Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Side 8
 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mótmælin í San Francisco hafa a5 mestu farið friðsamlega fram. Þó hefur komið til minnlháttar átaka. Á myndinni sést þegar lögreglan hafði afskipti af kynvillingum sem kröfðust réttlætis. San Francisco: Allt á suðupunkti Góður efna- hagur Japans Efnahagsástandið í Japan hefur ekki verið betra á síðustu fimm árum að því er segir í yfirlýsingu frá stjómvöldum þar í landi. I yfirlýsingunni segir að hagvöxtur á þessu fjárlagaári — sem endar í mars á næsta ári — muni að líkindum verða meiri en áætlað hafi verið. Gert var ráð fyrir að hagvöxturinn yrði 4,1 pró- sent. Japanir segja ástæðuna fyrir þessum mikia hagvexti vera þá að útflutningur hafi aukist og einnig neysla og fjárfestingar. I yfirlýsing- unni segir að byggingariðnaðurinn í Japan blómstri og gjaldþrotum fyrir- tækja hafi fækkað til muna. Verðbólga í Japan er nú tvö prósent en var 2,4 prósent í apríl á þessu ári. Hópur japanskra hagfræðinga sem starfa sjálfstætt hefur nýlega spáð því aö hagvöxtur í landinu muni verða rúmlega fimm prósent á árinu. Það hefur ekki gerst síðan á árinu 1979 að hagvöxtur sé svo mikill í Japan. Vestur-Þýskaland: 38 stunda vinnuvika í stáliðju Verkamem, í stáliðnaði í Vestur- Þýskalandi náðu í gær fram styttingu vinnuvikunnar um tvær klukkustund- ir. Verður nú vinnuvikan 38 klukku- stundir í staö 40 án þess að laun lækki. Samkomulag var undirritaö á milli verkalýösfélaganna og vinnuveitenda í gær og nær það til 170.000 verkamanna í Rínarhéruðunum, Bremen og Osna- briick. Mun samkomulagið taka gildi í október á þessu ári. Fyrir skömmu sömdu starfsmenn í málmiönaöi um 38,5 klukkustunda vinnuviku og lauk með því sjö vikna verkfalli þeirra. Báðir þessir hópar eru í sama verkalýðsfélagi — IG Met- all — en stáliönaðarmenn ákváðu að semja sérstaklega við sína vinnuveit- endur. Ennfremur mælir samkomulagiö fyrir um 3,5 prósent launahækkun í byrjun næsta árs og tvö prósent launa- hæÚtuní júlí 1985. Skógareldar íSíberíu Skógar í suöurhluta Síberíu í Sovét- ríkjunum eru illa leiknir af skógar- eldum. Málgagn sovésku stjórnar- innar, Izvestia, segir að árlega valdi skógareldar miklu tjóni í Síberíu og sé kæruleysi að miklu leyti orsök hins gífurlega tjóns. Blaðið segir að slökkviliösmenn hafi staðið sig illa i baráttunni gegn skógareldum og ekki sé fariö að huga að slökkviráðstöf- unum fyrr en eldurinn sé nánast orðinn óviðráðanlegur. Izvestia segir að á ári hverju eyði- leggist þúsundir hektara af skógi af völdum elds og taki þaö marga manns- aldra að rækta skóginn upp að nýju. Ennfremur benti blaðið á að mikið vinnutap fylgdi skógareldunum því að verkamenn værn teknir úr störfum sinum tii að sinna slökk vistarfi. Frá Þóri Guðmundssyni, frétta- ritara DV i San Franclsco: Allt er á suöupunkti i San Francisco vegna flokksþings Demókrataflokksins sem þar stendur yfir. Mótmælagöngur hafa verið tíðar og ýmsir hópar hafa gripið tækifærið til að láta á sér bera i tilefni flokksþingsins. Marijúananeytendur fóru í kröfu- Frá Þóri Guðmundssyni, fréttarit- ara DV í San Franclsco: Jesse Jackson, frambjóðandi í for- kosningum Demókrataflokksins, bað í gær bandarísku þjóðina afsökunar á ummælum sínum um gyðinga. Hann hvatti til baráttu gegn Ronald Reagan forseta. Jackson baðst afsökunar í ræöu sem hann flutti á þingi Demókrataflokksins í San Franeisco. Ræðan var áhrifa- mikil og stundin söguleg. Jackson bað þjóðina fyrirgefningar ef gerðir hans hefðu sært einhverja. „Þar var höfuðið að verki en ekki hjartað,” sagði hann. „Ef ég er ófullkominn þá hafið biðlund með mér. Guð hefur ekki