Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Qupperneq 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR18. JULl 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarriistjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Tangarsókn Alþýöusamband Islands hefur tekið þá ákvörðun aö ekki verði haft allsherjarsamflot í samningunum í haust. I stað þess getur hvert og eitt verkalýðsfélag samið á eig- in spýtur. Af ummælum, sem höfð eru eftir Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, má skilja að þetta sé hernaðar- tækni af hálfu verkalýðshreyfingarinnar sem ætlar að sækja fram á mörgum vígstöðvum. Flestir aðrir verka- lýðsforingjar taka undir að hér sé á ferðinni tangarsókn sem þeir telja að verði árangursríkari en samstaða í alls- herj arsamningum. Ekki er því að neita, að hér kveður við nýjan tón frá verkalýðshreyfingunni. Að vísu hefur það stundum áður verið reynt að gefa einstökum félögum frítt spil, en grundvallarafstaða verkalýðssamtakanna hefur alla- jafna verið fólgin í því að standa saman þegar sótt hefur verið á um kjarabætur. Afl hreyfingarinnar hefur ein- mitt verið mikið í íslensku þjóðlífi vegna þess að launþeg- ar hafa getað snúið bökum saman þegar í harðbakkann slær. Ástæðurnar fyrir kúvendingunni eru augljósar. Átökin milli hálauna- og láglaunahópa, misræmið milli stétta, launaskrið og sérkjarasamningar, allt er þetta komið á það stig að ASÍ hefur ekki vald á stööunni. Alþýðusam- bandið treystir sér ekki til að berja í brestina. Þar með er ekki sagt að þessi staða þurfi að reynast verri. Auðvitað hlýtur verkalýðshreyfingin að meta að- stæður sínar hverju sinni og skipuleggja kjarabaráttu sína þannig að hún skili sem mestum árangri. Eflaust er það rétt mat að kröfurnar séu svo misjafnar að ekki sé unnt að setja fram neina allsherjarkröfu. Raunar leggur ASI áherslu á að halda kaupmætti síðasta ársfjórðungs liðins árs, en einnig þar eru mismunandi hagsmunir í húfi, einfaldlega vegna launaskriðsins sem átt hefur sér stað. Menn eru einnig smám saman að gera sér ljóst að flöt prósentuhækkun ofan á taxta er ekki einhlít lausn. I síð- ustu kjarasamningum var almennt viðurkennt að lág- launafólkið var ekki að finna í einu tilteknu stéttarfélagi, heldur skaraðist sá hópur inn í mörg launþegafélög. Kröppu kjörin fara meira eftir þjóðfélagsaðstöðu heldur en launatöxtum. Einstæðir foreldrar, barnmörg heimili, ein fyrirvinna í f jölskyldu eru oftast verst sett og það fólk verður ekki sett undir einn hatt í verkalýðshreyfingunni. I síðustu kjarasamningum var leitast við að bæta kjör þessa fólks með öðrum hætti en beinum launahækkunum og það á aftur að gera þegar sest er að samningaborði að nýju. Hættan er hins vegar sú að þegar ekkert samflot er haft í samningum, þegar hvert verkalýðsfélag er að pota í sínu horni, verði þessir afskiptu hópar útundan. Ástæðulaust er að amast við hinni nýju hernaðartækni verkalýðshreyfingarinnar. Sjálfsagt er það rétt mat hjá ASl-forystunni að samflot sé þýðingarlaust. En breytt vinnubrögð að þessu leyti mega ekki verða á kostnað þeirra sem verst eru settir. Vonandi er það rangt mat hjá framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins