Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1984, Síða 44
44
DV. MÁNUDAGUR 30. APRIL1984.
Dæmalaus VERðLD Dæmalaus VerOlp Dæmalaus VerOlp
LEIÐARLJÓS
Heimsborg-
aríog
kennari
Hún lætur ekki mikið yfir
sér, fréttin um Andrés önd og
'fyrsta kinverska hamborg-
arastaðinn sem birtist hér tU
hliðar. En hún er allrar
athygli verð. Sérstaklega
fyrir okkur Islendinga.
Þjóð sem staðsett er miðja
vegu á milli Moskvu og New
York á mikið undir góðri
tungumálakunnáttu, á þvi er
enginn vafi. Einhvern veginn
varð það nú samt þannig að
aldrei ætlaði okkur að lærast
að tala dönsku almennilega
þrátt fyrir aldalanga þrælkun
Dana og voru vitsmunir
þjóðarinnar jafnvel dregnir í
efa víðs vegar úti í hinum
stóra heimi fyrir bragðið.
Þá kom Andrés önd eins
og frelsandi engill. Fyllti
hiUur Máls og menningar og
tsafoldar og fyrr en varði
voru börnin farin að segja
„Davse Du Gamle” við
foreldra sína. Síðan hefur
hagur okkur skánað og áUt út
á við auklst.
Því hljótum við að gleðjast
með ielaga okkar og kennara
við lestur fréttarinnar um
hamborgaratáknlð í Kína,
Andrés önd. Fjölmennasta
þjóð veraldar tekur ákvörðun
um að hefja skyndibitaát og
vantar einkennismerki fyrir
nýjungina. Úr nógu var að
velja: dreki, ormur, nætur-
gaU, John Wayne, Júmbó,
Maó, Sjú-en-lai, deGauUe
eða guð má vita hvað.
En Andrés önd varð fyrir
valinu. Vinur okkar og kenn-
ari hefur haslað sér vöU í
Kína. Fjölmennasta þjóð
veraldar og sú hin minnsta
eiga nú loks eitthvað
sameiginlegt á menningar-
sviðinu.
Andrés önd.
Dæmalauststarf:
ÞRÆÐA SPOTTA í 100
ÞÚSUND SEKTARMIDA
Stöðumælasektarmiöar ó Islandi
eru meö sérstöku sniöi og frábrugðnir
þvi sem gerist í öðrum þjóðlöndum. I
þeim er spotti, eins og allir kannast
við, og hann er ekki þangað kominn af
sjálfsdáðum:
„Við reyndum að hafa miðana
spottalausa til að byrja með en þá vildi
þaö brenna við aö þeir fykju af bílun-
um, eöa svo sögöu að minnsta kosti
margir sem grunaöir voru um að
leggja ólöglega,” sagði Guttormur
Þormar hjá borgarverkfræðingi í sam-
tali við DæVe. „Því var brugðið á það
ráð að festa við j)á spotta sem síðan
eru bundnir við rúöuþurrkumar. Eftir
þaö hafa f áir getað afsakaö sig. ”
Á hverju ári eru notaðir ó bilinu frá
80—100 þúsund stööumælasektarmiðar
í Reykjavík og því er þaö ærið starf að
þræða spotta í þá alla. Þaö verk hafa
með höndum hjón á miðjum aldri hér í
Reykjavík en ekki reyndist unnt að fá
upplýsingar um hversu iangan tíma
þræðingamar á 100 þúsund miðunum
tæki.
1 „Þetta eru ekki neinir sérstakir
spottar,” sagði Guttormur Þormar,
„heldur band sem keypt er í rúllum hjá
Ellingsen. Hjónin klippa þetta svo nið-
ur í hentugar stærðir.”
-EIR.
John Hinckley sem skaut á Reagan:
VILL KVÆNAST
John Hinckley, sá er skaut á Ronald
Reagan fyrir 2 árum og dvelur nú á
geðsjúkrahúsi, hefur fariö fram á það
við yfirstjórn stofnunarinnar að hann
fái leyfi til að kvænast Lesley Deveau
sem er fertug og 12 árum eldri en
Hinckley.
Lesley Deveau dvelur sém sjúkl-
ingur á sama geðsjúkrahúsi og til-
ræðismaður Reagans en þangaö kom
hún fyrir 5 ámm eftir að hafa banaö 10
ára gömlu barni sínu í æðiskasti.
John Hinckley vill kvænast Lesley
Deveau.
BARNAMORÐINGJA
Andrés önd hefur lent í ýmsu; nú er hann orðinn einkennismerki kin-
verskra hamborgarastaða.
Hamborgarar
íKína
Lögreglan þurfti að halda fon/itnum
vegfarendum í mátulegri fjarlægð
þegar fyrsti hamborgara- og skyndi-
bitastaðurinn var opnaður í Peking
fyrir skömmu. Borgarstjórinn var
mættur og klippti á rauðan borða óður
en fyrirfólki var hleypt í krásimar,
hamborgara, pylsur, franskar svo og
kínverska sérrétti sem látnir eru fljóta
með í súrsætum sósum o.s.frv.
Athyglisvert þykir að einkennis-
merki þessa fyrsta skyndibitastaðar í
Peking er iitskrúðug teikning af
Andrési önd og trónir kappinn í fuUri
líkamsstærö yfir dyrum. Ráögert er að
opna fleiri hamborgarastaði í Peking
og víðar í Kína en þar í landi er tilfinn-
anlegur skortur á veitingastöðum.
Einn af 100 þúsund stöðumælasektarmiðum sem notaðir eru í Reykjavík á
ári hverju. Takið eftir spottanum, hann er frá Ellingsen.
DV-mynd e.l.
Fuglarnir fljúga,
bridge í staðinn
Tvisvar í viku koma þær saman og gangi.
spila bridge, á þriðjudagskvöld- Erla sagði að þær heföu farið á
um og sunnudagseftirmiðdögum. bridge-námskeið hjá starfsmanna-
.Euglarnir eru að fljúga úr hreiðrinu félaginu í verksmiðjum Sambands-
og þó verður að finna nýtt áhuga- ins í vetur. Þær tengdust þeim vinnu-
mál,” sagði Erla Asmundsdóttir. stað allar á einhvem hátt. Síðan
Hún var vinningshafi Neytendasíðu hefði spilabakterían gjörsamlega
DV í janúar. Þegar blaðamaður DV heltekið þær og þaö væri spilað langt
ó Akureyri leit heim til hennar kvöld Iram a nótt. „Oskaplega gaman,”
eitt til að smella af henni mynd af því sagði hún og hinar samþykktu það.
tilefni var bridge-spilið í fullum JBH/Akureyri
Námskeið í bridge varð kveikjan að óslökkvandi spilaþrá þessara fjögurra
kvenna á Akureyri. Þær eru Margrét Emilsdóttir, Jóna B. Sigurðardóttir,
Erla Ásmundsdóttir og Soffía Ottesen. DV-mynd: JBH.