Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1984, Qupperneq 20
DV:-LAUOARÐAGUR 5. MAl 19W. Hann var kominn aftur úr meö greiösl- ur til starfsmanna sinna og með greiðslur til þeirra sem hann keypti efni af. Nú verð ég líklega að borga það þegar ég fæ líftrygginguna greidda.” Lögreglumaðurínn ræskti sig: ,,Eg er hræddur um að þú getir ekki reiknað meö tryggingafé. Líftryggingar eru ekki greiddar út ef menn fremja sjálfs- morö.” A yfirborðinu var Furnacemálið harmleikur í kjölfar almennrar kreppu. En við nánari rannsókn á brenndum líkamsleifum gerðu réttar- læknar athyglisverða uppgötvun. Svæði á baki hins dauða hafði legið upp við vegginn og hafði næstum ekkert brunnið. A þessu svæöi fundu réttar- læknar skotsár. Hinn dauði hafði verið skotinn í bakiö. Tómt veski Morðdeild Scotland Yard var þegar kvödd á staðinn og Tom Yardell lög- regluforingi sagði: .T'umace gæti ekki hafa skotið sjálfan sig i bakiö nema hann sé með teygjuliðamót. Þetta er ekki sjálfsmorð, heldur morð! ” Yardell fór á brunastaðinn og rann- sakaði hann nánar. Hann fann nokkrar skaðbrunnar málningarfötur, sem hlaðiö hafði verið undir bekknum, þar sem iíkiö hafði fundist. Það mátti greinilega sjá að þeim haföi verið staflað upp til að gera fórnarlambiö að engu. Þettta gerði það enn merkilegra í augum Yardels, hve vel varðveitt sjálfsmorðsbréfið var eftir brunann. Það átti greinilega að vera alveg öruggt að það fyndist. Og það var ekki liklegt að snöfurmannlegar björgunar- aögerðir brunaliðsmannanna einar hefðu ráðið úrslitum um það. Yardell gerði aðra uppgötvun á brunastaönum. Það var saman- vöðlaöur frakki sem lá í homi skrif- stofunnar. Yfir hann hafði verið hellt terpentínu en hann hafði ekki brunniö. I frakkanum var bankabók með nafn- inu Walther Spatchett ásamt tómu veski. Þekkti frú Fumace Walther nokk- um Spatchett, spuröi Yardell hina syrgjandi ekkju. ,4á, þaö gerði ég,” svaraði hún án þess að hika. „Eg þekki hann prýðis- vel. Walther var besti vinur Sams. Þeir fóru alltaf saman í bæinn. Walther er Brandararnir um skoska nísku eru frægir. Þeir eiga sér hins vegar enga stoð í veruleikanum þrjá fyrstu dag- ana á hverju nýju ári. Þá halda Skotarnir Hogmanay-hátíð sína og þá er hvorki matur né drykkur skorinn viðnögl. Skotarnir undirstrika örlæti sitt meö því að hella viskiinu sínu í eld og það veldur oft smábruna. Brunaliösmenn voru því ekki mjög undrandi 3. janúar 1933 þegar þeir voru kallaðir til verkstæðis Skotans Samuels Furnaces í Norður-London. Húsið var logandi, gluggamir sprungu í hitanum og glerflísarnar flugu með eyrum slökkviliösmanna. Eldurinn hafði náð upp í gegn um þakið og sleikti gráðugur tréverkið. Brunavörðurinn Bill Daley og Harry Tidewell voru fyrstir þeirra sem ruddust inn í bygginguna. Þeir böröust við eld og reyk frá brunanum sem haföi náð að læsast vel í birgðir verk- stæðisins af tré og málningu. Þeir náöu þó nógu snemma á brunastaðinn til aö ekki varð meiri háttar bruni. Þegar þeir börðust í gegn um verk- stæðið sem orðið hafði eldinum að bráð, komu Daley og Tidewell að dyr- um sem voru aftast í herberginu. Þær lágu inn á skrifstofu. Þeir spörkuðu huröinni upp og hleyptu fullum krafti á vatnsslöngur sínar. Þegar sást í gegnum reykjar- og eldsþykknið í herberginu komu bruna- verðimir auga á brunnið stykki, sem minnti á mannslíkama sem sat í hnipri á bekk með ritvél fyrir framan sig. Þeim kom saman um að láta lög- regluna vita í snatri. Tidewell rannsakaði þessa óhugnanlegu uppgötvun aðeins nánar. Þetta var maður, eöa hafði verið það réttara