að Al- þýðusambandið hafi gefist upp við að vernda og styðja þá sem lægstu launin hafa. En ef ASI bregst í því hlutverki verða stjórnvöld að grípa í taumana. Aukið svigrúm í gerð kjarasamninga er í þágu hins frjálsa samningsrétt- ar. En það er siðferðisleg skylda stjórnvalda og stjórn- málamanna að fylgjast vel með framvindu mála og gæta hagsmuna þeirra sem kunna að verða útundan í kapp- hlaupinu um kjörin. Lögmál frumskógarins má aldrei ríkja í þjóðfélagi sem kennir sig við jafnrétti og jafnræði. Jafnvel þótt það heiti tangarsókrí. Ríkisstjóm i kreppu Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar er í mikilli kreppu um þessar mundir. „Stjórnlist” hennar í efna- hagsmálum er komin í algera sjálf- heldu. Baráttan við veröbólguna, sem fólst í því að launafólk var sjálft látið greiöa hana niður, sem leitt hefur af sér kaupmáttarhrap launa um 25—30%, gengur ekki lengur. Áróðursstaðan, sem fram aö þessu hefur verið ríkisstjórninni hagstæð, er að snúast gegn henni. Launafólk og allur almenningur er að gera sér það ljóst að verðbólguáróður stjómarinnar er einber blekking og í efnahagslegum úrræðum hefur stjórnin ekki upp á annað að bjóða en kjaraskerðingar. Vegið að hinu félagslega velferðarkerfi I upphafi ferils síns átti ríkis- stjómin sér tvö meginmarkmið: í fyrsta lagi að brjóta niöur verka- lýðshreyfinguna þannig aö hún gæti lítið viðnám veitt gegn pólitískum markmiðum stjórnarinnar. En þau hafa falist í því að gera landið að lág- launasvæði og gera það eftirsóknar- vert til fjárfestinga fyrir erlend auðfélög. Fyrsta skrefiö í þessari áætlun stjórnarinnar var að koma kaupmáttarstigi launanna verulega niður. í öðru Iagi var markmið stjórnarinnar að brjóta niöur hiö fé- lagslega velferðarkerfi sem hér hefur veriö byggt upp á liðnum ára- tugum. I þessum efnum vegur ríkis- stjórnin sérstaklega að allri félags- legri þjónustu, sér í lagi fær heilsu- gæslan að finna fyrir miskunnar- lausum niðurskurði hennar. Lyfja- kostnaður og viðtöl hjá læknum eru hækkuö um 200%, heilu deildirnar á spítulunum eru lokaðar yfir sumar- tímann, jafnvel þó að langir biðlistar séu eftir sjúkraplássi, starfsfólki skal fækkað í stórum stíl, koma á upp nýju ræstingakerfi á spítulunum í anda nútíma hagræðingar svo að hægt sé að fækka Sóknarkonum í stórum stíl. Hér er frjálshyggjan að verki í sinni verstu mynd. Að vísu gafst ríkisstjórnin upp á mögnuðustu áformum sínum í þessum efnum, s.s. fyrirhuguðum sjúklingaskatti. Eins hefur hinn pennastriksglaði fjár- málaráðherra oröiö að gefast upp á áformum sínum aö láta einkaaðila taka við þvottahúsum ríkisspítal- anna og mötuneytum. Að vísu voru þvottamir boðnir út en einka- aðilamir reyndust allt of dýrir og kom engum á óvart. Mest hefur Albert þó sámað að Pétur, vinur hans úr Aski og baráttufélagi úr Val, skyldi ekki fá tækifæri til að mat- reiöa ofan í sjúklingana hamborgara GUÐMUNDUR J. HALLVARÐSSON VÉLGÆSLUMAÐUR, TRÚNADARMAÐUR í STJÓRN DAGSBRÚNAR. og f ranskar með sósu og salati (!). Þessi dæmi sýna hversu ævintýra- legar hugmyndir menn geta fengið þegar frjálshyggjan nær virkilega tökum á þeim. Jafnframt er þetta skýr vitnisburður um að ómenguð íhaldsstefna