Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 14
Fáir á MORROKK í Laugardalshöll:
DV. LAUGARDAGÍFR 9 . JUNl 19M.
14
VEL HEPPNAÐ-
IR TÓiMÆIKAR
NORROKK tónleikarnir í Laugar-
dalshöil voru aö flestu leyti vel heppn-
aðir, nema hvaö áheyrendur skorti
mjög, sennilega hafa ekki veriö meira
en 8—900 manns í salnum þegar mest
var.
Sjaldan hafa tónleikar hérlendis
fengiö jafngóöa umfjöllun og þessir
tónleikar því rás 2 útvarpaði þeim
beint yfir landslýö og var auk þess meö
viðtöl við flesta sem þeir hittu á í Höll-
inni auk spjalls viö hljómsveitarmeð-
limi, aðstandendur tónleikanna og for-
svarsmenn NOMUS.
Leikhópurinn Svart og sykurlaust lét
sitt heldur ekki eftir liggja og komu
þau þægilega á óvart með hljómsveit-
arkynningum sínum. Fyrsta atriðiö
var nokkurs konar hellisbúaleikur,
kannski til heiöurs gítarleikaranum í
Hefty Load, Kullmans, en annar hver
maður sem maður hitti er haföi séð
þann kappa lét þess getið að annaö-
hvort hefði hann verið dreginn upp í
einhverju dýrasafninu eða verið flutt-
urhingaðí búri.
„Það eru skemmtilegir kvenmenn í
þessum hóp. Fjandinn, þær fá jafnvel
lögreglu- og slökkviliðsmennina til aö
færa sig nær sviðinu,” sagði einn fé-
laga minna er meðlimir leikhópsins
skriöuumsviðið.
Jólatré brennur
Rokkspildan mætti í sal Hallarinnar
í þann mund sem Circus Modern hóf
leikinn. Poppaðar melódíur í nýbylgju-
útfærslu og söngvarinn hoppandi og
skoppandi um sviðið í söngnum, en á
milli laga ræddi hann við gesti á blend-
ingi af norsku og ensku. Eina orðið
sem ég náði hjá honum var porno-
grafi; hvort það voru hugleiðingar
hans sjálfs eöa nafn á einu laga þeirra
liggurekkiálausu.
Hljómurinn í salnum var með mikl-
um ágætum er líða tók á tónleikana,
eftir nokkra hnökra í byrjun, og
stemmningin meö ágætum. í sætunum
í stúku hallarinnar var ýmislegt í
gangi og sessunaut mínum þar, er viö
tylltum okkur þar niöur eitt augnablik,
varðaðorði: „Erveriðaöbrenna jóla-
tréhérna.”
Circus Modern var fyrsta hljóm-
sveitin sem kom undirrituðum á óvart,
raunar komu allar norrænu hljóm-
sveitimar á óvart, með þéttu og góðu
prógrammi, lítiö var af vellulegu
skandinavíurokki, þó sum laga þeirra
hafi óneitanlega borið keim af því.
Kvennasveit?
Eftir frumlega kynningu leikhópsins
Svart og sykurlaust á dönsku kvenna-
hljómsveitinni Clinic Q kom á óvart að
2 af 5 meðlimum hennar eru karlmenn
sem kannski skipti engu verulegu
máli, þaö sem máli skiptir er að Clinic
Q var í hópi tveggja hljómsveita
Það kom á óvart að tveir karlmenn voru í dönsku hljómsveitinni Clinie Q. DV-myndir GVA.
Fyrir bongó og gæruliðið
Er sænska hljómsveitin Imperiet
kom fram á sviðið var komið fram yfir
miðnættiö, tónleikamir hófust um kl. 9,
og fólk almennt orðiö nokkuð slæpt, þó
ekki af ölvun sem var lítil sem engin,
og margir farnir að hugsa sér til
hreyfings af staðnum.
Imperiet fékk augun til að ljóma í
þeim gömlu bongó- og gæruhippum
sem mættir voru í Höllina enda tónlist
hennar undir miklum áhrifum frá
blómatíma þessa slektis en í höndum
Svíanna mun kraftmeiri og áleitnari
en gamla efnið. Imperiet er upprunnin
úr Ebba Grön sem kölluö var Utan-
garðsmenn Svíþjóðar á sínum tíma.
Nafngift sem að mörgu leyti hefur
erfst inn í nýju hljómsveitina.
Fönk og Bara...
Er finnska hljómsveitin Hefty Load
kom fram á sviðið var Rokkspildan
farin af staðnum og náöi síðustu
sveitunum í gegnum rás 2. Hefty Load
leikur ekta fönk-rokk; ef líkja á henni
við einhverja hijómsveit koma helst
Frakkarnir til greina og af öllum
hljómsveitunum hafði maður einna
mest gaman af Hefty Load en hún
hefur hlotið verðskuldaða athygli í
heimalandisínu.
Síðasta hljómsveitin, Bara-
flokkurinn, kom lítt á óvart, flest lögin
hafði maður heyrt hjá henni áður, af
Gas-plötunni. Baraflokkurinn er óneit-
anlega ein af okkar vönduðustu hljóm-
sveitum í flutningi, allt mjög slétt og
fellt og raunar finnst manni aö það hái
henni hve átakalítil tónlist hennar er.
-FRI.
Söngvari Circus Modern hoppandi og skoppandi um sviðið.
Svart og sykurlaust kom þægilega á óvart.
kvöldsins, byrjaði rólega en var á
heildina litið með langfrumlegasta
prógrammið af þeim öllum, geysifjöl-
breytt, þar sem trommuheili, hljóm-
gervill og trommur fengu að leika
lausum hala í alls konar afbrigðum ný-
bylgju og nýrómantíkur.
Vonbrigði
Vonbrigði kvöldsins voru hljóm-
sveitin Vonbrigöi, einkum vegna yfir-
gengilegrar keyrslu og hávaða. Hún
virðist vera að staöna í grófri ný-
bylgjutónlist sinni, næstum þvi pönk á
köflum og ekki bætti úr skák aö hljóð-
blöndunin hjá sveitinni fór úr skorðum
framan af tónleikum hennar. Hljóm-
sveitin hefur þó magnaöan trommu-
leikara, lemur húðirnar af svipuðum
krafti og Jimi Hendrix plokkaði
strengina á sínum tíma, en tónlistin er-
alltof yfirhlaðin látum til að maöur nái
því sem hún er að gera og vonlaust var
með öliu að skilja textann hjá Jóhanni.