröinum snjalla, Ronnie
Hellström.
Úll toppliðinn unnu því leiki sina í
Bundesligunni um helgina og er staöan
því óbreytt frá síðustu helgi.
Urslit í öðrum leikjum:
K. Offenbach—F. Diisseldorf 5—1
W.Bremen—Billfeld 3-0
Brunsweig—Leverkusen 0-0
Bochum—Dortmund 2-2
Mannheim—Uerdingen 1-4 -SK
Kúlan f laug yf ir
21 metra markið
Frá Jóni Þór Gunnarssyni, frétta-
manni DVÍUSA.
Það var mikið um frjálsíþróttamót í
Bandaríkjunum um helgina og viða
náðist góður árangur. Á móti í Phila-
delphíu sigraði Augie Wolf í kúluvarpi.
Varpaði 21,22 m og hefur stórbætt
árangur sinn að undanförau. Gamli
garpurinn Brian Oldfield, sem varpaði
22,86 m sem atvinnumaður 1975, varð
annar með 20,89 m og þriðji Michael
Carter með 20,06 m.
Bretinn Roald Bradstock, sem
stundar háskólanám í USA, kastaöi
spjóti 84,32 m og hefur góöa möguleika
á aö komast í breska ólympíuliðið.
Adam Dixon, USA, náði besta tíma
ársins í 1500 m hlaupi í USA þegar
hann sigraöi á 3:36,71 min. Landar
hans, Chuck Aragon og Ross
Donoghue, hlupu á 3:36,80 og 3:36,95
mín. Kanadamaðurinn Mark McKoy
sigraöi í 110 m grindahlaupi á 13,78
sek. eftir aö Roger Kingdom, USA,
hafði komið fyrstur í mark á 13,8 sek.,
en var dæmdur úr leik.
A móti í Des Moines í Iowa sigraöi
besti millivegalengdahlaupari USA,
Steve Scott, í 1500 m á 3:38,27 mín.
William Wuyke frá Venezúela, sem
stundar háskólanám í Alabama eins og
margir Islendingar, sigraöi í 800 m
hlaupi á 1:47,0 mín. Heimsmeistarinn
Calvin Smith, USA, sigraði í 200 m
hlaupi á 20,55 sek. en varö aö láta sér
nægja annað sæti í 100 m á 10,34 sek.
Rod Richardson, USA, sigraöi þar á
10,32 sek. -JÞG/hsím.
„Möguleikar
mjög góðir”
Alf reð og félagar unnu um helgina
„Þetta var mjög mikilvægur sigur
hjá okkur og nú er bara að duga eða
drepast um næstu helgi en þá leikum
við siðasta lcikinn í deildinni,” sagði
Alfreð Gíslason, handknattleiks-
maður hjá Essen, í samtali við DV í
gærkvöldi.
Essen vann Dankersen á heima-
velli um helgina með 14 mörkum
gegn 7 eftir að staðan hafði verið 5—4
íleikhléi Essenívil.
„Viö hreinlega uröum aö vinna
þennan leik og það var nokkur tauga-
spenna í þessu hjá okkur í byrjun. En
þetta lagaöist allt saman þegar líöa
tók á leikinn og ég er sáttur viö mína
frammistöðu. Eg skoraöi þrjú mörk í
leiknum,” sagöi Alfreö.
Essen mætir Schwabing á útivelli
í síöasta leiknum í Bundesligunni um
næstu helgi og Grosswaldstadt,
keppinautur Essen um titilinn, leikur
gegn Gummersbach á útivelli.
Grosswaldstadt vann Húítenberg á
útivelli úm helgina meö 24 mörkum
gegn 16.
Þaö er því ljóst aö úrslitin ráöast
ekki fyrr en að loknum síöasta leikn-
um. Essen stendur vel aö vígi, er
með mun betra markahlutfall en
Grosswaldstadt. Munurinn 17 mörk
þannig að Essen verður Þýskalands-
meistari hafi liöin jafnmörg stig aö
keppni lokinni. Þau eru jöfn aö
stigum fyrir lokaátökin.
-SK.
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
íþró