sagt. Hár, húð og fatnaður var fuilkomlega burtsviöið. En fyrir eitt- hvert kraftaverk, að því er virtist, lá rakur og óskemmdur pappírsmiöi á gólfinu við hliðina á kolbrunninni mannverunni. Tidewell tók snifsið upp og las hin vélrituöu boð: Lrftrygging Bless. . . Engir peningar. Engin vinna! Samuel Fumace. Það leit út fyrir að eigandi verk- stæðisins hefði svipt sig lífi. A þeirri skoöun var lögreglan einnig eftir að hafa lesið boðin og fjarlægt líkið. Skilningsríkur og nærgætinn lög- reglumaður var sendur til ekkju Furnaces með þessi slæmu tíðindi. Hún átti erfitt með að skilja það sem hún hafði heyrt. „Sam átti í fjárhags- kröggum, það er rétt,” sagöi Dora Fumace, „en mig dreymdi aldrei um að hann myndi fremja sjálfsmorð. Hinn ungi Walther Spatchett sem varð fórnarlamb peningagirugs félaga sins. sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál ■ - hefði hann vafalaust brunniö allur. . . ” Það var þröngt fyrir framan dómshúsið í London þegar Furnace var látinn standa fyrir rétti, ákæröur fyrir morð. A meðan fór heilmikið drama f ram bak við t jöld réttarins. Furnace var settur í klefa í bygg- ingu hússins. Hann baö um aö fá gamla hermannafrakkann sinn. Gamall réttarvörður lét hann fá frakkann eftir að hafa fullvissað sig um að allir vasar voru tómir. Þegar hann kom fáum augnablikum seinna til baka til að færa Furnace í réttarsalinn lá fanginn í krampateygj- um á gólfinu. Við skjálfandi hönd hans lá lítið brotið glerhylki. Þegar hann hafði verið á flótta hafði Sam Furnace orðið sér úti um eitur- hylki sem hann hafði saumaö inn í fóörið á hermannafrakkanum sínum. A þessari úrslitastund ákvað hann að komast hjá dómi og refsingu með því að framfylgja dauðadómi yfir sjálfum sér. Dómi sem kviðdómurinn hefði vafalaust staðfest. Sam Fumace var fluttur í miklum flýti á spítalann. Þar börðust menn einn dag viö aö halda í honum lífinu. En eftir ólýsanlegar kvalir dó Fumace. Eftir stóö Dóra, ekkja hans, sem var eiginlega sú sem tapaöi mestu í þessu máli. Fyrra „sjálfsmorðið” hafði svipt hana tryggingafé sem hún hefði átt að fá af líftryggingu manns síns. Nú eftir endanlegt sjálfsmorð í fangelsisklefanum var það alveg víst að líftrygging Sams Furnace myndi ekki verða greidd út. Hefði Sam Furnace hins vegar tekið út sinn dóm og endað í gálganum hefi ekkjan fengiö peningasina. . . Brunaljðið fann brennt lik á skrif- stofunni og sjálfsmorðsbréf sem hafði á undraverðan hátt ekki skemmst i eldin- rukkari og er oft meö mikið fé á sér. Ekki síst fyrstu daga hvers mánaðar.” — Gæti frú Fumace lýst Spatchett? „Já.” Hann var 25 ára, andstætt Fumace sem var fertugur. Þeir voru svip- aðiráhæövöxt Nú heimsótti Yardell fjölskyldu Spatchetts. Honum leist ekki á þær upplýsingar sem hann hafði safnað. Enginn hafði séð Walther Spatchett frá öðrum janúar, daginn fyrir brunann á verkstæði Furnaces. Oþægilegur grun- ur sótti nú að lögreglumanninum þegar hann bað móður Spatchetts um sérkenni sem hún gæti lýst á syni sín- um. Walther hafði þrjár lausar fram- tennur og langar augntennur sem minntu helst á vígtennur í hundi, að hennar sögn. Stutt rannsókn á líkinu í réttarrann- sóknarstöð Scotland Yard staðfesti grun Yardells og enn frekari staðfesting fékkst þegar faðir Spatchetts brotnaði saman yfir líkamsleifunum og sagöi: „0 guð. Þetta er Walther. Þetta er sonur minn!” Skammbyssan horfin En hvar var svo Sam Furnace sem talinn var upphaflega aö hefði brunnið inni? Enginn vissi það. Allra síst hin furðu lostna ekkja hans. Lögreglan var hins vegar viss um að hann væri