Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 16
16
DV. LÁtfGAtíÖAÓÍJMD. JGP/119^4. ’ /J
SETLAUG
Rúmmál 2800 I.
Sterk, létt, þolir
vel hitamismun.
ROTÞRÓ
■a-.
Rúmmál 20001.
þyngd 75 — 95 kg.
Rotþró ætluð fyrir
allt að 10 manns.
Gerð: 3 hólfa
Septikgerð, sterk-
ar og liprar rot-
þrær. íslensk
framleiðsla. Henta
mjög vel í sumar-
hús, fyrir bænda-
býli og einbýlis-
hús.
ffl
[}
LYNGÁSI 8 — GARÐABÆ — SÍMI 53822
1
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Af sérstökum ástæðum er þessi glæsilegi, tveggja manna sport-
bíll til sölu. Bíllinn er byggður úr trefjaplasti en vél og undirvagn
er úr VW. Nánari upplýsingar í síma 23114.
TORFÆRUKEPPNI
Torfærukeppni verður haldin á Hellu laugardaginn 16. júní.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig i símum 99-5635,99-5954
eða 99-5656 fyrir fimmtudaginn 14. júní.
Góðverðlaun.
Flugbjörgunarsveitin Hellu
Bóla i Blönduhlíð. Svona lítur staðurinn út i dag. Það eina sem minnir á dvöl Hjálmars Jónssonar þar
er minnisvarðinn um hann sem stendur neðan við veginn, húsin eru nokkru yngri en frá tið skáldsins
Þeir sem staldra við hjá Bólu ættu ekki að láta hjá liða að ganga upp að Bólugili. / þvi fellur Bóluá i
fallegum fossum. Til eru sagnir um búskap kynjavera i Bólugili.
Heima á Bólu
í Blönduhlíð
Þau Hjálmar Jónsson og Guðný
Olafsdóttir hófu búskap í Bólu í Akra-
hreppi árið 1835. Búskapartíð á þeim
bænum var hjónunum ekki létt eins og
fram kemur í mörgum sögum og skáld-
skap Hjálmars, sífelldar útistöður við
nágranna og tilheyrandi málaferli. Ein
sagan segir frá því er gesti bar að
garði í Bólu árið 1838. Það voru Eiríkur
Eiríksson í Djúpadal og Pétur Jónsson
á Syðri-Brekkum, hreppstjórar Akra-
hrepps. Þar voru þau hjón borin þeim
sökiim að hafa stundað sauðaþjófnaö
og fór fram nákvæm leit á Bólu að
sönnunargögnum. Komumenn fundu i
kofa út af eldhúsi kagga sem reyndist
fullur af kjöti. Sagðist Hjálmar eiga
það kjöt og gaf skýringar á hvers
vegna kagginn hafði verið settur undir
eldiviðarhaug.
Hreppstjórarnir kærðu hjónin og fór
fram ýtarleg rannsókn í málinu og
réttarskjölinsíðan send Bjama Thorar-
ensen, amtmanni á Möðruvöllum.
Skipaöi hann svo fyrir að dómur skyldi
ganga í málinu. Sá dómur féll þannig
að þau Hjálmar og Guðný voru sýknuð.
Hjálmar mun hafa tekið mjög nærri
sér að nágrannar hans í Akrahreppi
færðu þjófastimpil á heimili hans á
Bólu. 1 kjölfar þjófaleitarinnar fór
heilsan aö bila en Guðný kona hans
stóö styrk við hlið hans. Árið 1843 er
hann orðinn svo sjúkur og þjáður að
hann treystir sér ekki að búa lengur í
Bólu. Þau flytja því þaöan og fara
vestur í Húnavatnssýslu þar sem
skáldið átti um sinn stórum betri daga
en í Bólu. En um haustiö flytja Hjábnar
og Guðný að Minni-ökrum þar sem
þau voru fyrst í húsmennsku og síðan
viö búskap þar til Guðný lést voriö
1844.
Var það Hjálmari gífurlegt áfall
og reyndar var dvölin á Minni-ökrum
honum erfið allan tímann. Hann var
þar helmingi lengur en á Bólu. Erfið-
leikar hans endurspeglast í mörgum
vísum hans og kvæðum um Akrahrepp
þar sem ókvæðisorðin um allt og alla
„BÓLA / BLÖNDUHLÍD var árið 1713 talin fornt eyðibýli i Uppsala-
landi og það þá nefnt Bólstaðagerði. Jörðin mun hafa komist aftur i á-
búð eftir 1750 og með vissu búa þar Þorlákur Þorláksson og Þóra Jóns-
dóttir frá 1764—1783. Eftir það var býlið í eyði, þar til að Hjálmar Jóns-
son skáld byggir þar 1835, og er býlið eftir það fyrst nefnt Bólugerði og
siðar Bóla. Var það metið tH dýrleika 10 hundr. cða 1/5 af Uppsölum.
Árið 1861 var Bóla metin með Uppsölum sem hjáleiga, en sérmetin af
sýslumanni og hreppstjóra á 7 hundr. Árið 1922 var jörðin metin á 19
hundruð krónur og árið 1942 var hún metin á 49 hundruð krónur, en þá
var búið að selja land undan Uppsölum og leggja til Bólu.
Bóla var lengst afi sameign með Uppsölum og alltafi leiguábúð, þar
til núverandi ábúandi og eigandi keypti jörðina 1923 með húsmanns-
býlinu Fossi og flutti þangað 1924. Seljandi var Jónas Sveinsson en hann
hafði keypt sneið af landi Uppsala og lagt það undir Bólu. Bóla er i
Silfrastaðasókn."
fJarða- og búendatal i Skagafjarðarsýslu
1781-1949. 1. hefti. Útgefið 1950.)
Gluggalaust má hús ekki vera. Byggingarsagan geymir ýmsar aðferðir við að þétta i kringum
gluggana, líklega fengi þessi ekki samþykkt hjá byggingarnefndum nú ti! dags.