Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUN! 1! the smiths BRESKA BYLGJAN— ÝMSIRFLYTJENDUR: Nýjabragð og nýliðar breskir ■ CHRIS DE BURGH - MÁN 0N THE LINE: POTTÞÉTTUR FLUTNINGUR Nýjasta plata Chris de Burg, Man On The Line, er ein af þeim plötum sem viö fyrstu heyrn viröist frekar lítið spunniö í, en þegar þarf aö skrifa um tónlistina þýöir ekki annaö en aö sýna þolinmæði og setja hana aftur á og hvaö skeöur? I staö þess að vera áfram tilbreytingarlaus fer eitthvaö aö koma í ljós sem ekki haföi náö heym minni áður og lögin fara aö taka á sig aöra mynd. Nú er ég ekki vel kunnugur fyrri afrekum Chris de Burgh á tónlistar- sviðinu, en eftir aö hafa hlustaö á Man On The Line er ég á þeirri skoðun að hann sé allrar eftirtektar verður og sýnist mér hann vera orðinn þróaður tónlistarmaður, sem veit hvað hann villog lætur vandvirknina sitja í fyrirrúmi. Man On The Line inniheldur tíu lög sem öll eru eftir Chris de Burgh, bæði tónlistist og textar. Kennir þar margra grasa. Þótt platan í heild verði að teljast léttrokkuð þá eru inni á milli rólegar ballöður eins og þær gerast bestar. En rokkið er í fyrirrúmi og má þar nefna þrjú lög sem mér finnst nokkuð skara fram úr: The Ecstasy Of Flight (I love The Night), The Sound Of A Gun og High On Emotion. Af rólegri lögunum er eitt, sem ber af, Moonlight And Vodka. Lagið frábært og textinn hugleiðingar einstæðings í Moskvu. Annars tengjast sumir text- amir nafni plötunnar. Fyrir utan titil- lagiö, Man On The Line, f jalla nokkrir textanna um þráðlaus samskipti sem mynda eina heild, enda heitir siöasta lag plötunnar Transmission Ends. 'Chris de Burgh er ágætissöngvari. Röddin mátuiega gróf. Allur flutningur og hljóðfæraleikur er hinn vandaðasti og ber vitni vandaðra vinnubragða. Stundum einum of fullkomin stúdíó- vinna, ef svo má að orði komast, en heildarútkoman er hin ágætasta. -HK. Bretar hafa um langt skeið lagt rokkinu til það nýjabragð sem sumpart gerir þessa tónlist að svo heill- andi viðfangsefni. Engin þjóð hefur lagt jafnmikið af mörkum við endur- nýjun rokksins á liðnum árum og flestar stefnur og straumar eiga upp- runa sinn í sama punkti, Bretlandi. Það er því meira en vel til fundiö að gefa út plötu með lögum einvörðungu frá Bretlandi, Stóra—Bretlandi ættum við öllu heldur aö segja, því Skotar leggja hér til fjórðung laganna á plötunni Breska bylgjan. Otrúlega margar skoskar hljóm- sveitir hafa ruðst inn á enskt yfirráða- svæði og hér má heyra í þremur, Simple Minds, Fiction Factory og Bluebells. Þær eru valdar á þessa skífu sökum þess að nýleg lög þeirra hafa fengiö meðbyr ytra og gildir það sjón- armið um val flestra laga á plötunua að manni sýnist. Hér er sumsé ekki mælikvarði gæðanna lagður einn til grundvallar heldur líka ferskleiki laganna og vinsældir í flestum til- vikum, undantekningar eru lögin með General Public, Carmel og Psycedelic Furs sem þrátt fyrir mikiö umtal hlutu litla náð fyrir augum smáskifu- kaupenda í Bretlandi. Lögin á Bresku bylgjunni hafa onnegin verið valin með tilliti til þess að sýna nokkum þver- skurð af þeim fjölbreytileika sem bresk tónlist býður upp á þessa dagana, hér glittir í flestar þær stefnur sem ríkja nú á tíð og spanna sviðið frá einföldu poppi (Wang Chung/Fiction Factory) yfir í metnaðarfullt rokk (Psycedelic Furs/ The Smiths). Þá fær nýjasta tískufyrirbærið breska, popp- djassinn, ágætt rúm á plötunni eöa tvö lög, Your Love Is King með bresk/nígerísku söngkonunni Sade og More More More með athyglisverðu tríói, Carmel. Einlægt má karpa um val á safn- plötur sem þessar en mér sýnist aö það hafi tekist ljómandi vel, auðvitaö saknar maður hljómsveita eins og til dæmis Prefab Sprout, Aztec Camera, Matt Bianco og fleiri sem gefa lög sín út á merkjum í umboði Steina, en al- mennt held ég að rokkunnendur geti verið mér sammála um ágæti plöt- unnar. Hér eru á einum stað nokkrir helstu nýliðar Breta og fjölbreytt rokk, — og ótvírætt besta safnplatan sem út hefur komiö til þessa. —Gsal AUGLÝSENDUR VIIMSAMLEG AST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir