Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Síða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984. Listahátíð um helgina Listahátíð um helgina Listahátíð um helgina Ashkenazy- feðgar í Laugardalshöll FílharmóníuWjómsveitin frá Ashkenazy, heldur tónleika í kvöld og' Lundúnum, undir stjóm Vladimir annaö kvöld í Laugardalshöll og hefj- Vladimir Ashkenazy, á innfelldu myndinni er sonurinn, Vovka. astbáðirtónleikamirkl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld er Gæsamömmusvítan eftir Ravel, píanó- konsert Mozarts, K456 og fimmta sinfónía Sibeliusar. Leikur Ashkenazy sjálfur einleik í Mozart píanókon- sertinum. Á síðari tónleikunum verða á efnis- skránni svítan Við aö heyra fyrsta gauk vorsins, eftir Delius, píanókon- sert nr. 1. eftir Tchaikowski og fjóröa sinfónían eftir Tchaikowski. Einleikari á píanó verður Vovka Ashkenazy, sonur stjórnandans. Fílharmóníuhljómsveitin lék fyrst opinberlega í London, í október 1945, undir stjóm sir Thomas Beecham. Hljómsveitin vann sér fljótt mikla virðingu meðal tónlistamnnenda og komst í tölu bestu hljómsveita heims og laðaði að sér fjölda frægra stjóm- enda. Hljómsveitin hefur spilað inn á fleiri hljómplötur en flestar aðrar hljómsveitir og ferðast einnig meira en títt er um sinfóníuhljómsveitir. Vladimir Ashkenazy þarf vart að kynna fyrir Islendingum svo tengdur sem hann er Islandi. Hann hefur verið talinn meðal bestu píanóleikara heims, allt frá 1962 er hann vann fyrstu verð- laun á annarri Tchaikowski sam- keppninni í Moskvu. Ashkenazy er einn mest eftirsótti píanisti í heimi um þess-, ar mundir, en hefur jafnframt píanó- leiknum snúið sér æ meir að hljóm- sveitarstjórn á síðari árum með góðum árangri. Vovka Ashkenazy fæddist í Moskvu 1961 og er elsti sonur Þórunnar og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanó- nám ungur að aldri og lauk burtfarar- prófi frá Royal Northem College of Music í júní 1983. Á undanfömum 4 árum hefur hann náö glæsilegum árangri sem einleikari og komið víða fram. Í Blómaborg er ávallt á boðstólum mjög gott úrval af pottaplöntum, afskornum blómum og einnig grænmeti í úr- vali á besta fáaniega verði. Gjafavörur í miklu úrvali, vorum að taka upp yfir 30 gerðir af vestur-þýskum kristals- vörum (Bæheimskristall). Mjög gott úrval af leikföngum. ís, gosdrykkir, hamborgarar, samlokur og pylsur. Opið alla daga vikunnar. OPIÐ ALLA HVÍTASUNNUHELGINA Netanela. NETANELAI NORRÆNA HÚSINU Þjóðlagasöngkonan Netanela, sem búsett er í Svíþjóð, en ættuð frá Uzbek- istan í Austurlöndum f jær, heldur tón- leika í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.00 og þriðjudag kl. 20.30. Á efnis- skránni eru þjóðvísur og ballöður víða að úr heiminum og syngur Netanela á ensku, sænsku, frönsku, portúgölsku, einnig syngur hún þjóðvísur frá Af- ríku, Tíbet, Nepal og fleiri löndum. Einnig flytur hún jass og blúslög. Hún kynnir sjálf efnisskrána á sænsku. Netanela hefur komiö fram í ótal löndum og hefur tekiö þátt í tónlistar- hátíðum og sungið í sjónvarp og út- varp. Meðal annars hefur hún ferðast um með píanóleikaranum og söngvar- anum Memphis Slim. Hún hefur gjarna notaö tækifærið á ferðum sínum og safnað framandi hljóðfærum og kynnt sér tónlist landsins sem hún ferðast um og endumýjað þannig laga- valið. Dans-skúlptúr. Úr sýningu Mellem-rum I Kramarhúsinu við Bergstaðastræti verðursýndurdans-skúlptúr kl. 20.30 í kvöld. Það er Mellem-rum flokkurinn semsýnir. A sýningunni verða þrír dansar. Tveir þeirra eru til orðnir við sam- vinnu dansarans og dansahöfundailns Jytte Kjöbeck og myndhöggvarans Willy Orskow og eru þeir fluttir við nýja tónlist eftir Karóh'nu Eiríksdóttur og Hans Abrahamsen. Þriðji dansinn er eftir Ralph Grant, en hann valdi sjálfur tónlist og sviðssetningu. Einnig dansarDaninn Henrik Boy Christesen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.