Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Qupperneq 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNI1984. Langafi okkar var bróöir Þórbergs — sögðu krakkamir sem DV-menn hittu á þjóðveginum fyrir ofan bæinn Hala í Suðursveit Klædd stuttbuxum og stutterma- bol komu bömin valhoppandi eftir þjóöveginum fyrir ofan bæinn Hala í Suðursveit þegar DV-menn voru þar á ferö nýlega í einstakri veðurblíðu. Fjallasýn var stórkostleg. Fjær mátti sjá öræfajökul með Hvanna- dalshnjúk hæstan. Skriðjöklarnir sil- uðust niður. Fyrir ofan bæinn reis snarbratt tæplega 800 metra hátt Steinafjall. Undan ströndinni sáust Hrollaugseyjar. Krakkarnir kváöust bara vera í göngutúr eitthvað út í buskann. Ætl- uðu kannski að skoða folald eða gam- althús. Þama eru reyndar þrír bæir; Hali, Breiðabólsstaður og Gerði. Hali er þeirra kunnastur fyrst og fremst vegna þess að þar fæddist Þórbergur Þórðarson rithöfundur árið 1889. Hann lést áriö 1974. Þegar við spurðum börnin að nafni var auðheyrt að þau vom skyld Þórbergi. Þau sögðust heita Júlíana Þórbergsdóttir, Heiða Björk Þór- bergsdóttir, Arnór Már F jölnisson og Helga Hrönn Þorbergsdóttir. __Amór, níu ára, er frá bænum Hala. Júlíana, líka níu ára, býr á Alftanesi í Bessastaðahreppi, Helga Hrönn, ellefu ára, er frá bænum Gerði. Heiða Björk, tíu ára, býr á Akranesi. Þau eru hins vegar öll skyld. „Langafi okkar, Steinþór Þórðar- son, var bróöir Þórbergs,” sagöi einn úr hópnum. -KMU. Léttklædd nutu þau góða veðursins. Þau eru frá vinstri: Júiíana, Helga Hrönn, Heiða Björk og Arnór Már. /bakgrunni rís Öræfajökull. DV-mynd: GVA. Formenn samtaka norrænna malmiðnaðarmanna. Talið frá vinstri: Per Lundh Finnlandi, George Poulsen Danmörku, Guðjón Jónsson íslandi, Sulo Penttila, fyrrum formaður finnsku samtakanna og fráfarandi formaður norræna sam- bandsins, Lar Scytöen Noregi og Sven Wehlin Svíþjóð. Norrænir málmiðnaðarmenn þinga: Stof na sjóð Fyrsta ársþing Sambands norrænna málmiðnaðarmanna stendur nú yfir hér á landi. Að sögn Guðjóns Jónsson- ar, formanns Málm- og skipasmiða, verður rætt um afstöðu sambandsins til f jölþjóðafyrirtækja, aukið samstarf við alþjóðasamtök málmiðnaðar- manna, svo og ýmis sameiginleg mál- efni norrænna aöildarfélaga. Þá verð- ur myndaöur sjóður til að efla og að- stoöa samtök málmiðnaðarmanna í þróunarlöndum. Þingið sækja þrjátíu fulltrúar frá öllum Noröurlöndum. Það hófst síðast- liðinn þriðjudag í Reykjavík og lýkur á Akurey ri í dag, f östudag. E A Togaraafgreiðslan Iðgð niður: Atvinnuleysi við höfnina? Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var fyrir skömmu, skoraði á hafnaryfirvöld og borgarstjórn að gera viðeigandi ráöstafanir áöur en togaraafgreiðsl- an í Reykjavík veröur lögð niður 1. júlí. Bent var á aö stærri togarar og nokkur kaupskip gætu átt í erfiðleik- um með löndun eftir mánaöamótin. Það gæti orðið til þess að skipakom- um fækkaði og að fjöldi reykvískra hafnarverkamanna yrði atvinnu- laus. EA Nýir Skodar að verða uppseldir Mikil sala hefur verið á Skoda það sem af er þessu ári og hafa nú selst helmingi fleiri bílar en allt árið í fyrra. Að sögn Haralds Sigurðssonar, sölustjóra hjá Jöfri hf„ pantaöi fyrir- tækið helmingi fleiri Skoda en árið áöur, en hefðu betur þrefaldað pönt- unina því að nú er svo komið að allir Skodar eru að verða uppseldir. Ekki er hægt að fá fleiri bíla af árgerð ’84 vegna þess að verksmiðjumar hafa ekki undan að framleiða. Haraldur sagði að Jöfur fengi enga bíla fyrr en í