auglýsingarými i DV verðum við að fara ákveðið fram a það við ykkur að panta og ski/a tii okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASKIL FYR/R STÆRRIAUGL ÝSINGAR: Vegna mánudaga: Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA \Vegna miðvikudaga: Vegna fimmtudaga: Vegna föstudaga: jVegna Helgarblaðs /71 FYRIR KL. 17 MIÐVIKUDAGA FYRIR KL. 17 FIMIVITUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDIMIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Siðumúla 33 sími27022. DANSRAS 2: Skammsýni ræður kaupum Nú sem oftast stendur útgáfa á safnplötum í miklum blóma og sú sem hér um ræðir, Dansrás 2, hefur notið talsverðra vinsælda þótt hún sé á niðurleið. Megi hún ávallt vera á niður- leið. Ástæðan fyrir útgáfu á safnplötum með vinsælum lögum er auövitaö aug- ljós, skjótfenginn gróöi. En hvers vegna fæst þessi skjótfengni gróði? Það er einnig augljóst. Það er ótrúleg skammsýni sem ræður kaupum á svona plötum, einhvers konar tíma- bundið æði. Svo þegar allir eru búnir að fá leið á lögum safnplötunnar (meðaltími ca mánuður) er henni hent inn í skáp og eigandanum dettur ekki svo mikið sem einu sinni í hug að spila hana. Sumir spyrja sig kannski þeirrar spurningar hvers vegna þeir hafi keypt hana og örfáir velta því fyrir sér hvort ekki hefði veriö betra að kaupa einhverja plötu sem iifði. En flestir eru búnir að gleyma þeim og gleymdar verða þær og eina ástæðan fyrir því að þeim er ekki hent er sú að plötur hafa ávallt þótt merkilegur varningur. Svo er líka gaman að eiga sem flestar plötur. A Dansrás tvö eru sex lög, fimm leiðinleg, eítt slarkandi sæmilegt. Það er Cindy Lauper sem á það, hið eitil- hressa ’Girls just wanna have f un’. Toni Basil á þama eitt lag og Mainline (Rockwell) eru líka í hópi flytjenda. Að öðru leyti er lítið annaö að segja en það að þó flest lögin hafi ágæta laglínu þá er teygt úr þeim í restina með einhverri break vitleysu þannig aö þau verða álíka leiðinleg og ameríska diskóið var um tíma (Funky Towno.fl.). Það græðir enginn á þessum kaup- um. Þetta er helber vitleysa. SigA. Sdnu'. Nokkur fréttakora úr rokkheiminum svo allir séu vel með á nótunum. .. Hin dæmalaust föngulega söngkona Culture Club, Helen Terry, sópaöi til sín aðdáendum í henni Ameríku þegar hún var í hljómleika- ferö með strákunum þar vestra á dögunum. Hún hefur af augljósum ástæöum sett stefnuna í bakvarðar- stöðu hjá Gogga og félögum. Helen er nú að leggja síðustu hönd á sólóplötu og þar hafa þeir verið liölétt- ingar hjá henni Boy George og Roy Hay. .. Maður kemur í manns stað og peningur í stað penings segir einhvers staðar og John Carruthers úr Cloek DVA hefur tekið við gítarnum hjá Siouxie og Banshees eftir brotthvarf Robert Smiths.. . j J Enn hyggur Lionel Richie á hjartabræðslu: Hello ekki fyrr dottið upp úr heila- hvolfunum báðum en önnur \ ljúflingsballaða svífur um loftin blá og gegnir nafninu Stuck On You. .. Hlustendur rásarinnar vita að út er komin ný hljómplata frá Mike Oldfield, Discovery. og á nýju smáskífunni þenur Maggie Reilly raddböndin á nýjan leik fyrir Gamla-Akur en lagið heitir To France og segir sögu af hinni gömlu drottningu Skota, Blóð- Maríu sem kölluð var. .. Nafn er komið á plötu söngyara Queen, F’reddie Mercury, sem hann hefur verið að hljóðrita í Múnch- en. Hún heitir einfaldlega Solo... Eddy Grant hefur bara lifað á forari frægð síðustu mánuðina (og auðvitað seðlabúntunum) en nú kveður hann sér hljóðs með 7ndu breiðskífunni, Going For Broke og lagið ’Til I Can’t Love No More æfti að heyrast brátt. ., Ein skrmgilegasta hljómsveit Breta er Indians in Moscow. Nýtt lag þeirrar sveitar segir frá furðulegu en sönnu fyrirbæri: sumsé kynskipt- ingu hænsnfugla(!) þar sem haniun er látínn verpa eggjum. Lagið heitir Jack Peter And His Sex-Change Chicken... Fyrsti vínsælda- listinn yfir söluhæstu leiser- plöturnar var birtur um dag- inn; þar var fágæt skífa á toppnum sem fáir hafa heyrt nefnda, eitthvað sem heitír Thriller með Michael Jack- son. Ekki spyrja mig. ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.