lokið við mig enn,” sagði Jackson ennfremur. I ræðu sinni, sem var líkari messu, göngu um helgina og kröföust þess ,að neysla fíkniefnisins yrði gerð lög- leg í Bandaríkjunum. Um 200.000 stuöningsmenn verkalýðsfélaga fóru í göngu og lögðu áherslu á ýmsar kröfur sínar. Ennfremur kröfðust kynvillingar réttlætis og tóku um 100.000 manns þátt í kröfugöngu þeirra. Hingaö til hafa göngurnar að hvatti Jackson demókrata til aö vinna saman að sameiginlegum mark- miðum. Þetta kall Jacksons er mikil- vægt því að skömmu áður höfðu full- trúar Mondales á flokksþinginu hafnað öllum kröfum Jacksons um sterkari jafnréttisákvæði í stefnuskrá flokks- ins og um róttækari stefnu í utanríkis- málum. Margir höfðu óttast að Jackson gæti ekki gefiö þannig eftir án þess að tapa stuðningi þeirra sem hafa staðið á bak við framboð hans. En Jackson sagði viö sína stuðningsmenn: „Aðalatriðið er hvort baráttumál okkar eru rétt en ekki hvort við förum með sigur af hólmi. Við getum snúið heim að þinginu loknu og horfst í augu við okkar f ólk. Hugsjón okkar er skýr.” mestu fárið friðsamlega fram þó að til minniháttar átaka hafi komið á mllli lögreglunnar og mótmælenda. Búist er við kröfugöngum út vikuna og er óvist að þær muni ailar fara friðsamlega fram. Kynþátta- hatarar í Ku Klux Klan ætla að efna til mótmæla gegn kynvillingum og má búast við að til átaka komi milli hópanna. Gengi ný-sjálenska dollarans var fellt í gær um 20 prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins. David Lange, formaður Verka- mannaflokksins og nýkjörinn forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, sagði í gær að gengisfeliingin væri fyrsti liðurinn í ef nahagsáætlun ríkisstjórnar sinnar til að koma efnahagsmálum landsins í rétt horf. Lange sagði að vextir í landinu yrðu hækkaðir og verðlag yrði fryst næstu þrjámánuði. Ríkisstjóm Langes hefur enn ekki tekið formlega við völdum. Sir Robert Muldoon, formaður Ihaldsflokksins, situr enn sem forsætisráðherra og hafði hann gefið yfirlýsingu um að gengið yröi ekki fellt á meðan hann væri við völd. Þessi yfirlýsing Muldoons mæltist mjög illa fyrir og var hann sakaöur um að virða ekki niðurstöður kosninganna. I gær féllst Muldoon hins vegar á gengisfelling- una. Lange mun formlega taka við embætti í lok þessarar viku. Lange sagði á blaðamannafundi í gær aö gengi ný-sjálenska dollarans hefði verið vitlaust skráð og því hefði verið brýn nauösyn á gengisfelling- unni. Hann sagði að ef ekki hefði verið gripið til þessarar ráðstöfunar þá hefði verið nauðsynlegt að taka stór erlend lán og að þau væru nógu há fyrir. Erlendar skuldir landsins voru eitt Gleðikonur borgarinnar munu halda árlega hátíð í vikunni og mun hún fara fram á götum San Fran- cisco. Verður það í sjöunda sinn sem gleðikonur halda sh'ka hátíð. Af öðrum mótmælum má nefna Rock gegn Reagan, göngur fyrir friði og réttindum barna. Einnig munu konur fagna að Walter Mondale valdi konu sem varaforsetaefni Demókrataf lokksins. aðalkosningamálið en skuldir Nýja- Sjálands nema nú um 11 milljörðum doliara. Biblía leyfðá Kúbu Prestar á Kúbu tóku í gær á móti 12.000 eintökum af Biblíunni. Fidel Castro, leiötogi Kúbu, hafði leyft dreifingu á Biblíunni og þykir það tíðindum sæta. 37 trúarsöfnuðir á Kúbu höfðu farið þess á leit viö yfirvöld að þau heimiluðu innflutn- ing og dreifingu á hinni helgu bók. Kaþólsk trú er sú útbreiddasta í landinu. Tahð er að um 75.000 Kúbumanna sæki kirkjur á sunnu- dögum en íbúamir em um tíu milljónir. Nýja-Sjáland: Gengið fellt um 20 pmsent Jesse Jackson bað bandarísku þjóðina fyrirgefningar. JACKSON BIÐST FYRIRGEFNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.