Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 29. JtJNl 1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd V-Þýskaland: Vinnudeilum lokið Verkfallsmenn í Stuttgart greiða atkvæði í dag um málamiðlunartil- lögu í kjaradeilu þeirra og atvinnu- veitenda. Verkföll og verkbönn hafa gert 450 þúsund manns verk- lausa og lamað v.-þýskan bila- iðnað. Atkvæðagreiðslan, sem fer fram i dag og á mánudag, fer fram í Stuttgart og svæðunum umhverfls, þar sem átökin vegna krafna málmiðnaðarverkamanna um 35 stunda vinnuviku hófust fyrir sjö vikum. Stjórn verkalýðsfélaganna og samtök atvinnuveitenda hafa samþykkt málamiðlunina, sem felst í styttingu vinnuvikunnar um 90 mínútur, ásamt 2,2% launahækkun og tekur hvort tveggja gildi í apríl á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir 3,3% launahækkun frá og með næstu viku. Frakkland: Reyntað bjarga Creusot- Loire Ríkisstjórn Frakklands leitar nú ieiða til að bjarga fyrirtækinu Creusot-Loire frá gjaldþroti. Creusot-Loire er stærsta einkafyr- irtæki Frakklands i þungaiönaði. Iðnaðarráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði í sjónvarps- viðtali í gær að stjómin mundi gera ráöstafanir til að bjarga fyrirtæk- inu frá gjaldþroti. Hjá Creusot- Loire starfa nú um 22.000 manns. Fabius gagnrýndi stjórn fyrir- tækisins harðlega og kvaö fram- komu hennar í viðræöum við stjómina að undanförnu hneykslanlega. Stjómarformaöur fyrirtækisins, Didier Pineau-Valencienne, sakaði í gær ríkisstjómina um tilraunir til aö þjóðnýta fyrirtækið. Hann hafn- aði ennfremur því boöi stjórnar- innar að leggja fram fé til fyrir- tækisins gegn því að ríkiö fengi stjóran hlut i iðnfyrirtækinu Schneider, sem er einn aðaleigandi Creusot-Loire. Á meðan vandi Creusot-Loire veröur leystur mun fyrirtækið starfa undir stjóm þriggja manna, skipaöra af ríkinu auk stjómar fyrirtækisins. Indland: Saka CIA El Salvador: SKÆRULIÐAR HER- TAKA VIRKJUN Jesse Jackson i upphafi ferðar sinnar ásamt tvehnur sonum sinum. Jesse Jackson, frambjóðandi í for- kosningum demókrata í Banda- ríkjunum, fór frá Kúbu í gær áleiðis tii Bandaríkjanna og hafði með sér 22 bandaríska fanga sem Fidel Castro leysti úr haldi. Jackson flaug til Kúbu frá Nicaragua í gær. Hann hafði átt fund með Castro fyrir nokkrum dögum og hafði Castro þá lofað honum því að leysa fangana úr haldi. Flestir fang- anna sátu í fangelsi fyrir brot á eitur- lyfjalöggjöf. Á sama tima hóf sig til flugs á flugvellinum í Havana kúbönsk flugvél með 26 pólitíska fanga innanborðs. Var ferð hennar einnig heitið til Bandaríkjanna. Jackson hafði óskað eftir því við Castro að föngunum yrði sleppt. Nöfn þeirra flestra eru á lista sem samtökin Amnesty Intemational hafa tekiö saman yfir pólitíska fanga á Kúbu. Fidel Castro sagði við fréttamenn, í þann mund sem flugvélarnar hófu sig til flugs, að hann mundi ekki krefjast neins í staðinn af Banda- ríkjamönnum. Ráöamenn í Banda- ríkjunum létu sér fátt um finnast og sögðu að hér væri um pólitískt sjónarspil aðræða. Jackson hvatti til þess í Nicaragua í gær að haldin yrði ráöstefna um málefni Mið-Ameríku. Sagöi