Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 5
 Smiðjan <L? [T J® 1 Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fœstar krónur Eldur á lofti í steikarhúsi Eftirprentanir í stað plasts Horfiö er litaöa plastið meö límböndum, sem átti aö líkja eftir steindum gluggiim. I staöinn eru komnar eftirprentanir frægra mál- verka í þungum römmum, nokkur framför í átt til smekkvísi. Flest þeirra eru frá tíma blæstíls, en nokk- ur úr ýmsum áttum. Viö sátum undir Varösveit Cocq og van Ruytenburgh, ööru nafni Næturvörðum Rembrandts — i litum, sem voru töluvert frábrugönir frummyndinni í Rijksmuseum í Amsterdam. Aö ööru leyti er Smiöjan á Akureyri eins og hún hefur veriö, 50 sæta veitingastofa í gömlu húsi, klædd sandblásnum og dökkbrúnum viði. Þar er enn þá gerviarinn meö raf- ljósi og meira aö segja.er víniö enn geymt viö 23 stiga hita í sjálfum borðsalnum. 1 innréttingum er Smiöjan and- stæöa matsalarins í Hótel KEA, inni- lokun í staö víöáttu. Þetta er einn af stöðum básatiskunnar. Skilrúmin ná upp að augnhæð og samtal heyrist vel milli bása, svo sem venja er á slíkum stööum. Og þjónar veröa aö teygja sigtil að bera á borö fyrir gesti. Lítið er um að vera í Smiðjunni í miöri viku, nema þá á sumrin, þegar slæðingur er af feröamönnum. Um helgar er meira um aö vera. Þá fara Akureyringar út aö borða í notalega hlýju umhverfi Smiöjunnar. Þeir hlusta á þægilega kvöldverðartónlist Þorvalds Hallgrímssonar. Þeir njóta skólagenginnar þjónustu fagmanna. Þeir fá mat, sem er næstum því eins góöur og á KEA og kostar dálítið meira. Notalegt er setjast viö skjanna- hvíta damaskdúkana meö ferskum blómaskreytingum og fá ísvatn strax á borðið. Þurrt sherry var ekki fáan- legt, svo að notast varð viö Bristol Dry. Hið eina, sem er úr stíl á borö- unum, eru skorin kristalglös, er víkka út aö ofan og gætu dugað undir eftirrétti, til dæmis kraumís. En vín- glös eru þau ekki. Smiðjan er steikhús, sem sérhæfir sig í eldglæringum viö borð gesta. Við slíkar aöstæöur er kjötið steikt frammi í eldhúsi eins og venjulega. Síðan er farið með það inn í sal, þar sem hellt er á þaö brandíi og kveikt í, svo aö loginn stendur stutta stund hátt í loft upp. Gestir eru hættir aö fylgjast meö þessu sjói, hvaö þá að þeir klappi saman lófunum í fögnuöi. Fiskur ekki á boðstólum Fiskur var næstum alls ekki á boöstólum í Smiðjunni í vor, nema undir heitinu Blandaöir sjávarréttir. Man ég þó eftir aö hafa fengiö þar á- gætan lax aö sumarlagi. En þetta fiskleysi er dæmi um, aö Akureyring- ar eru ekki enn komnir á það stig aö telja f isk til fíns matar. Blandaöir sjávarréttir, bornir fram í hörpuskel, meö ristuöu brauöi, voru aöallega rækjur meö smávegis af kola og hörpufiski og miklum lauki. Þetta var bragðsterkur matur og ekki fisk- legur. Ekki var hægt aö greina sund- ur bragö einstakra tegunda sjávar- rétta ískelinni. Hvítvínslöguð sjávarréttasúpa var hins vegar góö, þótt einnig hún væri bragðsterk af kryddi. Þetta var vel rjómuö, hressandi súpa, sem hafði að geyma rækjur og hörpufisk. Með henni var borið fram ágætt heilhveitibrauö og smjör, sem enn var í umbúöum Osta- og smjör- sölunnar. Slíkt umbúöafargan er taliö geta gengið í hótelmorgun- verðum, en er óviðkunnanlegt á damaskdúkum veizlusala. Súpa dagsins var aö þessu sinni kjötseyði meö skinku og sveppum. Þetta var góiö súpa, þótt sveppirnir væru úr dós og skinkan lítt áberandi. Grillsteiktur humar var óvenju stór og glæsilegur og heföi þess vegna getað oröiö hinn bezti matur. En hann var ofgrillaður og borinn fram meö brúnuöu smjöri, ekki góöu. Þaö ætti raunar aö banna aö of- krydda og ofelda svona dýrt og viðkvæmt hráefni. Ljúfustu steikur Hrásalat með kjötréttunum var sótt upp í salatborö Bautans, sem er í sömu húsasamstæðu. I annaö skiptið var þaö tilviljanakennd sýnisbók alls þess, sem þar fékkst, en í hitt skiptið var valið úr, svo að þaö hafði stíL Þetta var gott salat, borið fram meö amerískri sósu, en ekki evrópskri oliusósu. Meðlæti kjötréttanna var staölaö í bæði skiptin. I fyrra skiptiö var bök- uö kartafla, bragölausar gulrætur, soðnar, og bragölaust rósakál, soðið, blómkál og ferskir, hráir sveppir. I hitt skiptið var bökuö kartafla og belgbaunir úr dós. Sósan var hin hefðbundna Bearnaise, sem íslenzkir kokkar telja eina koma til greina meö nautasteik. Smiöjubautinn á seöU dagsins og turnbautinn á fastaseölinum þurftu aö þola eld-sjóiö, en lambalundirnar sluppu hins vegar. AUt var þetta