Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 29. JUNI1984.
Fóstraóskast
að leikskólanum Lönguhólum, Höfn, Hornafirði, frá 20. ágúst *
1984.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-8315.
Byggingaverkfræðingur —
byggingatæknifræðingur
Fasteignamat ríkisins óskar að ráða byggingaverkfræðing
eða byggingatæknifræðing til að veita forstöðu umdæmisskrif-
stofu FMR í Reykjavíkurumdæmi. Nokkur reynsla í mats-
störfum æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknar-
frestur til 10. júlí nk.
Umsóknir sendast forstjóra FMR, Borgartúni 21, sem gefur
nánari upplýsingar.
Fasteignamat ríkisins.
ÚTBOÐ
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (V.R.) óskar eftir
tilboðum í framkvæmdir við íbúðir aldraðra félagsmanna
V.R. að Hvassaleiti 56 og 58.
Húsið verður sjö hæðir og kjallari og í því verða 56 íbúðir, sam-
tals 7900 m2.
Húsinu skal skila fokheldu og fullfrágengnu að utan og skal
verkinu vera lokið 1. júlí 1985.
Utboðsgögn verða afhent frá og meö þriðjudeginum 3. júlí 1984
á teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og Ingimundar Sveinssonar
arkitekta, Skólavörðustíg 3, gegn 20.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboö verða opnuð á skrifstofu V.R., Húsi verzlunarinnar, 8.
hæð, miðvikudaginn 18. júlí 1984 kl. 16.00.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
rr
Úrval
L
vid allra hœfi
KJÖRINN
FERÐAFÉLA Gl,
FER VEL
í VASAf
VEL
Neytendur Neytendur Neytendur
Nú geta sjúklingar leitað til sórfræðinga án þess að fá tilvísun hjá heimilislækni. Greiðsla fyrir hverja
komu til sórfræðings hefur verið hækkuð í270 krónur og getur hún orðið hærri.
Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur:
Talsverðar breytingar á
almannatryggingalögum
— nýir samningar og hækkanir
Vegna breytinga á samningum vill
Sjúkrasamlag Reykjavíkur koma
eftirfarandi á framfæri til samlags-
manna slnna. Þeir sem áður höfðu sér-
fræðing sem heimilislækni þurfa nú að
veija sér nýjan. Sjúkllngum er nú gert
kleift að skipta um heimilislæknl
tvisvar á ári, í stað einu sinni áður. Þá
getur sjúklingur leitað sérfræðings án
þess að hafa áður fengið tilvísun frá
heimilislækni, en greiðsla fyrir hverja
komu tii hans hefur verið hækkuð í 270
krónur.
Samkvæmt hinum nýju samningum
breytast elnnig endurgreiðslur sjúkra-
samlaga fyrir tannlæknaþjónustu, auk
þess eru breyttar reglur um greiðslu
sjúkradagpeninga.
Þann 1. apríl síðastliðinn tók gildi
nýr samningur milli Tryggingastofn-
unar ríkisins fyrir hönd sjúkra-
samlaga annars vegar og Lækna-
félags Reykjavíkurhinsvegarumsér-
fræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa.
Þann 1. maí síðastliðinn tók síðan gildi
nýr samningur milli Tryggingastofn-
unar rikisins fyrir hönd sjúkrasam-
laga annars vegarogLæknafélags Is-
lands og Læknafélags Reykjavíkur
hins vegar um heimilislæknishjálp.
Báðir þessir samningar breyta nokkuð
því ástandi sem ríkjandi var fyrir
gildistöku þeirra.
Lög nr. 43/1984 um ráðstafanir i
ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjár-
málum, hafa að geyma ákvæði er
tengjast högum sjúklinga og breyta að
nokkru Almannatryggingalögum. Hér
á eftir er nánar greint frá þeim
breytingum sem haf a átt sér stað.
Ve/j'a nýjan heimilislækni
Læknum er ekki lengur heimilt afl
starfa samkvæmt báðum samn-
ingunum. Sérfræðingum, sem áður
störfuðu jafnframt sem heimilis-
læknar, er slíkt ekki lengur heimilt
nema sérstakt samþykki Trygginga-
stofnunar rikisins komi til. Þeir sam-
lagsmenn, sem áður höfðu sérfræðing
sem heimilislækni, þurfa nú að velja
sér nýjan lækni eða láta skrá sig á
heilsugæslustöð. Þetta gildir ekki um
þá lækna sem eru sérfræðingar í
heimilislækningum og starfa sem
slíkir.
Þá var einnig sú breyting gerð að
sjúklingum er nú gert kleift að skipta
um heimilislækni tvisvar á ári í stað
einu sinni áður. Skal það gert með
mánaðar fyrirvara, miðað við fyrsta
janúar og fyrsta júlí ár hvert. Heimilt
er hvenær árs sem er aö óska eftir
flutningi að og frá heilsugæslustöð.
