Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR 9. JUNl 1984. SergeJ Prokofjev var eiiin- ig gódur skákmadur Nýveriö var franskur stúdent, sem vann aö doktorsritgerö um tónskáld- ið Maurice Delage (1879—1961), að gramsa í gömlum skjölum í leit aö heimildum. Rak hann þá augun i áöur óbirt „verk” eftir tónskáldið og ýmsa aöra, þeirra á meðal Sergej Prokofjev og Maurice Ravel. Þessi „verk” voru þó ekki tónverk eins og viö mætti búast, heldur löngu gleymdar skákir, sem þessir tón- snillingar höfðu teflt sín í milli fyrir sextíu árum í París. Enginn viðvan- ingsbragur er yfir þessum skákum og greinilegt er aö á skákborðinu eru tónskáldin vel meö á nótunum. Þeirra sterkastur er Prokofjev en stíll hans er frumlegur og beittur, engu síður en viö nótnaborðið. Nokkrar skákir hans birtust í sov- éska skákritinu „64” á dögunum og skulum viö líta á tvær þeirra hér á eftir. Sergej Prokofjev fæddist árið 1891 og var sannkallað undrabam, eins og titt er um tónskáld, stærðfræðinga og raunar einnig skákmenn. Er hann var tólf ára gamail hafði hann samið fjórar óperur, eina sinfóníu, tvær sónötur og ýmis smærri verk fyrir pianó. Hann lék einnig afbragðsvel á það hljóðfæri og á árunum 1918—1922 lagöi hann land undir fót; hélt til Bandarikjanna, Frakklands og Eng- lands og hélt fjölda tónleika. Síðan settist hann að í París, var þar í tíu ár, en hélt aftur til Sovétríkjanna 1932 og bjó þar til dauðadags. A þessum ferðaiögum sínum hefur Prokofjev vafalaust notaö tækifæriö til aö huga að skáklífinu, því „skák- bakteríuna” losa menn ekki svo auð- veldlega við sig. Er hann var í Paris kynntist hann skáksnillingnum Capablanea og þeir urðu perluvinir. Síðar kynntist Prokofjev landa sin- um Botvinnik og varð þeim einnig veltilvina. t ævisögu sinni segir Botvinnik frá iitlu atviki aö loknu skákmótinu mikla i Nottingham 1936, þar sem Capablanca og Botvinnik deildu efsta sætinu í bróðemi: ,,Að loknu mótinu fékk ég að sjálfsögðu ham- ingjuóskaskeyti frá Sergej Sergejevits (Prokofjev)”, segir Botvinnik, ,jEg sá Capablanca álengdar um leiö og ég fékk skeytið í hendumar og sýndi honum það. Capablanca varð fölur og þóttist brosa. Hvílík móðgun! Prokofjev óskaöi honum ekki til hamingju. Tveimur timum siðar kom Capa- blanca hins vegar til mín og veifaði lón L Ámason sínu skeyti sigri hrósandi. Prokofjev hafði greinilega sent bæði skeytin samtimis en starfsfólk ritsimans i Moskvu hafði ákveðiö að sovéski skákmaðurinn ætti fyrstur að fá hamingjuóskir tónskáldsins mikla.” Annars var Prokofjev sjálfur glettilega góður skákmaöur, eins og skákir hans eru til vitnis um. Hann var hugmyndaríkur og fór gjaman ótroðnar slóðir. Þannig teflir hann kóngsindversku vömina i skák frá 1924 en sú byrjun naut ekki vinsælda fyrr en upp úr 1940. Franska vömin var einnig í miklu uppáhaidi hans — e.t.v. vegna áhrifa frá Botvinnik. Það sem þó einkennir skákir Prokofjevs öðro fremur er tilfinning hans fyrir því að láta mennina vinna („hljóma”) saman. Þær skákir hans sem birtar eru í timaritinu „64” ero allar á einn veg: Fyrst kemur tón- skáldið öllum mönnum sínum í leik- inn og þá fyrst er lagt til atlögu. Hirð- ir hann þá litt um það þótt hann þurfi aö fórna til þess að ná samræmingu í Uösafla. Af þessu geta skákáhuga- menn margt lært. Auövitað er það samvinna mannanna og rétt staö- setning sem skiptir öUu máU en ekki liösafUnn í heUd. Þessi lýsrng gæti einnig átt við skákstíl Smyslovs. Skáksafn sitt nefnir hann „I leit aö samhljómun (harmóníu)”. Kannski er það svona, sem þeir tefla, sem hafa „músik” í blóðinu? En vindum okkur í skákirnar. 