hann að þátttakendur í slíkri ráðstefnu yrðu að vera ríkisstjórnir þessara landa og önnur viðurkennd stjórnmála- samtök. Fréttaskýrendur töldu að Jackson hefði átt við að samtökum vinstri sinnaðra skæruliða skyldi boðið til slíkrar ráðstef nu. JACKSON FÓR MEÐ KÚBÖNSKU FANGANA Ekki var minnst einu orði á fjölda fallinna og særðra meðal skæruliöa eöa á örlög gísla sem teknir voru i stöðinni. Stjómarher E1 Salvador hefur ekki lát- ið neitt frá sér fara um bardagana en innlendur blaöamaður sem sá bardag- ana sagði að þrír herbílar hefðu eyði- lagst og a.m.k. 18 hermenn verið drepnir. Skæruliöar i E1 Salvador yfirgáfu í gærkvöldi stærstu rafstöö landsins sem þeir tóku herskildi fyrr um dag- inn. I tilkynningu, sem lesin var í út- varpsstöð uppreisnarmanna, segir að uppreisnarmenn hafi náð hernaðarleg- um tilgangi sínum og þurrkað út her- sveit stjómarhersins í orrustunni um Cerron Grande virkjunina. Stjóraarhermenn í El. Salvador. Persaflói: OLÍUSKIP Olíuflutningaskipið Tiburon, sem logar enn eftir eldflaugaárás Iraka á það fyrir tveim dögum, er nú í togi, á leið til Bahrain. Svissneskir eigendur skipsins segja það algerlega ónýtt. Atta áhafnarmeðlimir létust og þrír særðust þegar irösk eldflaug hitti fuli- hlaðið skipið. 23 áhafnarmeðlimir náðu að yfirgefa skipiö heilir á húfi. Sérþjálfað slökkvilið mun reyna að slökkva eldinn um borð þegar til Bahrain kemur, en talsmaöur eigenda skipsins sagöi í Ziirich í gærkveldi, að enn væru sprengingar í vélarrúminu, og skipiö væri aö sökkva aö aftan- verðu. Iranir hafa hótaö aö grípa til hefndarárása, eins og þeir hafa gert áður, en seint í nótt hafði ekkert frést af frekari órásum á Persaflóa. Iranir hafa hins vegar leyft eftirlitsmönnum frá Sameinuöu þjóðunum að koma til landsins til þess að iíta eftir þvi aö samkomulag við Iraka um bann við árásum á borgir verðivirt. Árásin á Tiburon var önnur órás Iraka á viku á olíuflutningaskip við Khargeyju. Irönsk yfirvöld hafa neitað orðrómi um að skemmdir hafi orðið á mannvirkjum á Kharg, sem valdi því, að afgreiðslugeta hafnarinnar sé skert. Þeir segja aö olíuhöfnin þar hafi verið lokuð einn sólarhring vegna veðurs enstarfinúeðlilega. um að þjálfa sikka Bandaríkjamenn hafa harðneit- að þeím fullyrðingum indversku fréttastofunnar að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi séð um þjálfun uppreisnarmanna sikka á Indlandi. Indverska fréttastofan fullyrðir að leyniþjónustumenn frá CIA hafi séð um þjálfun á sikkum í Pakistan. Indverjar hafa margoft sakað Pakistani um aðstoö við upp- reisnarmennina. John Hughe, talsmaður Banda- ríkjastjómar, sagði við fréttamenn að hér væri um, .algjörlega ábyrgð- arlausan” fréttaflutning að ræða. Hann sagöi aö allir hlytu að sjá að þessar staöhæfingar væru út í hött. Bandaríkjamenn hefðu síður en svo einhverja hagsmuni af þvi að til óeirða komi á Indlandi. Hughes sagöi að Bandaríkjamenn heföu ávallt reynt að stuöla að stöðug- leika í þessum heimshluta. UM HELGINA ER MIKIÐ UM AÐ VERA í SETRINU Sjáðu auglýsinguna í DV á morgun. ^???? SJAUMST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.