Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Side 15
DV.LAUGARDAGUR5.MAl 1984.
Tilfinningamiðill
I hve miklum mæli viö notum
snertinguna sem tilfinningamiöil er af-
skaplega einstaklingsbundið, en þjóöa-
skiptingin er þó enn meira áberandi í
þessu tilliti. Til aö mynda viröast
Frakkar, Italir og Spánverjar beita
þessari tækni ólíkt meira en þjóöir eins
og Englendingar, Þjóöverjar og —
Islendingar. Af hverju þessi munur
starfar er ekki gott aö segja til um en
vafalaust tengist það því hversu mun
auöveldara hinar fyrrnefndu þjóðir
eiga meö aö tjá og sýna tilfinningar
sínar en þjóöir sem líkari eru okkur
Islendingum. Ef til vill bera Islending-
ar bara svipmót sjálfs landsins sem
þeir byggja — eyjunnar köldu norður í
hafi sem þó hefur svo mikla orku og eld
að geyma ef grannt er skoöaö. Líklega
er þessi tregöa okkar til aö opinbera
okkar innri líðan einungis hiö hrjúfa og
kalda yfirborð en er tekist hefur að
brjóta ísinn þá komi í ljós mikil hlýja
og stórkostleg tryggö. Þessu hefur í
þaö minnsta oft verið haldiö fram af út-
lendum mönnum jafnt sem innlendum
— og þessum fögru ummælum tel ég að
flestokkarviljitrúa.
Vináttuhót
Ahrifamáttur snertingar er geysi-
legur. Allir hafa reynt hversu miklu
meira þétt handtak getur sagt en
þúsund orö en samt hikum við við aö
snerta aðra. Viö finnum hjá okkur þörf
til aö sýna og sanna vinum og ættingj-
um hversu mjög okkur þykir vænt um
þá — hversu mikils virði þeir eru okk-
ur. Viö beitum ýmsum ráöum til aö
láta þessar tilfinningar í ljós — förum
alls konar krókaleiöir. Við kaupum
gjaf ir handa þeim, bjóöum þeim heim i
mat — mat sem viö höfum lagt bæöi
tíma og umhyggju í, sendum þeim
ástrík bréf er leiðir skilja um tíma. En
viö snertum þá helst ekki.
An efa kannast flestir viö þaö ef
þeim verður á aö snerta af slysni hönd
eöa hné vinar síns hvernig þeir kippast
við, flissa vandræðalega og biöjast af-
sökunar — rétt eins og þeir hafi gert
eitthvað dónalegt. Koss á kinnina,
örstutt faömlag eöa handaband virðist
vera eina líkamlega sambandiö sem
vinir gefa hverjir öörum. En hver
þekkir ekki þá tilfinningu sem oft á tíð-
um grípur mann — aö mann langi til aö
faöma að sér náinn vin sinn — knúsa
hann og segja honum hve mikils virði
hann sé manni — en eitthvað kemur í
veg fyrir að maöur geti gert þaö.
Mörgum finnst þeir kjánalegir ef þeir
gefa tilfinningunum lausan tauminn og
enn fleiri óttast aö slík vináttuhót sem
snerting getur verið, veröi misskilin —
því enn tengist snertingin ætíö ein-
hverju kynferðislegu í hugum
margra. Hættan á aö þessi tilraun þín
til nálægöar veröi misskilin eykst til
muna ef snertingin á sér staö í einrúmi
og ef til vill er þaö þess vegna sem
faðmlög veröa öft lengri og innilegri í
fjölmenni. Staðreyndin er nefnilega sú
aö tilfinningasemi er öruggari innan
um annaö fólk. Þá fyrst viöurkennum
við snertinguna á þann hátt sem hún er
meint — sem vináttuvott frá mér til
þín.
Tilfinningahömlur
Allir hafa þörf fyrir vini og þörf fyrir
aö finna aö þeirra sjálfra sé þörf og
þaö er einmitt í gegnum snertinguna
sem þessi boö komast best til skila —
segja meira en ótal orö. Ef þú hefur, af
feimni, haldiö aftur af þér þegar þessi
náttúrlega löngun til aö faöma vini
þína að þér gerir vart viö sig — haföu
þá í huga aö aö öllum líkindum búa
þeir yfir sömu hömluðu þrá eftir
nálægö og þú. Geföu tilfinningunum
lausan tauminn og láttu það eftir þér
aö snerta vini þína. Eflaust muntu þá
komast að raun um aö áöur en langt
um líður mun ónotakenndin sem varð
vart í upphafi vera á bak og burt.
