Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Side 25
DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984.
25
óttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Ásgeir skoraði tvívegis í Niirnberg.
i STAÐAN
Staðan i Bundesligunni þýsku eftir
leiki helgarinnar er þessi:
Stuttgart 30 17 9 4 70—28 43
Bayern 30 18 6 6 74—34 42
Hamborg 30 18 6 6 66—32 42
B. M. Gladbach 30 18 6 6 68—42 42
Werder 30 16 7 7 65-37 39
Leverkusen 30 13 8 9 48-43 34
Köln 30 13 5 12 55-49 31
Uerdingen 30 12 7 11 58—61 31
Diisseldorf 30 11 7 12 57—59 29
Bielefeld 30 10 8 12 36—45 28
Klautern 30 11 5 14 60—57 27
Braunschweig 30 11 5 14 47-65 27
Dortmund 30 9 7 14 45—58 25
Mannheim 30 7 11 12 36-54 25
Bochum 30 7 8 15 47—65 22
Frankfurt 30 4 12 14 35-58 20
Offenbach 30 7 5 18 42—86 19
Niirnberg 30 6 2 22 34—70 14
Fulham vann
Tveír leikir voru í ensku knatt-
spyrnunni í gær. t 2. deild tapaði
Blackburn á heimavelli, 0—1, fyrir
Fulham og í 4. deild gerðu Swindon og
Mansfield jafntefli, 1—1.
Lokaleikurinn
hjá ióni Sig
—tryggði Islandi sigur gegn Skotlandi í sínum
120. og síðasta landsleik
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Sig-
urðsson iék i gærkvöldi sinn síðasta
landsleik í körfu þegar íslendingar
mættu Skotum á EM í Osló. Jón til-
kynnti þetta fyrir leikinn og síðasti
landsleikur hans á örugglega eftir að
verða honum minnisstæöur um ókomin
ár. Isiand sigraði í leiknum, 96—95,
eftir framlengingu og það var Jón sem
tryggði íslenska liðinu framlenginguna
og svo sigur í leiknum.
Hann jafnaði leikinn, 89—89, meö
langskoti á síðustu sekúndu og í fram-
lengingunni skoraði hann tvö stig úr
vítum þegar 37 sek. voru til leiksloka
og kom Islandi yfir, 96—95, og Skotum
tókst ekki aö skora fleiri körfur.
Leikurinn í gærkvöldi var 120, lands-
leikur Jóns Sigurðssonar en hann var
17 ára þegar hann fyrst lék í lands-
liðinu. Verður mikil eftirsjá í þessum
snjalla leikmanni.
Leikurinn í gærkvöldi var mjög jafn
allan tímann og verður þaö aö teljast
nokkuð óvænt miðað við önnur úrslit á
mótinu. Reiknað var með stærri sigri
hjá íslenska liðinu. Torfi Magnússon
var mjög góður í þessum leik, skoraði
24 stig og hirti 11 fráköst. Valur Ingi-
mundarson skoraði 18 stig, Kristján
Ágústsson 17, Garöar Jóhannsson 16,
Jón Sigurðsson 7, Sturlá Orlygsson 7 og
Flosi Sigurðsson skoraði 7 stig. Loka-
staðan í riðlinum fylgir hér á eftir.
Norðmenn sigruðu og færast því í B- I Portúgal
keppnina næsta ár. Island
Noregur 4 4 0 362—291 8 Skotland
Danmörk .4 3 1 332—227 6
4 2 2 287-280 4
4 1 3 296-324 2
4 0 4 299-352 0
-SK.
Beveren þarf
eitt stig
— til að tryggja sér meistaratitilinn í Belgíu
Frá Kristjáni Berndburg, fréttaritara
DVíBelgíu:
Ekkert nema kraftaverk virðist nú
geta komið í-veg fyrir að Beveren verði
belgískur meistari í knattspyrnu í ár.
Liðiö hefur fjögurra stiga forskot á
Anderlecht þegar tvær umferðir cru
eftir og á eftir að leika gegn frekar
slökum liðum. Liðinu nægir því aðeins
eitt stig út úr þessum tveimur leikjum.
Beveren sigraði Lokeren á útivelli á
laugardag, 0—1, á meðan Anderlecht
tapaði á útivelli gegn Lierse, 2—1.