1 þeirri fyrri leggur Prokofjev franska tónskáldiö Maurice Ravel glæsilega aö veUi og munar ekki um að fórna manni og tveim hrókum til að knýja frarn mát. Hvitt: Sergej Prokofjev Svart: Maurice Ravei Nimzoindversk vöm con moto. 1. d4RfG2.c4e63.Rc3Bb44.Bg3 Þetta er af brigði sem Spassky tef ldi síðar með góðum árangri og nefnt var Leningrad-afbrigðið. Algengast er nú 5.-c5, leikur Ravel er lakari. 4.-Rc6 5.e3 0—0 6.Bd3 d5 7.Rge2 a5 8.Dc2 h6 9.h4! hxg5? Það er óviturlegt að drepa þennan mann. Strax í næsta leik verður svartur að skila honum aftur og hvítur stendur þá uppi með opna h-Iinuna til sóknar. 10.hxg5 He8 ll.gxf6 Dxf612.0—0—0 dxc4( ?) Aftur teflir Ravel falskt — nú gefur hann eftir á miðborðinu. Vafalaust hefur hann búist við 13.Bxc4 en Prokofjev kýs að halda biskupnum i sókninni. 13.Bh7+! Kf814.Re4 De715.Rf4 Allir menn hvits eru nú tilbúnir í slaginn en svartur nær ekki að skipuleggja vamim- ar. 15. -b5 16.Hh5 Hann vill tvöfalda i h-línunni og koma drottningarhróknumi enn ákjósanlegri vig- stöðu. Einnig var sterkt að leika 16.Rg6+ fxg617.Bxg6 Kg818.De2 og fátt er um vam- ir. 16. -e5 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 17. Rg6+! fxg618. Bxg6 Be6 Eftir 18.-Kg8 19.Hdhl er svartur óverj- andi mát. 19. Hdhl Had8 Svo virðist sem franska tónskáldið hafi einnig tilfinningu fyrir samræmi en stöð- unni hans verður samt ekki bjargað. 20. HÍ5+! Kg8 Eða 20.-Bxf5 21.Hh8 mát! 21. De2 Bxf5 22.Hh8+! Kxh8 23.Dh5+ Kg8 24.Dh7+ Kf8 25.Dh8 mát. Dc710.Re2 Rbc6 U.f4 dxc312.Dd3 d4! ? Þessi nýjung Prokofjevs hefur enn ekki ratað inn í byrjanabækur. Venjan er að leika 12.-Bd7, sbr. skákir Karpovs og Hort við Agdestein á skákmótinu í Osló um pásk- ana. 13.Rxd4 Rxd4 14.Dxd4 Rf5 15.Df2 Bd7 16. Bd3Bc6 Með peðsfórninni hefur Prokofjev náð að opna linur og skapa sér mótfæri. Staðan er tvíeggjuð en hvítur teflir veikt í framhald- inu. 17. Hgl 0—0—0! ? 18.Bxf 5? Er hann að tefla til jafnteflis með þvi að þvinga fram mislita biskupa? Nú á dögum er alkunna að slíkt sé einungis þeim i hag sem hefur fmmkvæðið. Betra er 18.g3, eða 18. Dxa7. 18. -exf5 19.g3 Eftir 19.Dxa7 Bxg2 er staðan tvísýn. 19. -Í6! Þessi er snjall. Hvíti kóngurinn er strandaglópur á miðborðinu og því er um að gera að sprengja upp á miðborðinu. 20. Dxa7fxe5 21.Kf2 Enn ein feilnótan. Prokofjev gerir nú út um tafliðásmekkleganhátt. 21. -exf4 22.Bxf4 abcdefgh Hvítt: Maurice Delage Svart: Sergej Prokofjev Frönsk vörn Teflt 1937. I.d4 e6 2.e4 d5 3.Rc3 Bb4 4.e5 c5 5.a3 Bxc3 6.bxc3 Re7 7.Dg4 cxd4 8.Dxg7 Hg8 9.Dxh7 22.-Dxf4+! 23.gxf4 Hd2+ 24.Kfl Eöa 24.Ke3 He8mát. 24.-Bb5+ 25.KelHe8+ — Og hvítur gafst upp, enda mát í næsta leik. JLÁ 87 Æ!XLAAb<%f/i'\ 06 6GGZ&1 mNÚblkJi .El00 N6/7T iÓ. . b Lístahátíð og lagafrumskógur Á meöan ráðherra var að ráðgast við tíkina sína um fangelsismál var Sisí gamia enn aö reyna að frika út og aö þessu sinni við opnun listahá- tíöar sem er rekin með tapi opus tvær milljónir eða svo og hafa for- ráöamenn þjóðarinnar dálitlar áhyggjur af þessu. Sumir halda því fram að það vanti á þessa hátiö hneyksli eöa fólk á stultum og að auglýsingar dagskrár- liða veki álíka mikla athygli almenn- ings og þegar auglýstir séu þromu- dansleikir fyrir austan fjall. Ekki er hægt að kenna um peningaleysi fólks þvi að listahátíðin var sett nokkrum klukkutímum eftir að það fékk útborgað en einhverra hluta vegna vildi fólk heldur fjár- festa í ölvun á almannafæri en miö- um á sýningu þeirra sem hafa tilfinn- ingar. Á listahátíð er sem sagt boðið upp á niðurgreidda list enda erum við