er óframkvæmanleg hér á landi nema að leggja í rúst þá þjóðféiagsgerð sem hér hefur verið ebs. Drög að skyn- samlegu skipu- lagi fiskveiða Um fátt hefur verið meira deilt í blöðum síðustu mánuði en kvóta- kerfið svonefnda í sjávarútvegi. Sumir hafa óttast, að það legöi of víð- tækt vald í hendur sjávarútvegsráð- herra, aðrii- hafa talið að það þrengdi um of að sjómönnum. Flestir hafa þó verið þeirrar skoöunar, að það sé óhjákvæmilegt, eigi að stöðva ofveið- ina á Islandsmiöum. Mig langar til að leggja nokkur orð í belg um málið, því að mér finnst aö ekki hafi verið rætt um það á réttum f orsendum. Ofveiði — hagfræðilegt hugtak Menn hafa sumir miðað við þaö, að veiða megi fiska, þangað til komið sé að líffræðilegum endumýjunarmörk- um þeirra, en að allt umfram það sé ofveiði. Með öðrum orðum: svo lengi megi veiða fiska sem stofnarnir minnki ekki. Þessi hugsun er þó röng. Það sem á að hámarka, er ekki tala fiskanna í sjónum, heldur tala auranna í buddunni. Fiskveiðar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur fjáröflunin með fiskveiðum. Þetta felur í sér, aö skynsamlegt er aö veiða fiska, þangað lil einhver önnur leið til fjáröflunar er orðin hag- kyæmari, en að allt umfram það er síðan ofveiðL Þetta má orða svo, að sú ofveiði sem við höfum áhuga á að stöðva, sé hagfræðileg en ekki líf- fræðileg. Hún er sú fyrirhöfn sem lögð er í að veiða fiska, en hefði hún verið lögð í eitthvað annað. Ég hlýt að flýta mér að bæta því við, að við verðum auðvitað að stöðva hina líf- fræðilegu ofveiöi — þ.e. veiði um- fram endurnýjunarþol fiskistofn- anna — en það nægir ekki. Við verðum líka að stöðva hina hagfræði- legu ofveiði. Ofveiði vegna óskil- greinds séreignarréttar Hvers vegna breyta menn í sjávar- útvegi svo óskynsamlega sem raun ber vitni? Hvers vegna hugsa þeir ekki betur um eigin hag? Að spyrja þessarar spumingar er aö svara henni. Þeir hugsa ekki um eigin hag, því að ekki er um neinn eigin hag að ræða. Enginn á fiskistofnana, og eng- inn gætir þeirra því fyrir öðrum. Líkja má fiskveiðum á Islands- miðum við það, að nokkrum piltum sé fengin saman bjórtunna. Þeir reyna að sjálfsögðu hver og einn að tappa sem mestu af tunnunni á sem skemmstum tima. Fiskimennirnir reyna hið sama, þeir finna enga hvöt hjá sér til að nýta fiskistofnana skyn- samlega, og því hefur farið sem farið hefur. Sökin er þó ekki þeirra, heldur þess skipulags, sem þeir hafa búið við. Ríkið hefur brugðist Þeir sem trúa á ríkisforsjá, geta trauðla fundið trú sinni stað í fisk- veiðunum. Ríkið hefur lítið sem Ótímabærar athugasemdir HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. ekkert gert til að stöðva hina hag- fræðilegu ofveiði, lítið sem ekkert gert til að fækka þeim handtökum, sem farið hafa til spillis í sjávarút- vegi. öðru nær. Ríkið hefur beinlínis stuölað að þessari ofveiði, með ódýr- um lánum og ábyrgðum á lánum til fiskiskipakaupa og með ódýrum af- urðalánum til útgerðarfyrirtækja. Það er því hjákátlegt, er ungir rót- tæklingar eins og Finnur Arnason og Ragnar Arnason reyna að sækja rök fýrir ríkisforsjá í ofveiðina á Islands- miðum. Markaðurinn hefur ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.