Arnór kom inn á sem varamaður
þegar 15 mínútur voru til leiksloka en
eftir leikinn sagðist hann ekki reikna
meö því að leika meira með
Anderlecht á þessu keppnistímabili.
Pétur lagði
Jón á klofbragði
— tryggði sér sigur í úrslitaglímu þeirra
og nafnbótina glímukóngur íslands 1984
Pétur Ingvasón tryggði sér um helg-
ina sigur í Islandsglimunni í fjórða
sinn. Hann keppir fyrir HSÞ og sigraði
Jón Unndórsson, Leikni, í úrslitum á
glæsilegu klofbragði. Pétur vann allar
sínar glímur og hlaut 4 vinninga, Jón 3,
Kristján Yngvason, HSÞ, 2, Ami Þór
Bjarnason, KR, 1 og Marteinn
Magnússon, KR, nældi sér ekki vinn-
ing.
Upphaflega áttu keppendur í þessari
73. Islandsglímu að vera 10 talsins en
fimm boðuðu forföll. Glimt var að
Laugum í Þingeyjarsýslu og voru
aðstandendur og áhugamenn glím-
unnar mjög ánægðir með keppnina.-SK,
Lárus Guðmundsson náði ekki aö
skora fyrir Waterschei gegn Searing
en leiknum lauk með jafntefli, 1—1.
Pétur Pétursson lék með Antwerpen
gegn Standard Liege og tapaði iiö
hans, 1—2. Pétur skoraði ekki. Belgíski
landsliðsmaöurinn Meeuws var seldur
um helgina frá Standard Liege tii Ajax
en þessi sterki varnarmaður lenti í
mútumálinu fræga hér fyrir nokkru.
Pétur Ingvason,
tslands 1984.
HSÞ, glímukóngur
Sigurður Grétarsson.
Fjórtánda mark
— en það nægði ekki og
Tennis Borussia tapaði
„Eg held að möguieikar okkar tli að komast
í úrslitakeppnina um sæti í 2. deUd séu nú úr
sögunni eftir tap gegn efsta liðinu í Oberlíg-
unni hér í Berlín, 2—3, í gær,” sagði Siguröur
Grétarsson, miðherjinn snjalli úr Kópavogi,
sem nú leikur með Tennis Borussia Bcrlín.
Það var Blau Weiss 90 sem sigraði Tennis
Borussia, 3—2, í gær og hefur nú 51 stig í
Oberligunni. Tennis Borussia hefur 47 stig og
hefur leikið einum leik minna. Tvær umferöir
eftir og Blau Weiss verður að tapa til þess að
Sigurður og félagar hans komist í úrslita-
keppnina.
„Það voru 7000 áhorfendur hér á leikveUi
Tennis Borussia og stemmning mikU. Leikur-
inn mjög harður, 0—0 í hálfleik, en síðan
skoraöi Blau Weiss tvívegis. Mér tókst aö
minnka muninn í 1—2 með skalla cftir horn-
spyrnu. Blau Weiss komst síðan í 1—3 og vann
2—3. Eg þarf nú að athuga mín mál hér í
Berlín. Þaö brcytir miklu ef Tennis Borussia
kemst ekki í úrslitakcppnina og nú aUs ekki
útilokað að ég komi heim í sumar. Þó best að
segja sem minnst um það,” sagði Sigurður.
Hann hefur skorað 14 mörk með Tennis
Borussia í tíu leikjum, eða frá því hann
byrjaði að ieika með liöinu 5. febrúar sl. -hsim.
Sveit Vogaskóia
sigraði
— íbridgekeppni
grunnskólanna
Bridgesveit Vogaskóians sigraði í bridge-
keppni grunnskólanna sem háð var í Breið-
holtsskóia á föstudag. Sveitin hlaut 43 stig og í
henni spUuðu Olafur Þröstur Olafsson, Jón
Garðar Guömundsson, Gunnar Þorri Þorieifs-
son, Guðmundur H. Harðarson og Helgi
Bogason. A-sveit Brelðholtsskóla varð í öðru
sæti með 35 stig og sveit Laugalækjarskóla i
þriðjasætimcð32stig. hsím.
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir