Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Qupperneq 4
I
Hin hliðin á íþróttamanninum:
„Það fer gífurlega mikill tími í íþróttirnar og þar af
leiðir að ég hef ekki mikinn tíma fyrir önnur áhuga-
mál,” sagði júdómaðurinn Bjarni Ásgeir Friðriksson
en hann er viðmælandi okkar að þessu sinni.
Bjarni hefur um nokkurt skeið verið okkar sterkasti
júdómaður og hefur verið ósigrandi hér á landi undan-
farin ár. Hann hefur náð gífurlega góðum árangri á
stórmótum erlendis og hvarvetna sem hann hefur
keppt hefur hann getið sér gott orð.
„Ég og félagi minn Bragi Sveins-
son höfum frá haustinu 1981 rekið
Bókabúö Suöurvers en erum að
hætta í þeim bransa. Þetta er svo aö
segja glataður business. Það er sala í
bókum 10 síöustu dagana fyrir jól og
síðan ekki söguna meir. Það sér það
hver maður að slíkt gengur ekki.
Samhliða bókabúðinni höfum við
rekið videoleigu og hún gengur mjög
vel. Og svo er ég ásamt fjórum vin-
um mínum að opna sólbaðsstofu í
Hamraborg í Kópavogi. Það er
hrikalegur kostnaöur sem fylgir því
og sem dæmi get ég nefnt að einn
lampi kostar um 200 þúsund. Við
verðum með fimmtán lampa þegar
starfsemin verður ■ komin í fullan
gang enbyrjummeðfimm.”
Með einkaflugmannspróf
og dellu fyrir fjarstýrðum
flugvélamódelum
„Ég lauk einkaflugmannsprófi og
Peter Sellers heitinn er og var í
uppáhaldi miklu hjá Bjarna.
„Mestan áhuga á
flugvélamódelum”
Bjarni Ásgeir Friðriksson júdómaður ásamt konu sinni Önnu Guðnýju Ásgeirsdóttur og sonum þeirra hjóna, Frið-
geiri Daða og Tryggva Sveini.
DV-mynd Óskar Örn Jónsson.
„Hann vildi aldrei
dansaviðmig”
— létt spjall við eiginkonu Bjarna Friörikssonar,
ðnnu Guðnýju Ásgeirsdóttur
„Ég hitti Bjarna fyrst á skemmti-
stað eins og gerist og gengur með
mann og konu. Hann hét Cesar í þá
daga,” sagði Anna Guðný Ásgeirs-
dóttir, eiginkona júdómannsins
Bjarna Friðrikssonar.
„Síðan eru liðin átta ár. Hann tók
mér nú ekki mjög vel í fyrsta skiptið
sem ég bað hann að dansa við mig og
var greinilega ekki mikið fyrir dans-
inn. Hann vildi aldrei dansa við mig,
hvernig sem ég baö hann. I stað þess
ræddum við málin vítt og breitt. Ég
vissi alveg hvað ég vildi og þrátt
fyrir að hann hafi ekki viljað dansa
haföi það ekki þau áhrif á mig að ég
hætti að pæla í honum. ”
Hvernig er Bjarni til heimilis?
„Hann hefur reynst vel í sambúö,”
sagði Anna Guöný og glottir viö.
„Hann er þó ekki mikið fyrir hús-
verkin enda maöurinn afar sjaldan
heima hjá sér. Það er mjög mikið aö
‘gera hjá honum í vinnunni og svo er
það blessaö júdóið. Ég get ekki
neitaö því aö ég er orðin mjög þreytt
á þessum sífelldu æfingum og
keppni. Börnin eru orðin tvö og þetta
er svolítið erfitt. Ég veit ekki hvenær
hann hættir en hann sagði við mig
um daginn að hann yrði ekki nema 32
ára þegar OL-leikarnir 1988 færu
fram,” sagði Anna Guðný Ásgeirs-
dóttir en hún er líffræöingur að
mennt en hefur ekki enn sem komið
er unnið sem slíkur.
-SK.
— Bjarni
Friðriksson
júdómaður
sýnirásér
hina hliðina
hef lengi haft mikinn áhuga fyrir
fluginu. Mestan áhuga hef ég á f jar-
stýrðum módelum. Ég smíða vélarn-
ar sjálfur og svo fer maöur með
gripina upp á Sandskeið til dæmis og
reynir gripinn. Þessar vélar eru
mjög mismunandi að allri gerð en
sumar hverjar geta náð 100 km
hraöa á klukkustund og vænghafið er
yfir tveir metrar. Þetta er ekki mjög
dýrt sport miöað viö margt annaö.
Fjarstýringin kostar á bilinu 10 til 20
þúsund. Vélin sjálf kostar um 1500
kr„ mótorinn á bilinu 700—2000 og á
þessu sést að þetta er ekki mjög dýrt.