vanir að greiða aHt niður sem ein- hvermaturerí. Auðvitaö hlýtur öllum að finnast jafnsjálfsagt að borga með útlendri menningu ofan í Islendinga og að greiða niður lambakjötið íslenska ofan í útlendinga. Ætli það sé í rauninni mjög mikill munur á lambakjöti sem enginn vill boröa og útlendum manni með trompet eða klarinettu uppi í sér sem enginn vil hlusta á, jafnvel þótt hann blási svo fast í lúöurinn að hann verði bláríframan. Menningarþjóð Við Islendingar erum mikil menningarþjóð, þótt við séum hættir að lesa Islendingasögumar, og sann- ast það best niðri á Alþingi þar sem menn yrkja stundum vísur og setja lög um það aö allir Islendingar skuli tala gott og fagurt mál. Eg tel vist að i lögunum sé átt við íslensku og þvi kom það mér talsvert á óvart þegar Benedikt Axelsson forkólf urinn sjálfur lét hafa það eftir sér í blaði um daginn aö hann væri enginn moneymaker og kann það að vera alveg rétt hjá honum en hins vegar gerðist hann þarna lawbraker, sjálfsagt óvart. En ef þeim skýst sem síst skyldi hvers eigum við þá að gjalda. Eg efast til dæmis um, ef við yrðum svo óheppin aö ræna banka, aö lögreglan tæki mark á okkur ef við segðumst hafa gert það óvart og það sama á sjálfsagt við um umferðarlögin. Lagafrumskógur Eg las það einhvers staðar um daginn að þingmenn hefðu sett met í lagafrumvörpum að þessu sinni og er þeim mun hryllilegra til þess að hugsa sem við eigum elsta þing í heimi, mig minnir að lögin hafi verið um það bil tvö hundroð og ef sú tala er margfölduö með þúsund kemur út dálitið há tala. Sum þessara laga eru vafalaust þess eðlis að þau snerta almenning í landinu ekki nokkum skapaðan hlut og önnur eingöngu sett til að sýna okkur, atkvæðunum, aö umboðsmenn okkar gera fleira en að yrkja visur og stjóma fjöldasöng. Eg get til dæmis ímyndað mér að þaö sé um það bil óbærileg tilhugsun fyrir þingmann sem ætlar í endur- kjör að þurfa að standa frammi fýrir kjósendum og segja þeim aö hann hafi ekki samiö eitt einasta laga- frumvarp, enga þingsályktunartil- lögu og kannski ekki talaö nema i eina minútu á fjórum árom á Alþingi sem er dálítið stuttur timi ef deilt er í hann með dögunum. Þessi þingmaður hugsar því ekki um annað en hvernig hann eigi að fara aö þvi að setja lög um eitthvað sem ekki er búið að setja lög um áður og getur það svo sannarlega vafist fyrir bestu mönnum. Dag einn kemur hann svo dauð- þreyttur heim úr vinnunni, læsir sig inni í herberginu sínu og biður kon- una sína vinsamlegast aö trofla sig ekki því að hann ætli aö fara að semja frumvarp til laga um hámarksverð á molasykri. Þetta væri svo sem allt í lagi ef hin- ir fimmtíu og níu væro ekki búnir að læsa sig inni í herbergi líka í svipuð- umtilgangi. En það er af listahátíðinni opus tvær milljónir að segja að hún tókst vel í alla staði þótt ekki tækist Sísí að fríka út frekar en vant er. Kveðja Ben.Ax. Frá Héraðsskólanum í Reykjanesi Héraösskólinn í Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984-85: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut — Grunnnám. Þar er nemendum engin nauðsyn að sinni að velja sér endanlega námsbraut til frambúðar. 2. Fomám: Þar gefst nemendum sem eigi náðu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunnskólaprófi kostur á að ávinna sér framhaldsréttindi samhliða framhaldsnámi i öðrum greinum innan menntadeildar. 3. 7.-9. bekk grunnskóla. H-E-l-M-A-V-l-S-T Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um Isafjörð. Umsóknir sendist skólanum (401 ísafjörður) fyrir 30. júni nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.