Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1984, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 29. JÚNl 1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Leitað til læknis og lyfin leyst út — ríkið greiöir minna en áður Það er mál manna aö dýrt sé aö leita læknis og enn meiri kostnaöur leggst ofan á þegar lyfin eru leyst út. Stofugjald hjá heimilislækni er 75 krónur en þurfi aö fara til sérfræöings kostar það 270 krónur minnst. Læknar sem ekki taka tilvísanir fá greiddar 4—500 krónur fyrir að líta á sj úkling. Algengt er aö leitaö sé til sérfræö- ings. Hann skoöar sjúklinginn sem greiöir 270 krónur fyrir og læknirinn útvegar sjúklingnum lyfseðil. Þá er ekki öll sagan sögö. Oft eru þetta stórir lyfskammtar, tvær túpur af sama áburði eða stór flaska af meðali. Sjúkl- • ingurinn leysir þetta út í lyfjaverslun- inni, er batnað áöur en helmingur lyfs- ins hefur veriö notaður. Læknirinn vill fylgjast með sínum sjúklingum og biður marga að koma aftur að viku liö- inni eða svo. Sjúklingurinn treýstir sínum lækni, fer á fund hans að tiltekn- um tíma liðnum. Læknirinn spyr þá hvernig „sjúklingnum” líði og segist viðkomandi vera orðinn miklu betri. Læknirinn segir það gott vera og bætir við að það sé lyfjunum að þakka. En fyrir þetta þarf að greiða aðrar 270 krónur. Afgangur /yfja Þá eru það lyfin. Heyrst hefur að menn eigi ávallt að ljúka við þann meðalaskammt sem læknir útvegar þó svo að öll sjúkdómseinkenni séu horfin. Tökum dæmi: Bami eru gefnir dropar við eyrnaverk. Því eru gefnir dropamir eftir því sem til er ætlast. Að fáeinum dögum liðnum er barnið allt annað og sefur orðið vært að nóttu. I flestum tilfellum em dropamir þá geymdir og hugsar forráðamaður að gott sé að geta gripið til þeirra veikist barnið aftur. Ekkert gerist og dropamir eldast. Ari síðar fær barniö aftur í eyrun. Þá er gripið til þeirra og á glasinu stendur að innihaldiö eigi að nota fyrir júli ’85. Stundum stendur þó ekki hve lengi má geyma meðul. En þegar hinir um- ræddu dropar vom keyptir var lokið innsiglað. Ef til vill geymast þeir til ár- sins 1985 með innsiglinu á en hve lengi geymast þeir eftir að það var rofið? Geymsluþo/ eyrnadropa DV hafði samband við lyfja- fræðing og kvað hann ekki æskilegt að geyma eyrna- og augndropa lengur en 3—4 vikur eftir aö dropaglasið hefur verið opnaö. Ekki er þar meö sagt að dropamir séu skemmdir eða ónýtir að þeim tíma liðnum heldur er þama spurning um bakteríusmitun sem fer í glasið hver ju sinni þegar opnað er. Þó fer geymsluþolið að einhverju leyti eftir því hverrar tegundar droparnir eru. Dagsetning á lyfjaumbúðum er miðuð við geymsluþol lyfsins áður en það hefur verið opnað. Dýrt að leysa út mikið iyfjamagn Þegar lyf samkvæmt lyfseðli em afgreidd er oft talsvert magn sem greiða þarf fyrir. Þá er ekki alltaf þörf á að nota allt lyfiö og finnst sumum þar peningum vera kastað á glæ þar sem geymsluþol lyfja er takmarkað. Aö sögn heimilislæknis er það heldur algengara að menn biðji um meiri lyf en þeir fá heldur en að kvartað sé yfir of miklu magni. Þá sagði hann ennfremur að sérlyfin væm í stöðluðum pakkningum og er fast verð á hverju lyfi. Þannig að ekki skiptir máli hvort sjúklingurinn fær 750 ml fiösku eða 3 pottflöskur af lyfi, verðið er hið sama. Síðan er þaö mat læknis hvort sjúklingur þurfi að klára úr öllum glösum og túpum, eins og heimilislæknir komst að orði. Við afhendingu fúkkalyfja er þó reynt að hafa ekki stærri skammt en þörf er á. En samkvæmt nýjum samningum má ekki gefa meira en 2ja mánaða skammt út á sjúkrasamlag. Hlutur sjúklings hefur hækkað Hluti sjúklings í lyfjakostnaði hefur nýlega hækkaö. Áður greiddi sjúkrasamlagið allan kostnað umfram 100 krónur á erlendum lyfjum. Nú hefur hluti sjúklings hækkað i 240 krónurfyrir erlendlyf. Barnið fínnur tH, farið er með það til læknis, gefínn út lyfseðill og öll lyf leyst út. Fast gjald er fyrir hvert lyf, sama hvað magnið er mikið. Kostnaður neytandans fyrir innlend Upphæðir þessar heimingast hjá 75% lyf hækkaði úr 60 krónum í 120 krónur. öryrkjum og ellilíf eyrisþegum. GINGAVÖRUR Byggingavöruverslun og ráðgjafarþjónusta Kleppsmýrarvegi 8 — Sími 81068 EITTHVAÐ FYRIR ALLA HÚSBYGGJENDUR OG HÚSEIGENDUR ALUMANATION 30! Fljótandi ál- klæðning fyrir pappaþök. ' TIL SPRUIMGUVIÐGERÐA 100% akrýlmálning PERMARDOF Fyrir pappaþök og steinrennur Solignum Architectural fúavari Alkalivörn — vatnsvari 40 ANT*MV)IT i:i;7aij:i SENDIN AKRYLPLASTMALNING W-*CKT0P SE*LER! DURATHANE Polyurethan-þéttikítti sem inniheldur grunn fyrir járn, stein, timbur o.fl. PERMAPLASTIK PERMAPRIMER SÆNSKA PARKETTIÐ FRÁ TARKETT BUCHTAL keramikflísar, úti sem inni Útvegum flestar byggingavörur með stuttum fyrirvara. Útborgun allt niður í 20% og lánstími allt að 6 mánuðum. Gunnar F.E. Magnússon múrari verður í versluninni daglega kl. 16—18 og gefur alla ráðgjöf varðandi notkun RPM-efn- anna yður að kostnaðarlausu. Málningarverkfæri múrverkfæri og önnur almenn verkfæri (RPM) BYG GINGAVÖRUR Byggingavöruverslun og ráðgjafarþjónusta Kleppsmýrarvegi 8 — sími 81068 alla virka daga kl. 9—18. laugardaga kl. 9—16. OPIÐ 'ii.nkf.rif » te-Hí* t HMl M’BM Stllrfl tfr ■« « •«««« •nukrvm «« ir mMM*M mb m 9 tkftwvat*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.