Svo ef maður eyðileggur eitthvert
módelið þá er hægt að bæta við efnið
sem vélarnar eru úr þannig að tjónið
við hvert „slys” þarf ekki aö vera
svo mikiö.
Svifdrekar næstir
á dagskrá
„Næst á dagskrá hjá mér eru svif-
drekar. Ég stefni að því að fá mér
einn slíkan ef ég fæ leyfi „réttra yfir-
valda”. Þegar maöur flýgur á
þessum drekum kemst maður næst
þvíaðfljúga.”
Hvað ert þú lærður, Bjarni?
„Ég er svo að segja útvarps- og
sjónvarpsvirki. Ég átti aðeins tvö
próf eftir í skólanum þegar ég varö
að fara utan til að keppa í júdó. Ég sá
ekki né sé eftir því. Ég get alltaf
k lárað þetta og stefni aö því að gera
þaðfljótlega.”
Og nú eru það OL hjá þér framund-
an að öllum líkindum?
„Já, ég á von á því. Ég er sem
stendur í mjög erfiöu æfingapró-
grammi og verö í því fram að leikun-
um. Ég hef sjaldan æft meira. Ég
lyfti þrisvar til f jórum sinnum á viku
og tek svo tækniæfingar með, við
förum inn í brögð eins og sagt er á
júdómáli.”
Er alltaf jafngaman að þessu?
„Þetta er mismunandi gaman.
Stundum leiðinlegt, stundum mjög
skemmtilegt og þá sérstaklega
þegar vel gengur. Ég veit ekki hvort
ég verð í þessu mikið lengur. Ég er 28
ára gamall og júdómenn eru yfirleitt
á toppnum um þrítugt. En það getur
verið að maður geti veriö eitthvaö
lengur í þessu hér heima,” sagöi
Bjarni Friðriksson.
-SK.
FULLT NAFN: Bjarni Ásgeir
Friðriksson.
HÆÐ OG ÞYNGD: 1,90 m og 95 kg.
BIFREIÐ: Volvo.
GÆLUNAFN: Ekkert.
VERSTU MEIÐSLI: Engin alvarleg.
UPPÁHALDSÍÞRÓTTAMAÐUR,
ÍSLENSKUR: Öskar Jakobsson.
UPPÁHALDSÍÞRÓTTAMAÐUR,
ERLENDUR: Larry Holmes hnela-
leikari.
MiNNISSTÆÐASTA GLÍMA: ’82
þegar ég tapaði úrslitaglimu á
Norðurlandamótinu gegn mun létt-
ari manni.
ÖNNUR UPPÁHALDSÍÞRÖTT:
Körfuknattleikur.
UPPÁHALDSMATUR: Nætursöltuð
ýsa.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Mjólk.
UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTT-
UR: Dave Allen.
UPPÁHALDSLEIKARI, ÍSLENSK-
UR: Laddi.
UPPÁHALDSLEIKARI, ERLEND-
UR: PeterSellers.
SKEMMTILEGASTA BLAÐ:
Andrés önd.
UPPÁHALDSHLJÖMSVEIT: Queen
og Mezzoforte.
BESTIVINUR: Kouan mín.
ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR:
Kolbeinn Gíslason.
HELSTA METNAÐARMÁL í
LlFINU: Að vera svo snöggur að ég
geti lokað hurð og læst henni utan frá
áður en hún lokast.
HVAÐA PERSÖNU LANGAR ÞIG
MEST TIL AÐ HITTA? Mikka mús.
EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM ÞIG
LANGAR TIL AÐ GERA EFTIR AÐ
IÞRÓTTAMANNSFERLINUM
LYKUR: Þjálfa.
STÆRSTIVEIKLEIKI: Veikur fyrir;
tölvuspilum.
STÆRSTIKOSTUR: Ég er stærstur,
bestur og gáfaðastur.
UPPÁHALDSLIÐIENSKU KNATT-
SPYRNUNNI: Ekkert.
BESTI ÞJÁLFARISEM ÞÚ HEFUR
HAFT: Gísli Þorsteinsson.
YRIR ÞÚ HELSTI RÁÐAMAÐUR
ÞJÖÐARINNAR, HVERT YRDI
ÞITT FYRSTA VERK? Hækka allt
áfengi upp úr öllu valdi.
ANNAÐ VERK: Leggja til að allt
fólk sem reykir verði skikkað til að
ganga með glerhylki um hausinn
þannig að þeir sem ekki reykja geti
fengið að vera í friði fyrir þessum
ófögnuði.
Bjarna langar mest til að ræða málin
við Mikka mús.
Texti: Stefán Kristjánsson