Ohætt er aö fullyrða að hömlur
þessar eru mun sterkari hjá karlmönn-
um en konum. Hin foma ímynd karl-
mennskunnar á enn rík tök í nútíma-
manninum og svo sannarlega eru til-
finningasemi og viðkvæmni ekki aöals-
merki hennar. Dæmi um þetta er sam-
band feðga. Feður snerta og gæla viö
böm sín meðan þau eru ung, en eftir
því sem þau eldast því ópersónulegra
veröur sambandið. Er kemur fram á
unglingsárin er venjulegast svo komiö
aö milli feöga er snertingin gersam-
lega úr sögunni. Dæturnar njóta þó enn
hlýlegra kossa á kinnina og klapps á
öxlina — við hátíöleg tækifæri —
meðan synirnir veröa aö láta sér
handabandið eitt nægja. Ætla mætti aö
samband móöur og dóttur væri líkt far-
ið — en svo er þó ekki. Tengsl mæðgna
eru einnig oft innilegri og nánari en
mæðgina þó svo flestar mætur sýni
sonum sínum örlítiö meiri tilfinninga-
semi en feðurnir. Hvaðan sú furöulega
hugmynd — aö karlmenn hafi minni
þörf fyrir snertingu og hlýju — er kom-
in veit ég ekki en tel þó að oflast liggi
meginástæöan í hinni ómannlegu karl-
mennskuímynd og hreinu og beinu
hugsunarleysi, auk' hinnar viðteknu
skoöunar aö snerting milli karlmanna
sé eitthvaö ógeöfellt.
Hlegið og grátið
Aö f jarlægjast foreldra sína og veröa
fulloröinn er ávallt sársaukafullt og fer
ekki hjá þvi aö unglingar misstígi sig
oft á þeirri leið og ruglingur komist á
sjálfsímynd þeirra svo og á heims-
myndina sjálfa. Orugglega kemur
þessi erfiði kafli þroskans þó enn harö-
ar niður á strákum en stelpum. Þaö er
í rauninni grátlegt aö rótgrónar
skoöanir og hugsunarleysi standi enn í
vegi fyrir aö karlmenn geti viðurkennt
og sæst viö tilfinningar sínar og viö-
kvæmni. Oll höfum viö stöku sinnum
þörf fýrir að hverfa aftur til bemskuár-
anna — til ábyrgðar — og áhyggjuleys-
is — og skiptir aldur eða kyn ekki máli
í því sambandi. Oneitanlega verður
fjölskyldan — sem er í dag jafnt sem
forðum daga fastasti punkturinn í lífi
hvers manns — að teljast heppilegasti
vettvangur slíks afturhvarfs. Æskilegt
væri því aö f jölskyldur sameinuðust í
því aö viðurkenna og meta veikleika og
viökvæmni allra meðlima sinna —
jafnt karla sem kvenna — og greiða
þannig feörum og sonum leiöina út úr
dimmum sölum tilfinningabælingar og
einmanakenndar. Þaö yrði aö teljast
stórt skref fram á við ef menn færu að
geta hlegið og grátiö án þess að
skammast sín fyrir aö geta fundiö til.
Ræktum það góða
Tilfinningar eru ósjálfráöar og
fallegar. Þær minna okkur á aö viö er-
um mannleg. Aö skammast sín fyrir
þær tilfinningar sem gera vart viö sig í
brjósti manns tel ég eitthvaö þaö
versta sem hent getur nokkra mann-
veru. Oftast valda bældar tilfinningar
miklum óþægindum og geysilegri van-
líðan. Snertingin er ein leiö til aö láta
tilfinningar sínar í ljós — og ef til vill
sú áhrifamesta. Er ekki kominn tími
til aö viö leggjum niöur vopnin, látum
grímu stoltsins falla, og leyfum þess í
staö okkar nánustu ættingjum og
vinum aö njóta allrar þeirrar hlýju og
elsku sem okkur hefur svo lengi langað
til aö opinbera — en ekki þorað fyrr en
nú. I mínum augum er það eina von
mannanna á þessum tímum ótta, lífs-
gæöakapphlaups og stríðsógnar — aö
leggja rækt viö allt það góða sem í
okkur býr. Meö því stuðlum viö aö
betra mannlífi og meiri hamingju,
mannkyninu öllu til handa. Svo er
vinur þinn eöa ættingi réttir út höndina
til þin, hafðu þá hugfast, áöur en þú
slærö á hönd hans og hlærö aö til-
finningum hans, aö sá sem s jálfur býr í
glerhúsi skyldi varast þaö aö kasta
steinum. Inger Anna Aikman.
Pörf fullordins fólks fyrir líkamlega snertingu er mikil en tilfinningalegar hömlur
koma oft i veg fyrir að hún fái útrás.
Feður snerta og gœla við börn sín medan þau eru ung en eftir því sem þau eldast þvl
ópersónulegra verður sambandið.