Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1984.
3
Haraldur Sigurðsson í lögreglubún-
ingnum: — Það er bannað að vera í
löggubúningi ef maður er ekki lögga.
-EIR.
Lögregluþjónar
handtaka
lögregluþjón
Sá óvenjulegi atburður átti sér staö í
miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær að
lögreglan handtók lögregluþjón. Lög-
regluþjónninn var á leið út af Gauki á
Stöng í fullum skrúða þegar „starfs-
bræðrum” hans varö ljóst að hér var
ekki allt með felldu. Var lögregluþjón-
inum veitt eftirför nokkra stund og þá
gripið til þess ráös að fá óeinkennis-
klæddan vörð laganna til að handtaka
hann. Var það gert til aö forðast óþarfa
athygli vegfarenda sem eiga því ekki
að venjast að lögreglur séu aö hand-
taka lögreglur.
Á daginn kom að hér var á feröinni
Hornfirðingur, nánar tiltekið Haraldur
Sigurðsson, dyravörður í Sindrabæ,
einn af leikurum í Leikfélagi Horna-
fjarðar sem sýndi Elliærisplanið tví-
vegis í Iðnó í gærkvöldi. Þar leikur
Haraldur lögregluþjón og brá hann
sér einn rúnt í bænum í búningnum til
aö auglýsa sýninguna. En það er sem
sagt bannað aö vera í löggubúningi ef
maður er ekki lögga. -EIR.
Stef nan tekin á Þjórsárdal, Þórsmörk og Laugarvatn:
Straumurinn til suðurs
Þjórsárdalur, Þórsmörk og
Laugarvatn. Þetta eru staðirnir sem
straumur ferðafólks virðist liggja á
um þessa miklu ferðamannahelgi,
hvítasunnuhelgina. Flestir virðast
ætla í Þjórsárdal en þar er eina aug-
lýsta útihátíðin um helgina.
Að sögn starfsfólks Umferðarmið-
stöövarinnar virðist unga fólkið ætla
mest í Þjórsárdal. Þegar klukkan
fjögur í gær fór fyrsta rútan austur.
Fleiri f óru síðan í gærkvöldi.
Það er Héraðssambandiö Skarp-
héðinn sem stendur fyrir hátíöinni í
Þjórsárdal. Og ef aö h'kum lætur má
reikna með hundruðum ef ekki
þúsundum manna á svæðinu.
I Þórsmörk virðist mest vera af
eldra fólki um helgina. Fólk sem
vant er aö ferðast í Mörkina og er nú
að fara sína fyrstu ferö þangað á
þessu sumri.
Laugarvatn er kannski örlitið
meira spurningarmerki. Allt bendir
þó til þess aö hópurinn þar sé örlítiö
blandaöur, bæði ungir og gamlir.
Ekki er vitað nákvæmlega um
ferðir fólks á hina kunnu ferða-
mannastaði Húsafell og Skaftafell.
Ljóst er samt að þangað fer einhver
slæðingur fólks.
Þegar um fimmleytið í gær var
fólk farið að streyma út úr bænum.
Áberandi var þó aö það var fólk á
einkabílum á leiö í sumarbústaði eða
til ættmenna í kaupstöðum úti á
landsbyggðinni.
„Segiði bara að ég sé að fara í
Þessir þrír ferðakappar voru á leiðinni austur í Skaftafell. Þeir ætluðu að klífa upp á Virkisjökul í gærkvöld og
dvelja á jöklinum í nótt.
DV-myndir: GVA
Ragnheiður Einarsdóttir. Hún var á
ieiðinni vestur á Strandir. Ætlar að
vera þar i sumarbústað yfir helgina
og renna jafnframt fyrir s jóbleikju.
Mallorcaveður norður í Kaldbaks-
vík,” sagði Ragnheiður Einarsdóttir
við okkur á Ártúnshöfða. Hún var
ásamt nokkrum öðrum á leið í
sumarbústað í Kaldbaksvíkinni á
Ströndum.
Þá hittum við þrjá unga menn,
sem voru á leið austur í Skaftafell.
Vera þar í nótt og ef áætlunin hefur
staöist þá renndu þeir sér niöur af
jöklinum í morgun. Ovenjulegur og
skemmtilegur feröamáti.
DV óskar öllum ferðalöngum
góðrar ferðar og góðrar heimkomu.
Munum að oft hafa alvarleg um-
ferðarslys orðið um þessa helgi.
Látum það ekki koma fyrir að þessu
sinni. Förum varlega.
-JGH
Árni Brynjólfsson var ásamt fjöl-
skyldu sinni á leið i Þórsmörk. „Fer
I þangaðáhverjusumri.”
5 UMA R TILBOÐ FRÁ AGLI
Örfdir bílar af
FíatRitmo ’83-
Verð aðeins
kr. 269þus.
Frdbcer bíll
dfrdbœru verði
Fíat-kjörin hafa
skipað sér sérstakan
sess í bílaviðskipta-
lífinu.
Egill
Vilhjálmsson h/f
Smiðjuvegi 4 c, 200 Kópavogi.
Sími 77200 og 77202.