Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Page 10
DV.LAUGARDAGUR5.MAl 1984. Skegg karl- manns- prýði? Vitiö þið aö Haraldur hárfagri hét eiginlega Haraldur lúfa og að skegg er komið af enska orðinu „shag”, er þýðir strítt og lubbalegt hár? Þetta greinar- kom ræðir um skegg og vangaskegg eða barta. Orðið barti er dregið af latn- eska orðinu „barba” sem þýðir skegg. IC arlmennska, kraftur og styrkur — eöa viska, hyggindi og heimspekilegt upplag? Frá elstu tímum hafa skegg- inu verið eignaðar ýmsar merkingar. Hjá Assýríumönnum (frá 2500 til 600 f. Kr.) er skeggið tákn karlmennsku og krafta, en Rómverjar settu það í sam- band við hyggindi og visku. Mat Gyð- inga á táknrænni þýðingu skeggsins var samsteypa orku og vitsmuna. Samson var bæði stríðshetja og dómari og trúöi því aö afl hans væri fólgið í hárinu. Ovinir hans sigruðust ekki heldur á honum fyrr en Dalía hafði sviksamlega skorið af honum hárið. Þegar formaður hárskerafélagsins í Osló, Finn Arne Bækken, segir frá því að margir viðskiptavinir hans gangi með gerviskegg, þá er það ekki nýtt af nálinni. Það var þegar algengt í fom- öld, að því er ríkisskjalavörðurinn, dr. phil. Stephan Tsekudi Madsen, segir. Ef við færum okkur til seinni tíma og norður á bóginn til Germana, rekumst við á menn með strítt, langt og úfiö skegg. „Haraldur hárfagri er gott dæmi um það,” segir ríkisskjalavörðurinn. „Það var enginn efi á því að hans áliti aö hár og skegg vom tákn afls og styrkleika. Hvaðmunaþaö margir að hann var kaUaður Haraidur lúfa? „Hárfágri” er rómantískt heiti sem hannhlautsíðar.” — Menn hafa þó ekki alltaf gengiö meö skegg. Hafa ekki runniö upp skeggleysistímabil? spyrjum við ríkis- skjalavörðinn. „Jú, vissulega. I fomöld voru mörg skegglaus tímabil, á miðöldum eitt og loks annað undir lok rókókó- eða flúr- tímabilsins á átjándu öld. Ef við lítum á þróun hárskrautsins — og með því á ég bæði viö það sem sprettur á andlit- inu og á höfðinu yfirleitt, þá eru þau tímabil harla stutt sem menn hafa gengiö skegglausir. Auk þeirra, sem ég hef nefnt, var um hálfrar aldar tímabil að ræða frá 1920 til 1970 eða tæplega það.” — Langa hárið sem gætti mest á Bitlatímabilinu i lok sjöunda áratugar- ins var þá einskonar uppbót fyrir þá kynslóð sem átt hafði skegglausa feður? „Það er hugsanlegt. En það hefur alltaf verið þannig á skeggleysistíma- bilum að þá er lögð meiri rækt við hár- ið. Þar að auki verðum við að gera okk- ur grein fyrir því að merkingin, sem menn leggja í þessa hluti, er háð þvi á hvaða tímum þeir lifa. Á öldinni sem leið höfðu allir stjórnmálamenn skegg. Það vakti traust. Þegar ég fór að safna skeggi fyrir hálfum þriðja áratug mátti heyra ramakvein. Hörð við- brögð, nánast múgæsing gegn þeim sem fóru að safna skeggi. Aldrei gleymi ég alókunnugri konu sem stöðv- aði mig í Karl-Jóhannsgötu og tók að pota með regnhlífinni um leið og hún sagði: „Þér ættuð aö skammast yðar! ” Þá tók ekki betra við þegar ég var á skíðum utan borgarinnar. Fólk nam staðar og hrópaði: „Jólasveinn” eöa „Hæ, hæ! Þama kemur Jesús á eftir mér!” Þetta var í rauninni and- styggilegt og það skrýtna var að það var einmitt eldri kynslóðin, konur, sem átt höfðu skeggjaða feður og afa, sem létu verst. Þ ú minntist á stjómmálamennina. I dag eru fáir sem hafa skegg. Hversu lengi verður þess að bíða að það verði eins traustvekjandi og vel rakað and- lit? „Það hefur tekið langan tíma að breytast að því er okkur sýnist og get- ur vel staðið í sambandi við það aö skegg tengdist því að vera vinstri-sinn- aður á áttunda áratugnum. Nú er allt rólegra á pólitískum vettvangi svo að ég tel að eins og er geti stjómmála- maður gengið með skegg án þess aö það verði honum til óþæginda.” — Hvers vegna hefur þú haft skegg i tuttugu og fimm ár? „Það var eiginlega áform sem ég hafði lengi gengið meö. Eins konar ósk um að breyta verulega til. Þegar ég hóf starf mitt á ríkisskjalasafninu, eft- ir að hafa verið við nám í tíu ár í Há- skólanum, fannst mér réttur tími kom- inn. Ný staöa, ný námsgrein, nýtt um- hverfi. Alveg nýtt líf hófst á vissan hátt. Eg hef ekki hugsaö um það áður en ég held að þarna sé ástæðunnar að leita. Og svo má ekki gleyma því að viss hégómagirnd blandast saman við. Einhvers konar samsemd, aö vera eins og hinir, kemur lika tii greina, án þess að hún sé þá meðvituð. Mér fellur vel að hafa skegg frá því að múgæsingun- um linnti og ég mun aldrei losa mig við það. En ég fer til hárskerans og læt hann klippa það og snyrta. Hvort mér hefði fallið þaö eins vel ef ég heföi verið uppi á þeim dögum er menn gengu til hvílu með bartabönd, það er annað mál. Til er margs konar skegg og heiti á skeggi. Sósíalistaskegg og heimspek- ingaskegg, grænt bylgjuskegg, friðar- og andkjarnorkuskegg, skóga- og heiöaskegg og mjúkt mannsskegg. Og ekki skulum við gleyma prestaskegg- inu. En það getur verið eins fjölbreytt og til eru margar skegg- og prestasög- ur. Ein af þeim bestu er um Karl XI., Svíakonung, sem heimsótti Carlson biskup í Vesturási. Konungur dáðist mjög að hinu fallega skeggi biskupsins og innti hann eftir því hvemig hann gæti hirt það svona vel og haldið því fallegu. .JConan mín greiöir það á hverju kvöldi og stingur því svo ofan í smápoka,” sagði biskupinn. Konung- urinn hreifst svo mjög af umönnun biskupsfrúarinnar á skeggi eigin- mannsins að hann veitti henni eitt hundraö ríkisdala eftirlaun á ári eftir heimsóknina.” Hvemig er það með konuna þína, Per Lönning biskup, sér hún um skegg þitt? „Ekki bókstaflega talað en hún ræð- ur algjörlega þegar um sniðiö er að ræða. Eg hef enga konungasögu að styðjast við en ég hef líka fengið spum- ingu sem varðar skeggið á mér: Það var einu sinni árdegis að til mín var símað á biskupsskrifstofuna í Frede- ríkstad. I símanum var kona og sagði að hún væri stödd í bridgeklúbbi ein- hvers staöar í landinu og heföi veðjað við hinar konumar um að hún þyrði að hringja í síma til mín og bera kveðju frá klúbbnum og segja að ég yrði að losa mig við skeggið sem þeim þótti ljótt.” — Og hverju svaraðir þú? ! i I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.