morð- inginn. Frú Fumace sagði að maður sinn ætti skammbyssu. Hún var horfin og auk þess hermannafrakkinn hans gamli sem var uppáhaldsf lík. Lögreglunni um allt England var gert viðvart. I fyrsta skipti í sögu Englands voru myndir sýndar af eftir- lýstum glæpamanni í kvikmyndahús- um. „Þessi maður er hættulegur,” stóð fyrir neðan myndina. „Haföu samband við lögregluna ef þú sérð hann! ” Það var þó Fumace sjálfur sem vísaði veginn. Hann skrifaði það til ættingja sins að hann færi huldu höföi í suður-enska bænum Southend og að hann hefði þörf fyrir hjálp. Ættinginn var nógu klókur til aö fara beint til lög- reglunnar. Hann sagði að Fumace ætlaöi að veifa með hvítum klút þegar hann, ættinginn, færi fram hjá húsinu þar sem Fumace faldi sig. Það átti aö vera merkið. Yardell lagði í framhaldi af Hið raunverulega fórnarlamb í morðmálinu var Dora Furnace sem varð ekkja eftir tvöfalt sjálfsmorð manns sins. þessu á ráðin um það hvernig ætti að klófesta Furnace. Það var ekki til neins að ættinginn færi á staöinn í fylgd tveggja herða- breiðra lögregluþjóna með byssur í höndum. Yardell náði í félaga sinn úr lögreglunni, Tom King að nafni. Tom þessi var duglegur að spila á fiðlu og hann var fenginn til að leika farand- hljómlistarmann og þannig gekk hann eftir ættingjanum á meðan hann lék ítölsku ballöðuna, 0 sóle míó, bömun- um á götunni til ánægju. Gripinn A meöan hann lék horfði King náið eftir hreyfingu í gluggunum og hann sá strax merki Fumaces. Lögreglan réðst meö byssur í höndum inn í húsið og kom að Sam Fumace sitjandi í ruggustól. Hann var að lesa sakamála- sögueftir Edgar Wallace.. . Hannvar óvopnaður, hafi hent byssu sinni í síki. Byssan fannst síðar og lögreglan gat slegið því föstu að Walther Spatchett hefði verið drepinn með vopninu. I upphafi reyndi Fumace aö halda því fram að vinur sinn hefði dáið vegna óhapps. Skotið hefði hlaupið úr byss- unni og í bak vinarins þegar hann hefði veriö að sýna honum hana. I framhaldi af því hefði hann verið gripinn skelf- ingu og skrifað s jálfsmorðsbréfiö. En hann gat ekki útskýrt hvað hefði orðiö um peningana sem voru horfnir. Og síðar viðurkenndi hann hvaö hefði raunverulega gerst. Hann var á hött- unum eftir peningunum sem hann vissi að Spatchett hefði á sér. Hann reiknaöi með því að það væri talsverö upphæð því að bankarnir voru lokaöir á miili jóla og nýárs. Hann gabbaöi hann því inn á skrif- stofu sína til aö fá sér drykk og skaut hann þar í bakið með köldu blóði og tók peningana. Að því búnu kveikti hann í skrifstofunni og verkstæöinu. Hann hafði búist við því að eldurinn myndi brenna bæði Spatchett og yfir- frakka hans þannig að enginn myndi uppgötva að hinn dauöi var ekki hann sjálfur. Hann hafði hugsað sér að fara í burtu frá konu og skuldum og byrja upp á nýtt í ókunnu landi. En slökkvi- liðið kom svo fljótt á staðinn að ráða- brugg hans fór út um þúfur. „Eg heföi ekki átt að setja Spatchett upp viö vegginn,” kvartaði Furnace. „Ef þaö heföi verið meira loft í kringum hann 2l0S HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappir — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pipueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPLAST HF II ■ Borgamesi simi93-7370 ll Kvöld^imi og helgarslmi 9^-7355 SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA VIDGETUM LETT ÞER SPORIN OG AUDVELDAD DÉR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiöa • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekiðámótiskriflegumtilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.