haust og þá árgerð '85. Þegar eru byrjaðar að berast pantanir frá Vestur-Evrópu í Skoda ’85, og verða Skodaverksmiöjurnar að auka afköst sín tU muna eigi þær að anna þeirri auknu eftirspum er skapasthefur. -pá Hestaleiga íLandsveit Hestaleiga verður rekin á Aust- vaðsholti í Landsveit í Rangárvall- arsýslu í sumar. Leigan verður rekin þannig að farið verður í fjórar 6 daga ferðir f Landmannalaugar undir leiðsögn Jóns Benediktssonar. Fyrsta ferðin verður farin 8. júlí, sú næsta 22. júlí, þá 5. ágúst og sú síðasta 19. ágúst. Gist verður tvær nætur á farfugla- heimili á Leirubakka, aðrar tvær i skála í Landmannahelli og eina í skála í Landmannalaugum. Verður fólki séð fyrir fæði. Níu manns komastíhverjaferð. -KÞ Björgunarþyrlan sem Landhelgisgæslan kaupir: Með tæki sem sér í myrkri Islenska ríkiö hefur samið við franska fyrirtækið Aerospatiale um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelg- isgæsluna. Þyrlan er af gerðinni SA— 365N Dauphin 2. Hún verður afhent eft- ir eitt ár. Með þyrlunni eru keypt ýmis viðbót- artæki, varahlutir og verkfæri. Heild- arverðið er um eitt hundrað milljónir króna, þar af er verð þyrlunnar um 70 milljónir króna. Meðal aukatækja er infrarautt sjóntæki. Með því geta flugmenn séö í myrkri og dimmviðri. Tækið aðgreinir hluti þar sem hitamismunur er brot úr gráðu. Auðveldar það leit aö mönnum í sjó og á fjöllum uppi. Hugsanlegt er að meö þessu tæki hefði mátt finna bresku flugmennina, sem brotlentu á Eiríksjökli á dögun- um, fyrr en raun varð á. Þar sem afhendingartími þyrlunnar er eitt ár hefur verið samið við Aero- spatiale um að þaö leigi Landiielgis- gæslunni samskonar þyrlu. Leiguþyri- an er væntanleg til landsins í septem- berlok næstkomandi. Landheigisgæsl- an mun greiöa ákveðið flugtímaverð en Aerospatiale annast viöhald og greiða tryggingar. Flugvirki mun koma með þyrlunni frá Frakklandi. Þjálfun íslenskra flugmanna og flugvirkja á þyrluna er innifalin í kaupverði. Þjálfunin mun b'klega fara framíspetember. -KMU. Franska þyrlan Dauphin sem varð fyrir valinu. Ökuleikni BFÖ og DV: Tímamet sett á Egilsstööum Keppt var í ökuleikni Bindindisfé- lags ökumanna og DV á Egilsstöðum sl. föstudagskvöld, 22. júní. Mjög góð þátttaka var í keppninni eða 17 keppendur. Góður árangur náðist og voru tveir efstu keppendur í karla- riðli undir 150 refsistigum og þykir mjög gott að vera undir þeim mörk- um. Sett var tímamet í brautinni. Það var Rafn Gíslason á Willys jeppa. Hann ók brautina á 71 sek- úndu. Það vill oft henda að þegar ek- ið er svo hratt í gegnum planið að það komi niður á hæfhinni. Það gerð- ist einnig í þetta sinn og lenti Rafn í 12. sæti. Þetta á þó ekki við um alla og sannaöist það á sigurvegaranum, Grétari Reynissyni. Hann ók Dai- hatsu bQ sínum á 72 sekúndum í gegn- um brautina og gerði aðeins 3 villur. Hann fékk samanlagt 117 refsistig. Það er annar besti árangur á landinu hingaö til. Annar í karlariðli varð Bjöm Bjömsson á BMW1800 með 135 refsistig. I þriðja sæti varð Snorri Benediktsson á Volvo 244 með 176 refsistig. I kvennariðli sigraöi Guðbjörg Sig- mundsdóttir á Mazda 929 með 261 refsistig. I ööru sæti varð Rósa Ein- arsdóttir, einnig á Mazda 929, með 300 refsistig. Gef endur verölauna á Egilsstöð- um voru tveir. I karlariðli gaf heild- verslun Héðins Kjartanssonar á Egilsstöðum verðlaunin en í kvenna- riðli var það Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum. EG. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.