Ckki þarf tilvísun
til sórfræðings
Frá og með gildistöku laga nr.
43/1984 og fram til 1. apríl 1985 er ekki
gerð krafa um tilvísun til sérfræðings.
Nú getur sjúklingur leitað til hans án
þess að hafa áður fengiö tilvísun frá
heimilislækni.
Greiösla sjúklings fyrir hverja
komu til sérfræðings hefur verið
hækkuð í 270 krónur, en elli- og örorku-
lífeyrisþegar greiða hálft gjald. Fyrir
hverja komu til heimilislæknis ber að
greiða 75 krónur.
Leiti sjúklingur til annars heimilis-
læknis en síns eigin er heimilislækni
heimilt að krefja hann um fullt gjald
samkvæmt gjaldskrá heilsugæslu-
lækna að viðbættum 2/3, enda kemur
þá engin greiðsla frá samlagi.
Sérfræðingar starfa ekki allir sam-
kvæmt samningi þeim sem Trygginga-
stofnun ríkisins hefur gert við Lækna-
félag Reykjavíkur fyrir hönd sjúkra-
samlaga. Skulu sérfræðingar hafa á
stofum sínum vottorð frá T.R. um að
þeir starfi samkvæmt samningunum.
Sjúklingar, sem kynnu að leita til
ósamningsbundinna sérfræðinga, gera
það á eigin kostnaö.
Breyttar endurgreiðslureglur
fyrir tannlæknaþjónustu
Með fyrrnefndum lögum breytast
endurgreiðslureglur sjúkrasamlaga
fyrir tannlæknaþjónustu. Fyrir börn
og unglinga 6 — 15 ára eru nú endur-
greidd 100% af kostnaði við tann-
lækningar. En ef um er að ræða gull-
fyllingar, tannréttingar, krónu- og
brúargerðir greiöast 50% kostnaðar.
Tannlækningar, sem gerðar voru fyrir
1. júni 1984, eru greiddar 75% af
sjúkrasamlagi. Fyrir 16 ára unglinga
greiðist 50% kostnaöar við hvers konar
þjónustu. Fyrir unglinga, sem eru
eldri en 16 ára, er greiddur 50% kostn-
aður við tannréttingameðferð sem haf-
in hefur verið áður en þeir urðu 16 ára.
Um elli- og örorkulifeyrisþega verður
óbreytt framkvæmd.
Breyttar reglur um greiðslu
sjúkradagpeninga
Þá hafa einnig verið gerðar nýjar
reglur um greiðslu sjúkradagpeninga í
þeim tilfellum sem samlagsmaður
verður algerlega óvinnufær og launa-
tekjur falla niður, sé um þær að ræða.
Samkvæmt hinum nýju reglum njóta
samlagsmenn nú sjúkradagpeninga
frá og meö 15. degi, enda sé við-
komandi ðvinnufær í aö minnsta kosti
21 dag. Upphaf biðtíma miðast við
þann dag sem óvinnufærni er stað-
reynd af lækni.
Ef mikið liggur á og ekki
næst / lækni
Ef slys eða bráða sjúkdóma ber að
höndum, eða ef ekki næst í lækni eftir
hefðbundnum leiðum, vill Sjúkra-
samlag Reykjavíkur benda samlags-
mönnum sínum á minnisblað símnot-
enda sem er á blaðsiöu 3 í síma-
skránni.
—RR
IHEND/
ÚRVALSEFNl
AF
ÖLLU TAGI.
JÚNÍ-HEFTIÐ
Á ÖLLUM HELSTU
BLAÐSÖLUSTÖÐUM.
Á
Visa:
Réttur
korthafa
aukinn
Oft hefur verið bent á það hér á
þessum vettvangi að ákveðnar
reglur vanti hvað varðar hagsmuni
handhafa greiðslukorta. Nú hefur
Visa Island gert breytingar á reglum
um Visa-viðskipti sem tóku gildi 21.
júní sl. Þar er komið frekar til móts
við korthafa en áður.
I fyrri samningum var korthafa
skylt að greiða alla fjárhæðina sem
fram kom á reikningsyfirliti hans ef
kort hafði glatast og tilkynninga-
skyldu var ekki fullnægt. Nú er
gengin í gildi viö slíkar aðstæður
Eftir sem áður er korthafi ábyrgur fynr ollum uttektum sem kort hans
hefur verið notað til. Glatíst kortíð kemur sjálfsábyrgð tíl eftír nýju
samningunum.
sjálfsábyrgð korthafa sem tak- Við fengum þær upplýsingar hjá
markast við jafnvirði 100 dollara (í , Eurocard eöa Kreditkortum sf. að
ísl. krónum). Hér er verið að minnka slíkur samningur sem Visa hefur nú
áhættu þeirra sem glata korti og ekki tekið í gildi hafi gilt hjá Kredit-
næst að tilkynna um kortmissinn eða kortum.
hvarfiðuppgötvastekkiítækatíð. —ÞG