hrá- steikt, meyrt og ljúft á bragöiö, svo sem vera ber á staö, er sérhæfir sig í steik. Annað sérkenni Smiöjunnar er aö bjóöa upp á fjölbreytta og óvenju- lega eftirrétti. Hæst ber þar glóðaða banana með Kahlúa kaffiUkjör og rjóma, hinn ljúfasta eftirrétt. Is- fylltur súkkulaöiboUi reyndist einnig vera góöur. Meö kaffinu voru bornir fram ágætir konfektmolar. Vínlisti Smiöjunnar er fátæklegur. Þar má þó finna meðal hvítvína Bernkasteler Schlossberg, kallaö Badstube á vínkorti, og Chablis, og meöal rauövína Chianti Antinori og Chateauneuf-du-Pape. FastaseðiU Smiöjunnar rúmar fjórar súpur, sex forrétti, þrjá sjávarrétti, sjö kjötrétti og fimm eftirrétti. Miöjuverö súpa er 92 krón- ur, forrétta 190 krónur, sjávarrétta 340 krónur, kjötrétta 430 krónur og eftirrétta 120 krónur. Þriréttuð veizla af fastaseðU meö hálfri flösku af víni á mann og kaffi ætti aö kosta um811 krónurámann. Seðill dagsins bjó yfir súpu, tveim—þremur aðalréttum og eftir- rétti. Þriggja rétta veizlan ætti aö kosta 910 krónur á kvöldin og ekki nema 488 krónur i hádeginu. Súpa og aðalréttur í hádeginu kosta 323 krón- uraömeðaltaU. Smiðjan er ágætur staöur fýrir þá, sem dálæti nafa á góöum steikum og hafa gaman að horfa í eld, þótt ekki sénemaandartak. Jónas Kristjánsson. Alan Godfrey lögreglumaöur fór að athuga mál varðandi hvarf á nauta- hjörö — og var numinn á brott af fljúg- andi furðuhlut. Godfrey, sem sagöur var vera mjög ábyggUegur maður, hefur tvívegis veriö dáleiddur af sérfræðingum og í bæöi skiptin haldiö sig við sömu sög- una. Sérfræöingamir telja því aö hún hafi við rök aö styðjast. Sjálfur man Godfrey ekkert eftir því að hafa verið numinn á brott af geim- verum en undir dáleiöslunni hefur hann sagt frá því að hann hafi verið fluttur inn í ókunnugan farkost, lagöur þar á borö og rannsakaður af undar- legum, skeggjuöum manni í hvítum kufli og átta vélmennum einhvers konar. Undarlegur farkostur Atburðurinn átti sér stað snemma morguns í nóvember áriö 1980. God- frey var á vakt í heimabæ sínum, Todmoren, er tilkynning kom um kúa- hóp sem haföi horfið. Godfrey var aö svipast um eftir kúnum á lögreglubíl sínum þegar hann varö skyndilega var við bjart ljós á veginum fram- undan. Hann ók nær og viö honum blasti ókunnur farkostur sem stóö kyrr í loftinu í um þaö bil metra hæö yfir veginum. Farkosturinn var sporöskju- laga, aö því er virtist úr einhvers konar málmi og voru fimm gluggar á þeirri hlið sem aö Godfrey sneri. Efri hluti farkostsins var kyrr en neöri hlut- inn snerist frá hægri til vinstri. God- frey giskaöi á að breidd farkostsins væri um sjö metrar en hæöin um fimm metrar. Fjarlægðin frá Godfrey aö farkostinum var á aö giska 30 metrar. 20 mínútur tapast Og þá gerðist þaö furöulega. Eitt augnablik sat Godfrey og starði á hinn ókunna farkost og næsta augnablik sat hann í bil sínum 100 metrum neðar á veginum og samkvæmt armbandsúri sínu haföi hann misst úr 20 mínútur. Godfrey tilkynnti um atburðinn til yfirmanna sinna og þeir komu sögunni á framfæri viö félagsskap sem fæst viö aö rannsaka atburöi tengda fljúgandi furðuhlutum. Sálfræöingar voru nú fengnir til að dáleiða Godfrey til aö komast að því hvaö heföi gerst þessar 20 ínínútur sem voru þurrkaöar út úr Bretland: Fljúgandi furöuhlutur rændi lögreglumanni « Hérna átti atburðurinn sér stað. minni Godfreys. Dáleiöslan var endur- tekin af öörum sálfræöingi og í bæði skiptin hljómaöi saga Godfreys á sama veg: Óhugnanlegar verur „Eg var að reyna að fá talstöðina í bílnum til að virka þegar sterkum ljós- geisla frá furöuhlutnum var skyndi- lega beint aö bílnum. Allt veröur svart fyrir augum mér. Þegar ég kem til sjálfs min aftur ligg ég uppi á svörtu boröi inni í herbergi og viö hlið borðsins stendur vera í mannslíki, siöskeggjuö og klædd hvítum kufh. Hún er með hettu á höföinu. Með henni i herberginu eru átta litlar, óhugnan- legar verur meö eitt langt auga ofan til áhöföinu.” Godfrey lýsti einnig ýmsum tækjum sem hann sá inni í geimfarinu og sagöi aö hann hefði fundiö til sársauka og aö sterkum ljósum heföi veriö beint í andlit sér. Auövitað er ómögulegt aö sanna sögu Godfreys en sjálfur er hann full- viss um að hann hafi verið numinn á brott af verum utan úr geimnum. WæW' pfi |f :*;■ Ww' | A 3 Verumar inni i furðuhiutnum eins og þær komu Godfrey lögreglumanni fyrir sjónir. í 2o>*r i \v Uppdráttur Godfreys af furðuhlutnum og verunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.